Í þágu hinna fáu Kristinn Ingi Jónsson skrifar 15. mars 2018 07:00 Þegar valið stendur á milli sérhagsmuna fárra og hagsmuna heildarinnar er það segin saga að kjarklausir stjórnmálamenn velja fyrri kostinn. Ástæðan er efalaust sú að á meðan hagsmunir fjöldans eru léttvægir fyrir hvern og einn eru hagsmunir hinna fáu miklir og þess virði að berjast fyrir. Gott dæmi um sérhagsmunagæslu af þessu tagi er sú ákvörðun Donalds Trump að leggja tolla á innflutt ál og stál. Rökin eru sögð þau að verja þurfi hnignandi bandarískan iðnað í samkeppni við erlendan iðnað. Störf tuga þúsunda séu í húfi. Það sem gleymist er að tollmúrarnir skaða samkeppnishæfni þeirra bandarísku fyrirtækja sem reiða sig á ódýrt, innflutt ál og stál. 140 þúsund manns starfa við stálframleiðslu í landinu en 6,5 milljónir hjá fyrirtækjum sem reiða sig á innflutt stál. Fyrir hvert nýtt starf sem tollarnir skapa í stáliðnaðinum er talið að átján önnur glatist. Dæmi um viðlíka sérhagsmunagæslu má einnig finna hér á landi. Sama dag og Trump tilkynnti um áform sín hvöttu samtök bænda þingmenn til þess að hækka tolla á landbúnaðarvörur. Rökin eru þau sömu: að verja þurfi innlendan landbúnað fyrir erlendri samkeppni. Tollmúrinn hefur hins vegar leitt til þess að íslenskir neytendur greiða eina hæstu landbúnaðarstyrki í heimi til þess að geta keypt einhverjar dýrustu búvörur í heimi. Engu að síður eru bændur ein tekjulægsta stétt landsins. Tollvernd getur þjónað sérhagsmunum fárra til skamms tíma en til lengri tíma þjónar hún ekki hag neins. Bandaríski stáliðnaðurinn stendur ekki betur að vígi ef alls konar framleiðsla sem reiðir sig á stál flyst úr landi. Það sama gildir um íslenskan landbúnað. Hann mun ekki blómstra á meðan hann byggir tilvist sína á verri kjörum almennings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Ingi Jónsson Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Þegar valið stendur á milli sérhagsmuna fárra og hagsmuna heildarinnar er það segin saga að kjarklausir stjórnmálamenn velja fyrri kostinn. Ástæðan er efalaust sú að á meðan hagsmunir fjöldans eru léttvægir fyrir hvern og einn eru hagsmunir hinna fáu miklir og þess virði að berjast fyrir. Gott dæmi um sérhagsmunagæslu af þessu tagi er sú ákvörðun Donalds Trump að leggja tolla á innflutt ál og stál. Rökin eru sögð þau að verja þurfi hnignandi bandarískan iðnað í samkeppni við erlendan iðnað. Störf tuga þúsunda séu í húfi. Það sem gleymist er að tollmúrarnir skaða samkeppnishæfni þeirra bandarísku fyrirtækja sem reiða sig á ódýrt, innflutt ál og stál. 140 þúsund manns starfa við stálframleiðslu í landinu en 6,5 milljónir hjá fyrirtækjum sem reiða sig á innflutt stál. Fyrir hvert nýtt starf sem tollarnir skapa í stáliðnaðinum er talið að átján önnur glatist. Dæmi um viðlíka sérhagsmunagæslu má einnig finna hér á landi. Sama dag og Trump tilkynnti um áform sín hvöttu samtök bænda þingmenn til þess að hækka tolla á landbúnaðarvörur. Rökin eru þau sömu: að verja þurfi innlendan landbúnað fyrir erlendri samkeppni. Tollmúrinn hefur hins vegar leitt til þess að íslenskir neytendur greiða eina hæstu landbúnaðarstyrki í heimi til þess að geta keypt einhverjar dýrustu búvörur í heimi. Engu að síður eru bændur ein tekjulægsta stétt landsins. Tollvernd getur þjónað sérhagsmunum fárra til skamms tíma en til lengri tíma þjónar hún ekki hag neins. Bandaríski stáliðnaðurinn stendur ekki betur að vígi ef alls konar framleiðsla sem reiðir sig á stál flyst úr landi. Það sama gildir um íslenskan landbúnað. Hann mun ekki blómstra á meðan hann byggir tilvist sína á verri kjörum almennings.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar