Heimir um meiðsli Gylfa: „Kom mér á óvart að hann hélt áfram að spila“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. mars 2018 12:00 Gylfi Þór Sigurðsson ætti að vera klár fyrir HM. Sem betur fer. vísir/getty Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, var að horfa á leik Everton og Brighton þegar að Gylfi Þór Sigurðsson meiddist en meiðslin settu íslensku þjóðin á hliðina enda stutt í HM í Rússlandi. Meiðslin voru ekki jafn alvarleg og fyrst var haldið, en eins og greint var frá í gærkvöldi hittir Gylfi Þór sérfræðing í kvöld þar sem vonast er eftir góðum fréttum af besta leikmanni íslenska landsliðsins.Sjá einnig:Heimi dreymir um að lyfta HM-styttunni: „Mamma spurði hvað í fjandanum ég væri að hugsa“ Heimir var spurður í hlaðvarpinu Men in Blazers hvar hann var þegar að hann fékk fréttirnar af meiðslunum og hver voru hans viðbrögð við þessu öllu saman. Aðeins nokkrir mánuðir í stóru stundina og aðalmaðurinn meiddur.Gylfi Þór Sigurðsson er frá vegna meiðsla.Vísir/GettyTölum ekki um stjörnuleikmann „Ég var að horfa á leikinn. Það kom mér á óvart að hann hélt áfram að spila og það er kannski ástæðan fyrir því að hann verður þetta lengur frá. Hann spilaði, að ég held, í 60 mínútur meiddur,“ segir Heimir í hlaðvarpinu sem heyra má hér. „Ég hef, aftur á móti, lært það, að ég get ekki verið að hafa áhyggjur af meiðslum leikmanna. Núna erum við án Gylfa og þá fer maður að hugsa hvernig maður spilar án hans þannig að það hafi ekki áhrif á liðið.“ Heimir hefur miklar mætur á Gylfa, eðlilega, en ekki bara vegna þess hversu góður hann er í fótbolta heldur vegna þess hversu ósérhlífinn hann er á vellinum. Hafnfirðingurinn er leiðtogi á meðal manna. „Við viljum aldrei tala um hver er stjörnuleikmaðurinn okkar. Bandaríkjamenn elska orðið stjörnuleikmaður. Fyrir mér er Gylfi eins og Aron. Hann er stærsta nafnið okkar þar sem hann spilar fyrir stærsta félagið af leikmönnum íslenska landsliðsins,“ segir Heimir. „Ég lít á Gylfa sem fyrirmynd því þrátt fyrir að hann sé stærsta nafnið í liðinu er hann einnig vinnusamasti leikmaður þess. Hver í liðinu dirfist að vera latur þegar að svo ber undir. Hann er líka leiðtogi á vellinum. Hann talar ekki mikið og er illa við viðtöl en hann lætur verkin tala inn á vellinum,“ segir Heimir Hallgrímsson. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimi dreymir um að lyfta HM-styttunni: „Mamma spurði hvað í fjandanum ég væri að hugsa“ Heimir Hallgrímsson er óhræddur við að segja að draumur hans er að verða heimsmeistari. 27. mars 2018 08:30 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, var að horfa á leik Everton og Brighton þegar að Gylfi Þór Sigurðsson meiddist en meiðslin settu íslensku þjóðin á hliðina enda stutt í HM í Rússlandi. Meiðslin voru ekki jafn alvarleg og fyrst var haldið, en eins og greint var frá í gærkvöldi hittir Gylfi Þór sérfræðing í kvöld þar sem vonast er eftir góðum fréttum af besta leikmanni íslenska landsliðsins.Sjá einnig:Heimi dreymir um að lyfta HM-styttunni: „Mamma spurði hvað í fjandanum ég væri að hugsa“ Heimir var spurður í hlaðvarpinu Men in Blazers hvar hann var þegar að hann fékk fréttirnar af meiðslunum og hver voru hans viðbrögð við þessu öllu saman. Aðeins nokkrir mánuðir í stóru stundina og aðalmaðurinn meiddur.Gylfi Þór Sigurðsson er frá vegna meiðsla.Vísir/GettyTölum ekki um stjörnuleikmann „Ég var að horfa á leikinn. Það kom mér á óvart að hann hélt áfram að spila og það er kannski ástæðan fyrir því að hann verður þetta lengur frá. Hann spilaði, að ég held, í 60 mínútur meiddur,“ segir Heimir í hlaðvarpinu sem heyra má hér. „Ég hef, aftur á móti, lært það, að ég get ekki verið að hafa áhyggjur af meiðslum leikmanna. Núna erum við án Gylfa og þá fer maður að hugsa hvernig maður spilar án hans þannig að það hafi ekki áhrif á liðið.“ Heimir hefur miklar mætur á Gylfa, eðlilega, en ekki bara vegna þess hversu góður hann er í fótbolta heldur vegna þess hversu ósérhlífinn hann er á vellinum. Hafnfirðingurinn er leiðtogi á meðal manna. „Við viljum aldrei tala um hver er stjörnuleikmaðurinn okkar. Bandaríkjamenn elska orðið stjörnuleikmaður. Fyrir mér er Gylfi eins og Aron. Hann er stærsta nafnið okkar þar sem hann spilar fyrir stærsta félagið af leikmönnum íslenska landsliðsins,“ segir Heimir. „Ég lít á Gylfa sem fyrirmynd því þrátt fyrir að hann sé stærsta nafnið í liðinu er hann einnig vinnusamasti leikmaður þess. Hver í liðinu dirfist að vera latur þegar að svo ber undir. Hann er líka leiðtogi á vellinum. Hann talar ekki mikið og er illa við viðtöl en hann lætur verkin tala inn á vellinum,“ segir Heimir Hallgrímsson.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimi dreymir um að lyfta HM-styttunni: „Mamma spurði hvað í fjandanum ég væri að hugsa“ Heimir Hallgrímsson er óhræddur við að segja að draumur hans er að verða heimsmeistari. 27. mars 2018 08:30 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira
Heimi dreymir um að lyfta HM-styttunni: „Mamma spurði hvað í fjandanum ég væri að hugsa“ Heimir Hallgrímsson er óhræddur við að segja að draumur hans er að verða heimsmeistari. 27. mars 2018 08:30