Rússneskir erindrekar sendir heim í tugatali Samúel Karl Ólason skrifar 26. mars 2018 13:18 Frá sendiráði Rússlands í Washington DC. Vísir/AFP Rússneskum erindrekum verður vísað frá Bandaríkjunum, Kanada og fjölda Evrópuþjóða. Yfirvöld Bandaríkjanna tilkynntu í dag að rússneskum erindrekum verður vísað úr landi vegna taugaeitursárásarinnar á Sergei Skripal í Bretlandi í byrjun mánaðarins. Þar að auki verður ræðismannsskrifstofu Rússlands í Seattle verður lokað. Bandarískir embættismenn segja að erindrekarnir 60 séu í raun njósnarar sem starfi í skjóli pólitískrar verndar. Eftir að þeim hefur verið vísað úr landi telja yfirvöld Bandaríkjanna að 40 rússneskir njósnarar verði eftir í landinu. Þá segja þeir að ógn stafi af ræðismannsskrifstofa Rússlands í Seattle vegna nándar hennar við flotastöð sjóhers Bandaríkjanna og er hún sögð vera mikilvægur hlekkur í njósnastarfsemi Rússlands í Bandaríkjunum. Af erindrekunum sem um ræðir starfa tólf þeirra hjá Sameinuðu þjóðunum í New York og 48 starfa í Washington DC.Samkvæmt AP fréttaveitunni er brottvísun erindrekanna einnig skilaboð til Rússlands vegna mikils og „óásættanlegs“ fjölda njósnara þeirra í Bandaríkjunum. Erindrekarnir munu fá sjö daga til að yfirgefa Bandaríkin. Yfirvöld í Moskvu hafa tilkynnt að þeir muni bregðast við brottvísunum erindreka ríkisins og segja aðgerðirnar vera „ögrandi“. Maria Zakharova, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, hefur gagnrýnt Evrópusambandið harðlega og segir forsvarsmenn þess sýna fram á afbakaða túlkun á samstöðu með Bretlandi. Sarah Huckabee Sanders, talskona Hvíta hússins, sagði að um væri að ræða viðbrögð við „notkun Rússa á hernaðar-efnavopni á breskri grundu". Þar að auki sagði hún að aðgerðirnar myndu gera Bandaríkin öruggari og koma í veg fyrir njósnaaðgerðir sem ógni öryggi þjóðarinnar. Anatloy Antonov, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, mótmælti aðgerðum Bandaríkjanna harðlega og sagði þær ólöglegar. Þá segir hann engar sannanir fyrir því að Rússar hafi komið að eitrun Sergei Skripal.Fjöldi ríkja grípa til sömu aðgerða Yfirvöld fjórtán ríkja Evrópusambandsins tilkynntu brottvísun rússneskra embættismanna á sama tíma og ákvörðun Bandaríkjanna var tilkynnt. Pólland, Þýskaland, Frakkland, Danmörk, Úkraína, Tékkland, Eistland, Holland, Finnland og Litháen hafa meðal annarra einnig tilkynnt að rússneskum erindrekum verður vísað úr landi. Sömuleiðis hefur Kanada ákveðið að vísa fjórum rússneskum erindrekum úr landi og hafna þremur umsóknum Rússa um vernd fyrir þrjá erindreka til viðbótar. Kandamenn segja mennina sjö vera njósnara og að aðgerðir þeirra séu til marks um samstöðu með Bretlandi. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, sagði að von væri á frekari refsiaðgerðum frá sambandinu og mögulega fleiri brottvísunum. Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, vísaði 35 rússneskum erindrekum úr landi í desember 2016 og var það vegna afskipta Rússlands af forsetakosningunum þar í landi. Í kjölfar þess og annarra refsiaðgerða Bandaríkjanna gagnvart Rússlandi var Bandaríkjunum gert að fækka starfsmönnum sínum í Rússlandi um 755. 55 erindrekum var vísað úr landi af Ronald Reagan árið 1986. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, segir aðgerðir dagsins vera sögulegar og þær muni auka öryggi ríkjanna. Rússar geti ekki brotið alþjóðalög eins og þeim sýnist.Today's extraordinary international response by our allies stands in history as the largest collective expulsion of Russian intelligence officers ever & will help defend our shared security. Russia cannot break international rules with impunity — Boris Johnson (@BorisJohnson) March 26, 2018 Bretar tilkynntu fyrr í mánuðinum að 23 rússneskum erindrekum yrði vísað úr landi og nú hafa fjölmörg önnur ríki gripið til sömu aðgerða. Hér að neðan má sjá yfirlit yfir þau ríki. Bretland: 23 Bandaríkin: 60 Úkraína: 13 Pólland, Frakkland, Þýskaland, Kanada: 4 Tékkland, Litháen: 3 Holland, Ítalía, Danmörk, Spánn: 2 Eistland, Lettland, Króatía, Finnland, Rúmenía, Svíþjóð, Noregur: 1Engin ákvörðun tekin hér á landi Sveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi Utanríkisráðuneytis Íslands, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um sambærilegar aðgerðir hér á landi. Yfirvöld Íslands muni áfram fylgjast með framvindu mála og sérstaklega hvað okkar helstu bandamenn geri. Bandaríkin Donald Trump Kanada Noregur Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Segir þolinmæðina á þrotum gagnvart Putin Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Bretlands, segir heiminn standa við bakið á Bretlandi í deilum þeirra við Rússa. 26. mars 2018 12:03 Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Sakleysi dætranna hafa gufað upp Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Sjá meira
Rússneskum erindrekum verður vísað frá Bandaríkjunum, Kanada og fjölda Evrópuþjóða. Yfirvöld Bandaríkjanna tilkynntu í dag að rússneskum erindrekum verður vísað úr landi vegna taugaeitursárásarinnar á Sergei Skripal í Bretlandi í byrjun mánaðarins. Þar að auki verður ræðismannsskrifstofu Rússlands í Seattle verður lokað. Bandarískir embættismenn segja að erindrekarnir 60 séu í raun njósnarar sem starfi í skjóli pólitískrar verndar. Eftir að þeim hefur verið vísað úr landi telja yfirvöld Bandaríkjanna að 40 rússneskir njósnarar verði eftir í landinu. Þá segja þeir að ógn stafi af ræðismannsskrifstofa Rússlands í Seattle vegna nándar hennar við flotastöð sjóhers Bandaríkjanna og er hún sögð vera mikilvægur hlekkur í njósnastarfsemi Rússlands í Bandaríkjunum. Af erindrekunum sem um ræðir starfa tólf þeirra hjá Sameinuðu þjóðunum í New York og 48 starfa í Washington DC.Samkvæmt AP fréttaveitunni er brottvísun erindrekanna einnig skilaboð til Rússlands vegna mikils og „óásættanlegs“ fjölda njósnara þeirra í Bandaríkjunum. Erindrekarnir munu fá sjö daga til að yfirgefa Bandaríkin. Yfirvöld í Moskvu hafa tilkynnt að þeir muni bregðast við brottvísunum erindreka ríkisins og segja aðgerðirnar vera „ögrandi“. Maria Zakharova, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, hefur gagnrýnt Evrópusambandið harðlega og segir forsvarsmenn þess sýna fram á afbakaða túlkun á samstöðu með Bretlandi. Sarah Huckabee Sanders, talskona Hvíta hússins, sagði að um væri að ræða viðbrögð við „notkun Rússa á hernaðar-efnavopni á breskri grundu". Þar að auki sagði hún að aðgerðirnar myndu gera Bandaríkin öruggari og koma í veg fyrir njósnaaðgerðir sem ógni öryggi þjóðarinnar. Anatloy Antonov, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, mótmælti aðgerðum Bandaríkjanna harðlega og sagði þær ólöglegar. Þá segir hann engar sannanir fyrir því að Rússar hafi komið að eitrun Sergei Skripal.Fjöldi ríkja grípa til sömu aðgerða Yfirvöld fjórtán ríkja Evrópusambandsins tilkynntu brottvísun rússneskra embættismanna á sama tíma og ákvörðun Bandaríkjanna var tilkynnt. Pólland, Þýskaland, Frakkland, Danmörk, Úkraína, Tékkland, Eistland, Holland, Finnland og Litháen hafa meðal annarra einnig tilkynnt að rússneskum erindrekum verður vísað úr landi. Sömuleiðis hefur Kanada ákveðið að vísa fjórum rússneskum erindrekum úr landi og hafna þremur umsóknum Rússa um vernd fyrir þrjá erindreka til viðbótar. Kandamenn segja mennina sjö vera njósnara og að aðgerðir þeirra séu til marks um samstöðu með Bretlandi. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, sagði að von væri á frekari refsiaðgerðum frá sambandinu og mögulega fleiri brottvísunum. Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, vísaði 35 rússneskum erindrekum úr landi í desember 2016 og var það vegna afskipta Rússlands af forsetakosningunum þar í landi. Í kjölfar þess og annarra refsiaðgerða Bandaríkjanna gagnvart Rússlandi var Bandaríkjunum gert að fækka starfsmönnum sínum í Rússlandi um 755. 55 erindrekum var vísað úr landi af Ronald Reagan árið 1986. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, segir aðgerðir dagsins vera sögulegar og þær muni auka öryggi ríkjanna. Rússar geti ekki brotið alþjóðalög eins og þeim sýnist.Today's extraordinary international response by our allies stands in history as the largest collective expulsion of Russian intelligence officers ever & will help defend our shared security. Russia cannot break international rules with impunity — Boris Johnson (@BorisJohnson) March 26, 2018 Bretar tilkynntu fyrr í mánuðinum að 23 rússneskum erindrekum yrði vísað úr landi og nú hafa fjölmörg önnur ríki gripið til sömu aðgerða. Hér að neðan má sjá yfirlit yfir þau ríki. Bretland: 23 Bandaríkin: 60 Úkraína: 13 Pólland, Frakkland, Þýskaland, Kanada: 4 Tékkland, Litháen: 3 Holland, Ítalía, Danmörk, Spánn: 2 Eistland, Lettland, Króatía, Finnland, Rúmenía, Svíþjóð, Noregur: 1Engin ákvörðun tekin hér á landi Sveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi Utanríkisráðuneytis Íslands, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um sambærilegar aðgerðir hér á landi. Yfirvöld Íslands muni áfram fylgjast með framvindu mála og sérstaklega hvað okkar helstu bandamenn geri.
Bandaríkin Donald Trump Kanada Noregur Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Segir þolinmæðina á þrotum gagnvart Putin Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Bretlands, segir heiminn standa við bakið á Bretlandi í deilum þeirra við Rússa. 26. mars 2018 12:03 Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Sakleysi dætranna hafa gufað upp Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Sjá meira
Segir þolinmæðina á þrotum gagnvart Putin Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Bretlands, segir heiminn standa við bakið á Bretlandi í deilum þeirra við Rússa. 26. mars 2018 12:03