Senda sólknúinn plastjeppa í 30 daga ferð á Suðurskautslandið Hersir Aron Ólafsson skrifar 23. mars 2018 20:00 Sólknúinn plastjeppi verður prufukeyrður á íslenskum jöklum á næstu dögum í undirbúningi fyrir 30 daga för á Suðurskautslandið. Verkefninu er stýrt af hollenskum góðgerðasamtökum sem vilja vekja fólk til vitundar um endurnýtingu plastúrgangs. Þrátt fyrir að líta út eins og leikmunur úr James Bond mynd er bíllinn fullfær til aksturs, og það sem meira er – nánast alfarið búinn til úr endurnýttum plastúrgangi. Það er hins vegar ekkert James Bond-legt við hámarkshraða bílsins, sem nemur um átta og hálfum kílómetra á klukkustund. Þrátt fyrir þetta er hann óneitanlega mikil undrasmíð og var mannmergð fyrir utan Perlu norðursins þar sem hann var kynntur í dag, en verkefnið er unnið í samvinnu við hina íslensku Arctic Trucks. Hugmyndasmiðurinn hollenski, Edwin ter Velde, segir að sig hafi alltaf langað í umhverfisvænan bíl. „Ég hef því miður ekki efni á Teslu, en það er gott að eiga umhverfisvænan bíl, þannig að ég bjó bara einn slíkan til sjálfur,“ segir Edwin.Gista í bílnum í 30 daga Edwin og kona hans Liesbeth halda á Suðurskautslandið í nóvember. Á ferð sinni munu þau gista í bílnum í fimbulkulda við erfiðar aðstæður. Lítil kynding er í bílnum, en þau stefna að því að klæða sig vel og borða um 8-9 þúsund hitaeiningar á dag til að halda á sér hita. „Frá grunnbúðunum munum við aka þvert yfir suðurpólinn og til baka. Alls er ferðalagið um 2.300 kílómetrar og hækkunin um 3.000 metrar,“ segir Edwin. Bíllinn er nánast eingöngu úr bræddum plasteiningum sem eru formaðar í þrívíddarprentara, auk koltrefja og efnis sem svipar til kevlar. Þrátt fyrir að vera alls um 16 metra langur með tengivögnum vegur bíllinn aðeins 1 og hálft tonn. Edwin segir hugmyndina hafa kviknað þegar hann var að henda plastumbúðum af matvælum heima í Hollandi. Hann ákvað að hætta alfarið að fleygja úrgangi og nýta hann frekar til góðs. Hópurinn vonar að Suðurskautsverkefnið veiti fleirum sama innblástur. „Við viljum veita fólki innblástur og sýna því að ef þú kýst að henda ekki úrgangi þá fara hlutirnir að gerast. Á þessu er mikil þörf, enda blasa gríðarleg vandamál við okkur tengd úrgangi, sem fyrst og fremst er plast,“ segir Edwin að lokum. Suðurskautslandið Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira
Sólknúinn plastjeppi verður prufukeyrður á íslenskum jöklum á næstu dögum í undirbúningi fyrir 30 daga för á Suðurskautslandið. Verkefninu er stýrt af hollenskum góðgerðasamtökum sem vilja vekja fólk til vitundar um endurnýtingu plastúrgangs. Þrátt fyrir að líta út eins og leikmunur úr James Bond mynd er bíllinn fullfær til aksturs, og það sem meira er – nánast alfarið búinn til úr endurnýttum plastúrgangi. Það er hins vegar ekkert James Bond-legt við hámarkshraða bílsins, sem nemur um átta og hálfum kílómetra á klukkustund. Þrátt fyrir þetta er hann óneitanlega mikil undrasmíð og var mannmergð fyrir utan Perlu norðursins þar sem hann var kynntur í dag, en verkefnið er unnið í samvinnu við hina íslensku Arctic Trucks. Hugmyndasmiðurinn hollenski, Edwin ter Velde, segir að sig hafi alltaf langað í umhverfisvænan bíl. „Ég hef því miður ekki efni á Teslu, en það er gott að eiga umhverfisvænan bíl, þannig að ég bjó bara einn slíkan til sjálfur,“ segir Edwin.Gista í bílnum í 30 daga Edwin og kona hans Liesbeth halda á Suðurskautslandið í nóvember. Á ferð sinni munu þau gista í bílnum í fimbulkulda við erfiðar aðstæður. Lítil kynding er í bílnum, en þau stefna að því að klæða sig vel og borða um 8-9 þúsund hitaeiningar á dag til að halda á sér hita. „Frá grunnbúðunum munum við aka þvert yfir suðurpólinn og til baka. Alls er ferðalagið um 2.300 kílómetrar og hækkunin um 3.000 metrar,“ segir Edwin. Bíllinn er nánast eingöngu úr bræddum plasteiningum sem eru formaðar í þrívíddarprentara, auk koltrefja og efnis sem svipar til kevlar. Þrátt fyrir að vera alls um 16 metra langur með tengivögnum vegur bíllinn aðeins 1 og hálft tonn. Edwin segir hugmyndina hafa kviknað þegar hann var að henda plastumbúðum af matvælum heima í Hollandi. Hann ákvað að hætta alfarið að fleygja úrgangi og nýta hann frekar til góðs. Hópurinn vonar að Suðurskautsverkefnið veiti fleirum sama innblástur. „Við viljum veita fólki innblástur og sýna því að ef þú kýst að henda ekki úrgangi þá fara hlutirnir að gerast. Á þessu er mikil þörf, enda blasa gríðarleg vandamál við okkur tengd úrgangi, sem fyrst og fremst er plast,“ segir Edwin að lokum.
Suðurskautslandið Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira