Lögmaður Trump hættur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. mars 2018 16:10 John Dowd, lögmaður Trump. Vísir/Getty John Dowd, aðallögmaður Donald Trump forseta Bandaríkjanna, í málefnum sem tengjast rannsókn sérstaks saksóknara á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum er hættur störfum fyrir forsetann. Þetta kemur fram á vef CNN en í yfirlýsingu segist Dowd elska forsetann og óskar hann honum velfarnaðar í framtíðinni. Ekkert hefur verið gefið upp um ástæður þess að Dowd hafi sagt upp störfum en Trump hefur að undanförnu gagnrýnt Robert Mueller, sem leiðir rannsóknina, harkalega, ekki síst á Twitter. New York Times segir að Dowd hafi íhugað að hætta nokkrum sinnum síðustu mánuði. Á endanum hafi honum sýnst Trump vera farinn að hunsa ráðleggingar sínar æ oftar.Stutt er síðan Dowd kallaði eftir því að dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna myndi stöðva rannsókn Mueller. Sagði hann rannsóknina vera gallaða og spillta af pólitískum sjónarmiðum. Í fyrstu sagði Dowd vera að tjá sig sem lögmaður Trump en dró þó fljótlega í land og sagðist ekki hafa vera að tala fyrir hönd forsetans. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu var Dowd þakkað fyrir störf hans en fyrr í vikunni réð Trump Joseph E. diGenova, lögmann og fyrrverandi ríkissaksóknara, til að bætast í hóp lögfræðiteymis síns. Er búist við því að hann muni leika aðalhlutverk í lögfræðiteymi Trump. DiGenova þessi hefur meðal annars sakað FBI og dómsmálaráðuneytið um að hafa komið sök á Trump. Heldur hann því fram að leynilegur hópur FBI-fulltrúa hafi búið til Rússarannsóknina til að koma í veg fyrir að Trump yrði forseti. „Þetta var óskammfeilið samsæri til að hreinsa Hillary Clinton ólöglega af sök og ef hún ynni ekki kosningarnar, að koma sök á Donald Trump með glæpum sem voru ranglega búnir til,“ sagði diGenova við Fox News-sjónvarpsstöðina í janúar. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Lögmaður Trump krefst þess að Mueller verði stöðvaður Segir Rússarannsóknina svokölluðu vera gallaða og spillta af pólitískum sjónarmiðum. 17. mars 2018 23:00 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís Sjá meira
John Dowd, aðallögmaður Donald Trump forseta Bandaríkjanna, í málefnum sem tengjast rannsókn sérstaks saksóknara á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum er hættur störfum fyrir forsetann. Þetta kemur fram á vef CNN en í yfirlýsingu segist Dowd elska forsetann og óskar hann honum velfarnaðar í framtíðinni. Ekkert hefur verið gefið upp um ástæður þess að Dowd hafi sagt upp störfum en Trump hefur að undanförnu gagnrýnt Robert Mueller, sem leiðir rannsóknina, harkalega, ekki síst á Twitter. New York Times segir að Dowd hafi íhugað að hætta nokkrum sinnum síðustu mánuði. Á endanum hafi honum sýnst Trump vera farinn að hunsa ráðleggingar sínar æ oftar.Stutt er síðan Dowd kallaði eftir því að dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna myndi stöðva rannsókn Mueller. Sagði hann rannsóknina vera gallaða og spillta af pólitískum sjónarmiðum. Í fyrstu sagði Dowd vera að tjá sig sem lögmaður Trump en dró þó fljótlega í land og sagðist ekki hafa vera að tala fyrir hönd forsetans. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu var Dowd þakkað fyrir störf hans en fyrr í vikunni réð Trump Joseph E. diGenova, lögmann og fyrrverandi ríkissaksóknara, til að bætast í hóp lögfræðiteymis síns. Er búist við því að hann muni leika aðalhlutverk í lögfræðiteymi Trump. DiGenova þessi hefur meðal annars sakað FBI og dómsmálaráðuneytið um að hafa komið sök á Trump. Heldur hann því fram að leynilegur hópur FBI-fulltrúa hafi búið til Rússarannsóknina til að koma í veg fyrir að Trump yrði forseti. „Þetta var óskammfeilið samsæri til að hreinsa Hillary Clinton ólöglega af sök og ef hún ynni ekki kosningarnar, að koma sök á Donald Trump með glæpum sem voru ranglega búnir til,“ sagði diGenova við Fox News-sjónvarpsstöðina í janúar.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Lögmaður Trump krefst þess að Mueller verði stöðvaður Segir Rússarannsóknina svokölluðu vera gallaða og spillta af pólitískum sjónarmiðum. 17. mars 2018 23:00 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís Sjá meira
Lögmaður Trump krefst þess að Mueller verði stöðvaður Segir Rússarannsóknina svokölluðu vera gallaða og spillta af pólitískum sjónarmiðum. 17. mars 2018 23:00