Tók ekki þátt í sandkassaleik þjálfarans Hjörvar Ólafsson skrifar 20. mars 2018 08:00 Rúnar Már Sigurjónsson á æfingu með íslenska landsliðinu. Vísir/AFP Rúnar Már Sigurjónsson hefur leikið afar vel fyrir lið sitt St. Gallen í svissnesku efstu deildinni í knattspyrnu undanfarið. Rúnar Már gekk til liðs við St. Gallen frá Grasshoppers á láni í janúar síðastliðnum. Rúnar gerði sínum gömlu félögum skráveifu um helgina, en hann skoraði annað markið og lagði upp hitt þegar St. Gallen fór með 2-1 sigur af hólmi gegn Grasshoppers í svissnesku deildinni. „Það voru alls konar tilfinningar sem bærðust í brjósti mér fyrir þennan leik og á meðan á leiknum stóð. Ég skildi í góðu við leikmenn Grasshoppers og á marga góða vini hjá félaginu. Það er hins vegar engin launung að það var stirt á milli mín og aðila innan Grasshoppers,“ sagði Rúnar Már í samtali við Fréttablaðið. „Þar á ég við Murat Yakin, þjálfara liðsins, sem ákvað það strax frá upphafi að ég ætti ekki upp á pallborðið hjá honum. Yakin hefur gert þetta áður, það er að velja leikmenn til þess að taka fyrir og ég lenti í því að þessu sinni. Yakin fór svo að ljúga upp á mig í fjölmiðlum og ég ákvað að taka ekki þátt í þeim sandkassaleik.“vísirÍ baráttunni um sæti í Evrópudeildinni St. Gallen er í þriðja sæti deildarinnar með 42 stig eftir þennan sigur, en Grasshoppers er hins vegar í sjötta sæti með 31 stig. St. Gallen er í góðri stöðu í baráttunni um sæti í Evrópudeildinni á næstu leiktíð og þá er liðið þremur stigum á eftir Basel sem er í öðru sæti deildarinnar eins og sakir standa, en tvö efstu liðin tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta keppnistímabili. „Liðið spilaði vel fyrir áramót en það vantaði stöðugleika. Mér hefur gengið vel eftir að ég kom hingað og mér líður vel hérna. Við erum í fínni stöðu í baráttunni um að komast annaðhvort beint í Evrópudeildina eða í umspil um sæti í Meistaradeildinni. Það eru spennandi tímar fram undan og ég gæti alveg hugsað mér að vera hér áfram. Forráðamenn St. Gallen hafa áhuga á að halda mér, en sýna því líka skilning að ég hef hug á því að kanna hvernig landið liggur hjá Grasshoppers og annars staðar í Evrópu í sumar,“ sagði Rúnar Már um stöðu mála hjá St. Gallen og framtíðina hjá sjálfum sér.Vísir/AFPEkki valinn í hópinn fyrir Bandaríkjaferðina Rúnar Már hefur leikið vel fyrir St. Gallen, en hann hefur skorað þrjú mörk í þeim sjö leikjum sem hann hefur spilað fyrir liðið, auk þess að leggja upp mörk fyrir liðsfélaga sína. Þrátt fyrir góða frammistöðu var Rúnar Már ekki valinn í leikmannahóp íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu fyrir vináttulandsleikina gegn Mexíkó og Perú sem leiknir verða í Bandaríkjunum. „Það er bara þeirra val að hafa mig ekki í leikmannahópnum að þessu sinni og ég virði þá ákvörðun og sýni henni skilning. Það eina sem ég get gert er að halda áfram að standa mig hjá St. Gallen og vona að það dugi mér til þess að vera valinn í landsliðið. Ég hef ekki gefið upp vonina um það að komast í leikmannahópinn fyrir HM í Rússlandi, það kemur svo bara í ljós hvort ég verð í þeim hópi eða ekki,“ sagði Rúnar Már um stöðu sína hjá íslenska landsliðinu.Vísir/EPA Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Í beinni: FH - Víkingur 2-2 | Tvö mörk Sigurðar dugðu skammt Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fleiri fréttir Mikael Breki: Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Sjá meira
Rúnar Már Sigurjónsson hefur leikið afar vel fyrir lið sitt St. Gallen í svissnesku efstu deildinni í knattspyrnu undanfarið. Rúnar Már gekk til liðs við St. Gallen frá Grasshoppers á láni í janúar síðastliðnum. Rúnar gerði sínum gömlu félögum skráveifu um helgina, en hann skoraði annað markið og lagði upp hitt þegar St. Gallen fór með 2-1 sigur af hólmi gegn Grasshoppers í svissnesku deildinni. „Það voru alls konar tilfinningar sem bærðust í brjósti mér fyrir þennan leik og á meðan á leiknum stóð. Ég skildi í góðu við leikmenn Grasshoppers og á marga góða vini hjá félaginu. Það er hins vegar engin launung að það var stirt á milli mín og aðila innan Grasshoppers,“ sagði Rúnar Már í samtali við Fréttablaðið. „Þar á ég við Murat Yakin, þjálfara liðsins, sem ákvað það strax frá upphafi að ég ætti ekki upp á pallborðið hjá honum. Yakin hefur gert þetta áður, það er að velja leikmenn til þess að taka fyrir og ég lenti í því að þessu sinni. Yakin fór svo að ljúga upp á mig í fjölmiðlum og ég ákvað að taka ekki þátt í þeim sandkassaleik.“vísirÍ baráttunni um sæti í Evrópudeildinni St. Gallen er í þriðja sæti deildarinnar með 42 stig eftir þennan sigur, en Grasshoppers er hins vegar í sjötta sæti með 31 stig. St. Gallen er í góðri stöðu í baráttunni um sæti í Evrópudeildinni á næstu leiktíð og þá er liðið þremur stigum á eftir Basel sem er í öðru sæti deildarinnar eins og sakir standa, en tvö efstu liðin tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta keppnistímabili. „Liðið spilaði vel fyrir áramót en það vantaði stöðugleika. Mér hefur gengið vel eftir að ég kom hingað og mér líður vel hérna. Við erum í fínni stöðu í baráttunni um að komast annaðhvort beint í Evrópudeildina eða í umspil um sæti í Meistaradeildinni. Það eru spennandi tímar fram undan og ég gæti alveg hugsað mér að vera hér áfram. Forráðamenn St. Gallen hafa áhuga á að halda mér, en sýna því líka skilning að ég hef hug á því að kanna hvernig landið liggur hjá Grasshoppers og annars staðar í Evrópu í sumar,“ sagði Rúnar Már um stöðu mála hjá St. Gallen og framtíðina hjá sjálfum sér.Vísir/AFPEkki valinn í hópinn fyrir Bandaríkjaferðina Rúnar Már hefur leikið vel fyrir St. Gallen, en hann hefur skorað þrjú mörk í þeim sjö leikjum sem hann hefur spilað fyrir liðið, auk þess að leggja upp mörk fyrir liðsfélaga sína. Þrátt fyrir góða frammistöðu var Rúnar Már ekki valinn í leikmannahóp íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu fyrir vináttulandsleikina gegn Mexíkó og Perú sem leiknir verða í Bandaríkjunum. „Það er bara þeirra val að hafa mig ekki í leikmannahópnum að þessu sinni og ég virði þá ákvörðun og sýni henni skilning. Það eina sem ég get gert er að halda áfram að standa mig hjá St. Gallen og vona að það dugi mér til þess að vera valinn í landsliðið. Ég hef ekki gefið upp vonina um það að komast í leikmannahópinn fyrir HM í Rússlandi, það kemur svo bara í ljós hvort ég verð í þeim hópi eða ekki,“ sagði Rúnar Már um stöðu sína hjá íslenska landsliðinu.Vísir/EPA
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Í beinni: FH - Víkingur 2-2 | Tvö mörk Sigurðar dugðu skammt Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fleiri fréttir Mikael Breki: Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn