Úðakerfi hefði verið heppilegt Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. apríl 2018 19:30 Lögreglan hefur enn ekki fengið afhentan vettvang brunans að Miðhrauni 4 þar sem enn logar í glæðum og er formleg rannsókn á upptökum því ekki hafin. Fæstir eigendur muna í geymslum voru tryggðir fyrir tjóni að sögn sérfræðings hjá VÍS en forstjóri Mannvirkjastofnunar telur að úðakerfi hefði mátt vera til staðar í húsinu. Slökkviliðsmenn eru enn að störfum í Garðabæ þar sem eldhreiður leynast víða í rústunum og aðgengi er erfitt sökum mikillar hrunhættu. Til stóð að afhenda lögreglu vettvanginn í dag til rannsókna en það hefur dregist. Slökkviliðsstjóri segir því ekkert hægt að staðfesta með eldsupptök. Stöðvarstjóri hjá lögreglunni segir að skýrsla hafi verið tekin af fjórum mönnum. Þremur sem voru á lager Icewear þar sem eldurinn virðist hafa komið upp og öðrum sem var handtekinn í gær vegna málsins. Honum var þó fljótlega sleppt enda sýnt fram á að hann átti einungis erindi í sína geymslu. „En svo það komi skýrt fram að þá eru engar grunsemdir um neitt saknæmt í þessu," segir Sævar Jónsson stöðvarstjóri.Björn Karlsson forstjóri Mannvirkjastofnunar.Mannvirkjastofnun hefur það hlutverk að rannsaka stórbruna og þá meðal annars hvort hnökrar hafi verið á slökkvistarfi og hvort brunavarnir hafi verið fullnægjandi. Forstjóri bendir á að í miðrýminu hafi áður verið upptökuver Latabæjar þar sem lítið var um eldmat. „Síðan breyta menn algjörlega um starfsemi þarna og fara þarna inn með gríðarlega mikið af brennanlegu efni og þá er nú ráð að endurskoða brunavarnir," segir Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði var síðasta eldvarnarúttekt gerð í janúar 2015 en Icewear flutti starfsemi sína í húsið í lok sama árs. Kröfur um brunavarnir fara eftir starfsemi og þarf annað hvort úðakerfi eða brunahólfun sem heldur í 60 eða 90 mínútur að vera til staðar. Í þessu húsnæði var ekkert úðakerfi. „Miðað við starfsemina þarna hefði verið mjög heppilegt að hafa úðakerfi í húsinu," segir Björn. Tjónið er metið á annan milljarð króna en stærsti hluti hússins sem er að mestu í eigu Regins er tryggður hjá VÍS. Um 200 geymslur voru í húsinu og voru margir leigutakar einnig með heimilistryggingar hjá félaginu. Að sögn hópstjóra tjóna hjá VÍS ættu þeir sem voru geyma hlutina til skemmri tíma að fá 15% tjónsins bætt og þeir sem framlengdu heimilistryggingar ættu að fá það að fullu. Félaginu hafa borist tugir fyrirspurna í dag og virðast fæstir fá tjónið bætt. „Því miður er það nú ekki algengt en ég veit um tvö tilvik þar sem svoleiðis er," segir Þorsteinn Þorsteinsson, hópstjóri tjóna hja VÍS. Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Lögreglan hefur enn ekki fengið afhentan vettvang brunans að Miðhrauni 4 þar sem enn logar í glæðum og er formleg rannsókn á upptökum því ekki hafin. Fæstir eigendur muna í geymslum voru tryggðir fyrir tjóni að sögn sérfræðings hjá VÍS en forstjóri Mannvirkjastofnunar telur að úðakerfi hefði mátt vera til staðar í húsinu. Slökkviliðsmenn eru enn að störfum í Garðabæ þar sem eldhreiður leynast víða í rústunum og aðgengi er erfitt sökum mikillar hrunhættu. Til stóð að afhenda lögreglu vettvanginn í dag til rannsókna en það hefur dregist. Slökkviliðsstjóri segir því ekkert hægt að staðfesta með eldsupptök. Stöðvarstjóri hjá lögreglunni segir að skýrsla hafi verið tekin af fjórum mönnum. Þremur sem voru á lager Icewear þar sem eldurinn virðist hafa komið upp og öðrum sem var handtekinn í gær vegna málsins. Honum var þó fljótlega sleppt enda sýnt fram á að hann átti einungis erindi í sína geymslu. „En svo það komi skýrt fram að þá eru engar grunsemdir um neitt saknæmt í þessu," segir Sævar Jónsson stöðvarstjóri.Björn Karlsson forstjóri Mannvirkjastofnunar.Mannvirkjastofnun hefur það hlutverk að rannsaka stórbruna og þá meðal annars hvort hnökrar hafi verið á slökkvistarfi og hvort brunavarnir hafi verið fullnægjandi. Forstjóri bendir á að í miðrýminu hafi áður verið upptökuver Latabæjar þar sem lítið var um eldmat. „Síðan breyta menn algjörlega um starfsemi þarna og fara þarna inn með gríðarlega mikið af brennanlegu efni og þá er nú ráð að endurskoða brunavarnir," segir Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði var síðasta eldvarnarúttekt gerð í janúar 2015 en Icewear flutti starfsemi sína í húsið í lok sama árs. Kröfur um brunavarnir fara eftir starfsemi og þarf annað hvort úðakerfi eða brunahólfun sem heldur í 60 eða 90 mínútur að vera til staðar. Í þessu húsnæði var ekkert úðakerfi. „Miðað við starfsemina þarna hefði verið mjög heppilegt að hafa úðakerfi í húsinu," segir Björn. Tjónið er metið á annan milljarð króna en stærsti hluti hússins sem er að mestu í eigu Regins er tryggður hjá VÍS. Um 200 geymslur voru í húsinu og voru margir leigutakar einnig með heimilistryggingar hjá félaginu. Að sögn hópstjóra tjóna hjá VÍS ættu þeir sem voru geyma hlutina til skemmri tíma að fá 15% tjónsins bætt og þeir sem framlengdu heimilistryggingar ættu að fá það að fullu. Félaginu hafa borist tugir fyrirspurna í dag og virðast fæstir fá tjónið bætt. „Því miður er það nú ekki algengt en ég veit um tvö tilvik þar sem svoleiðis er," segir Þorsteinn Þorsteinsson, hópstjóri tjóna hja VÍS.
Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira