Hreiðar Már gegn ríkinu: Orð gegn orði og tölvupósturinn sem saksóknari skilur ekkert í Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. apríl 2018 20:00 Hreiðar Már ásamt Ólafi Eiríkssyni, verjanda sínum, í héraðsdómi í dag og aðstoðarmönnum. vísir Aðalmeðferð í máli Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, gegn íslenska ríkinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hreiðar Már gaf ekki sjálfur skýrslu fyrir dómi þegar aðalmeðferðin hófst en fimm vitni komu fyrir dóminn, þar á meðal Benedikt Bogason, hæstaréttardómari, og Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, áður sérstakur saksóknari. Hreiðar Már stefndi ríkinu árið 2016 til greiðslu miskabóta upp á 10 milljónir króna vegna þess sem hann telur ólögmætar hleranir sérstaks saksóknara árið 2010 þegar embættið rannsakaði sakamál á hendur honum tengd hruninu. Telur Hreiðar Már að dómsúrskurður Benedikts þann 17. maí 2010 um hlustun á síma þess fyrrnefnda hafi ekki verið kveðinn upp í samræmi við lög um meðferð sakamála, en Benedikt var á þessum tíma héraðsdómari við Héraðsdóm Vesturlands. Orð stendur gegn orði í málinu þar sem framburður Benedikts og Ólafs fyrir dómi í dag stangast á við framburð Jóns Óttars Ólafssonar sem fyrstur bar vitni fyrir dómi. Jón Óttar starfaði hjá embætti sérstaks saksóknara frá sumrinu 2009 þar til í desember 2011. Hann var annar tveggja lögreglumanna sem sérstakur saksóknari kærði til ríkissaksóknara árið 2012 en þeim var gefið að sök að hafa lekið upplýsingum til skiptastjóra Milestone. Ríkissaksóknari felldi málið niður þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Í viðtali við Fréttablaðið haustið 2014 lýsti Jón Óttar svo ýmsu sem hann taldi athugavert í rannsóknum sérstaks saksóknara í hrunmálum, meðal annars um að rannsakendur hefðu hlustað á símtöl úr símhlustunum milli sakborninga og verjenda og að úrskurðir frá dómurum hafi því sem næst verið pantaðir eftir þörfum.Einar Karl Hallvarðsson, ríkislögmaður, í dómsal í dag.vísirVandamál sem farið var í að leysa Fyrir dómi lýsti Jón Óttar því hvernig það kom til að hann fór ásamt öðrum lögreglumanni, Bjarna Ólafi Ólafssyni, heim til Benedikts Bogasonar, þá héraðsdómara á Vesturlandi, vegna úrskurðar um hlustun á síma Hreiðars Más. Hann sagði að Bjarni hefði komið til hans inn á skrifstofu í húsnæði sérstaks saksóknara og sagt honum að það hefði gleymst að fara fram á framlengingu á hlustun á síma Hreiðars. Hreiðar var þarna búinn að sitja í gæsluvarðhaldi en var í yfirheyrslu og átti að sleppa honum eftir hana. „Þetta var vandamál sem var farið í að leysa. Bjarni Ólafur segir mér að Ólafur Þór Hauksson sé búinn að hringja í dómarann og það sé verið að reyna að bjarga þessu. Ég segi „Ókei, hvert erum við að fara?““ sagði Jón Óttar. Þeir hafi síðan keyrt heim til dómarans sem bjó í Reykjavík. „Við bönkum heima hjá Benedikt Bogasyni sem var heima við. Hann tekur á móti okkur, við förum úr skónum og löbbum inn í stofu. Hann kveikir á tölvunni sinni og er greinilega meðvitaður um hvað er í gangi. Síðan þurfum við að bíða aðeins því hann er að fara í gegnum gömul skjöl til að finna úrskurðarorð sem hann getur breytt. Hann er smá tíma að þessu og prentar svo skjalið út en þá þurfum við að bíða enn meir því hann finnur ekki stimpil. Að lokum finnur hann stimpil, stimplar og afhendir okkur skjalið,“ sagði Jón Óttar. Bara hefði verið um að ræða úrskurðarorðin sem eru það sem sent er til fjarskiptafyrirtækja þegar hlusta þarf á símtöl.Jón Óttar Ólafsson er fyrrverandi starfsmaður sérstaks saksóknara.Vísir/PjeturFullyrti að úrskurðurinn hefði ekki verið tilbúinn Hann sagði að dómarinn hefði síðan spurt hvort hann væri ekki að fara að fá eitthvað frá saksóknaranum og svaraði Jón Óttar að það væri örugglega svo. Lögreglumennirnir fóru síðan niður á lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem þeir afhentu tæknideild úrskurðarorðin til að hægt væri að senda þau áfram til símafyrirtækjanna sem veittu svo aðgang. Fullyrti Jón Óttar fyrir dómi að úrskurðurinn hefði ekki verið tilbúinn þegar hann og Bjarni Ólafur komu á staðinn. Þá kvaðst hann aldrei hafa farið áður heim til dómara til að sækja úrskurðarorð. Á meðal þeirra gagna sem Hreiðar Már leggur fram í málinu eru tölvupóstar sem sendir voru síðdegis þann 17. maí 2010. Sendi Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá sérstökum saksóknara, tölvupóst til Ólafs Þórs klukkan 15:25 um drög að kröfu um hlustun. Klukkan 15:47 sendi Ólafur Þór þá kröfu áfram á Benedikt en aðeins nokkrum mínútum seinna var byrjað að hlusta síma Hreiðars Más. Spurður út í þessi gögn sagði Jón Óttar að hann hefði viljað sjá þessi gögn fyrir mörgum árum því þá hefði hann losnað við það að frásögn hans væri dregin í efa. „Þó að það hljómi kannski skrýtið þá er gaman að sjá þessa tölvupósta.“Benedikt Bogason hæstaréttardómari.Vísir/ValliSagði þinghald hafa farið fram í dómsal Framburðir Benedikts, Ólafs Þórs og Bjarna Ólafs fyrir dómi í dag voru á skjön við framburð Jóns Óttars. Þá bar Björn einnig vitni. Benedikt sagði frásögn Jóns Óttars af því þegar hann kom heim til hans ásamt Bjarna Ólafi tilhæfulausa. Vísaði hann því á bug að þeir hefðu farið úr skónum og hann boðið þeim inn. Eins og hann myndi eftir þessu hefðu lögreglumennirnir komið heim til hans og stoppað þar örstutt áður en hann lét þá fá úrskurðinn. Úrskurðinn hefði hann ekki kveðið upp heima hjá sér heldur í þinghaldi fyrr um daginn að viðstöddum Ólafi Þór sem lagði kröfuna fram. Þeir hafi síðan ákveðið að lögreglumenn myndu sækja endurritið heim til dómarans þegar það væri tilbúið. Frásögn Bjarna Ólafs af atburðum var á þann veg að Ólafur Þór hefði komið til hans og spurt hvort hann gæti farið heim til Benedikts til að sækja úrskurð. „Hann hafði verið í réttarhaldi um morguninn og Benedikt þurfti að fara heim svo hann óskaði eftir því að ég myndi sækja þennan úrskurðinn að heimili hans í Reykjavík,“ sagði Bjarni Ólafur. Hann kvaðst hafa tekið Jón Óttar með sér því hann hafði séð um samskiptin við tæknideild lögreglunnar. Sagði Bjarni Ólafur að þeir hefðu bara komið inn í anddyrið heima hjá dómaranum, aldrei farið úr skónum og inn til hans. Þá minntist hann þess ekki að Benedikt hefði verið að semja úrskurðinn þegar þeir voru heima hjá honum.Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknar, var sérstakur saksóknari í maí 2010. Vísir/GVAÓæskilegar tengingar við Kaupþing hjá starfsmönnum í Héraðsdómi Reykjavíkur Ólafur Þór var spurður að því fyrir dómi í dag hvers vegna hann hefði farið með kröfur um hlustanir í Kaupþingsmálum til Héraðsdóms Vesturlands en ekki til Héraðsdóms Reykjavíkur eða Reykjaness. Svaraði hann því til að hann hefði viljað skýla aðgerðinni. Því hefði hann valið fámennari dómstól en í Reykjavík auk þess sem sem starfsmenn við Héraðsdóm Reykjavíkur hefðu haft óæskilegar tengingar við Kaupþing. Ólafur sagði sömu sögu og Benedikt, það er að úrskurðurinn hefði verið kveðinn upp af Benedikt í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr um daginn áður en lögreglumennirnir hafi sótt hann heim til hans síðdegis. Spurður út í tölvupóstinn sem Björn sendi Ólafi rétt fyrir hálffjögur þennan dag um drög að beiðni um hlustun sem hann sendi svo til Benedikts svaraði saksóknari því til að hann botnaði ekkert í þessum pósti. Beiðnin frá Birni hefði komið eftir að Ólafur hafði farið niður í héraðsdóm og þetta væri ekki beiðnin sem lögð hafði verið til grundvallar þegar óskað var eftir hlustun á síma Hreiðars. Hann gæti því ekki skýrt þennan tölvupóst. Þegar Ólafur var spurður að því hvort ekki mætti leiða líkur að því að tölvupósturinn styddi frásögn Jóns Óttars sagði Ólafur að það væri dómsins að meta það. Björn var einnig spurður út í tölvupóstinn en hann kvaðst ekki muna hvort að Ólafur hafi beðið sig um að senda sér þessi drög að beiðni um hlustun. Sagðist hann reikna með því en hann gæti þó ekki munað það. Spurður að því hvort ekki mætti með sanngirni draga þá ályktun að tölvupósturinn rynni stoðum undir frásögn Jóns Óttars sagðist Björn ekkert geta sagt til um það. Tengdar fréttir Hreiðar Már stefnir ríkinu: Segir sérstakan hafa nýtt sér tengsl við dómara og skjöl verið fölsuð "Hlerunarúrskurðurinn var einfaldlega stimplaður á heimili Benedikts Bogasonar í Reykjavík,“ segir Hreiðar Már. 12. desember 2016 05:00 Hreiðar Már vill tíu milljónir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, fer fram á að íslenska ríkið greiði honum tíu milljónir króna í miskabætur vegna meintra tengsla sérstaks saksóknara við héraðsdómara. 13. desember 2016 07:15 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brást of harkalega við dyraati Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Aðalmeðferð í máli Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, gegn íslenska ríkinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hreiðar Már gaf ekki sjálfur skýrslu fyrir dómi þegar aðalmeðferðin hófst en fimm vitni komu fyrir dóminn, þar á meðal Benedikt Bogason, hæstaréttardómari, og Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, áður sérstakur saksóknari. Hreiðar Már stefndi ríkinu árið 2016 til greiðslu miskabóta upp á 10 milljónir króna vegna þess sem hann telur ólögmætar hleranir sérstaks saksóknara árið 2010 þegar embættið rannsakaði sakamál á hendur honum tengd hruninu. Telur Hreiðar Már að dómsúrskurður Benedikts þann 17. maí 2010 um hlustun á síma þess fyrrnefnda hafi ekki verið kveðinn upp í samræmi við lög um meðferð sakamála, en Benedikt var á þessum tíma héraðsdómari við Héraðsdóm Vesturlands. Orð stendur gegn orði í málinu þar sem framburður Benedikts og Ólafs fyrir dómi í dag stangast á við framburð Jóns Óttars Ólafssonar sem fyrstur bar vitni fyrir dómi. Jón Óttar starfaði hjá embætti sérstaks saksóknara frá sumrinu 2009 þar til í desember 2011. Hann var annar tveggja lögreglumanna sem sérstakur saksóknari kærði til ríkissaksóknara árið 2012 en þeim var gefið að sök að hafa lekið upplýsingum til skiptastjóra Milestone. Ríkissaksóknari felldi málið niður þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Í viðtali við Fréttablaðið haustið 2014 lýsti Jón Óttar svo ýmsu sem hann taldi athugavert í rannsóknum sérstaks saksóknara í hrunmálum, meðal annars um að rannsakendur hefðu hlustað á símtöl úr símhlustunum milli sakborninga og verjenda og að úrskurðir frá dómurum hafi því sem næst verið pantaðir eftir þörfum.Einar Karl Hallvarðsson, ríkislögmaður, í dómsal í dag.vísirVandamál sem farið var í að leysa Fyrir dómi lýsti Jón Óttar því hvernig það kom til að hann fór ásamt öðrum lögreglumanni, Bjarna Ólafi Ólafssyni, heim til Benedikts Bogasonar, þá héraðsdómara á Vesturlandi, vegna úrskurðar um hlustun á síma Hreiðars Más. Hann sagði að Bjarni hefði komið til hans inn á skrifstofu í húsnæði sérstaks saksóknara og sagt honum að það hefði gleymst að fara fram á framlengingu á hlustun á síma Hreiðars. Hreiðar var þarna búinn að sitja í gæsluvarðhaldi en var í yfirheyrslu og átti að sleppa honum eftir hana. „Þetta var vandamál sem var farið í að leysa. Bjarni Ólafur segir mér að Ólafur Þór Hauksson sé búinn að hringja í dómarann og það sé verið að reyna að bjarga þessu. Ég segi „Ókei, hvert erum við að fara?““ sagði Jón Óttar. Þeir hafi síðan keyrt heim til dómarans sem bjó í Reykjavík. „Við bönkum heima hjá Benedikt Bogasyni sem var heima við. Hann tekur á móti okkur, við förum úr skónum og löbbum inn í stofu. Hann kveikir á tölvunni sinni og er greinilega meðvitaður um hvað er í gangi. Síðan þurfum við að bíða aðeins því hann er að fara í gegnum gömul skjöl til að finna úrskurðarorð sem hann getur breytt. Hann er smá tíma að þessu og prentar svo skjalið út en þá þurfum við að bíða enn meir því hann finnur ekki stimpil. Að lokum finnur hann stimpil, stimplar og afhendir okkur skjalið,“ sagði Jón Óttar. Bara hefði verið um að ræða úrskurðarorðin sem eru það sem sent er til fjarskiptafyrirtækja þegar hlusta þarf á símtöl.Jón Óttar Ólafsson er fyrrverandi starfsmaður sérstaks saksóknara.Vísir/PjeturFullyrti að úrskurðurinn hefði ekki verið tilbúinn Hann sagði að dómarinn hefði síðan spurt hvort hann væri ekki að fara að fá eitthvað frá saksóknaranum og svaraði Jón Óttar að það væri örugglega svo. Lögreglumennirnir fóru síðan niður á lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem þeir afhentu tæknideild úrskurðarorðin til að hægt væri að senda þau áfram til símafyrirtækjanna sem veittu svo aðgang. Fullyrti Jón Óttar fyrir dómi að úrskurðurinn hefði ekki verið tilbúinn þegar hann og Bjarni Ólafur komu á staðinn. Þá kvaðst hann aldrei hafa farið áður heim til dómara til að sækja úrskurðarorð. Á meðal þeirra gagna sem Hreiðar Már leggur fram í málinu eru tölvupóstar sem sendir voru síðdegis þann 17. maí 2010. Sendi Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá sérstökum saksóknara, tölvupóst til Ólafs Þórs klukkan 15:25 um drög að kröfu um hlustun. Klukkan 15:47 sendi Ólafur Þór þá kröfu áfram á Benedikt en aðeins nokkrum mínútum seinna var byrjað að hlusta síma Hreiðars Más. Spurður út í þessi gögn sagði Jón Óttar að hann hefði viljað sjá þessi gögn fyrir mörgum árum því þá hefði hann losnað við það að frásögn hans væri dregin í efa. „Þó að það hljómi kannski skrýtið þá er gaman að sjá þessa tölvupósta.“Benedikt Bogason hæstaréttardómari.Vísir/ValliSagði þinghald hafa farið fram í dómsal Framburðir Benedikts, Ólafs Þórs og Bjarna Ólafs fyrir dómi í dag voru á skjön við framburð Jóns Óttars. Þá bar Björn einnig vitni. Benedikt sagði frásögn Jóns Óttars af því þegar hann kom heim til hans ásamt Bjarna Ólafi tilhæfulausa. Vísaði hann því á bug að þeir hefðu farið úr skónum og hann boðið þeim inn. Eins og hann myndi eftir þessu hefðu lögreglumennirnir komið heim til hans og stoppað þar örstutt áður en hann lét þá fá úrskurðinn. Úrskurðinn hefði hann ekki kveðið upp heima hjá sér heldur í þinghaldi fyrr um daginn að viðstöddum Ólafi Þór sem lagði kröfuna fram. Þeir hafi síðan ákveðið að lögreglumenn myndu sækja endurritið heim til dómarans þegar það væri tilbúið. Frásögn Bjarna Ólafs af atburðum var á þann veg að Ólafur Þór hefði komið til hans og spurt hvort hann gæti farið heim til Benedikts til að sækja úrskurð. „Hann hafði verið í réttarhaldi um morguninn og Benedikt þurfti að fara heim svo hann óskaði eftir því að ég myndi sækja þennan úrskurðinn að heimili hans í Reykjavík,“ sagði Bjarni Ólafur. Hann kvaðst hafa tekið Jón Óttar með sér því hann hafði séð um samskiptin við tæknideild lögreglunnar. Sagði Bjarni Ólafur að þeir hefðu bara komið inn í anddyrið heima hjá dómaranum, aldrei farið úr skónum og inn til hans. Þá minntist hann þess ekki að Benedikt hefði verið að semja úrskurðinn þegar þeir voru heima hjá honum.Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknar, var sérstakur saksóknari í maí 2010. Vísir/GVAÓæskilegar tengingar við Kaupþing hjá starfsmönnum í Héraðsdómi Reykjavíkur Ólafur Þór var spurður að því fyrir dómi í dag hvers vegna hann hefði farið með kröfur um hlustanir í Kaupþingsmálum til Héraðsdóms Vesturlands en ekki til Héraðsdóms Reykjavíkur eða Reykjaness. Svaraði hann því til að hann hefði viljað skýla aðgerðinni. Því hefði hann valið fámennari dómstól en í Reykjavík auk þess sem sem starfsmenn við Héraðsdóm Reykjavíkur hefðu haft óæskilegar tengingar við Kaupþing. Ólafur sagði sömu sögu og Benedikt, það er að úrskurðurinn hefði verið kveðinn upp af Benedikt í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr um daginn áður en lögreglumennirnir hafi sótt hann heim til hans síðdegis. Spurður út í tölvupóstinn sem Björn sendi Ólafi rétt fyrir hálffjögur þennan dag um drög að beiðni um hlustun sem hann sendi svo til Benedikts svaraði saksóknari því til að hann botnaði ekkert í þessum pósti. Beiðnin frá Birni hefði komið eftir að Ólafur hafði farið niður í héraðsdóm og þetta væri ekki beiðnin sem lögð hafði verið til grundvallar þegar óskað var eftir hlustun á síma Hreiðars. Hann gæti því ekki skýrt þennan tölvupóst. Þegar Ólafur var spurður að því hvort ekki mætti leiða líkur að því að tölvupósturinn styddi frásögn Jóns Óttars sagði Ólafur að það væri dómsins að meta það. Björn var einnig spurður út í tölvupóstinn en hann kvaðst ekki muna hvort að Ólafur hafi beðið sig um að senda sér þessi drög að beiðni um hlustun. Sagðist hann reikna með því en hann gæti þó ekki munað það. Spurður að því hvort ekki mætti með sanngirni draga þá ályktun að tölvupósturinn rynni stoðum undir frásögn Jóns Óttars sagðist Björn ekkert geta sagt til um það.
Tengdar fréttir Hreiðar Már stefnir ríkinu: Segir sérstakan hafa nýtt sér tengsl við dómara og skjöl verið fölsuð "Hlerunarúrskurðurinn var einfaldlega stimplaður á heimili Benedikts Bogasonar í Reykjavík,“ segir Hreiðar Már. 12. desember 2016 05:00 Hreiðar Már vill tíu milljónir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, fer fram á að íslenska ríkið greiði honum tíu milljónir króna í miskabætur vegna meintra tengsla sérstaks saksóknara við héraðsdómara. 13. desember 2016 07:15 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brást of harkalega við dyraati Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Hreiðar Már stefnir ríkinu: Segir sérstakan hafa nýtt sér tengsl við dómara og skjöl verið fölsuð "Hlerunarúrskurðurinn var einfaldlega stimplaður á heimili Benedikts Bogasonar í Reykjavík,“ segir Hreiðar Már. 12. desember 2016 05:00
Hreiðar Már vill tíu milljónir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, fer fram á að íslenska ríkið greiði honum tíu milljónir króna í miskabætur vegna meintra tengsla sérstaks saksóknara við héraðsdómara. 13. desember 2016 07:15