Abdul Fattah al-Sisi forseti Egyptalands mun sitja áfram í fjögur ár í viðbót. Hann náði endurkjöri með miklum meirihluta, eða 97% atkvæða samkvæmt opinberum tölum. Hann vann með sama fylgi árið 2014.
Eftirlitsmenn með kosningunum segja að 7% kjörseðla hafi verið ógildir. Margir sáu úrslitin fyrir þar sem að eini andstæðingur al-Sisi var lítið þekktur einstaklingur sem hafði áður stutt endurkjör hans.
Margir kusu að ógilda kjörseðla sína frekar en að kjósa Moussa Mostafa Moussa, leiðtoga al-Ghad flokksins, samkvæmt opinberum niðurstöðum.
Margir pólitískir andstæðingar höfðu kallað eftir því að fólk myndi sniðganga kosningarnar eftir að nokkrir mögulegir frambjóðendur hættu við eða voru handteknir. Al-Sisi sagði að ekkert af þessu væri fyrir hans tilstilli.
Al-Sisi sem þjónaði lengi vel í hernum og komst til metorða þar, leiddi byltingu hersins sem steypti fyrsta lýðræðislega kosna forseta Egyptalands, Mohammed Morsi, af stóli árið 2013 eftir mótmæli gegn stjórn hans.
Abdul Fattah al-Sisi endurkjörinn forseti Egyptalands

Tengdar fréttir

Óumflýjanlegur sigur Sisi í forsetakosningum
Forsetakosningar í Egyptalandi standa nú yfir. Nær öruggt að Sisi nái endurkjöri. Andstæðingur sagður leiksoppur stjórnvalda, er stuðningsmaður Sisi. Stjórnarandstæðingum meinað að bjóða siForsetakosningar í Egyptalandi hófust í gær en Egyptum gefst einnig kostur á að greiða atkvæði í dag og á morgun. fram. Lokað á gagnrýna fjölmiðla.