Alls slösuðust tíu manns í tveimur umferðarslysum fyrr í dag. Annað slysið átti sér stað á Norðurlandsvegi sunnan Blönduóss, skammt sunnan við Laxá á Ásum, um eitt leytið í dag þegar tveir bílar rákust saman. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð á vettvang og flutti þrjá slasaða á sjúkrahús í Reykjavík.
Hitt slysið átti sér stað um svipað leyti á Grindavíkurvegi, skammt sunnan Seltjarnar, þar sem þrír bílar rákust saman. Alls slösuðust sjö í því slysi en þeir voru fluttir með sjúkrabílum á bráðamóttökuna í Fossvogi og á Heilbrigðisstofnunina á Suðurnesjum í Reykjanesbæ.
Ekki er vitað frekar um líðan þeirra sem slösuðust að svo stöddu.
Vegunum var lokað um stund á meðan viðbragðsaðilar athöfnuðu sig á vettvangi en þeir hafa verið opnaðir á ný.
Tíu slasaðir eftir tvö umferðarslys

Tengdar fréttir

Þrír fluttir á sjúkrahús með þyrlu
Bílar rákust saman á Grindavíkurvegi og Norðurlandsvegi sunnan Blönduóss.