Útskriftarnemar sækja ekki um ljósmæðrastörf Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. apríl 2018 19:30 Ljósmæðranemar sem útskrifast í vor hyggjast ekki sækja um starf sem ljósmæður á Landspítalanum vegna lélegra kjara. Þær geti ekki tekið á sig launalækkun eftir launalausa vaktavinnu í námi og hyggjast því leita á önnur mið. Að minnta kosti fimmtán ljósmæður hafa sagt upp störfum á Landspítalanum á síðustu dögum og telur ljósmóðir sem þar starfar að fleiri muni fylgja. Kjaraviðræður þeirra við íslenska ríkið hafa nú staðið yfir í hálft ár. Tíu ljósmæður útskrifast í vor frá Háskóla Íslands og segir nemi úr útskriftarárgangnum að margar þeirra ætli ekki að sækja um starf við fæðingarþjónustu vegna lélegra kjara. Um þriðjungur starfandi ljósmæðra á Íslandi er um sextugt og nálgast því eftirlaunaaldur. „Það eru sumar sem munu lækka talsvert í launum við að bæta þessum tveimur árum við sig. Þannig þær eru mikið að hugsa sinn gang og hvort þær hafi efni á því að fara í draumastarfið," segir Inga María Hlíðar Thorsteinsson, nemi í ljósmæðrafræðum. Við útskrift fara ljósmæður á grunnlaun og hefur starfsreynsla þeirra sem hjúkrunarfræðingar fyrir sérnámið ekki áhrif á launataxtann. Árið 2014 var hætt að greiða ljósmæðranemum laun fyrir vaktir í námi sökum hagræðingar en eitt og hálft ár af tveggja ára náminu er verklegt í vaktavinnu. Inga segir marga sem nú eru að útskrifast ekki geta unað við launalækkun að þessu loknu. „Það sem gerir það að verkum að maður sækir um að fara í þetta nám er alls ekki launin, eða starfsumhverfið. Heldur er þetta eitthvað sem hefur blundað með manni lengi. Að þurfa að hverfa frá því og fara í aðrar stöður eins og hefur verið að gerast mjög mikið núna í hjúkrunarfræðinni, þær eru að fara að starfa sem flugfreyjur. Það er mjög sorglegt að það skuli gerast þegar maður hefur svona sterka hugsjón," segir Inga María. Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Ljósmæðranemar sem útskrifast í vor hyggjast ekki sækja um starf sem ljósmæður á Landspítalanum vegna lélegra kjara. Þær geti ekki tekið á sig launalækkun eftir launalausa vaktavinnu í námi og hyggjast því leita á önnur mið. Að minnta kosti fimmtán ljósmæður hafa sagt upp störfum á Landspítalanum á síðustu dögum og telur ljósmóðir sem þar starfar að fleiri muni fylgja. Kjaraviðræður þeirra við íslenska ríkið hafa nú staðið yfir í hálft ár. Tíu ljósmæður útskrifast í vor frá Háskóla Íslands og segir nemi úr útskriftarárgangnum að margar þeirra ætli ekki að sækja um starf við fæðingarþjónustu vegna lélegra kjara. Um þriðjungur starfandi ljósmæðra á Íslandi er um sextugt og nálgast því eftirlaunaaldur. „Það eru sumar sem munu lækka talsvert í launum við að bæta þessum tveimur árum við sig. Þannig þær eru mikið að hugsa sinn gang og hvort þær hafi efni á því að fara í draumastarfið," segir Inga María Hlíðar Thorsteinsson, nemi í ljósmæðrafræðum. Við útskrift fara ljósmæður á grunnlaun og hefur starfsreynsla þeirra sem hjúkrunarfræðingar fyrir sérnámið ekki áhrif á launataxtann. Árið 2014 var hætt að greiða ljósmæðranemum laun fyrir vaktir í námi sökum hagræðingar en eitt og hálft ár af tveggja ára náminu er verklegt í vaktavinnu. Inga segir marga sem nú eru að útskrifast ekki geta unað við launalækkun að þessu loknu. „Það sem gerir það að verkum að maður sækir um að fara í þetta nám er alls ekki launin, eða starfsumhverfið. Heldur er þetta eitthvað sem hefur blundað með manni lengi. Að þurfa að hverfa frá því og fara í aðrar stöður eins og hefur verið að gerast mjög mikið núna í hjúkrunarfræðinni, þær eru að fara að starfa sem flugfreyjur. Það er mjög sorglegt að það skuli gerast þegar maður hefur svona sterka hugsjón," segir Inga María.
Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira