Nýjar leiðir við að skjóta undan skatti Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 19. apríl 2018 06:00 Ferðaþjónustan veltir milljörðum, jafnt opinberlega sem og í svarta hagkerfinu. Vísir/Anton Það færist í aukana hér á landi að fyrirtæki í ferðaþjónustu komi sér undan greiðslu virðisaukaskatts með því að notast við erlendar bókunarsíður, fái greiðslur fyrir gistingu og aðra þjónustu greiddar inn á erlendra reikninga og komi þeim þannig hjá tekjuskráningu hérlendis. „Já, við höfum auðvitað séð þetta,“ segir Guðrún Jenný Jónsdóttir, sérfræðingur hjá Ríkisskattstjóra. Hún segir engan vafa leika á skattskyldunni. Sé varan eða þjónustan nýtt hér á landi, þá er hún virðisaukaskattskyld. „Fólk er að nota erlendar bókunarsíður, það er að taka við greiðslum inn á Paypal-reikninga og inn á erlenda bankareikninga,“ segir Guðrún. Hún segir þetta ekki eingöngu tengjast bókunarsíðum heldur séu einnig dæmi um að fyrirtæki hér noti posa frá erlendum fyrirtækjum og greiðslur fari þá í gegnum erlenda færsluhirða og inn á erlenda bankareikninga. Aðspurð segir Guðrún að málum af þessum toga hafi verið vísað til Skattrannsóknarstjóra.Bryndís Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri„Við höfum vísað málum af þessum toga til þeirra sem við teljum að séu þess eðlis að þau eigi að sæta skattrannsókn og mögulega fara í refsimeðferð og gerum það með hliðsjón af þeim fjárhæðum sem við teljum að hafi verið skotið undan með þessum hætti.“ Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri staðfestir að mál af þessum toga hafi komið á hennar borð. Hún segist þó ekki treysta sér til að segja til um hversu útbreitt þetta sé en vissulega geri það skattayfirvöldum í mörgum tilvikum erfiðara fyrir þegar jafnvel hvorki skráningin né tekjurnar komi nokkurn tímann til landsins. Guðrún segir að undanfarin tvö ár hafi eftirlit Ríkisskattstjóra einkum beinst að því að skoða þá sem keypt hafi posa sem bjóða upp á þetta og nálgast fjármunina eftir öðrum leiðum en með greiðslukorti, til dæmis með millifærslum af erlendum reikningum yfir á íslenska reikninga. Hún segir eftirlitið erfiðara í þeim tilvikum sem erlend greiðslukort eru notuð því þá þurfi haldbetri upplýsingar um viðkomandi. „En við notum öll þau tæki sem við höfum,“ segir Guðrún og nefnir tvísköttunarsamninga og upplýsingaskiptasamninga við skattayfirvöld í öðrum ríkjum Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ísland líklega dýrasti áfangastaður í heimi Verðlag á Íslandi er 28 prósent hærra en annars staðar á Norðurlöndunum að meðaltali. 11. apríl 2018 10:09 Ferðaþjónustan viðkvæm fyrir áföllum í efnahagi annarra ríkja Mikilvægi bandarískra ferðamanna fyrir íslenska ferðaþjónustu hefur aukist umtalsvert á síðastliðnum árum. Ferðaþjónustan er viðkvæm fyrir áföllum í efnahagi annarra ríkja 11. apríl 2018 11:20 Á annan tug milljarða í neðanjarðarhagkefinu vegna Airbnb Vöxtur í gistiþjónustu á Íslandi er að stórum hluta drifinn áfam af AirBnB sem að mestum hluta fer fram í neðanjarðarhagkerfinu og skilar því ekki sköttum og gjöldum til ríkis og sveitarfélaga. 11. apríl 2018 11:45 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Það færist í aukana hér á landi að fyrirtæki í ferðaþjónustu komi sér undan greiðslu virðisaukaskatts með því að notast við erlendar bókunarsíður, fái greiðslur fyrir gistingu og aðra þjónustu greiddar inn á erlendra reikninga og komi þeim þannig hjá tekjuskráningu hérlendis. „Já, við höfum auðvitað séð þetta,“ segir Guðrún Jenný Jónsdóttir, sérfræðingur hjá Ríkisskattstjóra. Hún segir engan vafa leika á skattskyldunni. Sé varan eða þjónustan nýtt hér á landi, þá er hún virðisaukaskattskyld. „Fólk er að nota erlendar bókunarsíður, það er að taka við greiðslum inn á Paypal-reikninga og inn á erlenda bankareikninga,“ segir Guðrún. Hún segir þetta ekki eingöngu tengjast bókunarsíðum heldur séu einnig dæmi um að fyrirtæki hér noti posa frá erlendum fyrirtækjum og greiðslur fari þá í gegnum erlenda færsluhirða og inn á erlenda bankareikninga. Aðspurð segir Guðrún að málum af þessum toga hafi verið vísað til Skattrannsóknarstjóra.Bryndís Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri„Við höfum vísað málum af þessum toga til þeirra sem við teljum að séu þess eðlis að þau eigi að sæta skattrannsókn og mögulega fara í refsimeðferð og gerum það með hliðsjón af þeim fjárhæðum sem við teljum að hafi verið skotið undan með þessum hætti.“ Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri staðfestir að mál af þessum toga hafi komið á hennar borð. Hún segist þó ekki treysta sér til að segja til um hversu útbreitt þetta sé en vissulega geri það skattayfirvöldum í mörgum tilvikum erfiðara fyrir þegar jafnvel hvorki skráningin né tekjurnar komi nokkurn tímann til landsins. Guðrún segir að undanfarin tvö ár hafi eftirlit Ríkisskattstjóra einkum beinst að því að skoða þá sem keypt hafi posa sem bjóða upp á þetta og nálgast fjármunina eftir öðrum leiðum en með greiðslukorti, til dæmis með millifærslum af erlendum reikningum yfir á íslenska reikninga. Hún segir eftirlitið erfiðara í þeim tilvikum sem erlend greiðslukort eru notuð því þá þurfi haldbetri upplýsingar um viðkomandi. „En við notum öll þau tæki sem við höfum,“ segir Guðrún og nefnir tvísköttunarsamninga og upplýsingaskiptasamninga við skattayfirvöld í öðrum ríkjum
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ísland líklega dýrasti áfangastaður í heimi Verðlag á Íslandi er 28 prósent hærra en annars staðar á Norðurlöndunum að meðaltali. 11. apríl 2018 10:09 Ferðaþjónustan viðkvæm fyrir áföllum í efnahagi annarra ríkja Mikilvægi bandarískra ferðamanna fyrir íslenska ferðaþjónustu hefur aukist umtalsvert á síðastliðnum árum. Ferðaþjónustan er viðkvæm fyrir áföllum í efnahagi annarra ríkja 11. apríl 2018 11:20 Á annan tug milljarða í neðanjarðarhagkefinu vegna Airbnb Vöxtur í gistiþjónustu á Íslandi er að stórum hluta drifinn áfam af AirBnB sem að mestum hluta fer fram í neðanjarðarhagkerfinu og skilar því ekki sköttum og gjöldum til ríkis og sveitarfélaga. 11. apríl 2018 11:45 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Ísland líklega dýrasti áfangastaður í heimi Verðlag á Íslandi er 28 prósent hærra en annars staðar á Norðurlöndunum að meðaltali. 11. apríl 2018 10:09
Ferðaþjónustan viðkvæm fyrir áföllum í efnahagi annarra ríkja Mikilvægi bandarískra ferðamanna fyrir íslenska ferðaþjónustu hefur aukist umtalsvert á síðastliðnum árum. Ferðaþjónustan er viðkvæm fyrir áföllum í efnahagi annarra ríkja 11. apríl 2018 11:20
Á annan tug milljarða í neðanjarðarhagkefinu vegna Airbnb Vöxtur í gistiþjónustu á Íslandi er að stórum hluta drifinn áfam af AirBnB sem að mestum hluta fer fram í neðanjarðarhagkerfinu og skilar því ekki sköttum og gjöldum til ríkis og sveitarfélaga. 11. apríl 2018 11:45