Verjendur óbundnir af viðmiðunarreglum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. apríl 2018 08:00 Reikningarnir sem deilt var um voru tilkomnir vegna verjendastarfa á rannsóknarstigi. Vísir/eyþór „Niðurstaða dómsins er í raun sú að framkvæmd lögreglunnar hefur verið röng í mörg ár,“ segir lögmaðurinn Björn Ólafur Hallgrímsson. Lögmannsstofu hans voru í fyrradag dæmdar tæpar 870 þúsund krónur úr hendi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu (LRH) vegna verjendastarfa við rannsókn sakamála. Málið varðaði tíu reikninga sem Lögskil hafði sent embættinu vegna starfa sinna. Í reikningunum var tekið mið af tímagjaldi samkvæmt viðmiðunarreglum um þóknun lögmanna en í þeim öllum gerður fyrirvari um að síðar meir kynni að vera gefinn út reikningur samkvæmt gjaldskrá stofunnar. Þegar viðbótarreikningur var gefinn út taldi LRH sér ekki skylt að greiða hann þar sem hann væri umfram upphæðir sem settar eru fram í reglunum. „Það er þannig að ef þú ert skipaður verjandi eða réttargæslumaður ertu skyldugur samkvæmt lögmannalögum til að vinna þau störf. Slíkt heimtar að við komum og sinnum málunum. Síðan eigum við að fá greitt samkvæmt óraunhæfu tímagjaldi sem dekkar kannski ekki nema rétt rúmlega helming af gjaldskrá stofunnar. Það fer ekki saman að bera þessa skyldu og að sá sem skipar lögmann til verksins ákveði þóknunina líka,“ segir Björn.Björn Ólafur Hallgrímsson, lögmaðurFyrirkomulagið hefur lengi verið gagnrýnt af lögmönnum. „Fyrir fimm eða sex árum var ég orðinn svo ósáttur við þessa framkomu að ég hóf undirbúning málsins. Aflahæfi lögmanna er verndað með eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar og það stenst ekki að menn séu skikkaðir í vinnu einhliða án þess að fá viðunandi þóknun,“ segir Björn. Í niðurstöðu héraðsdóms segir vafalaust að löggjafanum sé heimilt að setja reglur um hvernig skuli staðið að ákvörðun um viðmiðun fyrir þóknanir verjenda og réttargæslumanna. Það verði þó ekki gert „án þess að lagður sé viðhlítandi grundvöllur að reglusetningunni með einhvers konar athugun á grundvelli ákvörðunar þóknunar.“ Að mati dómsins var ekki byggt á skýrri lagaheimild við ákvörðun þóknunarinnar og ekki heldur á málefnalegum forsendum þar sem engin „könnun eða úttekt á þeim atriðum sem hefði getað skapað málefnalegan grundvöll að slíkri ákvörðun“ fór fram. Umkrafin þóknun var ekki talin úr hófi miðað við það sem gengur og gerist því fallist á hana. „Félagið hefur lengi talið að þessi mál hafi ekki verið í nægilega góðum farvegi og fjárhæðirnar hafi verið of lágar. Þessi dómur felur í sér viðurkenningu á því sjónarmiði,“ segir Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélags Íslands. „Við eigum eftir að rýna í dóminn. Ef það verður niðurstaðan að framkvæmdina skorti skýrari lagastoð þá munum við taka það upp með viðeigandi aðila,“ segir Helgi Valberg Jensson aðallögfræðingur LRH. Ákvörðun um áfrýjun verði tekin í samráði við dómsmálaráðuneytið og ríkislögmann. Helgi veit ekki til þess að fleiri hafi gert sambærilegan fyrirvara við reikninga sína. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Sjá meira
„Niðurstaða dómsins er í raun sú að framkvæmd lögreglunnar hefur verið röng í mörg ár,“ segir lögmaðurinn Björn Ólafur Hallgrímsson. Lögmannsstofu hans voru í fyrradag dæmdar tæpar 870 þúsund krónur úr hendi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu (LRH) vegna verjendastarfa við rannsókn sakamála. Málið varðaði tíu reikninga sem Lögskil hafði sent embættinu vegna starfa sinna. Í reikningunum var tekið mið af tímagjaldi samkvæmt viðmiðunarreglum um þóknun lögmanna en í þeim öllum gerður fyrirvari um að síðar meir kynni að vera gefinn út reikningur samkvæmt gjaldskrá stofunnar. Þegar viðbótarreikningur var gefinn út taldi LRH sér ekki skylt að greiða hann þar sem hann væri umfram upphæðir sem settar eru fram í reglunum. „Það er þannig að ef þú ert skipaður verjandi eða réttargæslumaður ertu skyldugur samkvæmt lögmannalögum til að vinna þau störf. Slíkt heimtar að við komum og sinnum málunum. Síðan eigum við að fá greitt samkvæmt óraunhæfu tímagjaldi sem dekkar kannski ekki nema rétt rúmlega helming af gjaldskrá stofunnar. Það fer ekki saman að bera þessa skyldu og að sá sem skipar lögmann til verksins ákveði þóknunina líka,“ segir Björn.Björn Ólafur Hallgrímsson, lögmaðurFyrirkomulagið hefur lengi verið gagnrýnt af lögmönnum. „Fyrir fimm eða sex árum var ég orðinn svo ósáttur við þessa framkomu að ég hóf undirbúning málsins. Aflahæfi lögmanna er verndað með eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar og það stenst ekki að menn séu skikkaðir í vinnu einhliða án þess að fá viðunandi þóknun,“ segir Björn. Í niðurstöðu héraðsdóms segir vafalaust að löggjafanum sé heimilt að setja reglur um hvernig skuli staðið að ákvörðun um viðmiðun fyrir þóknanir verjenda og réttargæslumanna. Það verði þó ekki gert „án þess að lagður sé viðhlítandi grundvöllur að reglusetningunni með einhvers konar athugun á grundvelli ákvörðunar þóknunar.“ Að mati dómsins var ekki byggt á skýrri lagaheimild við ákvörðun þóknunarinnar og ekki heldur á málefnalegum forsendum þar sem engin „könnun eða úttekt á þeim atriðum sem hefði getað skapað málefnalegan grundvöll að slíkri ákvörðun“ fór fram. Umkrafin þóknun var ekki talin úr hófi miðað við það sem gengur og gerist því fallist á hana. „Félagið hefur lengi talið að þessi mál hafi ekki verið í nægilega góðum farvegi og fjárhæðirnar hafi verið of lágar. Þessi dómur felur í sér viðurkenningu á því sjónarmiði,“ segir Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélags Íslands. „Við eigum eftir að rýna í dóminn. Ef það verður niðurstaðan að framkvæmdina skorti skýrari lagastoð þá munum við taka það upp með viðeigandi aðila,“ segir Helgi Valberg Jensson aðallögfræðingur LRH. Ákvörðun um áfrýjun verði tekin í samráði við dómsmálaráðuneytið og ríkislögmann. Helgi veit ekki til þess að fleiri hafi gert sambærilegan fyrirvara við reikninga sína.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent