Bréf bandarísku þingmannanna „argasti yfirgangur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. apríl 2018 14:30 Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm „Við fyrstu sýn lítur þetta út sem argasti yfirgangur,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrsti flutningsmaður umskurðarfrumvarpsins svokallaða, um bréf sem bandarískir þingmenn sendu til sendiráðs Íslands í Washington. Leiðtogar repúblikana og demókrata í utanríkismálanefnd fulltrúadeildar bandaríska þingsins sendu bréfið þar sem umskurðarfrumvarpið er harðlega gagnrýnt. Fjallað var um bréfið á Vísi fyrr í dag. Frumvarpið sem nú liggur fyrir alþingi Alþingi felur í sér að umskurður barna almennt yrði bannaður. Frumvarpið kveður einnig á um að lagt verði bann við umskurði á kynfærum drengja en nú þegar er umskurður á kynfærum stúlkna bannaður. Hefur frumvarpið vakið mikla athygli víða um heim.Sjá einnig: Þverpólitísk andstaða við umskurðarfrumvarpið Í færslu á Facebook tjáir Silja Dögg sig um fréttir af bréfinu. Segir hún að íslenskir þingmenn hafi fullt frelsi til þess að leggja fram þau mál sem þeim þyki nauðsynlegt að ræða á Alþingi. Gerir hún athugasemd við það að þingmenn annarra ríkja skipti sér af starfi þingmanna á Íslandi. „Ég veit ekki til þess að fordæmi sé fyrir því að þingmenn annarra ríkja sendi formlegt bréf til sendiráðs Íslands til að tjá sig um þingmál sem eru til umræðu hverju sinni. Það væri áhugavert að vita hvort slík fordæmi séu til og hvort íslenskir þingmenn hafi sent sendiráðum erlendra ríkja sambærileg skilaboð vegna tiltekinna mála. Við fyrstu sýn lítur þetta út sem argasti yfirgangur,“ skrifar Silja. Segir Silja að málið sé til skoðunar hjá Alþingi þar sem meðal annars sé verið að fara yfir allar þær umsagnir sem borist hafa málsins. Fjöldi þeirra hefur borist og margar þeirra erlendis frá. Segir Silja að mörgum spurningum sé ósvarað en lýðræðislegum ferlum sé fylgt í hvívetna. „Nú þarf Alþingi rými til að vinna sína vinnu. Allar hótanir og þrýstingur eru vinsamlegast afþakkaður.“ Alþingi Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Þverpólitísk andstaða við umskurðarfrumvarpið Leiðtogar repúblikana og demókrata í utanríkisnefnd bandaríska fulltrúaþingsins hafa sent íslenska sendiráðinu í Washington bréf þar sem hið svokallaða umskurðarfrumvarp, sem nú liggur fyrir alþingi, er harðlega gagnrýnt. 13. apríl 2018 07:47 ADL hótar að magna upp hrós nasista um umskurðarbann Anti-Defamation League, öflugustu mannréttindasamtök gyðinga í Bandaríkjunum, fullyrða að Íslandi verði hampað af öfgahópum verði frumvarp um bann við umskurði drengja að lögum. Hóta að vekja heimsathygli á umfjöllun öfgamanna. 22. mars 2018 08:00 Landlæknir eindregið á móti því að umskurður drengja verði bannaður Þá óttast landlæknir að frumvarpið muni leiða til þess að umskurðaraðgerðir verði framkvæmdar við aðstæður sem ekki tryggja öryggi barna. 13. mars 2018 23:29 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
„Við fyrstu sýn lítur þetta út sem argasti yfirgangur,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrsti flutningsmaður umskurðarfrumvarpsins svokallaða, um bréf sem bandarískir þingmenn sendu til sendiráðs Íslands í Washington. Leiðtogar repúblikana og demókrata í utanríkismálanefnd fulltrúadeildar bandaríska þingsins sendu bréfið þar sem umskurðarfrumvarpið er harðlega gagnrýnt. Fjallað var um bréfið á Vísi fyrr í dag. Frumvarpið sem nú liggur fyrir alþingi Alþingi felur í sér að umskurður barna almennt yrði bannaður. Frumvarpið kveður einnig á um að lagt verði bann við umskurði á kynfærum drengja en nú þegar er umskurður á kynfærum stúlkna bannaður. Hefur frumvarpið vakið mikla athygli víða um heim.Sjá einnig: Þverpólitísk andstaða við umskurðarfrumvarpið Í færslu á Facebook tjáir Silja Dögg sig um fréttir af bréfinu. Segir hún að íslenskir þingmenn hafi fullt frelsi til þess að leggja fram þau mál sem þeim þyki nauðsynlegt að ræða á Alþingi. Gerir hún athugasemd við það að þingmenn annarra ríkja skipti sér af starfi þingmanna á Íslandi. „Ég veit ekki til þess að fordæmi sé fyrir því að þingmenn annarra ríkja sendi formlegt bréf til sendiráðs Íslands til að tjá sig um þingmál sem eru til umræðu hverju sinni. Það væri áhugavert að vita hvort slík fordæmi séu til og hvort íslenskir þingmenn hafi sent sendiráðum erlendra ríkja sambærileg skilaboð vegna tiltekinna mála. Við fyrstu sýn lítur þetta út sem argasti yfirgangur,“ skrifar Silja. Segir Silja að málið sé til skoðunar hjá Alþingi þar sem meðal annars sé verið að fara yfir allar þær umsagnir sem borist hafa málsins. Fjöldi þeirra hefur borist og margar þeirra erlendis frá. Segir Silja að mörgum spurningum sé ósvarað en lýðræðislegum ferlum sé fylgt í hvívetna. „Nú þarf Alþingi rými til að vinna sína vinnu. Allar hótanir og þrýstingur eru vinsamlegast afþakkaður.“
Alþingi Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Þverpólitísk andstaða við umskurðarfrumvarpið Leiðtogar repúblikana og demókrata í utanríkisnefnd bandaríska fulltrúaþingsins hafa sent íslenska sendiráðinu í Washington bréf þar sem hið svokallaða umskurðarfrumvarp, sem nú liggur fyrir alþingi, er harðlega gagnrýnt. 13. apríl 2018 07:47 ADL hótar að magna upp hrós nasista um umskurðarbann Anti-Defamation League, öflugustu mannréttindasamtök gyðinga í Bandaríkjunum, fullyrða að Íslandi verði hampað af öfgahópum verði frumvarp um bann við umskurði drengja að lögum. Hóta að vekja heimsathygli á umfjöllun öfgamanna. 22. mars 2018 08:00 Landlæknir eindregið á móti því að umskurður drengja verði bannaður Þá óttast landlæknir að frumvarpið muni leiða til þess að umskurðaraðgerðir verði framkvæmdar við aðstæður sem ekki tryggja öryggi barna. 13. mars 2018 23:29 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Þverpólitísk andstaða við umskurðarfrumvarpið Leiðtogar repúblikana og demókrata í utanríkisnefnd bandaríska fulltrúaþingsins hafa sent íslenska sendiráðinu í Washington bréf þar sem hið svokallaða umskurðarfrumvarp, sem nú liggur fyrir alþingi, er harðlega gagnrýnt. 13. apríl 2018 07:47
ADL hótar að magna upp hrós nasista um umskurðarbann Anti-Defamation League, öflugustu mannréttindasamtök gyðinga í Bandaríkjunum, fullyrða að Íslandi verði hampað af öfgahópum verði frumvarp um bann við umskurði drengja að lögum. Hóta að vekja heimsathygli á umfjöllun öfgamanna. 22. mars 2018 08:00
Landlæknir eindregið á móti því að umskurður drengja verði bannaður Þá óttast landlæknir að frumvarpið muni leiða til þess að umskurðaraðgerðir verði framkvæmdar við aðstæður sem ekki tryggja öryggi barna. 13. mars 2018 23:29