Gert að ákæra lögreglumann vegna harkalegrar handtöku Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 10. apríl 2018 07:00 Hamborgarabúllan í Kópavogi þar sem hin harkalega handtaka fór fram. Vísir/eyþór Ríkissaksóknari hefur fellt úr gildi ákvörðun Héraðssaksóknara í máli lögreglumanns sem handtók mann við Hamborgarabúlluna í Kópavogi síðastliðið vor. Hinn handtekni tvífótbrotnaði við handtökuna. „Þetta kemur ekki á óvart enda borðleggjandi að mínu mati og ánægjulegt fyrir minn mann,“ segir Ómar Örn Bjarnþórsson, lögmaður hins handtekna. Aðspurður segir Ómar manninn farinn til Póllands en hann er pólskur borgari og missti vinnuna hér á landi eftir atvikið enda óvinnufær. Hann fer fram á tæpar sjö milljónir í skaða- og miskabætur en hann er enn að ná sér af meiðslunum og hefur verið óvinnufær í tæpt ár, eða frá því atvikið átti sér stað. Hinn handtekni kærði tvo lögregluþjóna, mann og konu, sem kölluð voru að veitingastaðnum vegna drykkjuláta. Samkvæmt framburði vitna gekk lögregla fram af mikilli hörku, kylfum hafi verið beitt og bílhurð lögreglubíls skellt margsinnis á fætur hins handtekna með þeim afleiðingum að hann tvífótbrotnaði. Við rannsókn málsins var leitað til réttarmeinafræðings sem taldi bæði mögulegt og líklegt að fótbrotið hefði hlotist af því að hurð hefði verið skellt á fætur sem voru á milli hurðar og dyrakarms.Gat ekki þulið upp kennitöluna Þrátt fyrir að héraðssaksóknari teldi gögn málsins benda til að gæta hefði mátt betur að meðalhófi í störfum á vettvangi, mat hann það svo að ekki væru nægar líkur á sakfellingu í málinu, þar sem gögn málsins bæru ekki með sér að lögregla hefði, af ásetningi eða stórfelldu gáleysi, farið gegn lögmæltum aðferðum við handtökuna. Kærandinn, sem hefur lagt fram tæplega sjö milljóna bótakröfu, kærði ákvörðunina til ríkissaksóknara. Í kærunni kemur meðal annars fram að kærandinn og fjölmörg vitni hafi staðfest að lögreglumenn hafi brugðist við með offorsi þegar kærandi gat ekki þulið upp kennitölu sína. „Þeir drógu hann strax í kjölfarið, járnaðan fyrir aftan bak, inn í lögreglubifreið þar sem hann lá, innan við mínútu síðar, tvífótbrotinn eftir bílhurð og lögreglukylfu,“ segir í kærunni. Í niðurstöðu ríkissaksóknara frá því í gær er staðfest ákvörðun saksóknara um að fella málið á hendur lögreglukonunni niður en ákvörðun að því er varðar lögreglumanninn er felld úr gildi og héraðssaksóknara falið að taka mál á hendur honum til ákærumeðferðar. Í úrskurði ríkissaksóknara kemur fram að lögreglumaðurinn hafi í það minnsta sýnt af sér slíkt gáleysi við handtökuna að háttsemi hans geti talist refsiverð sbr. 132. og 219. gr. hegningarlaga. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Gagnrýnir ummæli Jóns H. B. Snorrasonar "Ég held að Jón hafi ekki séð rannsóknargögn málsins og viti ekkert um málið nema það sem hann hefur frá lögreglumönnunum sjálfum,“ segir Ómar Örn. 1. ágúst 2017 06:00 Fer fram á sjö milljónir vegna harkalegrar handtöku við Búlluna Rannsókn á framgöngu tveggja lögreglumanna við handtöku manns við Hamborgarabúlluna í Kópavogi í vor er lokið. 6. september 2017 06:00 Óvinnufær í hálft ár eftir handtökuna Lögreglumennirnir tveir sem grunaðir eru um að hafa beitt harðræði við handtöku í maí voru varaðir við því að þeir myndu fótbrjóta manninn. Missti vinnuna og mun þurfa langa endurhæfingu. 28. júlí 2017 06:00 Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent „Þetta skilgreinir þorpið“ Innlent Fleiri fréttir Harmleikurinn í Súðavík, faraldur veggjalúsar og vatnavextir Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Þórdís segir að það yrði stefnubreyting bjóði hún sig ekki fram til formanns Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Hrafnadís er afbökun og fær því nei Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur fellt úr gildi ákvörðun Héraðssaksóknara í máli lögreglumanns sem handtók mann við Hamborgarabúlluna í Kópavogi síðastliðið vor. Hinn handtekni tvífótbrotnaði við handtökuna. „Þetta kemur ekki á óvart enda borðleggjandi að mínu mati og ánægjulegt fyrir minn mann,“ segir Ómar Örn Bjarnþórsson, lögmaður hins handtekna. Aðspurður segir Ómar manninn farinn til Póllands en hann er pólskur borgari og missti vinnuna hér á landi eftir atvikið enda óvinnufær. Hann fer fram á tæpar sjö milljónir í skaða- og miskabætur en hann er enn að ná sér af meiðslunum og hefur verið óvinnufær í tæpt ár, eða frá því atvikið átti sér stað. Hinn handtekni kærði tvo lögregluþjóna, mann og konu, sem kölluð voru að veitingastaðnum vegna drykkjuláta. Samkvæmt framburði vitna gekk lögregla fram af mikilli hörku, kylfum hafi verið beitt og bílhurð lögreglubíls skellt margsinnis á fætur hins handtekna með þeim afleiðingum að hann tvífótbrotnaði. Við rannsókn málsins var leitað til réttarmeinafræðings sem taldi bæði mögulegt og líklegt að fótbrotið hefði hlotist af því að hurð hefði verið skellt á fætur sem voru á milli hurðar og dyrakarms.Gat ekki þulið upp kennitöluna Þrátt fyrir að héraðssaksóknari teldi gögn málsins benda til að gæta hefði mátt betur að meðalhófi í störfum á vettvangi, mat hann það svo að ekki væru nægar líkur á sakfellingu í málinu, þar sem gögn málsins bæru ekki með sér að lögregla hefði, af ásetningi eða stórfelldu gáleysi, farið gegn lögmæltum aðferðum við handtökuna. Kærandinn, sem hefur lagt fram tæplega sjö milljóna bótakröfu, kærði ákvörðunina til ríkissaksóknara. Í kærunni kemur meðal annars fram að kærandinn og fjölmörg vitni hafi staðfest að lögreglumenn hafi brugðist við með offorsi þegar kærandi gat ekki þulið upp kennitölu sína. „Þeir drógu hann strax í kjölfarið, járnaðan fyrir aftan bak, inn í lögreglubifreið þar sem hann lá, innan við mínútu síðar, tvífótbrotinn eftir bílhurð og lögreglukylfu,“ segir í kærunni. Í niðurstöðu ríkissaksóknara frá því í gær er staðfest ákvörðun saksóknara um að fella málið á hendur lögreglukonunni niður en ákvörðun að því er varðar lögreglumanninn er felld úr gildi og héraðssaksóknara falið að taka mál á hendur honum til ákærumeðferðar. Í úrskurði ríkissaksóknara kemur fram að lögreglumaðurinn hafi í það minnsta sýnt af sér slíkt gáleysi við handtökuna að háttsemi hans geti talist refsiverð sbr. 132. og 219. gr. hegningarlaga.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Gagnrýnir ummæli Jóns H. B. Snorrasonar "Ég held að Jón hafi ekki séð rannsóknargögn málsins og viti ekkert um málið nema það sem hann hefur frá lögreglumönnunum sjálfum,“ segir Ómar Örn. 1. ágúst 2017 06:00 Fer fram á sjö milljónir vegna harkalegrar handtöku við Búlluna Rannsókn á framgöngu tveggja lögreglumanna við handtöku manns við Hamborgarabúlluna í Kópavogi í vor er lokið. 6. september 2017 06:00 Óvinnufær í hálft ár eftir handtökuna Lögreglumennirnir tveir sem grunaðir eru um að hafa beitt harðræði við handtöku í maí voru varaðir við því að þeir myndu fótbrjóta manninn. Missti vinnuna og mun þurfa langa endurhæfingu. 28. júlí 2017 06:00 Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent „Þetta skilgreinir þorpið“ Innlent Fleiri fréttir Harmleikurinn í Súðavík, faraldur veggjalúsar og vatnavextir Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Þórdís segir að það yrði stefnubreyting bjóði hún sig ekki fram til formanns Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Hrafnadís er afbökun og fær því nei Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Sjá meira
Gagnrýnir ummæli Jóns H. B. Snorrasonar "Ég held að Jón hafi ekki séð rannsóknargögn málsins og viti ekkert um málið nema það sem hann hefur frá lögreglumönnunum sjálfum,“ segir Ómar Örn. 1. ágúst 2017 06:00
Fer fram á sjö milljónir vegna harkalegrar handtöku við Búlluna Rannsókn á framgöngu tveggja lögreglumanna við handtöku manns við Hamborgarabúlluna í Kópavogi í vor er lokið. 6. september 2017 06:00
Óvinnufær í hálft ár eftir handtökuna Lögreglumennirnir tveir sem grunaðir eru um að hafa beitt harðræði við handtöku í maí voru varaðir við því að þeir myndu fótbrjóta manninn. Missti vinnuna og mun þurfa langa endurhæfingu. 28. júlí 2017 06:00