Reykjanesbær þarf að svara um meint vanhæfi bæjarfulltrúans Ólöf Skaftadóttir skrifar 27. apríl 2018 07:00 Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi ráðherra, var ein af sprautunum í því að setja á stofn samtök um varðveislu Sundhallarinnar. Samtökin mótmæltu fyrirhuguðu niðurrifi fyrir utan höllina í febrúar á þessu ári. Vísir/eyþór Skipulagsstofnun hefur sent bæjarstjórn Reykjanesbæjar bréf þar sem athugasemdir eru gerðar við deiliskipulagsbreytingar fyrir Framnesveg 9 og 11. Á Framnesvegi 9 stendur Sundhöllin í Keflavík. Bréfið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs í gær. Miklar deilur hafa staðið um hvort rífa eigi Sundhöllina líkt og nýsamþykkt deiliskipulag gerir ráð fyrir, en húsið var teiknað af Guðjóni Samúelssyni.Mögulegt vanhæfi nefndarmanns, Unu Maríu Unnarsdóttur, sem réð úrslitum um samþykkt hins nýja deiliskipulags og Fréttablaðið greindi frá 22. mars síðastliðinn, er gert að umræðuefni í bréfinu. Óskað er eftir viðbrögðum sveitarstjórnarinnar vegna meints vanhæfis eigi síðar en 9. maí næstkomandi, áður en stofnunin tekur afstöðu til vanhæfisins og hvort nýtt deiliskipulag standist lög. Forsaga málsins er sú að bæjarstjórn Reykjanesbæjar staðfesti þann 20. mars ákvörðun umhverfis- og skipulagsráðs sveitarfélagsins um nýtt deiliskipulag sem gerir ráð fyrir því að Sundhöllin verði rifin. Tveir fulltrúar í ráðinu greiddu atkvæði gegn deiliskipulaginu, en þrír voru fylgjandi, þar á meðal Una María.Sjá einnig: Atkvæðið frá frænku eigandans réð úrslitum Sundhöllin og lóðirnar við Framnesveg 9 og 11 eru í eigu föðurbróður Unu Maríu, Halldórs Ragnarssonar, og sonar hans, Heiðars Halldórssonar, og ljóst að frændur hennar áttu hagsmuna að gæta í málinu.Húsnæði Sundhallarinnar stendur við Framnesveg 9 í Keflavík. Lóðirnar eru í eigu feðga sem ætla í framkvæmdir.Una María svaraði þessari gagnrýni í fyrri frétt blaðsins um málið og sagðist hafa setið hjá í öllum málum er vörðuðu frændur hennar fram til umræddrar atkvæðagreiðslu, sem réð úrslitum um samþykkt hins nýja deiliskipulags og þar af leiðandi framtíðar Sundhallarinnar. Hins vegar hafi hún síðar aflað sér lögfræðiálits um meint vanhæfi og komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri um vanhæfi að ræða. Þannig vísaði hún til 1. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga sem kveður á um að sveitarstjórnarmaður sé vanhæfur sé hann eða hafi verið maki aðila, skyldur eða mægður aðila í beinan legg eða að einum lið til hliðar við ákvörðunartöku. „Það á bara við um foreldra, börn eða systkin og þar af leiðandi telst ég ekki vanhæf í þessu máli,“ sagði Una María. Skipulagsstofnun vísar hins vegar í 2. mgr. sömu greinar um að sveitarstjórnarmanni, nefndarfulltrúa eða starfsmanni sveitarfélags beri að víkja sæti við meðferð og afgreiðslu máls þegar það varðar hann eða nána venslamenn hans svo sérstaklega að almennt megi ætla að viljaafstaða hans mótist að einhverju leyti þar af. Í bréfinu segir að á þetta ákvæði reyni í málinu, en ekki það sem Una María ber fyrir sig. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Hollvinasamtök leggja fram kæru Samtök unnenda sundahallar Keflavíkur funduðu með Minjastofnun. 26. mars 2018 06:00 Meirihlutinn samþykkti að rífa Sundhöllina: „Skömmin er þeirra“ Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur samþykkt að rífa Sundhöll Keflavíkur sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, árið 1937. 20. mars 2018 19:25 Atkvæðið frá frænku eigandans réð úrslitum Ákvörðun hefur verið tekin um nýtt deiliskipulag fyrir lóðina þar sem Sundhöllin í Keflavík stendur. Fyrrverandi ráðherra hefur mótmælt áformum um að rífa húsið. Atkvæði frænku eiganda lóðarinnar réð úrslitum. Minjastofnun hefur ákveðið að beita sér ekki fyrir friðlýsingu hússins. Bærinn ákveði framtíð þess. 22. mars 2018 06:00 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Skipulagsstofnun hefur sent bæjarstjórn Reykjanesbæjar bréf þar sem athugasemdir eru gerðar við deiliskipulagsbreytingar fyrir Framnesveg 9 og 11. Á Framnesvegi 9 stendur Sundhöllin í Keflavík. Bréfið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs í gær. Miklar deilur hafa staðið um hvort rífa eigi Sundhöllina líkt og nýsamþykkt deiliskipulag gerir ráð fyrir, en húsið var teiknað af Guðjóni Samúelssyni.Mögulegt vanhæfi nefndarmanns, Unu Maríu Unnarsdóttur, sem réð úrslitum um samþykkt hins nýja deiliskipulags og Fréttablaðið greindi frá 22. mars síðastliðinn, er gert að umræðuefni í bréfinu. Óskað er eftir viðbrögðum sveitarstjórnarinnar vegna meints vanhæfis eigi síðar en 9. maí næstkomandi, áður en stofnunin tekur afstöðu til vanhæfisins og hvort nýtt deiliskipulag standist lög. Forsaga málsins er sú að bæjarstjórn Reykjanesbæjar staðfesti þann 20. mars ákvörðun umhverfis- og skipulagsráðs sveitarfélagsins um nýtt deiliskipulag sem gerir ráð fyrir því að Sundhöllin verði rifin. Tveir fulltrúar í ráðinu greiddu atkvæði gegn deiliskipulaginu, en þrír voru fylgjandi, þar á meðal Una María.Sjá einnig: Atkvæðið frá frænku eigandans réð úrslitum Sundhöllin og lóðirnar við Framnesveg 9 og 11 eru í eigu föðurbróður Unu Maríu, Halldórs Ragnarssonar, og sonar hans, Heiðars Halldórssonar, og ljóst að frændur hennar áttu hagsmuna að gæta í málinu.Húsnæði Sundhallarinnar stendur við Framnesveg 9 í Keflavík. Lóðirnar eru í eigu feðga sem ætla í framkvæmdir.Una María svaraði þessari gagnrýni í fyrri frétt blaðsins um málið og sagðist hafa setið hjá í öllum málum er vörðuðu frændur hennar fram til umræddrar atkvæðagreiðslu, sem réð úrslitum um samþykkt hins nýja deiliskipulags og þar af leiðandi framtíðar Sundhallarinnar. Hins vegar hafi hún síðar aflað sér lögfræðiálits um meint vanhæfi og komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri um vanhæfi að ræða. Þannig vísaði hún til 1. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga sem kveður á um að sveitarstjórnarmaður sé vanhæfur sé hann eða hafi verið maki aðila, skyldur eða mægður aðila í beinan legg eða að einum lið til hliðar við ákvörðunartöku. „Það á bara við um foreldra, börn eða systkin og þar af leiðandi telst ég ekki vanhæf í þessu máli,“ sagði Una María. Skipulagsstofnun vísar hins vegar í 2. mgr. sömu greinar um að sveitarstjórnarmanni, nefndarfulltrúa eða starfsmanni sveitarfélags beri að víkja sæti við meðferð og afgreiðslu máls þegar það varðar hann eða nána venslamenn hans svo sérstaklega að almennt megi ætla að viljaafstaða hans mótist að einhverju leyti þar af. Í bréfinu segir að á þetta ákvæði reyni í málinu, en ekki það sem Una María ber fyrir sig.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Hollvinasamtök leggja fram kæru Samtök unnenda sundahallar Keflavíkur funduðu með Minjastofnun. 26. mars 2018 06:00 Meirihlutinn samþykkti að rífa Sundhöllina: „Skömmin er þeirra“ Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur samþykkt að rífa Sundhöll Keflavíkur sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, árið 1937. 20. mars 2018 19:25 Atkvæðið frá frænku eigandans réð úrslitum Ákvörðun hefur verið tekin um nýtt deiliskipulag fyrir lóðina þar sem Sundhöllin í Keflavík stendur. Fyrrverandi ráðherra hefur mótmælt áformum um að rífa húsið. Atkvæði frænku eiganda lóðarinnar réð úrslitum. Minjastofnun hefur ákveðið að beita sér ekki fyrir friðlýsingu hússins. Bærinn ákveði framtíð þess. 22. mars 2018 06:00 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Hollvinasamtök leggja fram kæru Samtök unnenda sundahallar Keflavíkur funduðu með Minjastofnun. 26. mars 2018 06:00
Meirihlutinn samþykkti að rífa Sundhöllina: „Skömmin er þeirra“ Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur samþykkt að rífa Sundhöll Keflavíkur sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, árið 1937. 20. mars 2018 19:25
Atkvæðið frá frænku eigandans réð úrslitum Ákvörðun hefur verið tekin um nýtt deiliskipulag fyrir lóðina þar sem Sundhöllin í Keflavík stendur. Fyrrverandi ráðherra hefur mótmælt áformum um að rífa húsið. Atkvæði frænku eiganda lóðarinnar réð úrslitum. Minjastofnun hefur ákveðið að beita sér ekki fyrir friðlýsingu hússins. Bærinn ákveði framtíð þess. 22. mars 2018 06:00