Innlent

Katrín ætlar að breyta kjörum æðstu embættismanna

Birgir Olgeirsson skrifar
Katrín sagðist vonast til að þingheimur nái saman um breytingar á kjörum æðstu embættismanna ríkisins.
Katrín sagðist vonast til að þingheimur nái saman um breytingar á kjörum æðstu embættismanna ríkisins. Vísir/Vilhelm
Frumvarp um breytingar á fyrirkomulagi kjara æðstu embættismanna ríkisins verður lagt fram í haust til að tryggja að þau séu í tak við almenna launaþróun í landinu.

Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í svari fyrir fyrirspurn Loga Más Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, um ójöfnuð á Íslandi. Sagði Logi þingmenn finna mjög vel fyrir góðærinu ásamt fjármagnseigendum og sagði 200 tekjuhæstu fjölskyldur landsins hafa aukið tekjur sínar um fjórtán milljarða króna árið 2016.

Spurði Logi hvernig Katrín, valdamesti stjórnmálamaður landsins, ætli að beita sér fyrir breytingum á fjármálaáætlun sem stuðla að meiri jöfnuði og félagslegri sátt.

Katrín sagðist vonast til að þingheimur nái saman um breytingar á kjörum æðstu embættismanna ríkisins.

„Þar með værum við að færa þá þróun í takt við það sem gerist á Norðurlöndunum og gætum um leið tryggt aukinn jöfnuð þegar kemur að hinu opinbera“ sagði Katrín.

Hún sagðist hafa sett á dagskrá á fundi stjórnvalda með aðilum vinnumarkaðarins í maímánuði að ræða hvernig tekjudreifing á að þróast og hvaða aðferðum á að beita til að tryggja jafna tekjudreifingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×