Settu tvo í farbann í Eyjum og skemmdu 20 tölvur við húsleit Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 26. apríl 2018 07:00 Ivan Zhadnov og Yanina Vygrebalina furða sig á vinnubrögðum lögreglunnar sem af óljósum ástæðum braut sér leið inn í gagnaver þeirra í Vestmannaeyjum í leit að stolnum tölvum. Búnaður þeirra eyðilagðist og starfsmönnum var meinað að yfirgefa Eyjar. Vísir/Sigtryggur Yanina Vygrebalina og Ivan Zhadnov, sem reka lítið gagnaver í Vestmannaeyjum, Datafarm, íhuga að stefna íslenska ríkinu og krefjast bóta vegna 20 tölva sem eyðilögðust þegar lögreglan á Suðurnesjum braust inn í gagnaver þeirra í lok febrúar. Brotist var inn í annan af tveimur gámum þeirra. Eftir að hann var brotinn upp virkaði kælikerfi hans ekki. Það olli því að tölvurnar ofhitnuðu. Ivan segir erfitt að meta tjónið. Tölvurnar hafi kostað 700 dollara hver þegar þær voru keyptar en verðið á þeim hafi rokið upp samhliða aukinni eftirspurn eftir Bitcoin. „Við vorum í fríi í Taílandi þegar þetta gerðist og starfsmennirnir okkar tveir í Moskvu,“ segir Yanina. Starfsmenn þeirra flugu frá Moskvu til að kanna málið. Þegar þeir komu til Vestmannaeyja 1. mars áttuðu þeir sig strax á að brotist hafði verið inn í annan tveggja gáma fyrirtækisins enda gámurinn galopinn hurðin gerónýt.Ivan Zhadnov og Yanina Vygrebalina eru eigendur fyrirtækisins Datafarm.vísir/SigtryggurÞeir bókuðu sig inn á hótel sitt í Eyjum og gerðu yfirmönnum sínum grein fyrir stöðunni. Stuttu seinna fengu Ivan og Yanina aftur skilaboð frá starfsmönnunum. Þeir sögðu að lögreglan væri mætt og það ætti að handtaka þá. Mennirnir voru yfirheyrðir á lögreglustöðinni í Vestmannaeyjum, þar sem þeim var haldið í sólarhring, vegna gruns um þjófnað í tengslum við stuld á tölvum í gagnaverum á Reykjanesi. Þegar þeim var sleppt seint á föstudagskvöldi var þeim tilkynnt að þeim væri meinað að yfirgefa Eyjar í átta vikur. Þessi ákvörðun var tilkynnt með formlegu bréfi. Í því kemur fram að þeim sé skylt að tilkynna sig á lögreglustöðinni í Eyjum daglega. Plaggið, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, er hið furðulegasta. Það er á íslensku en ensk þýðing er í neðanmálsgrein. Þýðingin virðist vera úr einhverju öðru lögreglumáli enda koma þar fyrir önnur nöfn, önnur málsatvik, aðrar dagsetningar og aðrir mætingastaðir. Með aðstoð þýðingarforrita átta þeir sig á hvers er ætlast til af þeim. Þeir mættu á lögreglustöðina í Eyjum daginn eftir sem var laugardagur. Þar kannaðist enginn við málið. Upphófst nú mikill vandræðagangur því Rússarnir neituðu að yfirgefa lögreglustöðina fyrr en þeir fengju vottorð fyrir því að þeir hefðu mætt eins og þeim hafði verið gert skylt. Ómar Örn BjarnþórssonLögreglan bað þá ítrekað að útskýra málið og hvaða pappíra þeir þyrftu. Tók þessi rekistefna tvær klukkustundir. Málið gekk greiðlegar daginn eftir. Þá kom í ljós að það var lögreglan á Suðurnesjum sem rannsakað hafði málið, farið inn í gagnaverið og handtekið mennina en virðist ekki hafa gert lögreglunni í Eyjum viðvart um að hún þyrfti að taka á móti mönnunum daglega þessar átta vikur. „Þetta er í rauninni mun meira íþyngjandi en farbann,“ segir Ómar Örn Bjarnþórsson lögmaður. Hann segir að ekki þurfi dómsúrskurð fyrir þeirri ákvörðun sem plaggið geymir enda byggi það á útlendingalögum en ekki lögum um meðferð sakamála. „Um leið og ég krafðist ógildingar þessarar ákvörðunar fyrir dómi, þá var ákvörðunin afturkölluð og mennirnir því frjálsir ferða sinna.“ Ómar hefur ítrekað óskað eftir upplýsingum um málið hjá lögreglu án árangurs. „Ég óskaði líka eftir því, þegar ljóst varð að skemmdir höfðu orðið á búnaðinum, að lögregla hlutaðist til um að vettvangurinn yrði skoðaður.“ Ekki hefur verið orðið við því. Aðspurður segist Ómar heldur engar upplýsingar hafa fengið um hvort lögregla hafði heimild dómara fyrir húsleitinni í gagnaveri fyrirtækisins. Hann segir næstu skref málsins vera að krefjast aðgangs að gögnum málsins. Erfitt sé að aðhafast frekar fyrr en þau hafa verið afhent. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Yanina Vygrebalina og Ivan Zhadnov, sem reka lítið gagnaver í Vestmannaeyjum, Datafarm, íhuga að stefna íslenska ríkinu og krefjast bóta vegna 20 tölva sem eyðilögðust þegar lögreglan á Suðurnesjum braust inn í gagnaver þeirra í lok febrúar. Brotist var inn í annan af tveimur gámum þeirra. Eftir að hann var brotinn upp virkaði kælikerfi hans ekki. Það olli því að tölvurnar ofhitnuðu. Ivan segir erfitt að meta tjónið. Tölvurnar hafi kostað 700 dollara hver þegar þær voru keyptar en verðið á þeim hafi rokið upp samhliða aukinni eftirspurn eftir Bitcoin. „Við vorum í fríi í Taílandi þegar þetta gerðist og starfsmennirnir okkar tveir í Moskvu,“ segir Yanina. Starfsmenn þeirra flugu frá Moskvu til að kanna málið. Þegar þeir komu til Vestmannaeyja 1. mars áttuðu þeir sig strax á að brotist hafði verið inn í annan tveggja gáma fyrirtækisins enda gámurinn galopinn hurðin gerónýt.Ivan Zhadnov og Yanina Vygrebalina eru eigendur fyrirtækisins Datafarm.vísir/SigtryggurÞeir bókuðu sig inn á hótel sitt í Eyjum og gerðu yfirmönnum sínum grein fyrir stöðunni. Stuttu seinna fengu Ivan og Yanina aftur skilaboð frá starfsmönnunum. Þeir sögðu að lögreglan væri mætt og það ætti að handtaka þá. Mennirnir voru yfirheyrðir á lögreglustöðinni í Vestmannaeyjum, þar sem þeim var haldið í sólarhring, vegna gruns um þjófnað í tengslum við stuld á tölvum í gagnaverum á Reykjanesi. Þegar þeim var sleppt seint á föstudagskvöldi var þeim tilkynnt að þeim væri meinað að yfirgefa Eyjar í átta vikur. Þessi ákvörðun var tilkynnt með formlegu bréfi. Í því kemur fram að þeim sé skylt að tilkynna sig á lögreglustöðinni í Eyjum daglega. Plaggið, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, er hið furðulegasta. Það er á íslensku en ensk þýðing er í neðanmálsgrein. Þýðingin virðist vera úr einhverju öðru lögreglumáli enda koma þar fyrir önnur nöfn, önnur málsatvik, aðrar dagsetningar og aðrir mætingastaðir. Með aðstoð þýðingarforrita átta þeir sig á hvers er ætlast til af þeim. Þeir mættu á lögreglustöðina í Eyjum daginn eftir sem var laugardagur. Þar kannaðist enginn við málið. Upphófst nú mikill vandræðagangur því Rússarnir neituðu að yfirgefa lögreglustöðina fyrr en þeir fengju vottorð fyrir því að þeir hefðu mætt eins og þeim hafði verið gert skylt. Ómar Örn BjarnþórssonLögreglan bað þá ítrekað að útskýra málið og hvaða pappíra þeir þyrftu. Tók þessi rekistefna tvær klukkustundir. Málið gekk greiðlegar daginn eftir. Þá kom í ljós að það var lögreglan á Suðurnesjum sem rannsakað hafði málið, farið inn í gagnaverið og handtekið mennina en virðist ekki hafa gert lögreglunni í Eyjum viðvart um að hún þyrfti að taka á móti mönnunum daglega þessar átta vikur. „Þetta er í rauninni mun meira íþyngjandi en farbann,“ segir Ómar Örn Bjarnþórsson lögmaður. Hann segir að ekki þurfi dómsúrskurð fyrir þeirri ákvörðun sem plaggið geymir enda byggi það á útlendingalögum en ekki lögum um meðferð sakamála. „Um leið og ég krafðist ógildingar þessarar ákvörðunar fyrir dómi, þá var ákvörðunin afturkölluð og mennirnir því frjálsir ferða sinna.“ Ómar hefur ítrekað óskað eftir upplýsingum um málið hjá lögreglu án árangurs. „Ég óskaði líka eftir því, þegar ljóst varð að skemmdir höfðu orðið á búnaðinum, að lögregla hlutaðist til um að vettvangurinn yrði skoðaður.“ Ekki hefur verið orðið við því. Aðspurður segist Ómar heldur engar upplýsingar hafa fengið um hvort lögregla hafði heimild dómara fyrir húsleitinni í gagnaveri fyrirtækisins. Hann segir næstu skref málsins vera að krefjast aðgangs að gögnum málsins. Erfitt sé að aðhafast frekar fyrr en þau hafa verið afhent.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira