Þristurinn yfir hafið í fyrsta sinn í þrettán ár Jón Hákon Halldórsson skrifar 24. apríl 2018 08:00 Þristurinn hefur undanfarin ár verið geymdur á Flugsafni Akureyrar yfir vetrartímann. Hann verður geymdur þar áfram. Vísir/Heiða Þristavinafélaginu sem rekur DC-3 flugvélina Pál Sveinsson, TF-NPK, hefur verið boðið að taka þátt í viðburði í Frakklandi í byrjun júní sumarið 2019 þar sem minnst verður innrásarinnar í Normandí. Verður flughæfum „Þristum“ víðs vegar að úr heiminum stefnt þangað af þessu tilefni. Rétt innan við hundrað flughæfar DC-3 vélar eru til í heiminum í dag. Er búist við að flestallar DC-3 vélar í Evrópu sæki þennan viðburð svo og nokkur fjöldi frá Bandaríkjunum. Stjórn Þristavinafélagsins hefur áhuga á að taka þátt en skipuleggjendur viðburðarins hafa boðið styrk til nokkurra tíma flugs og gistingu fyrir áhöfn. „Þetta kostar allt sitt. Við fáum einhverja styrki erlendis frá fyrir að koma með vélina en það vantar svolítið upp á til að þetta geti gengið upp og við förum svona að vinna í því,“ segir Tómas Dagur Helgason, formaður Þristavinafélagsins. Tómas segir að vélinni hafi verið flogið árið 2005 til Duxford, nærri London, og tók sú ferð rúma sjö tíma. „Við myndum fara þangað fyrst og þar munu Þristarnir safnast saman og fara þaðan í samflugi yfir Ermarsundið eins og gert var fyrir 74 árum þegar Bandamenn réðust inn.“ Áður en farið verður til Normandí næsta vor fara flugmenn til Amsterdam í Hollandi í flughermi, sem hermir eftir Þristinum, til þess að undirbúa ferðina. „Það er mjög mikilvægt að við komumst í hann til að gera æfingar sem við höfum ekki gert nema í öruggri hæð. Við viljum gjarnan æfa mótorbilun í flugtaki og annað slíkt,“ segir Tómas. Flug Páls Sveinssonar á Íslandi nú í sumar verður með svipuðu móti og verið hefur síðustu sumur, vélin verður við flugdaga í Reykjavík og á Akureyri og ef til vill við fleiri viðburði. Stjórn Þristavinafélagsins og Flugsafn Íslands á Akureyri hafa nýverið gert með sér samning um að Flugsafnið hýsi flugvélina áfram yfir veturinn eins og verið hefur mörg undanfarin ár. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fleiri fréttir Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Sjá meira
Þristavinafélaginu sem rekur DC-3 flugvélina Pál Sveinsson, TF-NPK, hefur verið boðið að taka þátt í viðburði í Frakklandi í byrjun júní sumarið 2019 þar sem minnst verður innrásarinnar í Normandí. Verður flughæfum „Þristum“ víðs vegar að úr heiminum stefnt þangað af þessu tilefni. Rétt innan við hundrað flughæfar DC-3 vélar eru til í heiminum í dag. Er búist við að flestallar DC-3 vélar í Evrópu sæki þennan viðburð svo og nokkur fjöldi frá Bandaríkjunum. Stjórn Þristavinafélagsins hefur áhuga á að taka þátt en skipuleggjendur viðburðarins hafa boðið styrk til nokkurra tíma flugs og gistingu fyrir áhöfn. „Þetta kostar allt sitt. Við fáum einhverja styrki erlendis frá fyrir að koma með vélina en það vantar svolítið upp á til að þetta geti gengið upp og við förum svona að vinna í því,“ segir Tómas Dagur Helgason, formaður Þristavinafélagsins. Tómas segir að vélinni hafi verið flogið árið 2005 til Duxford, nærri London, og tók sú ferð rúma sjö tíma. „Við myndum fara þangað fyrst og þar munu Þristarnir safnast saman og fara þaðan í samflugi yfir Ermarsundið eins og gert var fyrir 74 árum þegar Bandamenn réðust inn.“ Áður en farið verður til Normandí næsta vor fara flugmenn til Amsterdam í Hollandi í flughermi, sem hermir eftir Þristinum, til þess að undirbúa ferðina. „Það er mjög mikilvægt að við komumst í hann til að gera æfingar sem við höfum ekki gert nema í öruggri hæð. Við viljum gjarnan æfa mótorbilun í flugtaki og annað slíkt,“ segir Tómas. Flug Páls Sveinssonar á Íslandi nú í sumar verður með svipuðu móti og verið hefur síðustu sumur, vélin verður við flugdaga í Reykjavík og á Akureyri og ef til vill við fleiri viðburði. Stjórn Þristavinafélagsins og Flugsafn Íslands á Akureyri hafa nýverið gert með sér samning um að Flugsafnið hýsi flugvélina áfram yfir veturinn eins og verið hefur mörg undanfarin ár.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fleiri fréttir Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent