Tvær launahækkanir og eingreiðslur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. apríl 2018 19:15 Framhaldsskólakennarar fá rúmlega tveggja prósenta afturvirka launahækkun frá 1. nóvember og einnig tveggja prósenta hækkun frá 1. júní auk eingreiðslna, samkvæmt nýjum kjarasamningi sem undirritaður var í gær. Þá fara 350 til 400 milljónir í breytingar á vinnutillhögun kennara. Samningur félags framhaldsskólakennara og félags stjórnenda í framhaldsskólum við ríkið var undirritaður rétt fyrir miðnætti í gær eftir fjórtán tíma samningalotu. Um átján hundruð manns eru í félögunum tveimur og hefur kjaradeilan staðið með hléum frá 2016 þegar síðasti samningur rann út. „Aðalviðgangsefnið hjá okkur hefur verið að vinna okkur út úr því mati sem þarf að fara fram á auknu álagi kennara vegna styttingu námstíma í framhaldsskóla," segir Guðríður Arnardóttir, formaður félags framhaldsskólakennara. Samkvæmt viðauka við samninginn er gert ráð fyrir að um 350 til 400 milljónum króna verði varið í ýmsar breytingar á vinnumati og telur Guðbjörg að vinnuframlag kennara verði þar með metið með raunhæfari hætti. Þetta gæti skilað fleiri stöðugildum eða yfirvinnutímum í samræmi við bekkjarstærð og námsefni. „Þessu verður skipt í eðlilegu hlutfalli við aukið álag. Það getur líka verið mismunandi hvernig það legst á skóla og það liggur nokkurn veginn fyrir sá rammi." Samningurinn er til skamms tíma og gildir fram í mars 2019. Hann er ekki tengdur öðrum kjarasamningum. „Það eru engar líkur á því að við munum dragast aftur úr á þessum fáu mánuðum sem eru eftir af samningstímanum," segir Guðríður. Guðríður segir launahækkanir í takti við það sem stéttarfélög annarra opinberra starfsmanna hafa verið að semja um. „Það kemur 2,21% launahækkun frá 1. nóvember afturvirkt og síðan 2% frá 1. júní. Svo eru eingreiðslur, það er 30.000 króna eingreiðsla núna við undirritun samnings og svo er 70.000 króna eingreiðsla í janúar 2019." Samningurinn verður borinn undir atkvæði félagsmanna í næstu viku. „Atkvæðagreiðslu verður að vera lokið 11. maí. Þá munu mvið tilkynna okkar viðsemjendum um niðurstöðuna og ég mun eindregið mæla með því að samninginn verði samþykktur." Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira
Framhaldsskólakennarar fá rúmlega tveggja prósenta afturvirka launahækkun frá 1. nóvember og einnig tveggja prósenta hækkun frá 1. júní auk eingreiðslna, samkvæmt nýjum kjarasamningi sem undirritaður var í gær. Þá fara 350 til 400 milljónir í breytingar á vinnutillhögun kennara. Samningur félags framhaldsskólakennara og félags stjórnenda í framhaldsskólum við ríkið var undirritaður rétt fyrir miðnætti í gær eftir fjórtán tíma samningalotu. Um átján hundruð manns eru í félögunum tveimur og hefur kjaradeilan staðið með hléum frá 2016 þegar síðasti samningur rann út. „Aðalviðgangsefnið hjá okkur hefur verið að vinna okkur út úr því mati sem þarf að fara fram á auknu álagi kennara vegna styttingu námstíma í framhaldsskóla," segir Guðríður Arnardóttir, formaður félags framhaldsskólakennara. Samkvæmt viðauka við samninginn er gert ráð fyrir að um 350 til 400 milljónum króna verði varið í ýmsar breytingar á vinnumati og telur Guðbjörg að vinnuframlag kennara verði þar með metið með raunhæfari hætti. Þetta gæti skilað fleiri stöðugildum eða yfirvinnutímum í samræmi við bekkjarstærð og námsefni. „Þessu verður skipt í eðlilegu hlutfalli við aukið álag. Það getur líka verið mismunandi hvernig það legst á skóla og það liggur nokkurn veginn fyrir sá rammi." Samningurinn er til skamms tíma og gildir fram í mars 2019. Hann er ekki tengdur öðrum kjarasamningum. „Það eru engar líkur á því að við munum dragast aftur úr á þessum fáu mánuðum sem eru eftir af samningstímanum," segir Guðríður. Guðríður segir launahækkanir í takti við það sem stéttarfélög annarra opinberra starfsmanna hafa verið að semja um. „Það kemur 2,21% launahækkun frá 1. nóvember afturvirkt og síðan 2% frá 1. júní. Svo eru eingreiðslur, það er 30.000 króna eingreiðsla núna við undirritun samnings og svo er 70.000 króna eingreiðsla í janúar 2019." Samningurinn verður borinn undir atkvæði félagsmanna í næstu viku. „Atkvæðagreiðslu verður að vera lokið 11. maí. Þá munu mvið tilkynna okkar viðsemjendum um niðurstöðuna og ég mun eindregið mæla með því að samninginn verði samþykktur."
Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira