Freyja segir mikilvægt að finna fyrir stuðningi í baráttu sinni Grétar Þór Sigurðsson skrifar 21. apríl 2018 07:30 Freyja segist vera þakklát fyrir stuðning síðustu daga. Vísir/ Vilhelm Fullt var út úr dyrum í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær þegar aðalmeðferð fór fram í máli Freyju Haraldsdóttur, þroskaþjálfa og kynjafræðings, gegn Barnaverndarstofu. Í samtali við Fréttablaðið sagði Freyja að 13 vitni hefðu komið fyrir dóminn, bæði frá sér og Barnaverndarstofu. Málið á sér langan aðdraganda. „Stefnan snýr að því að ég sæki um að gerast fósturforeldri árið 2014 og er samþykkt hjá sveitarfélagi. Í kjölfarið á maður með réttu að fara í frekara mat hjá Barnaverndarstofu sem felst í námskeiði. Þrátt fyrir að ég hafi uppfyllt öll skilyrði ákvað Barnaverndarstofa að hleypa mér ekki í frekara mat vegna þess að ég er fötluð og um það snýst málið,“ útskýrir Freyja. Freyja tekur það skýrt fram að málið snúist um málsmeðferðina en ekki beinan rétt hennar til þess að vera foreldri. Hún segir að krafa sín sé að dómurinn ógildi ákvörðun Barnaverndarstofu um að hún megi ekki halda áfram í ferlinu. Freyja byrjaði á að áfrýja ákvörðun Barnaverndarstofu til úrskurðarnefndar velferðarmála sem hafi staðfest niðurstöðuna.Auður Tinna (til hægri), er annar lögmanna Freyju.Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, annar lögmanna Freyju, segir að í málinu reyni mest á jafnræðisregluna annars vegar og á rannsóknarreglu stjórnsýsluréttarins hins vegar. Hún segir Barnaverndarstofu hafa neitað Freyju um frekara mat vegna skilyrða um almenna góða heilsu, öryggi og stöðugleika sem er að finna í 6. grein reglugerðar um fóstur. „Við byggjum á því í málinu að læknisvottorð og öll gögn málsins sýni að hún uppfyllir öll þessi skilyrði en Barnaverndarstofa telur ekkert skilyrðanna vera uppfyllt,“ bendir Auður Tinna á. Freyja segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi undanfarna daga. Fólk hefur meðal annars skipt út prófílmyndum sínum á Facebook til stuðnings Freyju. „Ég held að það hafi sýnt sig allra best við aðalmeðferðina því það var troðið út úr dyrum af stuðningsfólki og það komust ekki allir að sem vildu,“ segir Freyja þakklát. Hún segir það mikilvægt að finna fyrir stuðningi þegar barist er fyrir réttindum því það getur gengið nærri manni. Dómarar hafa fjórar til átta vikur til að skila dómi en Auður Tinna gerir sér vonir um að dómur verði kveðinn upp innan fjögurra vikna. Þegar Freyja er spurð um væntingar sínar til niðurstöðu dómsins segir hún það vera skyldu sína að vera vongóð. Hún hefði ekki farið í þetta ferli ef hún hefði ekki haft trú á að dæmt yrði henni í vil. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Fullt var út úr dyrum í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær þegar aðalmeðferð fór fram í máli Freyju Haraldsdóttur, þroskaþjálfa og kynjafræðings, gegn Barnaverndarstofu. Í samtali við Fréttablaðið sagði Freyja að 13 vitni hefðu komið fyrir dóminn, bæði frá sér og Barnaverndarstofu. Málið á sér langan aðdraganda. „Stefnan snýr að því að ég sæki um að gerast fósturforeldri árið 2014 og er samþykkt hjá sveitarfélagi. Í kjölfarið á maður með réttu að fara í frekara mat hjá Barnaverndarstofu sem felst í námskeiði. Þrátt fyrir að ég hafi uppfyllt öll skilyrði ákvað Barnaverndarstofa að hleypa mér ekki í frekara mat vegna þess að ég er fötluð og um það snýst málið,“ útskýrir Freyja. Freyja tekur það skýrt fram að málið snúist um málsmeðferðina en ekki beinan rétt hennar til þess að vera foreldri. Hún segir að krafa sín sé að dómurinn ógildi ákvörðun Barnaverndarstofu um að hún megi ekki halda áfram í ferlinu. Freyja byrjaði á að áfrýja ákvörðun Barnaverndarstofu til úrskurðarnefndar velferðarmála sem hafi staðfest niðurstöðuna.Auður Tinna (til hægri), er annar lögmanna Freyju.Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, annar lögmanna Freyju, segir að í málinu reyni mest á jafnræðisregluna annars vegar og á rannsóknarreglu stjórnsýsluréttarins hins vegar. Hún segir Barnaverndarstofu hafa neitað Freyju um frekara mat vegna skilyrða um almenna góða heilsu, öryggi og stöðugleika sem er að finna í 6. grein reglugerðar um fóstur. „Við byggjum á því í málinu að læknisvottorð og öll gögn málsins sýni að hún uppfyllir öll þessi skilyrði en Barnaverndarstofa telur ekkert skilyrðanna vera uppfyllt,“ bendir Auður Tinna á. Freyja segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi undanfarna daga. Fólk hefur meðal annars skipt út prófílmyndum sínum á Facebook til stuðnings Freyju. „Ég held að það hafi sýnt sig allra best við aðalmeðferðina því það var troðið út úr dyrum af stuðningsfólki og það komust ekki allir að sem vildu,“ segir Freyja þakklát. Hún segir það mikilvægt að finna fyrir stuðningi þegar barist er fyrir réttindum því það getur gengið nærri manni. Dómarar hafa fjórar til átta vikur til að skila dómi en Auður Tinna gerir sér vonir um að dómur verði kveðinn upp innan fjögurra vikna. Þegar Freyja er spurð um væntingar sínar til niðurstöðu dómsins segir hún það vera skyldu sína að vera vongóð. Hún hefði ekki farið í þetta ferli ef hún hefði ekki haft trú á að dæmt yrði henni í vil.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira