Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 20. apríl 2018 07:30 Þessi mynd er úr öryggismyndavélum frá Keflavíkurflugvelli, þar sem Sindri sést fara um borð í vél Icelandair. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var um borð í sömu vél. Lögreglan á Suðurnesjum Sindri Þór Stefánsson, fanginn sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfaranótt þriðjudags, fullyrðir að sér hafi verið haldið í fangelsi án dóms og laga og segist ætla að sanna það. Sindri hefur sent Fréttablaðinu yfirlýsingu þar sem hann útskýrir sína hlið málsins og segist ætla að koma heim fljótlega. Sindri vísar til þess að gæsluvarðhaldsúrskurður yfir honum hafi ekki verið í gildi þegar hann lagði á flótta frá Sogni. Hann var leiddur fyrir dómara síðastliðinn mánudag, daginn sem úrskurðurinn féll úr gildi, en dómari tók sér sólarhrings frest til að ákveða sig. Sindri segist í kjölfarið hafa verið upplýstur um að í raun væri hann frjáls ferða sinna, en að hann yrði handtekinn ef hann yfirgæfi fangelsið án skýringa. „[…]en undir þeirri hótun að lögreglan myndi handtaka mig ef ég yfirgæfi fangelsið án skýringa. Ég var neyddur til að undirrita pappír sem á stóð að ég væri frjáls ferða minna en ef ég færi mundi ég gista í fangaklefa þar til framlenging á gæsluvarðhaldi væri samþykkt,“ segir Sindri, sem sætir haldi vegna gruns um aðild að þjófnaði á um 600 tölvum úr þremur gagnaverum í Reykjanesbæ. „Ég mundi aldrei reyna að flýja fangelsi ef ég væri löglega sviptur frelsi mínu af ákvörðun dómara, það er staðreynd,“ bætir hann við.Sjá einnig: Tveir hafa stöðu sakbornings í tengslum við flótta Sindra Þá segist hann hafa verið í gæsluvarðhaldi, í tvo og hálfan mánuð, að ósekju og án sönnunargagna. Hann ætlar að kæra málið til Mannréttindadómstóls Evrópu. „Mér hefur ekki verið birt eitt einasta sönnunargagn og mér var ógnað og hótað lengri einangrun meðan einangrun átti sér stað. Mér var margoft sagt að ég fengi að ganga út ef ég myndi staðsetja svokallað þýfi sem ég er grunaður um að hafa stolið. Ég var látinn dúsa í einangrun, sem refsing, því þeir fundu ekki þetta þýfi. Án sönnunar.“ Sindri tekur fram að hann harmi það að hafa valdið ástvinum sínum hugarangri og viðurkennir að það hafi verið röng ákvörðun að flýja. Hvað sem því líður þurfi hann og muni takast á við þá stöðu sem hann sé í. „Unnið er að því að semja við lögregluna á Íslandi um að ég fái að koma heim án þess að vera handtekinn erlendis. Einnig að þetta skjal fái að koma upp á yfirborðið sem sýnir og styður það sem ég segi um að ég hafi verið frjáls ferða minna. Ég get verið á flótta eins lengi og ég vil, ég er kominn í samband við hóp fólks sem gefur mér þak yfir höfuðið, farartæki, þess vegna fölsuð skilríki ef ég vil og peninga til að lifa. Það væri ekkert mál ef ég myndi vilja það, en ég vil heldur og ætla að takast á við þetta heima á Íslandi svo ég kem fljótlega.“ Ítarlega umfjöllun og yfirlýsinguna í heild er að finna á vef Fréttablaðsins, frettabladid.is. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Pantaði flugmiða fyrir flóttann og kom með leigubíl til flugstöðvarinnar Sindri kom að flugstöðinni með leigubíl, gráum skutbíl frá framleiðandanum Skoda. Lögreglu hefur ekki tekist að ná tali af bílstjóranum og er aðkoma hans að málinu því ekki þekkt sem stendur. 18. apríl 2018 21:52 Færri strjúka úr fangelsum hér en á hinum Norðurlöndunum Sjö hafa strokið úr íslenskum fangelsum á undanförnum áratug. Ekki er munur á tíðni stroks úr opnum eða lokuðum fangelsum. Strok úr opnum fangelsum er algengara á Norðurlöndunum. Opin fangelsi sögð skipta miklu fyrir betrun fanga. 19. apríl 2018 07:00 Sindri gæti hafa farið víða Við höfum ekkert staðfest um það hvar hann sé,“ segir lögreglan. 19. apríl 2018 12:15 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Sindri Þór Stefánsson, fanginn sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfaranótt þriðjudags, fullyrðir að sér hafi verið haldið í fangelsi án dóms og laga og segist ætla að sanna það. Sindri hefur sent Fréttablaðinu yfirlýsingu þar sem hann útskýrir sína hlið málsins og segist ætla að koma heim fljótlega. Sindri vísar til þess að gæsluvarðhaldsúrskurður yfir honum hafi ekki verið í gildi þegar hann lagði á flótta frá Sogni. Hann var leiddur fyrir dómara síðastliðinn mánudag, daginn sem úrskurðurinn féll úr gildi, en dómari tók sér sólarhrings frest til að ákveða sig. Sindri segist í kjölfarið hafa verið upplýstur um að í raun væri hann frjáls ferða sinna, en að hann yrði handtekinn ef hann yfirgæfi fangelsið án skýringa. „[…]en undir þeirri hótun að lögreglan myndi handtaka mig ef ég yfirgæfi fangelsið án skýringa. Ég var neyddur til að undirrita pappír sem á stóð að ég væri frjáls ferða minna en ef ég færi mundi ég gista í fangaklefa þar til framlenging á gæsluvarðhaldi væri samþykkt,“ segir Sindri, sem sætir haldi vegna gruns um aðild að þjófnaði á um 600 tölvum úr þremur gagnaverum í Reykjanesbæ. „Ég mundi aldrei reyna að flýja fangelsi ef ég væri löglega sviptur frelsi mínu af ákvörðun dómara, það er staðreynd,“ bætir hann við.Sjá einnig: Tveir hafa stöðu sakbornings í tengslum við flótta Sindra Þá segist hann hafa verið í gæsluvarðhaldi, í tvo og hálfan mánuð, að ósekju og án sönnunargagna. Hann ætlar að kæra málið til Mannréttindadómstóls Evrópu. „Mér hefur ekki verið birt eitt einasta sönnunargagn og mér var ógnað og hótað lengri einangrun meðan einangrun átti sér stað. Mér var margoft sagt að ég fengi að ganga út ef ég myndi staðsetja svokallað þýfi sem ég er grunaður um að hafa stolið. Ég var látinn dúsa í einangrun, sem refsing, því þeir fundu ekki þetta þýfi. Án sönnunar.“ Sindri tekur fram að hann harmi það að hafa valdið ástvinum sínum hugarangri og viðurkennir að það hafi verið röng ákvörðun að flýja. Hvað sem því líður þurfi hann og muni takast á við þá stöðu sem hann sé í. „Unnið er að því að semja við lögregluna á Íslandi um að ég fái að koma heim án þess að vera handtekinn erlendis. Einnig að þetta skjal fái að koma upp á yfirborðið sem sýnir og styður það sem ég segi um að ég hafi verið frjáls ferða minna. Ég get verið á flótta eins lengi og ég vil, ég er kominn í samband við hóp fólks sem gefur mér þak yfir höfuðið, farartæki, þess vegna fölsuð skilríki ef ég vil og peninga til að lifa. Það væri ekkert mál ef ég myndi vilja það, en ég vil heldur og ætla að takast á við þetta heima á Íslandi svo ég kem fljótlega.“ Ítarlega umfjöllun og yfirlýsinguna í heild er að finna á vef Fréttablaðsins, frettabladid.is.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Pantaði flugmiða fyrir flóttann og kom með leigubíl til flugstöðvarinnar Sindri kom að flugstöðinni með leigubíl, gráum skutbíl frá framleiðandanum Skoda. Lögreglu hefur ekki tekist að ná tali af bílstjóranum og er aðkoma hans að málinu því ekki þekkt sem stendur. 18. apríl 2018 21:52 Færri strjúka úr fangelsum hér en á hinum Norðurlöndunum Sjö hafa strokið úr íslenskum fangelsum á undanförnum áratug. Ekki er munur á tíðni stroks úr opnum eða lokuðum fangelsum. Strok úr opnum fangelsum er algengara á Norðurlöndunum. Opin fangelsi sögð skipta miklu fyrir betrun fanga. 19. apríl 2018 07:00 Sindri gæti hafa farið víða Við höfum ekkert staðfest um það hvar hann sé,“ segir lögreglan. 19. apríl 2018 12:15 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Pantaði flugmiða fyrir flóttann og kom með leigubíl til flugstöðvarinnar Sindri kom að flugstöðinni með leigubíl, gráum skutbíl frá framleiðandanum Skoda. Lögreglu hefur ekki tekist að ná tali af bílstjóranum og er aðkoma hans að málinu því ekki þekkt sem stendur. 18. apríl 2018 21:52
Færri strjúka úr fangelsum hér en á hinum Norðurlöndunum Sjö hafa strokið úr íslenskum fangelsum á undanförnum áratug. Ekki er munur á tíðni stroks úr opnum eða lokuðum fangelsum. Strok úr opnum fangelsum er algengara á Norðurlöndunum. Opin fangelsi sögð skipta miklu fyrir betrun fanga. 19. apríl 2018 07:00
Sindri gæti hafa farið víða Við höfum ekkert staðfest um það hvar hann sé,“ segir lögreglan. 19. apríl 2018 12:15