Kelly sagður kalla Trump „fífl" og á leið úr Hvíta húsinu Samúel Karl Ólason skrifar 30. apríl 2018 21:27 Donald Trump og John Kelly. Vísir/GETTY John Kelly, starfsmannastjóri Hvíta hússins, telur sig vera að bjarga Bandaríkjunum frá Donald Trump, forseta, og hefur gert lítið úr gáfnafari hans. Kelly mun hafa kallað Trump „fífl“ nokkrum sinnum svo starfsmenn Hvíta hússins hafa heyrt til. Þetta hefur NBC eftir átta núverandi og fyrrverandi embættismönnum sem starfa eða störfuðu innan veggja Hvíta hússins.Fjórir af heimildarmönnum NBC segjast hafa heyrt Kelly kalla Trump fífl nokkrum sinnum. „Hann veit ekki einu sinni hvað DACA er. Hann er fífl. Við þurfum að bjarga honum frá sjálfum sér,“ sögðust tveir heimildarmenn NBC hafa heyrt Kelly segja um Trump. Talsmenn Hvíta hússins draga þó í efa að hershöfðinn fyrrverandi hefði gert slíkt. Starfsmennirnir segja ólíklegt að Kelly muni endast lengi í starfi sínu. Hann sé bæði orðinn þreyttur á Trump og forsetinn orðinn þreyttur á honum. Starfsandi Hvíta húsins hefur versnað að undanförnu undir stjórn Kelly sem hefur þurft að horfa upp á áhrif sín minnka mikið. Kelly segir lítið til í þessum fregnum. „Ég ver meiri tíma með forsetanum en nokkur annar og samband okkar er hreinskilið og sterkt. Hann veit alltaf hvar ég stend og við vitum báðir að þessi frétt er kjaftæði,“ hafa blaðamenn Hvíta hússins eftir Kelly. Enn fremur sagði hann þetta vera enn eina aumkunarlega tilraun til að koma óorði á nánustu starfsmenn Trump. NBC sagði frá því í fyrra að Rex Tillerson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefði kallaði Trump „fávita“ í návist starfsmanna Hvíta hússins. Tillerson neitaði að ræða við blaðamenn um hvort hann hefði kallað forsetann fávita og sagði frekar að sá hluti fréttarinnar sem fjallaði um að hann væri að íhuga að segja af sér væri rangur. Trump skoraði á Tillerson í greindarvísitölupróf og rak hann svo með tísti fimm mánuðum seinna. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið The Vivienne er látin Erlent Fleiri fréttir Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Sjá meira
John Kelly, starfsmannastjóri Hvíta hússins, telur sig vera að bjarga Bandaríkjunum frá Donald Trump, forseta, og hefur gert lítið úr gáfnafari hans. Kelly mun hafa kallað Trump „fífl“ nokkrum sinnum svo starfsmenn Hvíta hússins hafa heyrt til. Þetta hefur NBC eftir átta núverandi og fyrrverandi embættismönnum sem starfa eða störfuðu innan veggja Hvíta hússins.Fjórir af heimildarmönnum NBC segjast hafa heyrt Kelly kalla Trump fífl nokkrum sinnum. „Hann veit ekki einu sinni hvað DACA er. Hann er fífl. Við þurfum að bjarga honum frá sjálfum sér,“ sögðust tveir heimildarmenn NBC hafa heyrt Kelly segja um Trump. Talsmenn Hvíta hússins draga þó í efa að hershöfðinn fyrrverandi hefði gert slíkt. Starfsmennirnir segja ólíklegt að Kelly muni endast lengi í starfi sínu. Hann sé bæði orðinn þreyttur á Trump og forsetinn orðinn þreyttur á honum. Starfsandi Hvíta húsins hefur versnað að undanförnu undir stjórn Kelly sem hefur þurft að horfa upp á áhrif sín minnka mikið. Kelly segir lítið til í þessum fregnum. „Ég ver meiri tíma með forsetanum en nokkur annar og samband okkar er hreinskilið og sterkt. Hann veit alltaf hvar ég stend og við vitum báðir að þessi frétt er kjaftæði,“ hafa blaðamenn Hvíta hússins eftir Kelly. Enn fremur sagði hann þetta vera enn eina aumkunarlega tilraun til að koma óorði á nánustu starfsmenn Trump. NBC sagði frá því í fyrra að Rex Tillerson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefði kallaði Trump „fávita“ í návist starfsmanna Hvíta hússins. Tillerson neitaði að ræða við blaðamenn um hvort hann hefði kallað forsetann fávita og sagði frekar að sá hluti fréttarinnar sem fjallaði um að hann væri að íhuga að segja af sér væri rangur. Trump skoraði á Tillerson í greindarvísitölupróf og rak hann svo með tísti fimm mánuðum seinna.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið The Vivienne er látin Erlent Fleiri fréttir Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Sjá meira