Gisting í Rússlandi rauk úr 2.500 krónum í 82 þúsund kall Jakob Bjarnar skrifar 7. maí 2018 11:33 Ef marka má reynslu Eyþórs virðist sem gullgrafaraæði hafi gripið um sig í Rússland vegna HM. Eyþór Jóvinsson, en hann rekur meðal annars Gömlu bókabúðina á Flateyri, fékk heldur kaldar kveðjur frá Rússlandi nú nýverið. Hann var búinn að panta sér gistingu í Rússlandi, nánar tiltekið í borginni Volgograd, í gegnum Airbnb. Og óvænt rauk kostnaðurinn á nóttina úr 2.500 krónum í 82 þúsund krónur.Var búinn að borga fyrir gistinguna „Já, þetta er smávægileg hækkun,“ segir Eyþór í samtali við Vísi. Og veit ekki hvort hann á að gráta eða hlæja. „Ég var búinn að panta mér gistingu. Byrjaði á því að kaupa miða á tvo leiki í Volgograd. Á Ísland – Nígería og England – Túnis sem er þarna í sömu borg. Ég var búinn að skoða þetta mikið, sem sagt hvað ég vildi sjá á HM. Svo var þetta hausverkur með ferðir þarna í Rússlandi þannig að ég ákvað að fara vikuferð í eina borg. Sjá einn leik og annan í kaupbæti.“Samskipti Eyþórs og þeirra sem vildu selja honum gistinguna í Rússlandi.Eyþór sagðist hafa fundið gistingu sem virtist ágæt og á fínum stað. „Ég var búinn að bóka það, fá staðfest og borga. Svo var haft samband við mig, fjórum fimm dögum eftir að ég pantaði gistinguna. Þar sem þau segjast glöð að fá mig og að verðið sé 800 dollarar á nótt. Mjög svona „casual“.“ Eyþór segist hafa spurt hvort þau væru orðin biluð en fékk þau svo að svona væri þetta bara. „Þetta væri HM verð. Ég afbókaði þessa gistingu.“Gullgrafaraæði í Rússlandi vegna HM Nú liggur fyrir að Eyþór þarf að finna aðra gistingu. Hann segist enn stefna út til að sjá þessa leiki en óneitanlega hafi þetta dregið mjög úr áhuga hans á að fara. „Þetta dregur úr mér tennurnar, ég veit ekki hverju er að treysta í þessu. Er skeptískur á þetta því miður. Ég hef verið í Rússlandi áður. Í St. Petersborg, stórkostlegt land, en það virðast vera vafasamir hættir í tengslum við þessa keppni.“ Ekki er úr vegi að ætla að gullgrafaæði hafi gripið um sig í Rússlandi og Eyþór telur það skiljanlegt upp að ákveðnu marki. Hann fór tvisvar á EM í fyrra, til Frakklands, og þá voru engin vandamál. Hann fékk fína gistingu á sanngjörnu verði. „En, Frakkarnir eru kannski vanari því að eiga við ferðamennsku?“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Sjá meira
Eyþór Jóvinsson, en hann rekur meðal annars Gömlu bókabúðina á Flateyri, fékk heldur kaldar kveðjur frá Rússlandi nú nýverið. Hann var búinn að panta sér gistingu í Rússlandi, nánar tiltekið í borginni Volgograd, í gegnum Airbnb. Og óvænt rauk kostnaðurinn á nóttina úr 2.500 krónum í 82 þúsund krónur.Var búinn að borga fyrir gistinguna „Já, þetta er smávægileg hækkun,“ segir Eyþór í samtali við Vísi. Og veit ekki hvort hann á að gráta eða hlæja. „Ég var búinn að panta mér gistingu. Byrjaði á því að kaupa miða á tvo leiki í Volgograd. Á Ísland – Nígería og England – Túnis sem er þarna í sömu borg. Ég var búinn að skoða þetta mikið, sem sagt hvað ég vildi sjá á HM. Svo var þetta hausverkur með ferðir þarna í Rússlandi þannig að ég ákvað að fara vikuferð í eina borg. Sjá einn leik og annan í kaupbæti.“Samskipti Eyþórs og þeirra sem vildu selja honum gistinguna í Rússlandi.Eyþór sagðist hafa fundið gistingu sem virtist ágæt og á fínum stað. „Ég var búinn að bóka það, fá staðfest og borga. Svo var haft samband við mig, fjórum fimm dögum eftir að ég pantaði gistinguna. Þar sem þau segjast glöð að fá mig og að verðið sé 800 dollarar á nótt. Mjög svona „casual“.“ Eyþór segist hafa spurt hvort þau væru orðin biluð en fékk þau svo að svona væri þetta bara. „Þetta væri HM verð. Ég afbókaði þessa gistingu.“Gullgrafaraæði í Rússlandi vegna HM Nú liggur fyrir að Eyþór þarf að finna aðra gistingu. Hann segist enn stefna út til að sjá þessa leiki en óneitanlega hafi þetta dregið mjög úr áhuga hans á að fara. „Þetta dregur úr mér tennurnar, ég veit ekki hverju er að treysta í þessu. Er skeptískur á þetta því miður. Ég hef verið í Rússlandi áður. Í St. Petersborg, stórkostlegt land, en það virðast vera vafasamir hættir í tengslum við þessa keppni.“ Ekki er úr vegi að ætla að gullgrafaæði hafi gripið um sig í Rússlandi og Eyþór telur það skiljanlegt upp að ákveðnu marki. Hann fór tvisvar á EM í fyrra, til Frakklands, og þá voru engin vandamál. Hann fékk fína gistingu á sanngjörnu verði. „En, Frakkarnir eru kannski vanari því að eiga við ferðamennsku?“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Sjá meira