Gisting í Rússlandi rauk úr 2.500 krónum í 82 þúsund kall Jakob Bjarnar skrifar 7. maí 2018 11:33 Ef marka má reynslu Eyþórs virðist sem gullgrafaraæði hafi gripið um sig í Rússland vegna HM. Eyþór Jóvinsson, en hann rekur meðal annars Gömlu bókabúðina á Flateyri, fékk heldur kaldar kveðjur frá Rússlandi nú nýverið. Hann var búinn að panta sér gistingu í Rússlandi, nánar tiltekið í borginni Volgograd, í gegnum Airbnb. Og óvænt rauk kostnaðurinn á nóttina úr 2.500 krónum í 82 þúsund krónur.Var búinn að borga fyrir gistinguna „Já, þetta er smávægileg hækkun,“ segir Eyþór í samtali við Vísi. Og veit ekki hvort hann á að gráta eða hlæja. „Ég var búinn að panta mér gistingu. Byrjaði á því að kaupa miða á tvo leiki í Volgograd. Á Ísland – Nígería og England – Túnis sem er þarna í sömu borg. Ég var búinn að skoða þetta mikið, sem sagt hvað ég vildi sjá á HM. Svo var þetta hausverkur með ferðir þarna í Rússlandi þannig að ég ákvað að fara vikuferð í eina borg. Sjá einn leik og annan í kaupbæti.“Samskipti Eyþórs og þeirra sem vildu selja honum gistinguna í Rússlandi.Eyþór sagðist hafa fundið gistingu sem virtist ágæt og á fínum stað. „Ég var búinn að bóka það, fá staðfest og borga. Svo var haft samband við mig, fjórum fimm dögum eftir að ég pantaði gistinguna. Þar sem þau segjast glöð að fá mig og að verðið sé 800 dollarar á nótt. Mjög svona „casual“.“ Eyþór segist hafa spurt hvort þau væru orðin biluð en fékk þau svo að svona væri þetta bara. „Þetta væri HM verð. Ég afbókaði þessa gistingu.“Gullgrafaraæði í Rússlandi vegna HM Nú liggur fyrir að Eyþór þarf að finna aðra gistingu. Hann segist enn stefna út til að sjá þessa leiki en óneitanlega hafi þetta dregið mjög úr áhuga hans á að fara. „Þetta dregur úr mér tennurnar, ég veit ekki hverju er að treysta í þessu. Er skeptískur á þetta því miður. Ég hef verið í Rússlandi áður. Í St. Petersborg, stórkostlegt land, en það virðast vera vafasamir hættir í tengslum við þessa keppni.“ Ekki er úr vegi að ætla að gullgrafaæði hafi gripið um sig í Rússlandi og Eyþór telur það skiljanlegt upp að ákveðnu marki. Hann fór tvisvar á EM í fyrra, til Frakklands, og þá voru engin vandamál. Hann fékk fína gistingu á sanngjörnu verði. „En, Frakkarnir eru kannski vanari því að eiga við ferðamennsku?“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Fleiri fréttir Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Sjá meira
Eyþór Jóvinsson, en hann rekur meðal annars Gömlu bókabúðina á Flateyri, fékk heldur kaldar kveðjur frá Rússlandi nú nýverið. Hann var búinn að panta sér gistingu í Rússlandi, nánar tiltekið í borginni Volgograd, í gegnum Airbnb. Og óvænt rauk kostnaðurinn á nóttina úr 2.500 krónum í 82 þúsund krónur.Var búinn að borga fyrir gistinguna „Já, þetta er smávægileg hækkun,“ segir Eyþór í samtali við Vísi. Og veit ekki hvort hann á að gráta eða hlæja. „Ég var búinn að panta mér gistingu. Byrjaði á því að kaupa miða á tvo leiki í Volgograd. Á Ísland – Nígería og England – Túnis sem er þarna í sömu borg. Ég var búinn að skoða þetta mikið, sem sagt hvað ég vildi sjá á HM. Svo var þetta hausverkur með ferðir þarna í Rússlandi þannig að ég ákvað að fara vikuferð í eina borg. Sjá einn leik og annan í kaupbæti.“Samskipti Eyþórs og þeirra sem vildu selja honum gistinguna í Rússlandi.Eyþór sagðist hafa fundið gistingu sem virtist ágæt og á fínum stað. „Ég var búinn að bóka það, fá staðfest og borga. Svo var haft samband við mig, fjórum fimm dögum eftir að ég pantaði gistinguna. Þar sem þau segjast glöð að fá mig og að verðið sé 800 dollarar á nótt. Mjög svona „casual“.“ Eyþór segist hafa spurt hvort þau væru orðin biluð en fékk þau svo að svona væri þetta bara. „Þetta væri HM verð. Ég afbókaði þessa gistingu.“Gullgrafaraæði í Rússlandi vegna HM Nú liggur fyrir að Eyþór þarf að finna aðra gistingu. Hann segist enn stefna út til að sjá þessa leiki en óneitanlega hafi þetta dregið mjög úr áhuga hans á að fara. „Þetta dregur úr mér tennurnar, ég veit ekki hverju er að treysta í þessu. Er skeptískur á þetta því miður. Ég hef verið í Rússlandi áður. Í St. Petersborg, stórkostlegt land, en það virðast vera vafasamir hættir í tengslum við þessa keppni.“ Ekki er úr vegi að ætla að gullgrafaæði hafi gripið um sig í Rússlandi og Eyþór telur það skiljanlegt upp að ákveðnu marki. Hann fór tvisvar á EM í fyrra, til Frakklands, og þá voru engin vandamál. Hann fékk fína gistingu á sanngjörnu verði. „En, Frakkarnir eru kannski vanari því að eiga við ferðamennsku?“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Fleiri fréttir Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent