Jafn margar kvartanir vegna flugfélaga í byrjun árs og allt árið 2016 Jóhann Óli Eiðsson skrifar 7. maí 2018 06:00 Icelandair og WOW eru umsvifamestu flugfélögin á Keflavíkurflugvelli. Vísir/GVA Samgöngustofu bárust jafn margar kvartanir vegna seinkunar á flugferðum á fyrstu þremur mánuðum ársins 2018 og bárust allt árið 2016. Kvörtunum hafði fjölgað jafnt og þétt samhliða auknum straumi um Keflavíkurflugvöll en sprenging varð á síðasta ári. Komi til tafa eða aflýsingar á flugferð eiga farþegar margvíslegan rétt á grundvelli Evrópureglugerðar um efnið. Bæði getur þar verið um að ræða hressingu og gistingu ef þörf er á. Sé flugi aflýst eða seinkun varir lengur en þrjár klukkustundir eiga farþegar rétt á stöðluðum skaðabótum sem eru misháar eftir lengd flugsins. Bæturnar eru á bilinu 250 til 600 evrur.Þórhildur Elínardóttir, upplýsingafulltrúi SamgöngustofuÁ fyrstu þremur mánuðum ársins bárust Samgöngustofu 424 kvartanir vegna slíkra mála en það er nákvæmlega sami fjöldi og allt árið 2016. Í fyrra barst alls 1.121 kvörtun. Stofnunin tekur málin til meðferðar og kannar hvort réttur neytandans sé til staðar eður ei. „Þessi aukning kemur okkur ekki í opna skjöldu og er í raun eðlileg afleiðing af fjölgun flugferða,“ segir Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. „Afgreiðslutími mála hjá okkur hefur lengst og við höfum brugðist við því með því að fjölga starfsfólki.“ Meðal annars hafi þjónustusvið tekið til við að svara fyrirspurnum sem ekki lúta að eiginlegri afgreiðslu málanna. Það hafi minnkað álagið mikið. „Við höfum einnig lagt áherslu á samstarf við flugfélögin enda er mikilvægt að þau svari sjálf sínum viðskiptavinum fljótt og vel til að færri mál endi í kvörtun eða ákvörðun. Eðlilegasta afgreiðslan er ef viðskiptavinir og flugrekendur geta komist að niðurstöðu án aðkomu Samgöngustofu,“ segir Þórhildur. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleiri fréttir Þjóðarsorg í Suður-Kóreu og fimbulkuldi um allt land Öflug skjálftahrina við Reykjaneshrygg Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Sjá meira
Samgöngustofu bárust jafn margar kvartanir vegna seinkunar á flugferðum á fyrstu þremur mánuðum ársins 2018 og bárust allt árið 2016. Kvörtunum hafði fjölgað jafnt og þétt samhliða auknum straumi um Keflavíkurflugvöll en sprenging varð á síðasta ári. Komi til tafa eða aflýsingar á flugferð eiga farþegar margvíslegan rétt á grundvelli Evrópureglugerðar um efnið. Bæði getur þar verið um að ræða hressingu og gistingu ef þörf er á. Sé flugi aflýst eða seinkun varir lengur en þrjár klukkustundir eiga farþegar rétt á stöðluðum skaðabótum sem eru misháar eftir lengd flugsins. Bæturnar eru á bilinu 250 til 600 evrur.Þórhildur Elínardóttir, upplýsingafulltrúi SamgöngustofuÁ fyrstu þremur mánuðum ársins bárust Samgöngustofu 424 kvartanir vegna slíkra mála en það er nákvæmlega sami fjöldi og allt árið 2016. Í fyrra barst alls 1.121 kvörtun. Stofnunin tekur málin til meðferðar og kannar hvort réttur neytandans sé til staðar eður ei. „Þessi aukning kemur okkur ekki í opna skjöldu og er í raun eðlileg afleiðing af fjölgun flugferða,“ segir Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. „Afgreiðslutími mála hjá okkur hefur lengst og við höfum brugðist við því með því að fjölga starfsfólki.“ Meðal annars hafi þjónustusvið tekið til við að svara fyrirspurnum sem ekki lúta að eiginlegri afgreiðslu málanna. Það hafi minnkað álagið mikið. „Við höfum einnig lagt áherslu á samstarf við flugfélögin enda er mikilvægt að þau svari sjálf sínum viðskiptavinum fljótt og vel til að færri mál endi í kvörtun eða ákvörðun. Eðlilegasta afgreiðslan er ef viðskiptavinir og flugrekendur geta komist að niðurstöðu án aðkomu Samgöngustofu,“ segir Þórhildur.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleiri fréttir Þjóðarsorg í Suður-Kóreu og fimbulkuldi um allt land Öflug skjálftahrina við Reykjaneshrygg Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Sjá meira