Með húfu og vettlinga í ræktinni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. maí 2018 20:00 Átta Íslendingar taka þátt í heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupum sem verður á Spáni í næstu viku. Þeir æfa nú af kappi og sumir kappklæddir til þess að venjast hreyfingu í miklum hita.Af hverju ertu í öllum þessum fötum á hlaupabrettinu? „Ég er að æfa fyrir heitt hlaup sem ég er fara í og þetta er fín leið til þess," segir hlauparinn Guðni Páll Pálsson.Í hverju ertu þá? „Ég er í ullarbol undir, í vatnheldum buxum og vatnsheldum jakka og með húfu og vettlinga." Heita hlaupið er heimsmeistaramót í utanvegahlaupum. Leiðin er 85 kílómetrar með fimm þúsund metra hæðaraukninginu í fjalli við borgina Castéllon á Spáni. Hópurinn sem telur átta Íslendinga heldur út á þriðjudag og keppnin er laugardaginn 12. maí. Þau vonast til að geta skoðað aðstæður við komuna. „Við vitum ekkert hvernig leiðin er; Hversu erfið hún er. Hún verður erfið en hversu tæknileg og hversu erfið kemur í ljós," segir Elísabet Margeirsdóttir, sem er einnig er á leið til Spánar.Hér er leiðin teiknuð upp með hækkunum.Elísabet og Guðni hafa bæði hafa reynslu af fjallahlaupum og segist Guðni áður hafa lent í vandræðum með hitann. Þess vegna leggi hann áherslu á þessar æfingar. „Maður hefur oft lent í miklum hita. Lent í kannski 30 stiga hita sem maður er ekki vanur. Þannig að í ár ákvað ég að gera eitthvað í því í staðinn fyrir að kvarta bara yfir því," segir Guðni léttur. Markmið þeirra eru að vera um tíu til ellefu tíma á leiðinni. Vegalengdin hræðir þau ekki. „Ég fór í mitt fyrsta 100 kílómetra hlaup árið 2011 þannig þessi vegalengd núna, 85 kílómetrar, finnst mér mjög skemmtileg," segir Elísabet. Hægt er að fylgjast með hópnum frá Íslandi á Facebook-síðu þeirra og hér má nálgast upplýsingar um hlaupið. Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Fleiri fréttir Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Sjá meira
Átta Íslendingar taka þátt í heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupum sem verður á Spáni í næstu viku. Þeir æfa nú af kappi og sumir kappklæddir til þess að venjast hreyfingu í miklum hita.Af hverju ertu í öllum þessum fötum á hlaupabrettinu? „Ég er að æfa fyrir heitt hlaup sem ég er fara í og þetta er fín leið til þess," segir hlauparinn Guðni Páll Pálsson.Í hverju ertu þá? „Ég er í ullarbol undir, í vatnheldum buxum og vatnsheldum jakka og með húfu og vettlinga." Heita hlaupið er heimsmeistaramót í utanvegahlaupum. Leiðin er 85 kílómetrar með fimm þúsund metra hæðaraukninginu í fjalli við borgina Castéllon á Spáni. Hópurinn sem telur átta Íslendinga heldur út á þriðjudag og keppnin er laugardaginn 12. maí. Þau vonast til að geta skoðað aðstæður við komuna. „Við vitum ekkert hvernig leiðin er; Hversu erfið hún er. Hún verður erfið en hversu tæknileg og hversu erfið kemur í ljós," segir Elísabet Margeirsdóttir, sem er einnig er á leið til Spánar.Hér er leiðin teiknuð upp með hækkunum.Elísabet og Guðni hafa bæði hafa reynslu af fjallahlaupum og segist Guðni áður hafa lent í vandræðum með hitann. Þess vegna leggi hann áherslu á þessar æfingar. „Maður hefur oft lent í miklum hita. Lent í kannski 30 stiga hita sem maður er ekki vanur. Þannig að í ár ákvað ég að gera eitthvað í því í staðinn fyrir að kvarta bara yfir því," segir Guðni léttur. Markmið þeirra eru að vera um tíu til ellefu tíma á leiðinni. Vegalengdin hræðir þau ekki. „Ég fór í mitt fyrsta 100 kílómetra hlaup árið 2011 þannig þessi vegalengd núna, 85 kílómetrar, finnst mér mjög skemmtileg," segir Elísabet. Hægt er að fylgjast með hópnum frá Íslandi á Facebook-síðu þeirra og hér má nálgast upplýsingar um hlaupið.
Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Fleiri fréttir Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Sjá meira