Tókust á um ágæti tollasamnings við ESB Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 5. maí 2018 17:21 Í seinni hluta víglínunnar í dag tókust Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, og Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, á um ágæti tollasamnings við ESB sem tók gildi 1. maí síðastliðinn. Miðflokkurinn óskaði eftir sérstakri umræði um tollasamninginn á Alþingi í vikunni. Birgir segir það nauðsynlegt vegna þess að margar forsendur hafi brostnað frá því að gengið var til samninga árið 2015. Ber þar hæst að nefna fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr ESB, en Bretland er mikilvægur útflutningsmarkaður Íslands. Birgir segir samninginn ekki nógu góðan. „Það hefði verið hægt að ná betri samningi. Ég tel að íslenska saminganefndin bara hafi ekki staðið sig í stykkinu.“ Birgir segir að alls ekki hafi verið nægilegt samráð haft við hagsmunaaðila hérlendis og engin úttekt liggi fyrir um hvaða áhrif samningurinn muni hafa á innlenda framleiðslu. Þá endurspeglist gífurlegt ójafnvægi milli Íslands og ESB í samningnum. Aðildarríki ESB fái að flytja hingað til lands 230 tonn af sérostum á meðan að það sem framleitt sé árlega hér á landi í Búðardal séu 240 tonn. „Það er ekkert að því að setjast yfir þetta með Evrópusambandinu og segja: Heyrðu við þurfum að fara yfir þetta.“ Ágúst segir núverandi kerfi í landbúnaði gallað. „Við búum við eitt dýrasta landbúnaðarkerfi í heimi,“ svarar Ágúst. „Við erum að greiða eitt það hæsta matvælaverð í heimi og bændur hafa það margir hverjir mjög slæmt fjárhagslega. Líttu á sauðfjárbændur, þeir eru margir í sárustu fátækt.“ Ágúst segir tolla aldrei vera svarið, þeir komi niður á öllum hlutaðeigandi. Hann segir þó „sjálfsagt að styðja við íslenskan landbúnað en við eigum að gera það með öðrum leiðum heldur en tollum, við eigum að vera með beingreiðslur og við eigum að vera með græna styrki. Við eigum að ganga miklu lengra í að afnema tolla, því ef við gerum það þá bætum við hag bæði neytenda og bænda.“ Ágúst segir lykilinn vera að veita landbúnaðinum frelsi og leyfa honum að sérhæfa sig í því sem hann gerir vel. „Árið 2002 felldum við niður tolla á tómötum, gúrku og papriku og hvað gerðist? Sala á innlendu grænmeti jókst í kjölfarið. Framleiðni batnaði og laun í grænmetisframleiðslu hækkuðu meira en á öðrum sviðum landbúnaðarins.“ Birgir segir „allar þjóðir vernda sinn landbúnað með einhverjum hætti,“ og hann geti því ekki keypt þessi rök. Birgir segir tímabært að kanna kosti og galla EES-samningsins. „Þetta er 25 ára gamall samningur og það hefur margt breyst á þessum tíma. Það er ekkert launungarmál að þessi samningur er mikið breyttur, við erum að innleiða mun meira af löggjöf gegn um samninginn en áætlað var í upphafi.“ „Það sem ég sé fyrir mér núna er að við förum í þessa endurskoðun á þessum samningi og í framhaldi af því sé ég ekkert að því að við breytum þessum samning í viðskiptasamning.“ segir Birgir um framtíð Íslands innan EES. Evrópusambandið Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra segir kjaradeilu ljósmæðra ekki þola fleiri daga "Ég vil standa með baráttu ljósmæðra því að þeirra framlag heilbrigðisþjónustunni er ómetanlegt og ég vil standa með þeim sjónarmiðum sem þær hafa lagt á borðið.“ 5. maí 2018 13:54 Tollar á pitsu, pasta og súkkulaði felldir niður Nýr tollasamningur Íslands og Evrópusambandsins(ESB), sem gerður var haustið 2015, tók gildi í gær. 2. maí 2018 06:00 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Í seinni hluta víglínunnar í dag tókust Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, og Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, á um ágæti tollasamnings við ESB sem tók gildi 1. maí síðastliðinn. Miðflokkurinn óskaði eftir sérstakri umræði um tollasamninginn á Alþingi í vikunni. Birgir segir það nauðsynlegt vegna þess að margar forsendur hafi brostnað frá því að gengið var til samninga árið 2015. Ber þar hæst að nefna fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr ESB, en Bretland er mikilvægur útflutningsmarkaður Íslands. Birgir segir samninginn ekki nógu góðan. „Það hefði verið hægt að ná betri samningi. Ég tel að íslenska saminganefndin bara hafi ekki staðið sig í stykkinu.“ Birgir segir að alls ekki hafi verið nægilegt samráð haft við hagsmunaaðila hérlendis og engin úttekt liggi fyrir um hvaða áhrif samningurinn muni hafa á innlenda framleiðslu. Þá endurspeglist gífurlegt ójafnvægi milli Íslands og ESB í samningnum. Aðildarríki ESB fái að flytja hingað til lands 230 tonn af sérostum á meðan að það sem framleitt sé árlega hér á landi í Búðardal séu 240 tonn. „Það er ekkert að því að setjast yfir þetta með Evrópusambandinu og segja: Heyrðu við þurfum að fara yfir þetta.“ Ágúst segir núverandi kerfi í landbúnaði gallað. „Við búum við eitt dýrasta landbúnaðarkerfi í heimi,“ svarar Ágúst. „Við erum að greiða eitt það hæsta matvælaverð í heimi og bændur hafa það margir hverjir mjög slæmt fjárhagslega. Líttu á sauðfjárbændur, þeir eru margir í sárustu fátækt.“ Ágúst segir tolla aldrei vera svarið, þeir komi niður á öllum hlutaðeigandi. Hann segir þó „sjálfsagt að styðja við íslenskan landbúnað en við eigum að gera það með öðrum leiðum heldur en tollum, við eigum að vera með beingreiðslur og við eigum að vera með græna styrki. Við eigum að ganga miklu lengra í að afnema tolla, því ef við gerum það þá bætum við hag bæði neytenda og bænda.“ Ágúst segir lykilinn vera að veita landbúnaðinum frelsi og leyfa honum að sérhæfa sig í því sem hann gerir vel. „Árið 2002 felldum við niður tolla á tómötum, gúrku og papriku og hvað gerðist? Sala á innlendu grænmeti jókst í kjölfarið. Framleiðni batnaði og laun í grænmetisframleiðslu hækkuðu meira en á öðrum sviðum landbúnaðarins.“ Birgir segir „allar þjóðir vernda sinn landbúnað með einhverjum hætti,“ og hann geti því ekki keypt þessi rök. Birgir segir tímabært að kanna kosti og galla EES-samningsins. „Þetta er 25 ára gamall samningur og það hefur margt breyst á þessum tíma. Það er ekkert launungarmál að þessi samningur er mikið breyttur, við erum að innleiða mun meira af löggjöf gegn um samninginn en áætlað var í upphafi.“ „Það sem ég sé fyrir mér núna er að við förum í þessa endurskoðun á þessum samningi og í framhaldi af því sé ég ekkert að því að við breytum þessum samning í viðskiptasamning.“ segir Birgir um framtíð Íslands innan EES.
Evrópusambandið Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra segir kjaradeilu ljósmæðra ekki þola fleiri daga "Ég vil standa með baráttu ljósmæðra því að þeirra framlag heilbrigðisþjónustunni er ómetanlegt og ég vil standa með þeim sjónarmiðum sem þær hafa lagt á borðið.“ 5. maí 2018 13:54 Tollar á pitsu, pasta og súkkulaði felldir niður Nýr tollasamningur Íslands og Evrópusambandsins(ESB), sem gerður var haustið 2015, tók gildi í gær. 2. maí 2018 06:00 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir kjaradeilu ljósmæðra ekki þola fleiri daga "Ég vil standa með baráttu ljósmæðra því að þeirra framlag heilbrigðisþjónustunni er ómetanlegt og ég vil standa með þeim sjónarmiðum sem þær hafa lagt á borðið.“ 5. maí 2018 13:54
Tollar á pitsu, pasta og súkkulaði felldir niður Nýr tollasamningur Íslands og Evrópusambandsins(ESB), sem gerður var haustið 2015, tók gildi í gær. 2. maí 2018 06:00