Bitinn póstmaður sér eftir að hafa ekki tilkynnt áttatíu spora sleðahundinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. maí 2018 07:00 Alaskan Malamute er nefndur eftir Malamut Inúítum sem búa á heimskautsströnd Vestur-Alaska. Þeir eru með brún augu. Wiki Commons Sigursteinn Magnússon, starfsmaður hjá Íslandspósti, segist sjá eftir því að hafa ekki tilkynnt til lögreglu þegar Alaskan Malamute hundur beit hann til blóðs og skemmdi úlpu hans í janúar. Hann sé sjálfur hundaeigandi og þar sem eigandi hundsins hafi boðist til að greiða honum nýja úlpu hafi hann ákveðið að fara ekki lengra með málið. Innan við þremur mánuðum síðar beit sami hundur fimm ára dreng í næsta húsi. Sauma þurfti í kringum áttatíu spor í höfuð drengsins í byrjun apríl. Fjallað var um árásina á Vísi. Talið er að það hafi bjargað lífi drengsins að hann var með hjálm á höfði. Hundurinn beit meðal annars skinn úr enni drengsins, milli augna hans. Skinnið fannst ekki á vettvangi og þurfti því að græða skinn á þann stað í aðgerð skömmu eftir slysið. Fleiri lýtaraðgerðir eru framundan hjá drengnum sem samkvæmt upplýsingum Vísis ber sig vel eftir atvikum og hefur meðal annars heimsótt vini sína á leikskólanum. Einhverjar vikur munu þó þurfa að líða áður en hann getur farið aftur í skólann. Þá hefur hann að ráði hafið áfallameðferð vegna lífsreynslunnar. Hann hefur gert tilraun til að nálgast hund í fjölskyldunni eftir árásina en það hefur reynst honum erfitt. Um er að ræða þriðja málið á einu ári þar sem Alaskan Malamute hundur hefur ráðist á barn eða fullorðinn. Hundar af þessari tegund hér á landi koma í langflestum tilfellum frá Ásgarðsheima Kennel, einu ræktuninni með slíka hunda hér á landi. Ræktandinn segir hundana selda við tveggja mánaða aldur og fari heilir og sælir úr ræktuninni. Eftir það séu þeir á ábyrgð eigenda sinna. Matvælastofnun (MAST) segir ræktunina svo litla að eftirlit sé ekki með starfsemi hennar. Þá fæst ekki upplýst hvort upp hafi komið mál vegna ræktunarinnar sem tilkynnt hafi verið til MAST.Alltaf fastur í keðju Sigursteinn póstmaður segist vera með ör á handleggnum, ofan við úlnliðinn, þar sem hundurinn beit hann. Hann segist vanur hundum og hafi komið í nokkur skipti með póst og mætt hundinum. Það hafi ekki verið neitt vandamál. Alltaf hafi hundurinn verið í keðju frá útidyrahurðinni, líklega um tíu metra langri. „Það var annar póstmaður þarna á undan mér, hundurinn gerði aldrei neitt við hann,“ segir Sigursteinn. Mögulega hafi spilað inn í að hann sé sjálfur hundaeigandi, hafi átt labrador í átta ár sem sé með honum í bílnum. Hann hafi því bæði verið með annan hund í bílnum og auk þess verið angandi í hundalykt. Vísir spurði eiganda hundsins út í fullyrðingar fólks í næstu húsum í Vatnsendahverfinu í Kópavogi þess efnis að hundurinn væri sígólandi úti í bandi og að hann hefði bitið póstburðamann. Eigandinn gaf lítið fyrir þær ásakanir og þvertók fyrir að hundurinn, sem nú hefur verið aflífaður, hefði bitið nokkurn póstburðarmann. „Hann sagði við mig að hundurinn hefði bara bitið mig af því ég hefði stigið ofan á hann,“ segir Sigursteinn. Hið rétta sé að hundurinn hafi verið að þefa af honum og þegar hann gekk áfram, eftir að hafa staldrað við í kyrrstöðu, hafi hann rekið hnéð í hundinn.Lóð sem hundurinn í Kópavogi, sá sem réðst á drenginn sem sauma þurfti um áttatíu spor í, var bundinn í.Fékk úlpuna ekki endurgreidda „Ég er búinn að klappa honum og allt, rétt rekst í hann og þá beit hann mig,“ segir Sigursteinn sem varð mjög hræddur. Bitið hafi verið í gegnum þrjár flíkur og úlpan hans skemmst. Hann hafi farið í bílinn og legið á flautunni þangað til eigandinn birtist. Þeir hafi rætt málin og svo aftur nokkru síðar. Þá hafi eigandinn tekið niður nafn, heimilisfang og bankareikningsnúmer mannsins og sagst ætla að kaupa nýja úlpu. Ekkert hafi gerst og dregur Sigursteinn þá ályktun, eftir fullyrðingu eigandans þess efnis að hundurinn hafi ekki bitið póstburðarmann, að ekkert sé að marka það sem eigandinn segir. „Íslandspóstur hefði átt að tilkynna þetta, þá hefði hann misst hundinn. En ég vildi það ekki. Ég hef sjálfur átt hunda í tuttugu ár og vildi ekki gera þeim það. Vildi gera honum greiða en svo varð þetta ógreiði eftir að hundurinn beit krakkann.“ Vilhelm Bernhöft, eigandi hundsins, vildi ekkert tjá sig um málið á dögunum þegar frásögn Sigursteins var borin undir hann. Hann hefur bent á að þó hundurinn hafi verið í keðju úti í garði hafi hann ekki verið einn heima því fjölskyldumeðlimur um tvítugt hafi verið heima.Vettvangur árásarinnar í Kópavogi þar sem hundurinn var bundinn í keðju. Gönguleið er í kringum lóð hússins. Sumir nágrannar lögðu krók á leið sína til að þurfa ekki að ganga fram hjá hundinum sem var bundinn í keðju.VísirHundurinn „færi til guðs“ Guðmundur H. Einarsson, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, segir í samtali við Vísi að málið sé afgreitt af hans borði. „Okkar hlutverk er þarna fyrst og fremst að sjá til þess að dýrið valdi ekki ógnun í sínu umhverfi. Eigandinn ákvað að það færi til guðs. Það var afgreitt eins hratt og fljótt og hægt var,“ segir Guðmundur. Skráning hundsins hafi verið í lagi en það sé of algengt að skráning hunda sé ábótavant. „Það er að valda því að dýr eru á flakki,“ segir Guðmundur. Dýrin séu þó ekkert endilega að hræða neinn og skuldin liggi hjá eigendum. „Það eru eigendurnir sem eru ekki í lagi, eru ekki að passa dýrin sín og eru ekki að leita að þeim. Langalgengast er að fólk elski dýrin sín og fari vel með þau. Það eru þessir fáu sem koma óorði á hundaeigendur. Mjög sorglegt Gunnar Hilmarsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni segir málinu lokið af hálfu lögreglu. Því hefði í raun lokið með því að aflífa hundinn. „Þetta er allt mjög sorglegt,“ segir Gunnar. Það sem liggi fyrir í málinu sé að hundurinn hafi verið bundinn í keðju í garðinum sínum, en garðurinn er ekki afgirtur. Drengurinn hafi verið á hjólinu sínu með hjálm á höfði. Hann hafi farið inn í garðinn þar sem hundurinn sé en engin vitni hafi séð hvað gerðist. Í framhaldinu hafi drengurinn komið alblóðugur til foreldra sinna. „Málinu er lokið fyrst að hundinum var lógað. Það er ekkert saknæmt í málinu eða því um líkt. Þetta er eitthvað sem gerist, ekkert hægt að sakast við einn né neinn.“Leitað var að nýju heimili fyrir þessa Alaskan Malamute tík því hún gæti ekki verið í kringum börn.SkjáskotTjóðraðir án flóttaleiðar Björn Ólafsson hundaatferlisfræðingur var beðinn um að rýna í hegðun hunda í Síðdegisútvarpinu á dögunum. Benti hann á að þegar hundar bíti séu þeir í aðstæðum sem þeir ráði ekki við. Í grunninn séu hundar rándýr, það gildi um alla hunda og eigendur þeirra þurfi að gera sér grein fyrir því. „Flest bit virðast koma upp þegar hundar eru tjóðraðir og þeir eiga ekki flóttaleið. Hundar eru alltaf hundar alveg sama hvað þeir eru stórir eða litlir. Fleira og fleira fólk heldur að þetta sé svo yndislegt, þetta er svo fallegt og gott. Það halda allir að hundurinn þeirra bíti ekki en möguleikinn er alltaf fyrir hendi,“ sagði Björn. Í samþykkt um hundahald er komið inn á skyldur hundaeigenda. Þar segir meðal annars að óheimilt sé að hafa hund tjóðraðan án eftirlits ábyrgðs aðila. Sömuleiðis að hundaeiganda sé skylt að sjá til þess að hundur hans raski ekki ró manna með stöðugu eða ítrekuðu gelti eða ýlfri. Vísir hefur rætt við íbúa í Vatnsendahverfinu sem margir hverjir eru hundaeigendur. Flestir kannast við hundinn sem olli skaðanum þar sem gönguleið um hverfið liggur nærri garðinum þar sem hundurinn var löngum stundum í keðju sinni. „Hundur sem lendir í því að bíta á yfirleitt við svo stórt eigendavandamál að stríða að það þarf alltaf að byrja á því að temja eigandann. Við breytum ekkert eigandanum. Og þá er spurning um að koma honum á nýtt heimili. Og hvern langar í hund sem er með svona sögu? Það er til nóg af fínum hundum,“ segir Björn. Athygli Vísis var vakin á því að fyrr í vetur var auglýst í Facebook-hópnum Hundasamfélaginu eftir einhverjum sem gæti tekið að sér Alaskan Malamute hund. Hundurinn væri þó þeim vandkvæðum bundinn að geta ekki verið innan um börn. Vísi er ekki kunnugt um hvað varð um viðkomandi hund.Sonur Örnu Báru var illa farinn á bak við eyrun eftir árásina í fyrra.„Saga frá hliði hundsins“ Athygli vekur að fyrir rúmlega ári síðan beit hundur af sömu tegund, þó ekki sami hundur, fimm ára dreng til blóðs. Snar handtök föður og skynsamleg viðbrögð fimm ára drengsins urðu til þess að ekki fór verr. Sauma þurfti fimm spor á bak við hægra eyra og hægri nös en annars slapp drengurinn með skrekkinn. Um var að ræða fjögurra ára Alaskan Malamute rakka. „Þetta gerðist á nokkrum sekúndum. Ég hélt fyrst að hann hefði dottið og fengið blóðnasir en svo var ekki,“ sagði Arna Bára Karlsdóttir, móðir drengsins, við Fréttablaðið í fyrra. Hún var í matarboði ásamt fjölskyldu sinni en vinafólk hennar átti hundinn. Eigandi hundsins, Guðfinna Kristinsdóttir sem ritstýrir Hundasamfélaginu á Facebook, skrifaði í framhaldinu pistil í Kvennablaðið sem hún nefndi „Sagan frá hlið hundsins“. Sagði Guðfinna að reynslan væri sú versta sem hún hefði lent í sem hundaeigandi. Áfallið hafi verið sérstaklega mikið enda barnið nákomið henni. Hún hefði tekið hundinn með sér í matarboð þar sem þau hefðu upphaflega ekki reiknað með því að börnin yrðu úti að leika í garðinum. Guðfinna sagði hundinn óöruggan í kringum aðra hunda eftir að ráðist hefði verið á hann á viðkvæmu mótunarskeiði hunda. Fimm ára drengurinn faðmaði hundinn úti í garði að sögn Guðfinnu. Varð hundurinn svo stressaður og hræddur að hann brást við með því að stökkva á drenginn og bíta hann. Guðfinna segist svo hafa náð að skipa hundinum að fara af drengnum. Þetta hafi verið í fyrsta skipti sem hundurinn beit manneskju. Þá hafi hann aldrei blóðgað annan hund. Guðfinna sagðist þakklát eigendunum að hafa ekki farið fram á að hundinum yrði lógað. Það hafi verið ákvörðun sem hún hafi sjálf fengið að taka. Fór svo að hundinum var lógað síðar á árinu vegna veikinda sem hundurinn átti við að stríða.Hver hundategund hafi ákveðna eiginleika Guðfinna segist hafa rætt við hundaatferlisfræðing eftir að málið kom upp í fyrra. Spurningin var hvort lóga þyrfti hundinum. Í samtalinu hafi komið fram að meta þyrfi hve alvarlega hundur slasar mann. Finnist hundi honum aftur ógnað séu allar líkur á að hundurinn bíti aftur og þá jafnfast eða fastar. Ef hundur bíti barn með slíkum krafti að sauma þurfi 80 spor í barnið sé hætta á að hundurinn verði ekki miskunnsamari lendi hann í svipuðum aðstæðum. Hefði hundurinn bitið einu sinni í barnið væri staðan allt önnur. Munur sé á biti og árás. „Það er mjög óþægilegt fyrir hundana að vera ekki með neinn nálægt sér sem þeir treysta. Þeir vilja aldrei bíta en finnst það eini möguleikinn því þeir eru fastir.“ „Þetta eru náttúrulega ömurlegar aðstæður. Bæði er hundurinn bundinn einn úti í sínum garði og komið inn á hans svæði. Vandamálið er margþætt,“ segir Guðfinna. Bæði eigi hundar ekki að vera eftirlitslausir og bundnir en sömuleiðis eigi ung börn ekki að geta valsað inn í einkagarða þar sem hundar séu. Þá geti verið að hundur sé að bregðast við fyrri reynslu, hafi verið strítt, eða glími við veikindi eða verki sem sjáist ekki á honum. Svo séu hundarnir ólíkir eftir tegundum. „Þetta er stór sleðahundategund, mjög barngóð almennt séð og voru notaðir upprunalega til að halda hita á börnum inúíta,“ segir Guðfinna. Uppeldi, þjálfun og fyrri reynsla hundsins séu lykilatriði sem gæti útskýrt hvers vegna hundur gæti verið viðkvæmur fyrir beininu sínu. „Hann gæti hafa ekki fengið nægilega mikla þjálfun með matinn sinn og varið hann óþarflega mikið. Ég myndi horfa á aðstæður í hvert skipti, greina hvert slys fyrir sig og hafa á bak við eyrað að hver hundategund hefur ákveðna eiginleika.“Sema Erla Serdar var bitinn af Alaskan Malamute hundi.Vísir/EyþórTekist á um hvort vísa ætti hundi af heimili Þriðja dæmið, á innan við ári þar sem hundur af sömu tegund kemur við sögu, varð í Kópavogi í mars í fyrra. Þar beit Alaskan Malamute hundur á fimmta ári Semu Erlu Serdar og annan hund í bakgarði. Alaskan Malamute hundurinn var einn fjögurra sem fólkið á neðri hæð tvíbýlishússins hafði í sinni umsjá. Á efri hæðinni voru tveir hundar en garðurinn var sameiginlegur. Lenti hundunum saman í garðinum og var eigandi hundanna á efri hæðinni bitinn við það tilefni. Fór Sema fram á að hundurinn yrði fjarlægður af heimilinu. Vísaði hún til fyrri árásar hundsins, að nágrannar hleyptu hundunum sínum lausum og undir engu eftirliti út í garð og hundinum væri ekki sinnt. Heimsótti heilbrigðiseftiritið hundinn í framhaldinu og skoðaði aðstæður, hvort hundurinn teldist grimmur og gæti verið hættulegur umhverfi sínu. Ekkert óeðlilegt hafi komið fram hjá hundinum í heimsókn tveggja starfsmanna eftirlitsins. Þar sem ekki hafi verið um að ræða ítrekuð eða alvarleg brot kom ekki til álita að beita þvingunarúrræðum. Auk þess skoðaði dýralæknir hundinn og skilaði skýrslu. Niðurstaða hennar var sú að eigendur hundanna hefði auðveldlega getað komið í veg fyrir atburðinn þar sem íbúinn á efri hæðinni var bitinn. „Þeir hafi báðir vitað um vandamálið sem verið hafi til staðar í samskiptum hundanna og hefðu áður upplifað rimmur á milli þeirra. Hefðu þeir mátt vita að ef hundarnir hittust myndi ekki fara vel. Sá hundur sem um væri deilt hefði ekki sýnt að hann væri hættulegur fólki, þar sem bitið sem kærandi hefði orðið fyrir hefði orðið í hita slagsmála á milli margra hunda. Mælti dýralæknirinn með því að umræddur hundur væri ávallt í taumi utandyra svo auðvelt væri að hafa stjórn á honum. Einnig væri hægt að nota munnkörfu á fyrstu stigum þjálfunar.“ Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis hafnaði því að láta fjarlægja hundinn af heimilinu. Þann úrskurð kærði sá sem var bitinn til úrskurðar umhverfis- og auðlindamála sem staðfesti ákvörðun eftirlitsins. Sema sagði í samtali við Fréttablaðið í fyrra að hún væri ósátt við niðurstöðuna en hefði gert ráðstafanir á heimili sínu vegna málsins.Alaskan Malamute eru sleðahundar.Wikimedia CommonsVandamál byrji ekki fyrr en við kynþroska Margir Alaskan Malmulite hundanna hér á landi koma frá sömu ræktun, Ásgarðsheimum á Kjalarnesi, sem Tara Haraldsdóttir rekur. Tara segist í samtali við Vísi þekkja til tveggja málanna hér að ofan en geti ekki útskýrt hvað gerst hafi. „Ég er bæði með börn og fimm hunda og þeir hafa aldrei bitið neinn hjá mér,“ segir Tara. Hundarnir eru seldir við tveggja mánaða aldur og fari heilir og sælir úr ræktuninni. Svo sé undir eigendum komið að þjálfa þá og sjá um eins og þurfi. „Þetta er auðvitað hræðilegt mál,“ segir Tara um 80 spora málið í Kópavogi þann 3. apríl. Hún bendir á að aldrei eigi að skilja hunda eftir eftirlitslausa á höfuðborgarsvæðinu. Alaskan Malmulite hundarnir séu þó barnvænir og hafi á sínum tíma verið notaðir til að halda hita á börnum inúíta. Í Facebook-hópnum Hundasamfélagið sagðist Árni Stefán Árnason lögfræðingur hafa heimildir fyrir því að við ræktun hvolpanna væru þeir látnir berjast um matinn sinn. Svokölluð „agressive feeding“. Innleg Árna Stefáns var fjarlægt úr hópnum en hann staðfesti að hann hefði heimildir fyrir því við Vísi. Tara segir hvolpana alla saman fyrstu vikurnar áður en þeir séu seldir. Fyrstu þrjár til fjórar vikurnar séu þeir hjá mömmu sinni og drekki móðurmjólkina. Í framhaldinu deili þeir skálum í um mánuð. Það séu yfirleitt engin slagsmál enda hvolparnir svo ungir. Þeim sé gefinn þurrmatur, aldrei hrátt kjöt eða neitt þannig. „Það er ekki fyrr en hundar verða kynþroska sem vandamál byrja, ef hundarnir eru ekki aldir rétt upp.“ Hún telur að um 150 Alaskan Malamute hunda sé að finna á Íslandi. Upplýsa ekki hvort tilkynningar hafi borist MAST Í reglugerð um velferð gæludýra segir að meðal þeirrar starfsemi sem er tilkynningarskyld er umfangsmikið gæludýrahald. Til þess að hundaræktun sé tilkynningaskyld þurfi að vera tíu eða fleiri hundar tólf mánaða eða eldri, ræktun með þrjú got á ári eða útleiga á þremur eða fleiri hundum á ári. Tara Haraldsdóttir hjá Ásgarðsheimum segir ræktunina vera með um eitt got á ári. Tvisvar hafi komið fyrir að ræktunin hafi verið með tvö got á ári. Þá séu hvolparnir seldir við tveggja mánaða aldur. Sjálf sé hún með fimm hunda á heimilinu eins og kom fram hér að framan. Konráð Konráðsson, héraðsdýralæknir Suðvesturumdæmis sem starfar hjá MAST, segir Ásgarðsheima undir þeirri stærð sem rækt þurfi að vera til að starfsemin sé tilkynningaskyld. Þá vildi hann ekki upplýsa hvort mál tengd Ásgarðsheimum hefðu verið tilkynnt til MAST.Um Alaskan Malamute af síðunni Spisshundar.comHundurinn er nefndur eftir Malamut Inúítum sem búa á heimskautsströnd Vestur-Alaska. Þeir voru notaðir sem sleðahundar löngu áður en Evrópubúar komu til Alaska. Þeir geta dregið mjög þungar byrgðir. Malamute eru mjög hændir að fólki og þess vegna eru þeir eftirsóttir sem gæludýr. Það er æskilegt að fylgjast með þeim í kringum smærri börn vegn stærðar þeirra og styrks, eins og á við hverja aðra stóra hundategundir. Þrátt fyrir stærð þeirra eru þeir mjög fimir í kringum húsgögn og smærri hluti sem gerir þá að afbragðs heimilis hundum. Flest allir Malamute eru mjög hljóðlátir og gelta sjaldan ólíkt flestum öðrum hundategundum. Þeir eiga það til að tala við eigendur sína með eitthverskonar spangóli eða „Woo Wooo“ hljóði. Dýr Tengdar fréttir Hundinum sem réðst á drenginn lógað Tæplega tveggja ára gamall Alaska Malamute hundur sem beit fimm ára dreng í Kópavogi á föstudaginn langa verður aflífaður. 3. apríl 2018 16:59 Hafnað að fjarlægja tíkina Rökkvu af heimili sínu þrátt fyrir bit Hundurinn Rökkva verður ekki fjarlægður af heimili sínu að Álfhólsvegi 145. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar í umhverfis- og auðlindamálum (ÚUA). 7. desember 2017 06:00 Fimm ára fékk fimm spor eftir hundaárás Hinn fimm ára Tristan Logi Örnuson slapp með skrekkinn þegar stór hundur af gerðinni Malamute réðst á hann og beit í höfuðið. Hröð handtök föður Tristans komu í veg fyrir að alvarleg meiðsl hlytust af. 11. apríl 2017 07:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Sigursteinn Magnússon, starfsmaður hjá Íslandspósti, segist sjá eftir því að hafa ekki tilkynnt til lögreglu þegar Alaskan Malamute hundur beit hann til blóðs og skemmdi úlpu hans í janúar. Hann sé sjálfur hundaeigandi og þar sem eigandi hundsins hafi boðist til að greiða honum nýja úlpu hafi hann ákveðið að fara ekki lengra með málið. Innan við þremur mánuðum síðar beit sami hundur fimm ára dreng í næsta húsi. Sauma þurfti í kringum áttatíu spor í höfuð drengsins í byrjun apríl. Fjallað var um árásina á Vísi. Talið er að það hafi bjargað lífi drengsins að hann var með hjálm á höfði. Hundurinn beit meðal annars skinn úr enni drengsins, milli augna hans. Skinnið fannst ekki á vettvangi og þurfti því að græða skinn á þann stað í aðgerð skömmu eftir slysið. Fleiri lýtaraðgerðir eru framundan hjá drengnum sem samkvæmt upplýsingum Vísis ber sig vel eftir atvikum og hefur meðal annars heimsótt vini sína á leikskólanum. Einhverjar vikur munu þó þurfa að líða áður en hann getur farið aftur í skólann. Þá hefur hann að ráði hafið áfallameðferð vegna lífsreynslunnar. Hann hefur gert tilraun til að nálgast hund í fjölskyldunni eftir árásina en það hefur reynst honum erfitt. Um er að ræða þriðja málið á einu ári þar sem Alaskan Malamute hundur hefur ráðist á barn eða fullorðinn. Hundar af þessari tegund hér á landi koma í langflestum tilfellum frá Ásgarðsheima Kennel, einu ræktuninni með slíka hunda hér á landi. Ræktandinn segir hundana selda við tveggja mánaða aldur og fari heilir og sælir úr ræktuninni. Eftir það séu þeir á ábyrgð eigenda sinna. Matvælastofnun (MAST) segir ræktunina svo litla að eftirlit sé ekki með starfsemi hennar. Þá fæst ekki upplýst hvort upp hafi komið mál vegna ræktunarinnar sem tilkynnt hafi verið til MAST.Alltaf fastur í keðju Sigursteinn póstmaður segist vera með ör á handleggnum, ofan við úlnliðinn, þar sem hundurinn beit hann. Hann segist vanur hundum og hafi komið í nokkur skipti með póst og mætt hundinum. Það hafi ekki verið neitt vandamál. Alltaf hafi hundurinn verið í keðju frá útidyrahurðinni, líklega um tíu metra langri. „Það var annar póstmaður þarna á undan mér, hundurinn gerði aldrei neitt við hann,“ segir Sigursteinn. Mögulega hafi spilað inn í að hann sé sjálfur hundaeigandi, hafi átt labrador í átta ár sem sé með honum í bílnum. Hann hafi því bæði verið með annan hund í bílnum og auk þess verið angandi í hundalykt. Vísir spurði eiganda hundsins út í fullyrðingar fólks í næstu húsum í Vatnsendahverfinu í Kópavogi þess efnis að hundurinn væri sígólandi úti í bandi og að hann hefði bitið póstburðamann. Eigandinn gaf lítið fyrir þær ásakanir og þvertók fyrir að hundurinn, sem nú hefur verið aflífaður, hefði bitið nokkurn póstburðarmann. „Hann sagði við mig að hundurinn hefði bara bitið mig af því ég hefði stigið ofan á hann,“ segir Sigursteinn. Hið rétta sé að hundurinn hafi verið að þefa af honum og þegar hann gekk áfram, eftir að hafa staldrað við í kyrrstöðu, hafi hann rekið hnéð í hundinn.Lóð sem hundurinn í Kópavogi, sá sem réðst á drenginn sem sauma þurfti um áttatíu spor í, var bundinn í.Fékk úlpuna ekki endurgreidda „Ég er búinn að klappa honum og allt, rétt rekst í hann og þá beit hann mig,“ segir Sigursteinn sem varð mjög hræddur. Bitið hafi verið í gegnum þrjár flíkur og úlpan hans skemmst. Hann hafi farið í bílinn og legið á flautunni þangað til eigandinn birtist. Þeir hafi rætt málin og svo aftur nokkru síðar. Þá hafi eigandinn tekið niður nafn, heimilisfang og bankareikningsnúmer mannsins og sagst ætla að kaupa nýja úlpu. Ekkert hafi gerst og dregur Sigursteinn þá ályktun, eftir fullyrðingu eigandans þess efnis að hundurinn hafi ekki bitið póstburðarmann, að ekkert sé að marka það sem eigandinn segir. „Íslandspóstur hefði átt að tilkynna þetta, þá hefði hann misst hundinn. En ég vildi það ekki. Ég hef sjálfur átt hunda í tuttugu ár og vildi ekki gera þeim það. Vildi gera honum greiða en svo varð þetta ógreiði eftir að hundurinn beit krakkann.“ Vilhelm Bernhöft, eigandi hundsins, vildi ekkert tjá sig um málið á dögunum þegar frásögn Sigursteins var borin undir hann. Hann hefur bent á að þó hundurinn hafi verið í keðju úti í garði hafi hann ekki verið einn heima því fjölskyldumeðlimur um tvítugt hafi verið heima.Vettvangur árásarinnar í Kópavogi þar sem hundurinn var bundinn í keðju. Gönguleið er í kringum lóð hússins. Sumir nágrannar lögðu krók á leið sína til að þurfa ekki að ganga fram hjá hundinum sem var bundinn í keðju.VísirHundurinn „færi til guðs“ Guðmundur H. Einarsson, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, segir í samtali við Vísi að málið sé afgreitt af hans borði. „Okkar hlutverk er þarna fyrst og fremst að sjá til þess að dýrið valdi ekki ógnun í sínu umhverfi. Eigandinn ákvað að það færi til guðs. Það var afgreitt eins hratt og fljótt og hægt var,“ segir Guðmundur. Skráning hundsins hafi verið í lagi en það sé of algengt að skráning hunda sé ábótavant. „Það er að valda því að dýr eru á flakki,“ segir Guðmundur. Dýrin séu þó ekkert endilega að hræða neinn og skuldin liggi hjá eigendum. „Það eru eigendurnir sem eru ekki í lagi, eru ekki að passa dýrin sín og eru ekki að leita að þeim. Langalgengast er að fólk elski dýrin sín og fari vel með þau. Það eru þessir fáu sem koma óorði á hundaeigendur. Mjög sorglegt Gunnar Hilmarsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni segir málinu lokið af hálfu lögreglu. Því hefði í raun lokið með því að aflífa hundinn. „Þetta er allt mjög sorglegt,“ segir Gunnar. Það sem liggi fyrir í málinu sé að hundurinn hafi verið bundinn í keðju í garðinum sínum, en garðurinn er ekki afgirtur. Drengurinn hafi verið á hjólinu sínu með hjálm á höfði. Hann hafi farið inn í garðinn þar sem hundurinn sé en engin vitni hafi séð hvað gerðist. Í framhaldinu hafi drengurinn komið alblóðugur til foreldra sinna. „Málinu er lokið fyrst að hundinum var lógað. Það er ekkert saknæmt í málinu eða því um líkt. Þetta er eitthvað sem gerist, ekkert hægt að sakast við einn né neinn.“Leitað var að nýju heimili fyrir þessa Alaskan Malamute tík því hún gæti ekki verið í kringum börn.SkjáskotTjóðraðir án flóttaleiðar Björn Ólafsson hundaatferlisfræðingur var beðinn um að rýna í hegðun hunda í Síðdegisútvarpinu á dögunum. Benti hann á að þegar hundar bíti séu þeir í aðstæðum sem þeir ráði ekki við. Í grunninn séu hundar rándýr, það gildi um alla hunda og eigendur þeirra þurfi að gera sér grein fyrir því. „Flest bit virðast koma upp þegar hundar eru tjóðraðir og þeir eiga ekki flóttaleið. Hundar eru alltaf hundar alveg sama hvað þeir eru stórir eða litlir. Fleira og fleira fólk heldur að þetta sé svo yndislegt, þetta er svo fallegt og gott. Það halda allir að hundurinn þeirra bíti ekki en möguleikinn er alltaf fyrir hendi,“ sagði Björn. Í samþykkt um hundahald er komið inn á skyldur hundaeigenda. Þar segir meðal annars að óheimilt sé að hafa hund tjóðraðan án eftirlits ábyrgðs aðila. Sömuleiðis að hundaeiganda sé skylt að sjá til þess að hundur hans raski ekki ró manna með stöðugu eða ítrekuðu gelti eða ýlfri. Vísir hefur rætt við íbúa í Vatnsendahverfinu sem margir hverjir eru hundaeigendur. Flestir kannast við hundinn sem olli skaðanum þar sem gönguleið um hverfið liggur nærri garðinum þar sem hundurinn var löngum stundum í keðju sinni. „Hundur sem lendir í því að bíta á yfirleitt við svo stórt eigendavandamál að stríða að það þarf alltaf að byrja á því að temja eigandann. Við breytum ekkert eigandanum. Og þá er spurning um að koma honum á nýtt heimili. Og hvern langar í hund sem er með svona sögu? Það er til nóg af fínum hundum,“ segir Björn. Athygli Vísis var vakin á því að fyrr í vetur var auglýst í Facebook-hópnum Hundasamfélaginu eftir einhverjum sem gæti tekið að sér Alaskan Malamute hund. Hundurinn væri þó þeim vandkvæðum bundinn að geta ekki verið innan um börn. Vísi er ekki kunnugt um hvað varð um viðkomandi hund.Sonur Örnu Báru var illa farinn á bak við eyrun eftir árásina í fyrra.„Saga frá hliði hundsins“ Athygli vekur að fyrir rúmlega ári síðan beit hundur af sömu tegund, þó ekki sami hundur, fimm ára dreng til blóðs. Snar handtök föður og skynsamleg viðbrögð fimm ára drengsins urðu til þess að ekki fór verr. Sauma þurfti fimm spor á bak við hægra eyra og hægri nös en annars slapp drengurinn með skrekkinn. Um var að ræða fjögurra ára Alaskan Malamute rakka. „Þetta gerðist á nokkrum sekúndum. Ég hélt fyrst að hann hefði dottið og fengið blóðnasir en svo var ekki,“ sagði Arna Bára Karlsdóttir, móðir drengsins, við Fréttablaðið í fyrra. Hún var í matarboði ásamt fjölskyldu sinni en vinafólk hennar átti hundinn. Eigandi hundsins, Guðfinna Kristinsdóttir sem ritstýrir Hundasamfélaginu á Facebook, skrifaði í framhaldinu pistil í Kvennablaðið sem hún nefndi „Sagan frá hlið hundsins“. Sagði Guðfinna að reynslan væri sú versta sem hún hefði lent í sem hundaeigandi. Áfallið hafi verið sérstaklega mikið enda barnið nákomið henni. Hún hefði tekið hundinn með sér í matarboð þar sem þau hefðu upphaflega ekki reiknað með því að börnin yrðu úti að leika í garðinum. Guðfinna sagði hundinn óöruggan í kringum aðra hunda eftir að ráðist hefði verið á hann á viðkvæmu mótunarskeiði hunda. Fimm ára drengurinn faðmaði hundinn úti í garði að sögn Guðfinnu. Varð hundurinn svo stressaður og hræddur að hann brást við með því að stökkva á drenginn og bíta hann. Guðfinna segist svo hafa náð að skipa hundinum að fara af drengnum. Þetta hafi verið í fyrsta skipti sem hundurinn beit manneskju. Þá hafi hann aldrei blóðgað annan hund. Guðfinna sagðist þakklát eigendunum að hafa ekki farið fram á að hundinum yrði lógað. Það hafi verið ákvörðun sem hún hafi sjálf fengið að taka. Fór svo að hundinum var lógað síðar á árinu vegna veikinda sem hundurinn átti við að stríða.Hver hundategund hafi ákveðna eiginleika Guðfinna segist hafa rætt við hundaatferlisfræðing eftir að málið kom upp í fyrra. Spurningin var hvort lóga þyrfti hundinum. Í samtalinu hafi komið fram að meta þyrfi hve alvarlega hundur slasar mann. Finnist hundi honum aftur ógnað séu allar líkur á að hundurinn bíti aftur og þá jafnfast eða fastar. Ef hundur bíti barn með slíkum krafti að sauma þurfi 80 spor í barnið sé hætta á að hundurinn verði ekki miskunnsamari lendi hann í svipuðum aðstæðum. Hefði hundurinn bitið einu sinni í barnið væri staðan allt önnur. Munur sé á biti og árás. „Það er mjög óþægilegt fyrir hundana að vera ekki með neinn nálægt sér sem þeir treysta. Þeir vilja aldrei bíta en finnst það eini möguleikinn því þeir eru fastir.“ „Þetta eru náttúrulega ömurlegar aðstæður. Bæði er hundurinn bundinn einn úti í sínum garði og komið inn á hans svæði. Vandamálið er margþætt,“ segir Guðfinna. Bæði eigi hundar ekki að vera eftirlitslausir og bundnir en sömuleiðis eigi ung börn ekki að geta valsað inn í einkagarða þar sem hundar séu. Þá geti verið að hundur sé að bregðast við fyrri reynslu, hafi verið strítt, eða glími við veikindi eða verki sem sjáist ekki á honum. Svo séu hundarnir ólíkir eftir tegundum. „Þetta er stór sleðahundategund, mjög barngóð almennt séð og voru notaðir upprunalega til að halda hita á börnum inúíta,“ segir Guðfinna. Uppeldi, þjálfun og fyrri reynsla hundsins séu lykilatriði sem gæti útskýrt hvers vegna hundur gæti verið viðkvæmur fyrir beininu sínu. „Hann gæti hafa ekki fengið nægilega mikla þjálfun með matinn sinn og varið hann óþarflega mikið. Ég myndi horfa á aðstæður í hvert skipti, greina hvert slys fyrir sig og hafa á bak við eyrað að hver hundategund hefur ákveðna eiginleika.“Sema Erla Serdar var bitinn af Alaskan Malamute hundi.Vísir/EyþórTekist á um hvort vísa ætti hundi af heimili Þriðja dæmið, á innan við ári þar sem hundur af sömu tegund kemur við sögu, varð í Kópavogi í mars í fyrra. Þar beit Alaskan Malamute hundur á fimmta ári Semu Erlu Serdar og annan hund í bakgarði. Alaskan Malamute hundurinn var einn fjögurra sem fólkið á neðri hæð tvíbýlishússins hafði í sinni umsjá. Á efri hæðinni voru tveir hundar en garðurinn var sameiginlegur. Lenti hundunum saman í garðinum og var eigandi hundanna á efri hæðinni bitinn við það tilefni. Fór Sema fram á að hundurinn yrði fjarlægður af heimilinu. Vísaði hún til fyrri árásar hundsins, að nágrannar hleyptu hundunum sínum lausum og undir engu eftirliti út í garð og hundinum væri ekki sinnt. Heimsótti heilbrigðiseftiritið hundinn í framhaldinu og skoðaði aðstæður, hvort hundurinn teldist grimmur og gæti verið hættulegur umhverfi sínu. Ekkert óeðlilegt hafi komið fram hjá hundinum í heimsókn tveggja starfsmanna eftirlitsins. Þar sem ekki hafi verið um að ræða ítrekuð eða alvarleg brot kom ekki til álita að beita þvingunarúrræðum. Auk þess skoðaði dýralæknir hundinn og skilaði skýrslu. Niðurstaða hennar var sú að eigendur hundanna hefði auðveldlega getað komið í veg fyrir atburðinn þar sem íbúinn á efri hæðinni var bitinn. „Þeir hafi báðir vitað um vandamálið sem verið hafi til staðar í samskiptum hundanna og hefðu áður upplifað rimmur á milli þeirra. Hefðu þeir mátt vita að ef hundarnir hittust myndi ekki fara vel. Sá hundur sem um væri deilt hefði ekki sýnt að hann væri hættulegur fólki, þar sem bitið sem kærandi hefði orðið fyrir hefði orðið í hita slagsmála á milli margra hunda. Mælti dýralæknirinn með því að umræddur hundur væri ávallt í taumi utandyra svo auðvelt væri að hafa stjórn á honum. Einnig væri hægt að nota munnkörfu á fyrstu stigum þjálfunar.“ Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis hafnaði því að láta fjarlægja hundinn af heimilinu. Þann úrskurð kærði sá sem var bitinn til úrskurðar umhverfis- og auðlindamála sem staðfesti ákvörðun eftirlitsins. Sema sagði í samtali við Fréttablaðið í fyrra að hún væri ósátt við niðurstöðuna en hefði gert ráðstafanir á heimili sínu vegna málsins.Alaskan Malamute eru sleðahundar.Wikimedia CommonsVandamál byrji ekki fyrr en við kynþroska Margir Alaskan Malmulite hundanna hér á landi koma frá sömu ræktun, Ásgarðsheimum á Kjalarnesi, sem Tara Haraldsdóttir rekur. Tara segist í samtali við Vísi þekkja til tveggja málanna hér að ofan en geti ekki útskýrt hvað gerst hafi. „Ég er bæði með börn og fimm hunda og þeir hafa aldrei bitið neinn hjá mér,“ segir Tara. Hundarnir eru seldir við tveggja mánaða aldur og fari heilir og sælir úr ræktuninni. Svo sé undir eigendum komið að þjálfa þá og sjá um eins og þurfi. „Þetta er auðvitað hræðilegt mál,“ segir Tara um 80 spora málið í Kópavogi þann 3. apríl. Hún bendir á að aldrei eigi að skilja hunda eftir eftirlitslausa á höfuðborgarsvæðinu. Alaskan Malmulite hundarnir séu þó barnvænir og hafi á sínum tíma verið notaðir til að halda hita á börnum inúíta. Í Facebook-hópnum Hundasamfélagið sagðist Árni Stefán Árnason lögfræðingur hafa heimildir fyrir því að við ræktun hvolpanna væru þeir látnir berjast um matinn sinn. Svokölluð „agressive feeding“. Innleg Árna Stefáns var fjarlægt úr hópnum en hann staðfesti að hann hefði heimildir fyrir því við Vísi. Tara segir hvolpana alla saman fyrstu vikurnar áður en þeir séu seldir. Fyrstu þrjár til fjórar vikurnar séu þeir hjá mömmu sinni og drekki móðurmjólkina. Í framhaldinu deili þeir skálum í um mánuð. Það séu yfirleitt engin slagsmál enda hvolparnir svo ungir. Þeim sé gefinn þurrmatur, aldrei hrátt kjöt eða neitt þannig. „Það er ekki fyrr en hundar verða kynþroska sem vandamál byrja, ef hundarnir eru ekki aldir rétt upp.“ Hún telur að um 150 Alaskan Malamute hunda sé að finna á Íslandi. Upplýsa ekki hvort tilkynningar hafi borist MAST Í reglugerð um velferð gæludýra segir að meðal þeirrar starfsemi sem er tilkynningarskyld er umfangsmikið gæludýrahald. Til þess að hundaræktun sé tilkynningaskyld þurfi að vera tíu eða fleiri hundar tólf mánaða eða eldri, ræktun með þrjú got á ári eða útleiga á þremur eða fleiri hundum á ári. Tara Haraldsdóttir hjá Ásgarðsheimum segir ræktunina vera með um eitt got á ári. Tvisvar hafi komið fyrir að ræktunin hafi verið með tvö got á ári. Þá séu hvolparnir seldir við tveggja mánaða aldur. Sjálf sé hún með fimm hunda á heimilinu eins og kom fram hér að framan. Konráð Konráðsson, héraðsdýralæknir Suðvesturumdæmis sem starfar hjá MAST, segir Ásgarðsheima undir þeirri stærð sem rækt þurfi að vera til að starfsemin sé tilkynningaskyld. Þá vildi hann ekki upplýsa hvort mál tengd Ásgarðsheimum hefðu verið tilkynnt til MAST.Um Alaskan Malamute af síðunni Spisshundar.comHundurinn er nefndur eftir Malamut Inúítum sem búa á heimskautsströnd Vestur-Alaska. Þeir voru notaðir sem sleðahundar löngu áður en Evrópubúar komu til Alaska. Þeir geta dregið mjög þungar byrgðir. Malamute eru mjög hændir að fólki og þess vegna eru þeir eftirsóttir sem gæludýr. Það er æskilegt að fylgjast með þeim í kringum smærri börn vegn stærðar þeirra og styrks, eins og á við hverja aðra stóra hundategundir. Þrátt fyrir stærð þeirra eru þeir mjög fimir í kringum húsgögn og smærri hluti sem gerir þá að afbragðs heimilis hundum. Flest allir Malamute eru mjög hljóðlátir og gelta sjaldan ólíkt flestum öðrum hundategundum. Þeir eiga það til að tala við eigendur sína með eitthverskonar spangóli eða „Woo Wooo“ hljóði.
Dýr Tengdar fréttir Hundinum sem réðst á drenginn lógað Tæplega tveggja ára gamall Alaska Malamute hundur sem beit fimm ára dreng í Kópavogi á föstudaginn langa verður aflífaður. 3. apríl 2018 16:59 Hafnað að fjarlægja tíkina Rökkvu af heimili sínu þrátt fyrir bit Hundurinn Rökkva verður ekki fjarlægður af heimili sínu að Álfhólsvegi 145. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar í umhverfis- og auðlindamálum (ÚUA). 7. desember 2017 06:00 Fimm ára fékk fimm spor eftir hundaárás Hinn fimm ára Tristan Logi Örnuson slapp með skrekkinn þegar stór hundur af gerðinni Malamute réðst á hann og beit í höfuðið. Hröð handtök föður Tristans komu í veg fyrir að alvarleg meiðsl hlytust af. 11. apríl 2017 07:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Hundinum sem réðst á drenginn lógað Tæplega tveggja ára gamall Alaska Malamute hundur sem beit fimm ára dreng í Kópavogi á föstudaginn langa verður aflífaður. 3. apríl 2018 16:59
Hafnað að fjarlægja tíkina Rökkvu af heimili sínu þrátt fyrir bit Hundurinn Rökkva verður ekki fjarlægður af heimili sínu að Álfhólsvegi 145. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar í umhverfis- og auðlindamálum (ÚUA). 7. desember 2017 06:00
Fimm ára fékk fimm spor eftir hundaárás Hinn fimm ára Tristan Logi Örnuson slapp með skrekkinn þegar stór hundur af gerðinni Malamute réðst á hann og beit í höfuðið. Hröð handtök föður Tristans komu í veg fyrir að alvarleg meiðsl hlytust af. 11. apríl 2017 07:00