Nýr lögmaður tekur við teymi Trump Samúel Karl Ólason skrifar 2. maí 2018 23:01 Mikil starfsmannavelta hefur verið í lögmannateymi Trump og hafa fregnir borist af miklum deilum innan teymisins. Vísir/GETTY Nýr lögmaður hefur tekið við stjórn lögmannateymis Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Emmet Flood mun hafa umsjón með vörn forsetans gegn rannsóknar Robert Mueller, sérstaks saksóknara Dómsmálaráðuneytisins. Hann stýrði á árum áður vörn Bill Clinton, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, þegar hann var kærður fyrir embættisbrot. Í yfirlýsingu frá Söruh Huckabee Sanders, talskonu Trump, sagði hún að Flood myndi fara fyrir vörn forsetans og ríkisstjórnarinnar gegn „Rússlands-nornaveiðunum“.Fyrrverandi yfirmaður teymisins, Ty Cobb, ætlar að setjast í helgan stein. AP fréttaveitan segir þetta til marks um að Hvíta húsið ætli sér að fara af meira afli gegn rannsókn Mueller.Mueller rannsakar afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 og mögulegt samstarf framboðs Trump með Rússum. Þar að auki rannsakar Mueller hvort að Trump hafi reynt að koma í veg fyrir gang réttvísinnar með því að reka James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglunnar, sem um tíma var yfir rannsókninni. Comey heldur því fram að skömmu áður hafi Trump beðið hann um að hætta rannsókninni gegn Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump, sem hefur játað að hafa logið að rannsakendum Mueller um samskipti sín við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum.Eftir að Trump viðurkenndi í sjónvarpsviðtali að hann hefði rekið Comey vegna rannsóknarinnar var Mueller skipaður í embættis sérstaks saksóknara. Trump hefur ítrekað talað um „nornaveiðar“ gagnvart sér og hefur velt því upp við starfsmenn sína að reka Mueller og yfirmenn hans í Dómsmálaráðuneytinu. Mueller og rannsakendur hans hafa undanfarna mánuði reynt að fá Trump í viðtal og hefur sá möguleiki að stefna Trump verið nefndur af Mueller.Sjá einnig: Mueller sagður hafa hótað Trump með stefnuMikil starfsmannavelta hefur verið í lögmannateymi Trump og hafa fregnir borist af miklum deilum innan teymisins um hvernig og jafnvel hvort þeir eigi að hafa samvinnu með Mueller og rannsakendum hans. Cobb var hlynntur því að vinna með rannsakendunum en Flood er þekktur fyrir að ganga hart fram fyrir frambjóðendur sína. Mueller hefur ákært fjóra menn sem störfuðu innan framboðs Trump og sömuleiðis hefur hann ákært þrettán rússneska ríkisborgara og þrjú fyrirtæki.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgEins og áður segir hefur Michael Flynn játað að hafa brotið af sér. George Papadopoulus hefur sömuleiðis játað að hafa brotið af sér og starfar með rannsakendum Mueller. Hann mun hafa sagt áströlskum embættismanni frá því að Rússar sætu á gögnum sem kæmu Hillary Clinton illa áður en það var opinberað og gögnin birt. Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, og viðskiptafélagi hans, Rick Gates, hafa verið ákærðir fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum, peningaþvætti og skattsvik. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Nýr lögmaður hefur tekið við stjórn lögmannateymis Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Emmet Flood mun hafa umsjón með vörn forsetans gegn rannsóknar Robert Mueller, sérstaks saksóknara Dómsmálaráðuneytisins. Hann stýrði á árum áður vörn Bill Clinton, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, þegar hann var kærður fyrir embættisbrot. Í yfirlýsingu frá Söruh Huckabee Sanders, talskonu Trump, sagði hún að Flood myndi fara fyrir vörn forsetans og ríkisstjórnarinnar gegn „Rússlands-nornaveiðunum“.Fyrrverandi yfirmaður teymisins, Ty Cobb, ætlar að setjast í helgan stein. AP fréttaveitan segir þetta til marks um að Hvíta húsið ætli sér að fara af meira afli gegn rannsókn Mueller.Mueller rannsakar afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 og mögulegt samstarf framboðs Trump með Rússum. Þar að auki rannsakar Mueller hvort að Trump hafi reynt að koma í veg fyrir gang réttvísinnar með því að reka James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglunnar, sem um tíma var yfir rannsókninni. Comey heldur því fram að skömmu áður hafi Trump beðið hann um að hætta rannsókninni gegn Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump, sem hefur játað að hafa logið að rannsakendum Mueller um samskipti sín við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum.Eftir að Trump viðurkenndi í sjónvarpsviðtali að hann hefði rekið Comey vegna rannsóknarinnar var Mueller skipaður í embættis sérstaks saksóknara. Trump hefur ítrekað talað um „nornaveiðar“ gagnvart sér og hefur velt því upp við starfsmenn sína að reka Mueller og yfirmenn hans í Dómsmálaráðuneytinu. Mueller og rannsakendur hans hafa undanfarna mánuði reynt að fá Trump í viðtal og hefur sá möguleiki að stefna Trump verið nefndur af Mueller.Sjá einnig: Mueller sagður hafa hótað Trump með stefnuMikil starfsmannavelta hefur verið í lögmannateymi Trump og hafa fregnir borist af miklum deilum innan teymisins um hvernig og jafnvel hvort þeir eigi að hafa samvinnu með Mueller og rannsakendum hans. Cobb var hlynntur því að vinna með rannsakendunum en Flood er þekktur fyrir að ganga hart fram fyrir frambjóðendur sína. Mueller hefur ákært fjóra menn sem störfuðu innan framboðs Trump og sömuleiðis hefur hann ákært þrettán rússneska ríkisborgara og þrjú fyrirtæki.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgEins og áður segir hefur Michael Flynn játað að hafa brotið af sér. George Papadopoulus hefur sömuleiðis játað að hafa brotið af sér og starfar með rannsakendum Mueller. Hann mun hafa sagt áströlskum embættismanni frá því að Rússar sætu á gögnum sem kæmu Hillary Clinton illa áður en það var opinberað og gögnin birt. Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, og viðskiptafélagi hans, Rick Gates, hafa verið ákærðir fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum, peningaþvætti og skattsvik.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira