Arabaríki buðu framboði Trump aðstoð Kjartan Kjartansson skrifar 19. maí 2018 18:45 Trump ræðir við Mohammed bin Zayed al-Nahyan, krónsprins Abú Dabí og raunverulegan leiðtoga Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Vísir/AFP Elsti sonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta fundaði með fulltrúa tveggja arabískra prinsa og ísraelskum sérfræðingi í samfélagsmiðlaáróðri sem buðu framboði föður hans aðstoð sína þremur mánuðum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016. Sérstaki rannsakandi dómsmálaráðuneytisins er sagður beina sjónum sínum að samskiptunum.New York Times greinir frá fundinum sem átti sér stað í Trump-turninum í New York 3. ágúst árið 2016. Erik Prince, öryggisverktaki og óformlegur ráðgjafi framboðsins, kom fundinum á. George Nader, ráðgjafi krónprinsa Sádí-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna, sagði Donald Trump yngri, elsta syni frambjóðandans, að þeir vildu ólmir hjálpa Trump að sigra í kosningunum. Fundinn sat einnig Joel Zamel, sérfræðingur í samfélagsmiðlum. Ísraelskir leyniþjónustumenn eru sagðir vinna fyrir Psy-Group, fyrirtæki hans sem sérhæfir sig í upplýsingasöfnun og skoðanamótun í gegnum samfélagsmiðla. Fyrirtækið á að hafa verið búið að leggja drög að margmilljón dollara tillögu að samfélagsmiðlaherferð til að hjálpa Trump að ná kjöri. Ekki liggur fyrir hvort að eitthvað varð af herferðinni en Trump yngri á að hafa tekið vel í hugmyndirnar á fundinum. Saksóknarar Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans sem kannar mögulegt samráð á milli framboðs Trump og rússneskra stjórnvalda, eru sagðir rannsaka fundinn og samskipti framboðsins við fulltrúa arabaríkjanna tveggja og Katars. Áður hefur verið greint frá því að Nader vinni með rannsakendunum. Rannsóknin er meðal annars sögð beinast að því hvort að möguleg aðstoð arabaríkjanna hafi verið lögð fram í samráði við Rússa.Trump yngri er sagður hafa tekið vel í boðið um aðstoð á fundinum í ágúst árið 2016 líkt og þegar honum voru boðnar skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton tveimur mánuðum áður.Vísir/AFPHitti lykilmenn framboðsins ítrekað fyrir og eftir kosningar Leiðtogar Sádí-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna höfðu ekki verið sáttir við stefnu Baracks Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í Miðausturlöndum. Þeir voru meðal annars ósáttir við kjarnorkusamninginn sem hann átti þátt í að gera við Írani. Fjölmiðlar sem tengjast löndunum tveimur gagnrýndu Hillary Clinton, andstæðing Trump í kosningunum, harðlega þegar hún var utanríkisráðherra í ríkisstjórn Obama. Nader er sagður hafa útskýrt fyrir Trump yngri á fundinum að krónprinsar Sádí-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna litu á föður hans sem sterkan leiðtoga sem myndi fylla upp í valdatóm sem þeir teldu að Obama hefðu skapað í Miðausturlöndum. Þeir myndu glaðir hjálpa Trump eftir fremsta megni. Í kjölfarið fundaði Nader ítrekað með lykilmönnum framboðs Trump eins og Jared Kushner, tengdasyni hans, Michael Flynn, sem síðar var þjóðaröryggisráðgafi Trump til skamms tíma, og Stephen Bannon, sem tók við sem kosningastjóri framboðsins síðustu mánuðina fyrir kosningarnar. Þau samskipti héldu áfram fram yfir kosningar. Flynn hefur síðan verið ákærður og játaði sig sekan um að hafa logið um samskipti sín við rússneskan sendiherra. Trump hefur átt í nánu sambandi við Sádí-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmin sem forseti. Fyrsta opinbera heimsókn hans var til Sádí-Arabíu. Þá tók hann afstöðu með ríkjunum tveimur þegar þau reyndu að einangra Katar þrátt fyrir þarlend stjórnvöld hafi lengi verið nánir bandamenn Bandaríkjanna. Sú ákvörðun kom mörgum á óvart enda eru bandarískar herstöðvar í Katar. Skoðun Trump á deilunni var einnig ólík afstöðu Rex Tillerson, þáverandi utanríkisráðherra hans, sem talaði á diplómatískari nótum. Nú síðast dró Trump Bandaríkin út úr kjarnorkusamningnum við Íran sem ríkin tvö hafa lengi hamast gegn.George Nader hefur lengi unnið sem ráðgjafi krónsprins Abú Dabí. Hann er sagður hafa boðið framboði Trump aðstoð Sádí Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna.Man eftir fundinum en segir hann ekki hafa náð lengra Fulltrúi Sádí-Arabíu neitar því að Nader hafi nokkru sinni unnið fyrir landið og hann hafi aldrei haft heimild til að tala í nafni krónsprins landsins. Lögmaður Zamel segir að hann hafi aldrei staðið fyrir herferð fyrir framboð Trump og ekki tekið þátt í bandarísku forsetakosningunum á nokkurn hátt. Lögmaður Donalds Trump yngri sagði í yfirlýsingu að skjólstæðingur sinn minntist fundar með Erik Prince, George Nader og öðrum einstaklingi sem „gæti hafa verið“ Zamel. Þeir hafi kynnt fyrir Trump yngri samfélagsmiðla- eða markaðsáætlun. Trump yngri hafi ekki haft áhuga og málið hefði ekki náð lengra. Ólöglegt er fyrir erlendar ríkisstjórnar og einstaklinga að hafa afskipti af bandarískum kosningum. Heimildarmenn New York Times segja að fulltrúa framboðs Trump hafi engu að síður ekki virst hafa áhyggjur af því að vinna með útlendingum. Fundurinn þykir minna á annan umtalaðan fund í Trump-turninum í júní sama ár. Þá samþykkti Trump yngri að hitta rússneskan lögfræðing sem tengsl við stjórnvöld í Kreml vegna þess að hann átti von á að fá skaðlegar upplýsingar um Clinton. Bandaríkin Donald Trump Katar Rússarannsóknin Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Erlend ríki reyna að notfæra sér tengdason Trump Fáir starfsmenn Hvíta hússins hafa haft eins flókið net viðskiptahagsmuna og skulda og Jared Kushner, tengdasonur Trump Bandaríkjaforseta. Erlend ríki eru sögð reyna að notfæra sér reynsluleysi hans og viðskiptahagsmuni. 28. febrúar 2018 13:15 Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00 Mueller hefur áhuga á fjármálum tengdasonar Bandaríkjaforseta Jared Kushner var aðaltengiliður undirbúningsnefndar fyrir valdatöku Donalds Trump við erlendar ríkisstjórnar. Á sama tíma stóð hann í viðræðum við erlenda aðila um fjármögnun fyrir fjölskyldufyrirtæki sitt. 19. febrúar 2018 22:30 Vísbendingar um tilraun til leynilegra samskipta milli stjórna Trump og Pútín Fundur sem óformlegur ráðgjafi Trump átti með rússneskum bankamanni á Seychelles-eyjum er talin ein fyrsta tilraunin til að koma á samskiptum á milli stjórnar Trump og Rússa á bak við tjöldin. 8. mars 2018 11:15 Ráðgjafi Sameinuðu furstadæmanna vinnur með rannsakendum Mueller Maðurinn var stöðvaður þegar hann var á leið á fögnuð í tilefni embættisafmælis Trump í Mar-a-Lago í janúar. 7. mars 2018 12:31 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Elsti sonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta fundaði með fulltrúa tveggja arabískra prinsa og ísraelskum sérfræðingi í samfélagsmiðlaáróðri sem buðu framboði föður hans aðstoð sína þremur mánuðum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016. Sérstaki rannsakandi dómsmálaráðuneytisins er sagður beina sjónum sínum að samskiptunum.New York Times greinir frá fundinum sem átti sér stað í Trump-turninum í New York 3. ágúst árið 2016. Erik Prince, öryggisverktaki og óformlegur ráðgjafi framboðsins, kom fundinum á. George Nader, ráðgjafi krónprinsa Sádí-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna, sagði Donald Trump yngri, elsta syni frambjóðandans, að þeir vildu ólmir hjálpa Trump að sigra í kosningunum. Fundinn sat einnig Joel Zamel, sérfræðingur í samfélagsmiðlum. Ísraelskir leyniþjónustumenn eru sagðir vinna fyrir Psy-Group, fyrirtæki hans sem sérhæfir sig í upplýsingasöfnun og skoðanamótun í gegnum samfélagsmiðla. Fyrirtækið á að hafa verið búið að leggja drög að margmilljón dollara tillögu að samfélagsmiðlaherferð til að hjálpa Trump að ná kjöri. Ekki liggur fyrir hvort að eitthvað varð af herferðinni en Trump yngri á að hafa tekið vel í hugmyndirnar á fundinum. Saksóknarar Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans sem kannar mögulegt samráð á milli framboðs Trump og rússneskra stjórnvalda, eru sagðir rannsaka fundinn og samskipti framboðsins við fulltrúa arabaríkjanna tveggja og Katars. Áður hefur verið greint frá því að Nader vinni með rannsakendunum. Rannsóknin er meðal annars sögð beinast að því hvort að möguleg aðstoð arabaríkjanna hafi verið lögð fram í samráði við Rússa.Trump yngri er sagður hafa tekið vel í boðið um aðstoð á fundinum í ágúst árið 2016 líkt og þegar honum voru boðnar skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton tveimur mánuðum áður.Vísir/AFPHitti lykilmenn framboðsins ítrekað fyrir og eftir kosningar Leiðtogar Sádí-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna höfðu ekki verið sáttir við stefnu Baracks Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í Miðausturlöndum. Þeir voru meðal annars ósáttir við kjarnorkusamninginn sem hann átti þátt í að gera við Írani. Fjölmiðlar sem tengjast löndunum tveimur gagnrýndu Hillary Clinton, andstæðing Trump í kosningunum, harðlega þegar hún var utanríkisráðherra í ríkisstjórn Obama. Nader er sagður hafa útskýrt fyrir Trump yngri á fundinum að krónprinsar Sádí-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna litu á föður hans sem sterkan leiðtoga sem myndi fylla upp í valdatóm sem þeir teldu að Obama hefðu skapað í Miðausturlöndum. Þeir myndu glaðir hjálpa Trump eftir fremsta megni. Í kjölfarið fundaði Nader ítrekað með lykilmönnum framboðs Trump eins og Jared Kushner, tengdasyni hans, Michael Flynn, sem síðar var þjóðaröryggisráðgafi Trump til skamms tíma, og Stephen Bannon, sem tók við sem kosningastjóri framboðsins síðustu mánuðina fyrir kosningarnar. Þau samskipti héldu áfram fram yfir kosningar. Flynn hefur síðan verið ákærður og játaði sig sekan um að hafa logið um samskipti sín við rússneskan sendiherra. Trump hefur átt í nánu sambandi við Sádí-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmin sem forseti. Fyrsta opinbera heimsókn hans var til Sádí-Arabíu. Þá tók hann afstöðu með ríkjunum tveimur þegar þau reyndu að einangra Katar þrátt fyrir þarlend stjórnvöld hafi lengi verið nánir bandamenn Bandaríkjanna. Sú ákvörðun kom mörgum á óvart enda eru bandarískar herstöðvar í Katar. Skoðun Trump á deilunni var einnig ólík afstöðu Rex Tillerson, þáverandi utanríkisráðherra hans, sem talaði á diplómatískari nótum. Nú síðast dró Trump Bandaríkin út úr kjarnorkusamningnum við Íran sem ríkin tvö hafa lengi hamast gegn.George Nader hefur lengi unnið sem ráðgjafi krónsprins Abú Dabí. Hann er sagður hafa boðið framboði Trump aðstoð Sádí Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna.Man eftir fundinum en segir hann ekki hafa náð lengra Fulltrúi Sádí-Arabíu neitar því að Nader hafi nokkru sinni unnið fyrir landið og hann hafi aldrei haft heimild til að tala í nafni krónsprins landsins. Lögmaður Zamel segir að hann hafi aldrei staðið fyrir herferð fyrir framboð Trump og ekki tekið þátt í bandarísku forsetakosningunum á nokkurn hátt. Lögmaður Donalds Trump yngri sagði í yfirlýsingu að skjólstæðingur sinn minntist fundar með Erik Prince, George Nader og öðrum einstaklingi sem „gæti hafa verið“ Zamel. Þeir hafi kynnt fyrir Trump yngri samfélagsmiðla- eða markaðsáætlun. Trump yngri hafi ekki haft áhuga og málið hefði ekki náð lengra. Ólöglegt er fyrir erlendar ríkisstjórnar og einstaklinga að hafa afskipti af bandarískum kosningum. Heimildarmenn New York Times segja að fulltrúa framboðs Trump hafi engu að síður ekki virst hafa áhyggjur af því að vinna með útlendingum. Fundurinn þykir minna á annan umtalaðan fund í Trump-turninum í júní sama ár. Þá samþykkti Trump yngri að hitta rússneskan lögfræðing sem tengsl við stjórnvöld í Kreml vegna þess að hann átti von á að fá skaðlegar upplýsingar um Clinton.
Bandaríkin Donald Trump Katar Rússarannsóknin Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Erlend ríki reyna að notfæra sér tengdason Trump Fáir starfsmenn Hvíta hússins hafa haft eins flókið net viðskiptahagsmuna og skulda og Jared Kushner, tengdasonur Trump Bandaríkjaforseta. Erlend ríki eru sögð reyna að notfæra sér reynsluleysi hans og viðskiptahagsmuni. 28. febrúar 2018 13:15 Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00 Mueller hefur áhuga á fjármálum tengdasonar Bandaríkjaforseta Jared Kushner var aðaltengiliður undirbúningsnefndar fyrir valdatöku Donalds Trump við erlendar ríkisstjórnar. Á sama tíma stóð hann í viðræðum við erlenda aðila um fjármögnun fyrir fjölskyldufyrirtæki sitt. 19. febrúar 2018 22:30 Vísbendingar um tilraun til leynilegra samskipta milli stjórna Trump og Pútín Fundur sem óformlegur ráðgjafi Trump átti með rússneskum bankamanni á Seychelles-eyjum er talin ein fyrsta tilraunin til að koma á samskiptum á milli stjórnar Trump og Rússa á bak við tjöldin. 8. mars 2018 11:15 Ráðgjafi Sameinuðu furstadæmanna vinnur með rannsakendum Mueller Maðurinn var stöðvaður þegar hann var á leið á fögnuð í tilefni embættisafmælis Trump í Mar-a-Lago í janúar. 7. mars 2018 12:31 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Erlend ríki reyna að notfæra sér tengdason Trump Fáir starfsmenn Hvíta hússins hafa haft eins flókið net viðskiptahagsmuna og skulda og Jared Kushner, tengdasonur Trump Bandaríkjaforseta. Erlend ríki eru sögð reyna að notfæra sér reynsluleysi hans og viðskiptahagsmuni. 28. febrúar 2018 13:15
Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00
Mueller hefur áhuga á fjármálum tengdasonar Bandaríkjaforseta Jared Kushner var aðaltengiliður undirbúningsnefndar fyrir valdatöku Donalds Trump við erlendar ríkisstjórnar. Á sama tíma stóð hann í viðræðum við erlenda aðila um fjármögnun fyrir fjölskyldufyrirtæki sitt. 19. febrúar 2018 22:30
Vísbendingar um tilraun til leynilegra samskipta milli stjórna Trump og Pútín Fundur sem óformlegur ráðgjafi Trump átti með rússneskum bankamanni á Seychelles-eyjum er talin ein fyrsta tilraunin til að koma á samskiptum á milli stjórnar Trump og Rússa á bak við tjöldin. 8. mars 2018 11:15
Ráðgjafi Sameinuðu furstadæmanna vinnur með rannsakendum Mueller Maðurinn var stöðvaður þegar hann var á leið á fögnuð í tilefni embættisafmælis Trump í Mar-a-Lago í janúar. 7. mars 2018 12:31