„Þetta er náttúrulega orðið eins og farsi“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. maí 2018 18:27 Hraunfossar í Borgarfirði þykja afar fallegir og vinsæll vðkomustaður ferðamanna. Vísir/Vilhelm Lögmaður H-foss, félagsins sem stendur að gjaldtökunni við Hraunfossa, gagnrýnir ályktun byggðaráðs Borgarbyggðar sem send var út vegna gjaldtökunnar í dag. Hún segir ekki rétt að verið sé að innheimta „vegtolla“ eins og komist var að orði í ályktuninni. Að auki segir hún rekstraraðila veitingastaðar við Hraunfossa hafa stuðlað að stöðvun gjaldtökunnar. Í ályktun byggðaráðs Borgarbyggðar kom fram að byggðaráð furði sig á því að leigutakar jarðarinnar Hraunáss hafi á nýjan leik hafið „töku vegtolla fyrir eigin ábata inn á fyrrgreint svæði án þess að hafa á nokkurn hátt lagt fé til uppbyggingar á þeirri aðstöðu sem þar er til staðar.“Sjá einnig: Borgarbyggð blöskrar að þeir sem leggi ekkert til málanna rukki við Hraunfossa Eva Bryndís Helgadóttir, lögmaður H-foss, félagsins sem stendur að gjaldtökunni við Hraunfossa, furðar sig á þessari fullyrðingu byggðaráðs, þ.e. að eigendur jarðarinnar leggi ekkert til málanna í uppbygingu á svæðinu. „Ég veit ekki á hverju sú fullyrðing byggir. Í fyrsta lagi vilja þeir bara taka bílastæðið af friðlýsta svæðinu, þeim finnst skrýtið að hafa bílastæði inn á friðlýstu svæði,“ segir Eva.Eva B. Helgadóttir, lögmaður leigutakanna.Ekki verið að innheimta vegtolla Gjaldtakan við Hraunfossa var stöðvuð í gær en Eva segist ekki enn hafa fengið haldbær rök fyrir stöðvuninni frá lögreglu. „Ég er að bíða eftir að sjá á hverju sú ákvörðun sýslumanns er byggð. Hann mætir bara og stöðvar hana, segir ekkert af hverju, kemur ekki með neina pappíra og ekki neitt.“ Þá segir Eva ekki rétt að verið sé að innheimta „vegtolla“ eins og kom fram í ályktun byggðaráðs Borgarbyggðar. „Það er rangt að það sé verið að krefjast einhvers umferðargjalds eða vegatolla.“Að ofan má sjá mynd frá eigendum H-fossa, umbjóðenda Evu, sem sýnir þeirra um uppbyggingu á svæðinu. Eva segir þá vilja fjarlægja bílastæðið af hinu friðlýsta svæði sem þeim þykir of nálægt fossunum.Mynd/H-fossar„Það eru þeir sem hringja sjö sinnum á dag í lögregluna“ Þá segir Eva að rekstraraðilar veitingastaðar við Hraunfossa, sem hafa sagst vera mótfallin gjaldtökunni, standi líklega að baki stöðvun hennar. „Kjarnaatriðið í þessu er að það er veitingastaður rekinn í jaðri landsins sem byggir alla afkomu sína á því að viðskiptavinir hans fái að leggja ókeypis í landi annars manns,“ segir Eva. „Það eru þeir sem hringja sjö sinnum á dag í lögregluna og sjö sinnum á dag í Umhverfisstofnun og sýslumann.“ Spurð að því hvort staðan sem nú hafi skapast sé að mestu leyti upprunin frá rekstraraðilum veitingastaðarins segir Eva að grunur leiki á um það. „Mér sýnist margt benda til þess vegna þess að af hverju er lögreglan allt í einu að mæta og stöðva einhverja gjaldtöku án þess að vita af hverju? Þetta er náttúrulega orðið eins og farsi.“ Bílar Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Borgarbyggð blöskrar að þeir sem leggi ekkert til málanna rukki við Hraunfossa Leigutakar rukkuðu eitt þúsund krónur á bílinn. 17. maí 2018 14:56 Lögreglan stöðvar gjaldtöku við Hraunfossa Í annað skipti sem gjaldtakan er stöðvuð. 16. maí 2018 15:47 Hefja aftur gjaldtöku á bílastæðinu við Hraunfossa Gjaldtakan er umdeild en síðastliðið haust óskaði Umhverfisstofnun eftir aðstoð lögreglunnar á Vesturlandi við að stöðva gjaldtökuna þar sem hún er ólögmæt að mati stofnunarinnar. 15. maí 2018 13:37 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Lögmaður H-foss, félagsins sem stendur að gjaldtökunni við Hraunfossa, gagnrýnir ályktun byggðaráðs Borgarbyggðar sem send var út vegna gjaldtökunnar í dag. Hún segir ekki rétt að verið sé að innheimta „vegtolla“ eins og komist var að orði í ályktuninni. Að auki segir hún rekstraraðila veitingastaðar við Hraunfossa hafa stuðlað að stöðvun gjaldtökunnar. Í ályktun byggðaráðs Borgarbyggðar kom fram að byggðaráð furði sig á því að leigutakar jarðarinnar Hraunáss hafi á nýjan leik hafið „töku vegtolla fyrir eigin ábata inn á fyrrgreint svæði án þess að hafa á nokkurn hátt lagt fé til uppbyggingar á þeirri aðstöðu sem þar er til staðar.“Sjá einnig: Borgarbyggð blöskrar að þeir sem leggi ekkert til málanna rukki við Hraunfossa Eva Bryndís Helgadóttir, lögmaður H-foss, félagsins sem stendur að gjaldtökunni við Hraunfossa, furðar sig á þessari fullyrðingu byggðaráðs, þ.e. að eigendur jarðarinnar leggi ekkert til málanna í uppbygingu á svæðinu. „Ég veit ekki á hverju sú fullyrðing byggir. Í fyrsta lagi vilja þeir bara taka bílastæðið af friðlýsta svæðinu, þeim finnst skrýtið að hafa bílastæði inn á friðlýstu svæði,“ segir Eva.Eva B. Helgadóttir, lögmaður leigutakanna.Ekki verið að innheimta vegtolla Gjaldtakan við Hraunfossa var stöðvuð í gær en Eva segist ekki enn hafa fengið haldbær rök fyrir stöðvuninni frá lögreglu. „Ég er að bíða eftir að sjá á hverju sú ákvörðun sýslumanns er byggð. Hann mætir bara og stöðvar hana, segir ekkert af hverju, kemur ekki með neina pappíra og ekki neitt.“ Þá segir Eva ekki rétt að verið sé að innheimta „vegtolla“ eins og kom fram í ályktun byggðaráðs Borgarbyggðar. „Það er rangt að það sé verið að krefjast einhvers umferðargjalds eða vegatolla.“Að ofan má sjá mynd frá eigendum H-fossa, umbjóðenda Evu, sem sýnir þeirra um uppbyggingu á svæðinu. Eva segir þá vilja fjarlægja bílastæðið af hinu friðlýsta svæði sem þeim þykir of nálægt fossunum.Mynd/H-fossar„Það eru þeir sem hringja sjö sinnum á dag í lögregluna“ Þá segir Eva að rekstraraðilar veitingastaðar við Hraunfossa, sem hafa sagst vera mótfallin gjaldtökunni, standi líklega að baki stöðvun hennar. „Kjarnaatriðið í þessu er að það er veitingastaður rekinn í jaðri landsins sem byggir alla afkomu sína á því að viðskiptavinir hans fái að leggja ókeypis í landi annars manns,“ segir Eva. „Það eru þeir sem hringja sjö sinnum á dag í lögregluna og sjö sinnum á dag í Umhverfisstofnun og sýslumann.“ Spurð að því hvort staðan sem nú hafi skapast sé að mestu leyti upprunin frá rekstraraðilum veitingastaðarins segir Eva að grunur leiki á um það. „Mér sýnist margt benda til þess vegna þess að af hverju er lögreglan allt í einu að mæta og stöðva einhverja gjaldtöku án þess að vita af hverju? Þetta er náttúrulega orðið eins og farsi.“
Bílar Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Borgarbyggð blöskrar að þeir sem leggi ekkert til málanna rukki við Hraunfossa Leigutakar rukkuðu eitt þúsund krónur á bílinn. 17. maí 2018 14:56 Lögreglan stöðvar gjaldtöku við Hraunfossa Í annað skipti sem gjaldtakan er stöðvuð. 16. maí 2018 15:47 Hefja aftur gjaldtöku á bílastæðinu við Hraunfossa Gjaldtakan er umdeild en síðastliðið haust óskaði Umhverfisstofnun eftir aðstoð lögreglunnar á Vesturlandi við að stöðva gjaldtökuna þar sem hún er ólögmæt að mati stofnunarinnar. 15. maí 2018 13:37 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Borgarbyggð blöskrar að þeir sem leggi ekkert til málanna rukki við Hraunfossa Leigutakar rukkuðu eitt þúsund krónur á bílinn. 17. maí 2018 14:56
Lögreglan stöðvar gjaldtöku við Hraunfossa Í annað skipti sem gjaldtakan er stöðvuð. 16. maí 2018 15:47
Hefja aftur gjaldtöku á bílastæðinu við Hraunfossa Gjaldtakan er umdeild en síðastliðið haust óskaði Umhverfisstofnun eftir aðstoð lögreglunnar á Vesturlandi við að stöðva gjaldtökuna þar sem hún er ólögmæt að mati stofnunarinnar. 15. maí 2018 13:37