„Þetta er náttúrulega orðið eins og farsi“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. maí 2018 18:27 Hraunfossar í Borgarfirði þykja afar fallegir og vinsæll vðkomustaður ferðamanna. Vísir/Vilhelm Lögmaður H-foss, félagsins sem stendur að gjaldtökunni við Hraunfossa, gagnrýnir ályktun byggðaráðs Borgarbyggðar sem send var út vegna gjaldtökunnar í dag. Hún segir ekki rétt að verið sé að innheimta „vegtolla“ eins og komist var að orði í ályktuninni. Að auki segir hún rekstraraðila veitingastaðar við Hraunfossa hafa stuðlað að stöðvun gjaldtökunnar. Í ályktun byggðaráðs Borgarbyggðar kom fram að byggðaráð furði sig á því að leigutakar jarðarinnar Hraunáss hafi á nýjan leik hafið „töku vegtolla fyrir eigin ábata inn á fyrrgreint svæði án þess að hafa á nokkurn hátt lagt fé til uppbyggingar á þeirri aðstöðu sem þar er til staðar.“Sjá einnig: Borgarbyggð blöskrar að þeir sem leggi ekkert til málanna rukki við Hraunfossa Eva Bryndís Helgadóttir, lögmaður H-foss, félagsins sem stendur að gjaldtökunni við Hraunfossa, furðar sig á þessari fullyrðingu byggðaráðs, þ.e. að eigendur jarðarinnar leggi ekkert til málanna í uppbygingu á svæðinu. „Ég veit ekki á hverju sú fullyrðing byggir. Í fyrsta lagi vilja þeir bara taka bílastæðið af friðlýsta svæðinu, þeim finnst skrýtið að hafa bílastæði inn á friðlýstu svæði,“ segir Eva.Eva B. Helgadóttir, lögmaður leigutakanna.Ekki verið að innheimta vegtolla Gjaldtakan við Hraunfossa var stöðvuð í gær en Eva segist ekki enn hafa fengið haldbær rök fyrir stöðvuninni frá lögreglu. „Ég er að bíða eftir að sjá á hverju sú ákvörðun sýslumanns er byggð. Hann mætir bara og stöðvar hana, segir ekkert af hverju, kemur ekki með neina pappíra og ekki neitt.“ Þá segir Eva ekki rétt að verið sé að innheimta „vegtolla“ eins og kom fram í ályktun byggðaráðs Borgarbyggðar. „Það er rangt að það sé verið að krefjast einhvers umferðargjalds eða vegatolla.“Að ofan má sjá mynd frá eigendum H-fossa, umbjóðenda Evu, sem sýnir þeirra um uppbyggingu á svæðinu. Eva segir þá vilja fjarlægja bílastæðið af hinu friðlýsta svæði sem þeim þykir of nálægt fossunum.Mynd/H-fossar„Það eru þeir sem hringja sjö sinnum á dag í lögregluna“ Þá segir Eva að rekstraraðilar veitingastaðar við Hraunfossa, sem hafa sagst vera mótfallin gjaldtökunni, standi líklega að baki stöðvun hennar. „Kjarnaatriðið í þessu er að það er veitingastaður rekinn í jaðri landsins sem byggir alla afkomu sína á því að viðskiptavinir hans fái að leggja ókeypis í landi annars manns,“ segir Eva. „Það eru þeir sem hringja sjö sinnum á dag í lögregluna og sjö sinnum á dag í Umhverfisstofnun og sýslumann.“ Spurð að því hvort staðan sem nú hafi skapast sé að mestu leyti upprunin frá rekstraraðilum veitingastaðarins segir Eva að grunur leiki á um það. „Mér sýnist margt benda til þess vegna þess að af hverju er lögreglan allt í einu að mæta og stöðva einhverja gjaldtöku án þess að vita af hverju? Þetta er náttúrulega orðið eins og farsi.“ Bílar Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Borgarbyggð blöskrar að þeir sem leggi ekkert til málanna rukki við Hraunfossa Leigutakar rukkuðu eitt þúsund krónur á bílinn. 17. maí 2018 14:56 Lögreglan stöðvar gjaldtöku við Hraunfossa Í annað skipti sem gjaldtakan er stöðvuð. 16. maí 2018 15:47 Hefja aftur gjaldtöku á bílastæðinu við Hraunfossa Gjaldtakan er umdeild en síðastliðið haust óskaði Umhverfisstofnun eftir aðstoð lögreglunnar á Vesturlandi við að stöðva gjaldtökuna þar sem hún er ólögmæt að mati stofnunarinnar. 15. maí 2018 13:37 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Lögmaður H-foss, félagsins sem stendur að gjaldtökunni við Hraunfossa, gagnrýnir ályktun byggðaráðs Borgarbyggðar sem send var út vegna gjaldtökunnar í dag. Hún segir ekki rétt að verið sé að innheimta „vegtolla“ eins og komist var að orði í ályktuninni. Að auki segir hún rekstraraðila veitingastaðar við Hraunfossa hafa stuðlað að stöðvun gjaldtökunnar. Í ályktun byggðaráðs Borgarbyggðar kom fram að byggðaráð furði sig á því að leigutakar jarðarinnar Hraunáss hafi á nýjan leik hafið „töku vegtolla fyrir eigin ábata inn á fyrrgreint svæði án þess að hafa á nokkurn hátt lagt fé til uppbyggingar á þeirri aðstöðu sem þar er til staðar.“Sjá einnig: Borgarbyggð blöskrar að þeir sem leggi ekkert til málanna rukki við Hraunfossa Eva Bryndís Helgadóttir, lögmaður H-foss, félagsins sem stendur að gjaldtökunni við Hraunfossa, furðar sig á þessari fullyrðingu byggðaráðs, þ.e. að eigendur jarðarinnar leggi ekkert til málanna í uppbygingu á svæðinu. „Ég veit ekki á hverju sú fullyrðing byggir. Í fyrsta lagi vilja þeir bara taka bílastæðið af friðlýsta svæðinu, þeim finnst skrýtið að hafa bílastæði inn á friðlýstu svæði,“ segir Eva.Eva B. Helgadóttir, lögmaður leigutakanna.Ekki verið að innheimta vegtolla Gjaldtakan við Hraunfossa var stöðvuð í gær en Eva segist ekki enn hafa fengið haldbær rök fyrir stöðvuninni frá lögreglu. „Ég er að bíða eftir að sjá á hverju sú ákvörðun sýslumanns er byggð. Hann mætir bara og stöðvar hana, segir ekkert af hverju, kemur ekki með neina pappíra og ekki neitt.“ Þá segir Eva ekki rétt að verið sé að innheimta „vegtolla“ eins og kom fram í ályktun byggðaráðs Borgarbyggðar. „Það er rangt að það sé verið að krefjast einhvers umferðargjalds eða vegatolla.“Að ofan má sjá mynd frá eigendum H-fossa, umbjóðenda Evu, sem sýnir þeirra um uppbyggingu á svæðinu. Eva segir þá vilja fjarlægja bílastæðið af hinu friðlýsta svæði sem þeim þykir of nálægt fossunum.Mynd/H-fossar„Það eru þeir sem hringja sjö sinnum á dag í lögregluna“ Þá segir Eva að rekstraraðilar veitingastaðar við Hraunfossa, sem hafa sagst vera mótfallin gjaldtökunni, standi líklega að baki stöðvun hennar. „Kjarnaatriðið í þessu er að það er veitingastaður rekinn í jaðri landsins sem byggir alla afkomu sína á því að viðskiptavinir hans fái að leggja ókeypis í landi annars manns,“ segir Eva. „Það eru þeir sem hringja sjö sinnum á dag í lögregluna og sjö sinnum á dag í Umhverfisstofnun og sýslumann.“ Spurð að því hvort staðan sem nú hafi skapast sé að mestu leyti upprunin frá rekstraraðilum veitingastaðarins segir Eva að grunur leiki á um það. „Mér sýnist margt benda til þess vegna þess að af hverju er lögreglan allt í einu að mæta og stöðva einhverja gjaldtöku án þess að vita af hverju? Þetta er náttúrulega orðið eins og farsi.“
Bílar Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Borgarbyggð blöskrar að þeir sem leggi ekkert til málanna rukki við Hraunfossa Leigutakar rukkuðu eitt þúsund krónur á bílinn. 17. maí 2018 14:56 Lögreglan stöðvar gjaldtöku við Hraunfossa Í annað skipti sem gjaldtakan er stöðvuð. 16. maí 2018 15:47 Hefja aftur gjaldtöku á bílastæðinu við Hraunfossa Gjaldtakan er umdeild en síðastliðið haust óskaði Umhverfisstofnun eftir aðstoð lögreglunnar á Vesturlandi við að stöðva gjaldtökuna þar sem hún er ólögmæt að mati stofnunarinnar. 15. maí 2018 13:37 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Borgarbyggð blöskrar að þeir sem leggi ekkert til málanna rukki við Hraunfossa Leigutakar rukkuðu eitt þúsund krónur á bílinn. 17. maí 2018 14:56
Lögreglan stöðvar gjaldtöku við Hraunfossa Í annað skipti sem gjaldtakan er stöðvuð. 16. maí 2018 15:47
Hefja aftur gjaldtöku á bílastæðinu við Hraunfossa Gjaldtakan er umdeild en síðastliðið haust óskaði Umhverfisstofnun eftir aðstoð lögreglunnar á Vesturlandi við að stöðva gjaldtökuna þar sem hún er ólögmæt að mati stofnunarinnar. 15. maí 2018 13:37