„Þetta er náttúrulega orðið eins og farsi“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. maí 2018 18:27 Hraunfossar í Borgarfirði þykja afar fallegir og vinsæll vðkomustaður ferðamanna. Vísir/Vilhelm Lögmaður H-foss, félagsins sem stendur að gjaldtökunni við Hraunfossa, gagnrýnir ályktun byggðaráðs Borgarbyggðar sem send var út vegna gjaldtökunnar í dag. Hún segir ekki rétt að verið sé að innheimta „vegtolla“ eins og komist var að orði í ályktuninni. Að auki segir hún rekstraraðila veitingastaðar við Hraunfossa hafa stuðlað að stöðvun gjaldtökunnar. Í ályktun byggðaráðs Borgarbyggðar kom fram að byggðaráð furði sig á því að leigutakar jarðarinnar Hraunáss hafi á nýjan leik hafið „töku vegtolla fyrir eigin ábata inn á fyrrgreint svæði án þess að hafa á nokkurn hátt lagt fé til uppbyggingar á þeirri aðstöðu sem þar er til staðar.“Sjá einnig: Borgarbyggð blöskrar að þeir sem leggi ekkert til málanna rukki við Hraunfossa Eva Bryndís Helgadóttir, lögmaður H-foss, félagsins sem stendur að gjaldtökunni við Hraunfossa, furðar sig á þessari fullyrðingu byggðaráðs, þ.e. að eigendur jarðarinnar leggi ekkert til málanna í uppbygingu á svæðinu. „Ég veit ekki á hverju sú fullyrðing byggir. Í fyrsta lagi vilja þeir bara taka bílastæðið af friðlýsta svæðinu, þeim finnst skrýtið að hafa bílastæði inn á friðlýstu svæði,“ segir Eva.Eva B. Helgadóttir, lögmaður leigutakanna.Ekki verið að innheimta vegtolla Gjaldtakan við Hraunfossa var stöðvuð í gær en Eva segist ekki enn hafa fengið haldbær rök fyrir stöðvuninni frá lögreglu. „Ég er að bíða eftir að sjá á hverju sú ákvörðun sýslumanns er byggð. Hann mætir bara og stöðvar hana, segir ekkert af hverju, kemur ekki með neina pappíra og ekki neitt.“ Þá segir Eva ekki rétt að verið sé að innheimta „vegtolla“ eins og kom fram í ályktun byggðaráðs Borgarbyggðar. „Það er rangt að það sé verið að krefjast einhvers umferðargjalds eða vegatolla.“Að ofan má sjá mynd frá eigendum H-fossa, umbjóðenda Evu, sem sýnir þeirra um uppbyggingu á svæðinu. Eva segir þá vilja fjarlægja bílastæðið af hinu friðlýsta svæði sem þeim þykir of nálægt fossunum.Mynd/H-fossar„Það eru þeir sem hringja sjö sinnum á dag í lögregluna“ Þá segir Eva að rekstraraðilar veitingastaðar við Hraunfossa, sem hafa sagst vera mótfallin gjaldtökunni, standi líklega að baki stöðvun hennar. „Kjarnaatriðið í þessu er að það er veitingastaður rekinn í jaðri landsins sem byggir alla afkomu sína á því að viðskiptavinir hans fái að leggja ókeypis í landi annars manns,“ segir Eva. „Það eru þeir sem hringja sjö sinnum á dag í lögregluna og sjö sinnum á dag í Umhverfisstofnun og sýslumann.“ Spurð að því hvort staðan sem nú hafi skapast sé að mestu leyti upprunin frá rekstraraðilum veitingastaðarins segir Eva að grunur leiki á um það. „Mér sýnist margt benda til þess vegna þess að af hverju er lögreglan allt í einu að mæta og stöðva einhverja gjaldtöku án þess að vita af hverju? Þetta er náttúrulega orðið eins og farsi.“ Bílar Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Borgarbyggð blöskrar að þeir sem leggi ekkert til málanna rukki við Hraunfossa Leigutakar rukkuðu eitt þúsund krónur á bílinn. 17. maí 2018 14:56 Lögreglan stöðvar gjaldtöku við Hraunfossa Í annað skipti sem gjaldtakan er stöðvuð. 16. maí 2018 15:47 Hefja aftur gjaldtöku á bílastæðinu við Hraunfossa Gjaldtakan er umdeild en síðastliðið haust óskaði Umhverfisstofnun eftir aðstoð lögreglunnar á Vesturlandi við að stöðva gjaldtökuna þar sem hún er ólögmæt að mati stofnunarinnar. 15. maí 2018 13:37 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Lögmaður H-foss, félagsins sem stendur að gjaldtökunni við Hraunfossa, gagnrýnir ályktun byggðaráðs Borgarbyggðar sem send var út vegna gjaldtökunnar í dag. Hún segir ekki rétt að verið sé að innheimta „vegtolla“ eins og komist var að orði í ályktuninni. Að auki segir hún rekstraraðila veitingastaðar við Hraunfossa hafa stuðlað að stöðvun gjaldtökunnar. Í ályktun byggðaráðs Borgarbyggðar kom fram að byggðaráð furði sig á því að leigutakar jarðarinnar Hraunáss hafi á nýjan leik hafið „töku vegtolla fyrir eigin ábata inn á fyrrgreint svæði án þess að hafa á nokkurn hátt lagt fé til uppbyggingar á þeirri aðstöðu sem þar er til staðar.“Sjá einnig: Borgarbyggð blöskrar að þeir sem leggi ekkert til málanna rukki við Hraunfossa Eva Bryndís Helgadóttir, lögmaður H-foss, félagsins sem stendur að gjaldtökunni við Hraunfossa, furðar sig á þessari fullyrðingu byggðaráðs, þ.e. að eigendur jarðarinnar leggi ekkert til málanna í uppbygingu á svæðinu. „Ég veit ekki á hverju sú fullyrðing byggir. Í fyrsta lagi vilja þeir bara taka bílastæðið af friðlýsta svæðinu, þeim finnst skrýtið að hafa bílastæði inn á friðlýstu svæði,“ segir Eva.Eva B. Helgadóttir, lögmaður leigutakanna.Ekki verið að innheimta vegtolla Gjaldtakan við Hraunfossa var stöðvuð í gær en Eva segist ekki enn hafa fengið haldbær rök fyrir stöðvuninni frá lögreglu. „Ég er að bíða eftir að sjá á hverju sú ákvörðun sýslumanns er byggð. Hann mætir bara og stöðvar hana, segir ekkert af hverju, kemur ekki með neina pappíra og ekki neitt.“ Þá segir Eva ekki rétt að verið sé að innheimta „vegtolla“ eins og kom fram í ályktun byggðaráðs Borgarbyggðar. „Það er rangt að það sé verið að krefjast einhvers umferðargjalds eða vegatolla.“Að ofan má sjá mynd frá eigendum H-fossa, umbjóðenda Evu, sem sýnir þeirra um uppbyggingu á svæðinu. Eva segir þá vilja fjarlægja bílastæðið af hinu friðlýsta svæði sem þeim þykir of nálægt fossunum.Mynd/H-fossar„Það eru þeir sem hringja sjö sinnum á dag í lögregluna“ Þá segir Eva að rekstraraðilar veitingastaðar við Hraunfossa, sem hafa sagst vera mótfallin gjaldtökunni, standi líklega að baki stöðvun hennar. „Kjarnaatriðið í þessu er að það er veitingastaður rekinn í jaðri landsins sem byggir alla afkomu sína á því að viðskiptavinir hans fái að leggja ókeypis í landi annars manns,“ segir Eva. „Það eru þeir sem hringja sjö sinnum á dag í lögregluna og sjö sinnum á dag í Umhverfisstofnun og sýslumann.“ Spurð að því hvort staðan sem nú hafi skapast sé að mestu leyti upprunin frá rekstraraðilum veitingastaðarins segir Eva að grunur leiki á um það. „Mér sýnist margt benda til þess vegna þess að af hverju er lögreglan allt í einu að mæta og stöðva einhverja gjaldtöku án þess að vita af hverju? Þetta er náttúrulega orðið eins og farsi.“
Bílar Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Borgarbyggð blöskrar að þeir sem leggi ekkert til málanna rukki við Hraunfossa Leigutakar rukkuðu eitt þúsund krónur á bílinn. 17. maí 2018 14:56 Lögreglan stöðvar gjaldtöku við Hraunfossa Í annað skipti sem gjaldtakan er stöðvuð. 16. maí 2018 15:47 Hefja aftur gjaldtöku á bílastæðinu við Hraunfossa Gjaldtakan er umdeild en síðastliðið haust óskaði Umhverfisstofnun eftir aðstoð lögreglunnar á Vesturlandi við að stöðva gjaldtökuna þar sem hún er ólögmæt að mati stofnunarinnar. 15. maí 2018 13:37 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Borgarbyggð blöskrar að þeir sem leggi ekkert til málanna rukki við Hraunfossa Leigutakar rukkuðu eitt þúsund krónur á bílinn. 17. maí 2018 14:56
Lögreglan stöðvar gjaldtöku við Hraunfossa Í annað skipti sem gjaldtakan er stöðvuð. 16. maí 2018 15:47
Hefja aftur gjaldtöku á bílastæðinu við Hraunfossa Gjaldtakan er umdeild en síðastliðið haust óskaði Umhverfisstofnun eftir aðstoð lögreglunnar á Vesturlandi við að stöðva gjaldtökuna þar sem hún er ólögmæt að mati stofnunarinnar. 15. maí 2018 13:37