Jákvæðni og dauðinn Arnar Sveinn Geirsson skrifar 15. maí 2018 09:00 Þann 16. maí eru 15 ár síðan ég missti mömmu, þá 11 ára gamall. Árinu áður hafði amma kvatt okkur. Ég fékk því að kynnast dauðanum ansi hratt án þess að hafa nokkuð um það að segja. Auðvitað vitum við öll að dauðinn er partur af tilveru okkar, jafnvel lítill strákur hefur að minnsta kosti heyrt um dauðann. Dauðinn er það sem lætur okkur vita að við lifum. Hann getur komið þegar við eigum hvað síst von á honum, en stundum gerir hann boð á undan sér. Ég upplifði hvort tveggja sem lítill strákur. Amma kvaddi óvænt, en mamma veiktist og dó eftir þriðju baráttuna við krabbamein á 10 árum. Hvernig á lítill strákur að bregðast við því þegar pabbi hans segir honum að mamma komi ekki heim af spítalanum? Hvernig á lítill strákur að bregðast við því að mamma hans verði aldrei aftur með honum? Hvað átti þessi litli strákur að gera? Dauðinn er umræðuefni sem ég forðast að ræða. Dauðinn er eitthvað sem ég forðast að hugsa um. Ég er algjörlega logandi hræddur við dauðann. Dauðinn er samt alls staðar í kringum mig. Okkur öll. Það berast okkur fréttir af fólki sem deyr á hverjum degi. Við heyrum minnst á dauðann á hverjum einasta degi. Af hverju er eitthvað sem er jafn ótrulega mikill partur af okkar daglega lífi og dauðinn ekki eitthvað sem við ræðum opinskátt um? Hvað gerum við í staðinn fyrir að ræða dauðann? Hvað ákvað litli strákurinn að gera, ég 11 ára gamall, til þess að forðast dauðann? Hann ákvað að vera sterkur. Hann ákvað að vera jákvæður. Hann ákvað að taka lífið og sigra það með rökin að vopni. Hann ákvað að verða sá besti í því að allt væri í lagi, alltaf. Í dag er jákvæðni eitthvað sem allir keppast um að segjast vera og stunda. Samfélagið kallar eftir endalausri jákvæðni. Sjálfur geri ég þetta. Öllum stundum. Ég segi öllum að ég sé svo ótrúlega jákvæður, að jákvæðnin sé sko leiðin áfram. Sorg, ótti, hræðsla, leiði - ekki til í dæminu. Það á sko ekki við um mig. Þessar tilfinningar fá ekkert pláss í mínu lífi, enda myndi það vera algjörlega á mis við þá jákvæðu manneskju sem ég hef ákveðið að vera. Ímynd mín sem jákvæð manneskja myndi molna niður. Er það ekki? Eða er það kannski þetta fullkomna tilfinningalíf sem er búið að teikna upp fyrir okkur? Það er búið að búa það til að það séu góðar og vondar tilfinningar. Tilfinningar eins og ótti, hræðsla eða sorg eru vondar tilfinningar. Vondar tilfinningar sem gera ekkert annað en að draga okkur niður. Samfélagið allt segir okkur að rétt hegðun sé að vera jávæður. Það er góð tilfinning sem gerir allt betra. Einmitt þetta gerði ég. „Vondu“ tilfinningarnar voru hundsaðar og ég fyllti upp í tómarúmið sem þær skildu eftir sig með jákvæðni. Blekkti eigin huga, aðlögunarhæfni okkar er nefnilega ótrúlega sterk. Svo sterk, að blekkingin var orðin sannleikurinn. Blekkingin var orðinn raunveruleikinn. Tilfinningarnar innra með okkur leyfa okkur að lifa. Leyfa okkur að elska. Leyfa okkur að taka þátt. Við að mörgu leyti afneitum dauðanum, þar til hann svo kemur til okkar. Og viðbrögð okkar þá, við dauðanum, er enn frekari afneitun á dauðanum. Það virkar ekki fyrir einstakling. Það virkar ekki fyrir fjölskyldur. Og það virkar ekki fyrir samfélag. Með því að ýta þessum venjulegu tilfinningum frá þér gætir þú haldið að þú stjórnir þessum tilfinningum. En því er einmitt öfugt farið. Þær hafa fullkomna stjórn á þér. Þær koma alltaf, undantekningalaust, út á einhverjum tímapunkti síðar á lífsleiðinni. Það er árangurslaust að krefjast óendanlegrar jákvæðni. Það er árangurslaust að ýta venjulegum tilfinningum til hliðar. Ekki misskilja mig, ég er ekki á móti hamingju. Ég er ekki á móti jákvæðni, eða núvitund, eða gleði. En þegar við ýtum venjulegum tilfinningum til hliðar fyrir falska jákvæðni að þá töpum við eiginleikanum til að kljást við veröldina eins og hún í raun og veru er. Eins og hún í raun og veru birtist okkur. Eina vissan sem við höfum er óvissan. Fögnum því að finna fyrir óvissunni. Finna fyrir tilfinningum. Bjóðum þær velkomnar og leyfum okkur að finna það sem þær eru að segja okkur. Tölum um dauðann, lífið og tilveruna og allt sem henni fylgir. Verum óhrædd við að vera á lífi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sveinn Geirsson Mest lesið Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Þann 16. maí eru 15 ár síðan ég missti mömmu, þá 11 ára gamall. Árinu áður hafði amma kvatt okkur. Ég fékk því að kynnast dauðanum ansi hratt án þess að hafa nokkuð um það að segja. Auðvitað vitum við öll að dauðinn er partur af tilveru okkar, jafnvel lítill strákur hefur að minnsta kosti heyrt um dauðann. Dauðinn er það sem lætur okkur vita að við lifum. Hann getur komið þegar við eigum hvað síst von á honum, en stundum gerir hann boð á undan sér. Ég upplifði hvort tveggja sem lítill strákur. Amma kvaddi óvænt, en mamma veiktist og dó eftir þriðju baráttuna við krabbamein á 10 árum. Hvernig á lítill strákur að bregðast við því þegar pabbi hans segir honum að mamma komi ekki heim af spítalanum? Hvernig á lítill strákur að bregðast við því að mamma hans verði aldrei aftur með honum? Hvað átti þessi litli strákur að gera? Dauðinn er umræðuefni sem ég forðast að ræða. Dauðinn er eitthvað sem ég forðast að hugsa um. Ég er algjörlega logandi hræddur við dauðann. Dauðinn er samt alls staðar í kringum mig. Okkur öll. Það berast okkur fréttir af fólki sem deyr á hverjum degi. Við heyrum minnst á dauðann á hverjum einasta degi. Af hverju er eitthvað sem er jafn ótrulega mikill partur af okkar daglega lífi og dauðinn ekki eitthvað sem við ræðum opinskátt um? Hvað gerum við í staðinn fyrir að ræða dauðann? Hvað ákvað litli strákurinn að gera, ég 11 ára gamall, til þess að forðast dauðann? Hann ákvað að vera sterkur. Hann ákvað að vera jákvæður. Hann ákvað að taka lífið og sigra það með rökin að vopni. Hann ákvað að verða sá besti í því að allt væri í lagi, alltaf. Í dag er jákvæðni eitthvað sem allir keppast um að segjast vera og stunda. Samfélagið kallar eftir endalausri jákvæðni. Sjálfur geri ég þetta. Öllum stundum. Ég segi öllum að ég sé svo ótrúlega jákvæður, að jákvæðnin sé sko leiðin áfram. Sorg, ótti, hræðsla, leiði - ekki til í dæminu. Það á sko ekki við um mig. Þessar tilfinningar fá ekkert pláss í mínu lífi, enda myndi það vera algjörlega á mis við þá jákvæðu manneskju sem ég hef ákveðið að vera. Ímynd mín sem jákvæð manneskja myndi molna niður. Er það ekki? Eða er það kannski þetta fullkomna tilfinningalíf sem er búið að teikna upp fyrir okkur? Það er búið að búa það til að það séu góðar og vondar tilfinningar. Tilfinningar eins og ótti, hræðsla eða sorg eru vondar tilfinningar. Vondar tilfinningar sem gera ekkert annað en að draga okkur niður. Samfélagið allt segir okkur að rétt hegðun sé að vera jávæður. Það er góð tilfinning sem gerir allt betra. Einmitt þetta gerði ég. „Vondu“ tilfinningarnar voru hundsaðar og ég fyllti upp í tómarúmið sem þær skildu eftir sig með jákvæðni. Blekkti eigin huga, aðlögunarhæfni okkar er nefnilega ótrúlega sterk. Svo sterk, að blekkingin var orðin sannleikurinn. Blekkingin var orðinn raunveruleikinn. Tilfinningarnar innra með okkur leyfa okkur að lifa. Leyfa okkur að elska. Leyfa okkur að taka þátt. Við að mörgu leyti afneitum dauðanum, þar til hann svo kemur til okkar. Og viðbrögð okkar þá, við dauðanum, er enn frekari afneitun á dauðanum. Það virkar ekki fyrir einstakling. Það virkar ekki fyrir fjölskyldur. Og það virkar ekki fyrir samfélag. Með því að ýta þessum venjulegu tilfinningum frá þér gætir þú haldið að þú stjórnir þessum tilfinningum. En því er einmitt öfugt farið. Þær hafa fullkomna stjórn á þér. Þær koma alltaf, undantekningalaust, út á einhverjum tímapunkti síðar á lífsleiðinni. Það er árangurslaust að krefjast óendanlegrar jákvæðni. Það er árangurslaust að ýta venjulegum tilfinningum til hliðar. Ekki misskilja mig, ég er ekki á móti hamingju. Ég er ekki á móti jákvæðni, eða núvitund, eða gleði. En þegar við ýtum venjulegum tilfinningum til hliðar fyrir falska jákvæðni að þá töpum við eiginleikanum til að kljást við veröldina eins og hún í raun og veru er. Eins og hún í raun og veru birtist okkur. Eina vissan sem við höfum er óvissan. Fögnum því að finna fyrir óvissunni. Finna fyrir tilfinningum. Bjóðum þær velkomnar og leyfum okkur að finna það sem þær eru að segja okkur. Tölum um dauðann, lífið og tilveruna og allt sem henni fylgir. Verum óhrædd við að vera á lífi.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar