AT&T segir það stór mistök að hafa ráðið lögmann Trump Kjartan Kjartansson skrifar 11. maí 2018 14:59 Cohen virðist hafa reynt að hagnast á tengslum sínum við Trump forseta strax eftir að hann tók við embætti í fyrra. Vísir/AFP Ráðning AT&T á Michael Cohen, persónulegum lögmanni Donalds Trump Bandaríkjaforseta, var „alvarlegur dómgreindarbrestur“ að sögn forstjóra fjarskiptarisans. Fyrirtækið réði Cohen meðal annars til að ráðleggja því í tengslum við risasamruna við Time Warner. Greint hefur verið frá greiðslum stórfyrirtækja eins og AT&T til skúffufélags í eigu Cohen í vikunni. Fyrirtækin voru á höttunum eftir innsýn í nýja ríkisstjórn Trump þar sem þau áttu mikið undir ákvörðunum bandarískra yfirvalda. Washington Post sagði frá því í gær að í samningi sem AT&T gerði við Cohen fljótlega eftir að Trump sór embættiseið í janúar í fyrra hafi verið kveðið á um að lögmaðurinn veitti ráð í tengslum við fyrirhugaðan samruna við Time Warner. Ríkisstjórn Trump hefur síðan lagst gegn samrunanum. Í tölvupósti til starfsmanna segir Randall Stephenson, forstjóri AT&T, að það hafi verið rangt að sækjast eftir ráðgjöf frá persónulegum lögmanni Trump. „Það er engin önnur leið til að segja það — ráðning AT&T á Michael Cohen sem pólitískum ráðgjafa var stór mistök,“ segir Stephenson í póstinum, að sögn Washington Post.Segir Cohen hafa boðið fyrirtækinu ráðgjöfina Cohen fékk 600.000 dollara frá þessu stærsta fjarskiptafyrirtæki heims. AT&T segist hafa veitt Robert Mueller, sérstökum rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, upplýsingar um greiðslurnar. Sömu sögu segir svissneska lyfjafyrirtækið Novartis sem réði Cohen einnig sem ráðgjafa. Stephenson fullyrti í póstinum til starfsmanna að fyrirtækið hefði farið að lögum og reglum. Alvanalegt væri að fyrirtæki réðu pólitíska ráðgjafa við stjórnarskipti. Í tilfelli Cohen hefði fyrirtækið hins vegar ekki hugað nægilega að bakgrunni hans. Þá segir forstjórinn að það hafi verið Cohen sem hafi boðið fyrirtækinu upplýsingar um „lykilleikmenn, forgangsmál þeirra og hugsunarhátt“ að fyrra bragði. Greiðslurnar frá AT&T og Novartis fóru til skúffufyrirtækisins Essential Consultants. Það er sama félag og Cohen notaði til þess að greiða Stephanie Clifford, klámmyndaleikkonu sem er þekkt undir sviðsnafninu Stormy Daniels, 130.000 dollara fyrir að þegja um meint kynferðislegt samband hennar við Trump rétt fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Rudy Giuliani, lögmaður Trump, neitar því að Trump hafi vitað um ráðgjafarstörf Cohen. Cohen er nú til alríkisrannsóknar vegna mögulegra fjársvika. Húsleitir voru gerðir á skrifstofu hans, íbúð og hótelherbergi í síðasta mánuði. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Fjarskiptarisi greiddi lögmanni Trump fyrir ráðgjöf um samruna Aðeins þremur dögum eftir að Trump sór embættiseið hafði stærsta fjarskiptafyrirtæki heims samband við persónulegan lögmann hans og réði til ráðgjafarstarfa. 10. maí 2018 23:02 Lyfjafyrirtæki ekki lengur með samning við lögmann Trump Svissneskt lyfjafyrirtæki sem hefur orðið uppvíst að spillingu annars staðar greiddi félagi lögmanns Trump Bandaríkjaforseti rúma milljón dollara í fyrra og fram á þetta ár. 9. maí 2018 15:29 Lögmaður Trump var ráðinn af fyrirtæki rússnesks auðjöfurs Michael Cohen er talinn hafa fengið hálfa milljón dala í kjölfar forsetakosninga Bandaríkjanna. 9. maí 2018 08:17 Mest lesið Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Sjá meira
Ráðning AT&T á Michael Cohen, persónulegum lögmanni Donalds Trump Bandaríkjaforseta, var „alvarlegur dómgreindarbrestur“ að sögn forstjóra fjarskiptarisans. Fyrirtækið réði Cohen meðal annars til að ráðleggja því í tengslum við risasamruna við Time Warner. Greint hefur verið frá greiðslum stórfyrirtækja eins og AT&T til skúffufélags í eigu Cohen í vikunni. Fyrirtækin voru á höttunum eftir innsýn í nýja ríkisstjórn Trump þar sem þau áttu mikið undir ákvörðunum bandarískra yfirvalda. Washington Post sagði frá því í gær að í samningi sem AT&T gerði við Cohen fljótlega eftir að Trump sór embættiseið í janúar í fyrra hafi verið kveðið á um að lögmaðurinn veitti ráð í tengslum við fyrirhugaðan samruna við Time Warner. Ríkisstjórn Trump hefur síðan lagst gegn samrunanum. Í tölvupósti til starfsmanna segir Randall Stephenson, forstjóri AT&T, að það hafi verið rangt að sækjast eftir ráðgjöf frá persónulegum lögmanni Trump. „Það er engin önnur leið til að segja það — ráðning AT&T á Michael Cohen sem pólitískum ráðgjafa var stór mistök,“ segir Stephenson í póstinum, að sögn Washington Post.Segir Cohen hafa boðið fyrirtækinu ráðgjöfina Cohen fékk 600.000 dollara frá þessu stærsta fjarskiptafyrirtæki heims. AT&T segist hafa veitt Robert Mueller, sérstökum rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, upplýsingar um greiðslurnar. Sömu sögu segir svissneska lyfjafyrirtækið Novartis sem réði Cohen einnig sem ráðgjafa. Stephenson fullyrti í póstinum til starfsmanna að fyrirtækið hefði farið að lögum og reglum. Alvanalegt væri að fyrirtæki réðu pólitíska ráðgjafa við stjórnarskipti. Í tilfelli Cohen hefði fyrirtækið hins vegar ekki hugað nægilega að bakgrunni hans. Þá segir forstjórinn að það hafi verið Cohen sem hafi boðið fyrirtækinu upplýsingar um „lykilleikmenn, forgangsmál þeirra og hugsunarhátt“ að fyrra bragði. Greiðslurnar frá AT&T og Novartis fóru til skúffufyrirtækisins Essential Consultants. Það er sama félag og Cohen notaði til þess að greiða Stephanie Clifford, klámmyndaleikkonu sem er þekkt undir sviðsnafninu Stormy Daniels, 130.000 dollara fyrir að þegja um meint kynferðislegt samband hennar við Trump rétt fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Rudy Giuliani, lögmaður Trump, neitar því að Trump hafi vitað um ráðgjafarstörf Cohen. Cohen er nú til alríkisrannsóknar vegna mögulegra fjársvika. Húsleitir voru gerðir á skrifstofu hans, íbúð og hótelherbergi í síðasta mánuði.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Fjarskiptarisi greiddi lögmanni Trump fyrir ráðgjöf um samruna Aðeins þremur dögum eftir að Trump sór embættiseið hafði stærsta fjarskiptafyrirtæki heims samband við persónulegan lögmann hans og réði til ráðgjafarstarfa. 10. maí 2018 23:02 Lyfjafyrirtæki ekki lengur með samning við lögmann Trump Svissneskt lyfjafyrirtæki sem hefur orðið uppvíst að spillingu annars staðar greiddi félagi lögmanns Trump Bandaríkjaforseti rúma milljón dollara í fyrra og fram á þetta ár. 9. maí 2018 15:29 Lögmaður Trump var ráðinn af fyrirtæki rússnesks auðjöfurs Michael Cohen er talinn hafa fengið hálfa milljón dala í kjölfar forsetakosninga Bandaríkjanna. 9. maí 2018 08:17 Mest lesið Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Sjá meira
Fjarskiptarisi greiddi lögmanni Trump fyrir ráðgjöf um samruna Aðeins þremur dögum eftir að Trump sór embættiseið hafði stærsta fjarskiptafyrirtæki heims samband við persónulegan lögmann hans og réði til ráðgjafarstarfa. 10. maí 2018 23:02
Lyfjafyrirtæki ekki lengur með samning við lögmann Trump Svissneskt lyfjafyrirtæki sem hefur orðið uppvíst að spillingu annars staðar greiddi félagi lögmanns Trump Bandaríkjaforseti rúma milljón dollara í fyrra og fram á þetta ár. 9. maí 2018 15:29
Lögmaður Trump var ráðinn af fyrirtæki rússnesks auðjöfurs Michael Cohen er talinn hafa fengið hálfa milljón dala í kjölfar forsetakosninga Bandaríkjanna. 9. maí 2018 08:17