Meirihluti repúblikana telur FBI reyna að koma sök á Trump Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2018 19:41 Stuðningsmenn repúblikana hafa aðlagað skoðanir sínar að stefnu Trump í mörgum málum. Vísir/AFP Nær látlausar árásir Donald Trump Bandaríkjaforseta og stuðningsmanna hans á trúverðugleika alríkislögreglunnar FBI undanfarna mánuði virðast hafa borið árangur. Rúmur meirihluti repúblikana segist nú telja að FBI reyni að koma sök á forsetann. Gríðarlegir flokkadrættir sem hafa einkennt bandarísk stjórnmál síðustu árin kom skýrt fram í nýrri skoðanakönnun Economist og YouGov þar sem meðal annars var spurt út í afstöðu stuðningsmanna flokkanna til rannsóknar Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á mögulegu samráði framboðs Trump við Rússa í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Aðeins þrettán prósent repúblikana telja að rannsókn Mueller sé „lögmæt“ á móti þremur af hverjum fjórum demókrötum. Niðurstöðurnar eru ekki síst athyglisverðar í ljósi þess að Repúblikanaflokkurinn hefur lengi titlað sjálfan sig sem flokk laga og reglu. Mueller sjálfur, núverandi og fyrrverandi forstjóri FBI og aðstoðardómsmálaráðherrann sem hefur umsjón með Rússarannsókninni eru allir repúblikanar eða hafa verið það.Fleiri vilja ekki að Trump reki Mueller Trump hefur ítrekað kallað rannsóknina „nornaveiðar“ og ýjað að því að hópur spilltra yfirmanna FBI og dómsmálaráðuneytisins hafi lagt á ráðin um að ofsækja hann. Rudy Guiliani, nýr lögmaður Trump, uppnefndi alríkislögreglumenn sem gerðu húsleit hjá Michael Cohen, persónulegum lögmanni Trump, í síðasta mánuði „stormsveitarmenn“ í síðustu viku. Vísaði hann þar til sérsveitarmanna þýskra nasista. Málflutningur forsetans virðist hljóta hljómgrunn hjá flokkssystkinum hans. Í könnuninni segist 61% repúblikana telja að FBI reyni að koma rangri sök á Trump. Aðeins sautján prósent þeirra eru andstæðrar skoðunar og fimmtungur segist ekki viss í sinni sök. Til samanburðar telur fjórðungur óháðra kjósenda að FBI reyni að koma sök á Trump en 39% að svo sé ekki. Nærri því 80% demókrata telur FBI ekki reyna að fella Trump með röngum sökum. Þrátt fyrir þetta telur aðeins rúmur þriðjungur repúblikana að Trump ætti að reka Mueller. Sama hlutfall telur að forsetinn ætti ekki að gera það. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump reyndi aftur að reka Mueller í desember Aðstoðarmenn Bandaríkjaforseta óttast að hann noti húsleitir FBI hjá lögmanni sínum sem átyllu til að reka Robert Mueller, yfirmann Rússarannsóknarinnar. 11. apríl 2018 10:15 Mueller sagður hafa hótað Trump með stefnu Eftir spennufund saksóknara Mueller og lögmanna Trump er einn lögmannanna sagður hafa skrifað upp lista um 49 spurningar. Þeim hefur verið lekið í fjölmiðla. 2. maí 2018 07:40 Repúblikanar skamma leyniþjónustuna í skýrslu um afskipti Rússa Framboð Trump fær skammir fyrir að lofa og eiga í samskiptum við uppljóstranavefinn Wikileaks í skýrslu leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. 27. apríl 2018 15:30 Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29 Trump kallar fyrrverandi forstjóra FBI „óþokka“ Tísti Trump í garð James Comey eru sérstaklega heiftúðleg og harðorð, jafnvel á hans eigin mælikvarða. 13. apríl 2018 12:45 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Sjá meira
Nær látlausar árásir Donald Trump Bandaríkjaforseta og stuðningsmanna hans á trúverðugleika alríkislögreglunnar FBI undanfarna mánuði virðast hafa borið árangur. Rúmur meirihluti repúblikana segist nú telja að FBI reyni að koma sök á forsetann. Gríðarlegir flokkadrættir sem hafa einkennt bandarísk stjórnmál síðustu árin kom skýrt fram í nýrri skoðanakönnun Economist og YouGov þar sem meðal annars var spurt út í afstöðu stuðningsmanna flokkanna til rannsóknar Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á mögulegu samráði framboðs Trump við Rússa í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Aðeins þrettán prósent repúblikana telja að rannsókn Mueller sé „lögmæt“ á móti þremur af hverjum fjórum demókrötum. Niðurstöðurnar eru ekki síst athyglisverðar í ljósi þess að Repúblikanaflokkurinn hefur lengi titlað sjálfan sig sem flokk laga og reglu. Mueller sjálfur, núverandi og fyrrverandi forstjóri FBI og aðstoðardómsmálaráðherrann sem hefur umsjón með Rússarannsókninni eru allir repúblikanar eða hafa verið það.Fleiri vilja ekki að Trump reki Mueller Trump hefur ítrekað kallað rannsóknina „nornaveiðar“ og ýjað að því að hópur spilltra yfirmanna FBI og dómsmálaráðuneytisins hafi lagt á ráðin um að ofsækja hann. Rudy Guiliani, nýr lögmaður Trump, uppnefndi alríkislögreglumenn sem gerðu húsleit hjá Michael Cohen, persónulegum lögmanni Trump, í síðasta mánuði „stormsveitarmenn“ í síðustu viku. Vísaði hann þar til sérsveitarmanna þýskra nasista. Málflutningur forsetans virðist hljóta hljómgrunn hjá flokkssystkinum hans. Í könnuninni segist 61% repúblikana telja að FBI reyni að koma rangri sök á Trump. Aðeins sautján prósent þeirra eru andstæðrar skoðunar og fimmtungur segist ekki viss í sinni sök. Til samanburðar telur fjórðungur óháðra kjósenda að FBI reyni að koma sök á Trump en 39% að svo sé ekki. Nærri því 80% demókrata telur FBI ekki reyna að fella Trump með röngum sökum. Þrátt fyrir þetta telur aðeins rúmur þriðjungur repúblikana að Trump ætti að reka Mueller. Sama hlutfall telur að forsetinn ætti ekki að gera það.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump reyndi aftur að reka Mueller í desember Aðstoðarmenn Bandaríkjaforseta óttast að hann noti húsleitir FBI hjá lögmanni sínum sem átyllu til að reka Robert Mueller, yfirmann Rússarannsóknarinnar. 11. apríl 2018 10:15 Mueller sagður hafa hótað Trump með stefnu Eftir spennufund saksóknara Mueller og lögmanna Trump er einn lögmannanna sagður hafa skrifað upp lista um 49 spurningar. Þeim hefur verið lekið í fjölmiðla. 2. maí 2018 07:40 Repúblikanar skamma leyniþjónustuna í skýrslu um afskipti Rússa Framboð Trump fær skammir fyrir að lofa og eiga í samskiptum við uppljóstranavefinn Wikileaks í skýrslu leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. 27. apríl 2018 15:30 Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29 Trump kallar fyrrverandi forstjóra FBI „óþokka“ Tísti Trump í garð James Comey eru sérstaklega heiftúðleg og harðorð, jafnvel á hans eigin mælikvarða. 13. apríl 2018 12:45 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Sjá meira
Trump reyndi aftur að reka Mueller í desember Aðstoðarmenn Bandaríkjaforseta óttast að hann noti húsleitir FBI hjá lögmanni sínum sem átyllu til að reka Robert Mueller, yfirmann Rússarannsóknarinnar. 11. apríl 2018 10:15
Mueller sagður hafa hótað Trump með stefnu Eftir spennufund saksóknara Mueller og lögmanna Trump er einn lögmannanna sagður hafa skrifað upp lista um 49 spurningar. Þeim hefur verið lekið í fjölmiðla. 2. maí 2018 07:40
Repúblikanar skamma leyniþjónustuna í skýrslu um afskipti Rússa Framboð Trump fær skammir fyrir að lofa og eiga í samskiptum við uppljóstranavefinn Wikileaks í skýrslu leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. 27. apríl 2018 15:30
Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29
Trump kallar fyrrverandi forstjóra FBI „óþokka“ Tísti Trump í garð James Comey eru sérstaklega heiftúðleg og harðorð, jafnvel á hans eigin mælikvarða. 13. apríl 2018 12:45
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent