Vilja mynda nýjan meirihluta fyrir helgi Jón Hákon Halldórsson skrifar 29. maí 2018 08:00 Um allt land er verið að mynda nýja meirihluta. Ferlið er misjafnlega flókið eftir sveitarfélögum. Vísir/ernir Viðræður um meirihluta eru víða að komast á góðan skrið. Í Mosfellsbæ hafa fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og VG ákveðið að hefja viðræður um endurnýjun meirihlutasamstarfs. Flokkarnir voru áður í meirihluta með samtals sex af níu fulltrúum en eru nú með fimm af níu, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn tapaði einum manni. „Það er ekki gott að segja hversu langan tíma þær munu taka. En við reynum að flýta því eftir föngum,“ segir Bjarki Bjarnason, oddviti VG í Mosfellsbæ. Oddvitar Sjálfstæðisflokksins og BF/Viðreisnar í Kópavogi höfðu sagt við Fréttablaðið að ef nægjanlegt fylgi fengist í kosningunum til þess að halda meirihlutasamstarfinu áfram væri eðlilegt að kanna þann möguleika. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er oddvita framboðsins, Ármanni Kr. Ólafssyni, þar vandi á höndum því ekki er eining á meðal bæjarfulltrúanna um hvort Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti BF/Viðreisnar, sé álitlegasti samstarfsaðilinn. Hvorki Ármann né Theodóra svöruðu símtölum Fréttablaðsins í gær. Staðan í Hafnarfirði breyttist verulega í kosningunum enda bauð Björt framtíð, sem var í meirihlutasamstarfi með Sjálfstæðisflokknum, ekki fram lista. Sjálfstæðisflokkurinn er með fimm kjörna bæjarfulltrúa af ellefu. „Það er ekkert að frétta,“ segir Rósa. Nú fari tíminn í að kynnast fólki úr öðrum framboðum óformlega.Rósa GuðbjartsdóttirMeirihlutaviðræðum í Árborg miðar vel að sögn Helga Sigurðar Haraldssonar, oddvita Framsóknar og óháðra. Framsókn ræðir meirihlutasamstarf við Samfylkinguna, Miðflokkinn og Áfram Árborg eftir að Sjálfstæðisflokkurinn missti meirihluta sinn um helgina. „Við erum bara að tala um það sem menn lögðu áherslur á fyrir kosningar. Slípa það til þannig að menn séu sammála um það næstu fjögur árin,“ segir Helgi Sigurður. Hann segir að ef ekkert óvænt komi upp á sé hægt að vænta þess að nýr meirihluti líti dagsins ljós fyrir helgi. Á Ísafirði var hreinn meirihluti Í-listans felldur. Daníel Jakobsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir að flokkurinn horfi helst til samstarfs við Framsóknarflokkinn en útiloki þó ekki samstarf við Í-listann. Hann túlkar niðurstöður kosninga þannig að kjósendur hafi verið að hafna stjórn Ísafjarðarlistans. Daníel segir að brýnustu verkefnin séu að standa vörð um hagsmuni bæjarins gagnvart ríkinu og öðrum í brýnum verkefnum. „Í öðru lagi held ég að fólk vilji meiri stefnufestu. Það hefur verið slegið úr og í með ýmis verkefni hérna í bænum,“ segir Daníel og nefnir þar verkefni eins og byggingu sundlaugar og fjölnota íþróttahúss, sem Í-listinn hafi lengi verið á móti en hafi síðan allt í einu verið orðinn hlynntur. „Í þriðja lagi að ná góðri samstöðu í bæjarstjórn. Fólk er orðið þreytt á karpi,“ segir Daníel og tekur jafnframt fram að stefnuskrár framboðanna hafi ekki verið ólíkar. „Þetta er meira svona blæbrigðamunur.“Nýr meirihluti tekur við í Vesturbyggð.Vísir/egillÁ döfinni Ný sýn hlaut hreinan meirihluta í Vesturbyggð og tekur við stjórnartaumunum af Sjálfstæðisflokknum. Þannig er ljóst að nýr bæjarstjóri mun taka við af Ásthildi Sturludóttur. Iða Marsibil Sæmundsdóttir, oddviti Nýrrar sýnar, segir að starf bæjarstjórans verði auglýst. Eyjalistinn í Vestmannaeyjum hitti bæði fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og nýja framboðsins, Fyrir Heimaey, í gær. Eyjalistinn er í ákveðinni oddastöðu þar sem hin framboðin fengu þrjá menn kjörna hvort en Eyjalistinn einn mann. Fulltrúar L-listans, Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar á Akureyri eru þegar byrjaðir að funda um nýjan meirihluta. Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar, segir að flokkarnir finni samhljóm sín á milli. Í Garðabæ náði Sjálfstæðisflokkurinn hreinum meirihluta og bætti við sig einum manni þrátt fyrir að hafa fengið sameinað framboð Garðabæjarlistans á móti sér. Gunnar Einarsson verður áfram bæjarstjóri. Í Borgarbyggð hafa Samfylking, VG og Sjálfstæðismenn handsalað samkomulag um að ráðast í meirihlutaviðræður. Sjálfstæðismenn fengu tvo fulltrúa í kosningunum, VG tvo og Samfylking einn, en Framsóknarflokkurinn fékk fjóra fulltrúa. Samfylking og Framsókn stefna á meirihluta á Akranesi. Óskað verður eftir því að Sævar Freyr Þráinsson verði áfram bæjarstjóri. Sjálfstæðisflokkurinn og Björt framtíð voru í meirihlutasamstarfi fyrir kosningar, en meirihlutinn féll. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Kjörsóknin, rassskelling Vg, vending í Reykjavík og hann Einar Þorsteinsson Grétar Þór Eyþórsson telur að botninum sé náð hvað dræma kjörsókn varðar. 27. maí 2018 14:15 Sjálfstæðisflokkurinn hagnast um níu bæjarfulltrúa á d'Hondt reiknireglunni Marinó G. Njálsson hefur reiknað út hvaða áhrif d'Hondt hefur á útkomu sveitarstjórnarkosninganna. 28. maí 2018 12:30 Úrslitin óbreytt í Hafnarfirði: „Þetta var grátlega tæpt“ Samfylkingin og VG óskuðu eftir endurtalningunni vegna þess hversu litlu munaði að annar flokkurinn næði manni inn. 28. maí 2018 22:16 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Sjá meira
Viðræður um meirihluta eru víða að komast á góðan skrið. Í Mosfellsbæ hafa fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og VG ákveðið að hefja viðræður um endurnýjun meirihlutasamstarfs. Flokkarnir voru áður í meirihluta með samtals sex af níu fulltrúum en eru nú með fimm af níu, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn tapaði einum manni. „Það er ekki gott að segja hversu langan tíma þær munu taka. En við reynum að flýta því eftir föngum,“ segir Bjarki Bjarnason, oddviti VG í Mosfellsbæ. Oddvitar Sjálfstæðisflokksins og BF/Viðreisnar í Kópavogi höfðu sagt við Fréttablaðið að ef nægjanlegt fylgi fengist í kosningunum til þess að halda meirihlutasamstarfinu áfram væri eðlilegt að kanna þann möguleika. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er oddvita framboðsins, Ármanni Kr. Ólafssyni, þar vandi á höndum því ekki er eining á meðal bæjarfulltrúanna um hvort Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti BF/Viðreisnar, sé álitlegasti samstarfsaðilinn. Hvorki Ármann né Theodóra svöruðu símtölum Fréttablaðsins í gær. Staðan í Hafnarfirði breyttist verulega í kosningunum enda bauð Björt framtíð, sem var í meirihlutasamstarfi með Sjálfstæðisflokknum, ekki fram lista. Sjálfstæðisflokkurinn er með fimm kjörna bæjarfulltrúa af ellefu. „Það er ekkert að frétta,“ segir Rósa. Nú fari tíminn í að kynnast fólki úr öðrum framboðum óformlega.Rósa GuðbjartsdóttirMeirihlutaviðræðum í Árborg miðar vel að sögn Helga Sigurðar Haraldssonar, oddvita Framsóknar og óháðra. Framsókn ræðir meirihlutasamstarf við Samfylkinguna, Miðflokkinn og Áfram Árborg eftir að Sjálfstæðisflokkurinn missti meirihluta sinn um helgina. „Við erum bara að tala um það sem menn lögðu áherslur á fyrir kosningar. Slípa það til þannig að menn séu sammála um það næstu fjögur árin,“ segir Helgi Sigurður. Hann segir að ef ekkert óvænt komi upp á sé hægt að vænta þess að nýr meirihluti líti dagsins ljós fyrir helgi. Á Ísafirði var hreinn meirihluti Í-listans felldur. Daníel Jakobsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir að flokkurinn horfi helst til samstarfs við Framsóknarflokkinn en útiloki þó ekki samstarf við Í-listann. Hann túlkar niðurstöður kosninga þannig að kjósendur hafi verið að hafna stjórn Ísafjarðarlistans. Daníel segir að brýnustu verkefnin séu að standa vörð um hagsmuni bæjarins gagnvart ríkinu og öðrum í brýnum verkefnum. „Í öðru lagi held ég að fólk vilji meiri stefnufestu. Það hefur verið slegið úr og í með ýmis verkefni hérna í bænum,“ segir Daníel og nefnir þar verkefni eins og byggingu sundlaugar og fjölnota íþróttahúss, sem Í-listinn hafi lengi verið á móti en hafi síðan allt í einu verið orðinn hlynntur. „Í þriðja lagi að ná góðri samstöðu í bæjarstjórn. Fólk er orðið þreytt á karpi,“ segir Daníel og tekur jafnframt fram að stefnuskrár framboðanna hafi ekki verið ólíkar. „Þetta er meira svona blæbrigðamunur.“Nýr meirihluti tekur við í Vesturbyggð.Vísir/egillÁ döfinni Ný sýn hlaut hreinan meirihluta í Vesturbyggð og tekur við stjórnartaumunum af Sjálfstæðisflokknum. Þannig er ljóst að nýr bæjarstjóri mun taka við af Ásthildi Sturludóttur. Iða Marsibil Sæmundsdóttir, oddviti Nýrrar sýnar, segir að starf bæjarstjórans verði auglýst. Eyjalistinn í Vestmannaeyjum hitti bæði fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og nýja framboðsins, Fyrir Heimaey, í gær. Eyjalistinn er í ákveðinni oddastöðu þar sem hin framboðin fengu þrjá menn kjörna hvort en Eyjalistinn einn mann. Fulltrúar L-listans, Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar á Akureyri eru þegar byrjaðir að funda um nýjan meirihluta. Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar, segir að flokkarnir finni samhljóm sín á milli. Í Garðabæ náði Sjálfstæðisflokkurinn hreinum meirihluta og bætti við sig einum manni þrátt fyrir að hafa fengið sameinað framboð Garðabæjarlistans á móti sér. Gunnar Einarsson verður áfram bæjarstjóri. Í Borgarbyggð hafa Samfylking, VG og Sjálfstæðismenn handsalað samkomulag um að ráðast í meirihlutaviðræður. Sjálfstæðismenn fengu tvo fulltrúa í kosningunum, VG tvo og Samfylking einn, en Framsóknarflokkurinn fékk fjóra fulltrúa. Samfylking og Framsókn stefna á meirihluta á Akranesi. Óskað verður eftir því að Sævar Freyr Þráinsson verði áfram bæjarstjóri. Sjálfstæðisflokkurinn og Björt framtíð voru í meirihlutasamstarfi fyrir kosningar, en meirihlutinn féll.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Kjörsóknin, rassskelling Vg, vending í Reykjavík og hann Einar Þorsteinsson Grétar Þór Eyþórsson telur að botninum sé náð hvað dræma kjörsókn varðar. 27. maí 2018 14:15 Sjálfstæðisflokkurinn hagnast um níu bæjarfulltrúa á d'Hondt reiknireglunni Marinó G. Njálsson hefur reiknað út hvaða áhrif d'Hondt hefur á útkomu sveitarstjórnarkosninganna. 28. maí 2018 12:30 Úrslitin óbreytt í Hafnarfirði: „Þetta var grátlega tæpt“ Samfylkingin og VG óskuðu eftir endurtalningunni vegna þess hversu litlu munaði að annar flokkurinn næði manni inn. 28. maí 2018 22:16 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Sjá meira
Kjörsóknin, rassskelling Vg, vending í Reykjavík og hann Einar Þorsteinsson Grétar Þór Eyþórsson telur að botninum sé náð hvað dræma kjörsókn varðar. 27. maí 2018 14:15
Sjálfstæðisflokkurinn hagnast um níu bæjarfulltrúa á d'Hondt reiknireglunni Marinó G. Njálsson hefur reiknað út hvaða áhrif d'Hondt hefur á útkomu sveitarstjórnarkosninganna. 28. maí 2018 12:30
Úrslitin óbreytt í Hafnarfirði: „Þetta var grátlega tæpt“ Samfylkingin og VG óskuðu eftir endurtalningunni vegna þess hversu litlu munaði að annar flokkurinn næði manni inn. 28. maí 2018 22:16