Ríkið sendir lífeyrisþegum samtals 4 milljarða reikning Sveinn Arnarsson skrifar 26. maí 2018 06:00 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ. Vísir/hanna Hinn árlegi endurreikningur Tryggingastofnunar ríkisins kemur afar illa niður á tæpum helmingi skjólstæðinga stofnunarinnar. Þeir sem eru á lífeyri hjá TR þurfa að greiða samanlagt 3,9 milljarða króna til baka til stofnunarinnar. Öryrkjabandalagið gagnrýnir harðlega vinnulag Tryggingastofnunar. Lífeyrisréttindi eru tekjutengd og voru réttindi fyrir árið 2017 reiknuð út frá áætluðum árstekjum í tekjuáætlunum sem lífeyrisþegar bera ábyrgð á. Þegar endanlegar upplýsingar um tekjur ársins lágu fyrir í staðfestum skattframtölum voru lífeyrisréttindi endurreiknuð á grundvelli þeirra. Lífeyrisþegar sem fengu greitt umfram rétt sinn eru þá í skuld við stofnunina sem kemur til innheimtu þann 1. september næstkomandi. Alls fengu 44 prósent lífeyrisþega ofgreitt og sama hlutfall fékk of lítið greitt. Einungis tólf prósent lífeyrisþega fengu réttar greiðslur frá stofnuninni. Þeir einstaklingar sem fengu ofgreitt frá stofnuninni þurfa að greiða til baka að meðaltali um 13.000 krónur á mánuði. „Þessi hópur er með lægstu tekjur allra í dag og því eru þetta gríðarlega háar fjárhæðir fyrir þetta fólk,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ.„Það liggur við að segja að verið sé að gefa skotleyfi á lífeyrisþega hvað þetta varðar. Við höfum alltaf viljað að þetta yrði reiknað mánaðarlega til að koma í veg fyrir svona mistök.“ Þeir einstaklingar sem fengu vangreiddan lífeyri fá endurgreidda um 2,6 milljarða króna um næstu mánaðamót. Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, segir mikilvægt einmitt að barist sé fyrir því að réttur til lífeyris hjá TR verði reiknaður mánaðarlega. „Við þurfum að eiga samtalið við ráðherra til að fá þessu breytt. Það er krafa okkar að réttur okkar sé reiknaður í hverjum mánuði en einmitt þannig minnkum við bakreikninga sem eru afar erfiðir fyrir okkar skjólstæðinga,“ segir Bergur Þorri. Lífeyrisþegum hjá TR hefur fjölgað mikið síðustu ár og hefur heildarfjárhæð lífeyris hækkað sem því nemur. Lífeyrisþegar TR geta sótt um niðurfellingu á skuld sinni en ströng skilyrði þarf að uppfylla til að sleppa undan henni. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Tengdar fréttir Systkini endurgreiði ofgreiddan lífeyri föður Litlar tekjur þóttu ekki fullnægjandi rök systkina til að fá kröfu TR í dánarbú föður þeirra fellda niður. Faðir þeirra hafði ekki gert grein fyrir tekjum úr lífeyrissjóði og séreignarsparnaði. Formaður ÖBÍ telur kerfið vera ömurlegt. 9. apríl 2018 07:00 Þarf að endurgreiða lífeyri látinnar konu Ekkill þarf að endurgreiða ofgreiddan lífeyri sem kona hans fékk. Ofgreiðslan varð til við sölu á húsi hjónanna vegna veikinda hennar. Ótrúlegt óréttlæti að mati varaformanns LEB. 9. apríl 2018 06:00 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Fleiri fréttir Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Sjá meira
Hinn árlegi endurreikningur Tryggingastofnunar ríkisins kemur afar illa niður á tæpum helmingi skjólstæðinga stofnunarinnar. Þeir sem eru á lífeyri hjá TR þurfa að greiða samanlagt 3,9 milljarða króna til baka til stofnunarinnar. Öryrkjabandalagið gagnrýnir harðlega vinnulag Tryggingastofnunar. Lífeyrisréttindi eru tekjutengd og voru réttindi fyrir árið 2017 reiknuð út frá áætluðum árstekjum í tekjuáætlunum sem lífeyrisþegar bera ábyrgð á. Þegar endanlegar upplýsingar um tekjur ársins lágu fyrir í staðfestum skattframtölum voru lífeyrisréttindi endurreiknuð á grundvelli þeirra. Lífeyrisþegar sem fengu greitt umfram rétt sinn eru þá í skuld við stofnunina sem kemur til innheimtu þann 1. september næstkomandi. Alls fengu 44 prósent lífeyrisþega ofgreitt og sama hlutfall fékk of lítið greitt. Einungis tólf prósent lífeyrisþega fengu réttar greiðslur frá stofnuninni. Þeir einstaklingar sem fengu ofgreitt frá stofnuninni þurfa að greiða til baka að meðaltali um 13.000 krónur á mánuði. „Þessi hópur er með lægstu tekjur allra í dag og því eru þetta gríðarlega háar fjárhæðir fyrir þetta fólk,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ.„Það liggur við að segja að verið sé að gefa skotleyfi á lífeyrisþega hvað þetta varðar. Við höfum alltaf viljað að þetta yrði reiknað mánaðarlega til að koma í veg fyrir svona mistök.“ Þeir einstaklingar sem fengu vangreiddan lífeyri fá endurgreidda um 2,6 milljarða króna um næstu mánaðamót. Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, segir mikilvægt einmitt að barist sé fyrir því að réttur til lífeyris hjá TR verði reiknaður mánaðarlega. „Við þurfum að eiga samtalið við ráðherra til að fá þessu breytt. Það er krafa okkar að réttur okkar sé reiknaður í hverjum mánuði en einmitt þannig minnkum við bakreikninga sem eru afar erfiðir fyrir okkar skjólstæðinga,“ segir Bergur Þorri. Lífeyrisþegum hjá TR hefur fjölgað mikið síðustu ár og hefur heildarfjárhæð lífeyris hækkað sem því nemur. Lífeyrisþegar TR geta sótt um niðurfellingu á skuld sinni en ströng skilyrði þarf að uppfylla til að sleppa undan henni.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Tengdar fréttir Systkini endurgreiði ofgreiddan lífeyri föður Litlar tekjur þóttu ekki fullnægjandi rök systkina til að fá kröfu TR í dánarbú föður þeirra fellda niður. Faðir þeirra hafði ekki gert grein fyrir tekjum úr lífeyrissjóði og séreignarsparnaði. Formaður ÖBÍ telur kerfið vera ömurlegt. 9. apríl 2018 07:00 Þarf að endurgreiða lífeyri látinnar konu Ekkill þarf að endurgreiða ofgreiddan lífeyri sem kona hans fékk. Ofgreiðslan varð til við sölu á húsi hjónanna vegna veikinda hennar. Ótrúlegt óréttlæti að mati varaformanns LEB. 9. apríl 2018 06:00 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Fleiri fréttir Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Sjá meira
Systkini endurgreiði ofgreiddan lífeyri föður Litlar tekjur þóttu ekki fullnægjandi rök systkina til að fá kröfu TR í dánarbú föður þeirra fellda niður. Faðir þeirra hafði ekki gert grein fyrir tekjum úr lífeyrissjóði og séreignarsparnaði. Formaður ÖBÍ telur kerfið vera ömurlegt. 9. apríl 2018 07:00
Þarf að endurgreiða lífeyri látinnar konu Ekkill þarf að endurgreiða ofgreiddan lífeyri sem kona hans fékk. Ofgreiðslan varð til við sölu á húsi hjónanna vegna veikinda hennar. Ótrúlegt óréttlæti að mati varaformanns LEB. 9. apríl 2018 06:00