Þurftu að bregðast skjótt við eftir að löggan skellti í lás í Iðnó Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. maí 2018 14:36 Brúðhjón og fleiri munu geta skemmt sér um helgina í Iðnó eins og til stóð að sögn René. Vísir/Vilhelm Lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu mættu í Iðnó við Tjörnina í gær og lokuðu staðnum. Lögreglumennirnir gengu erinda Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu þar sem að umsókn um nýtt rekstrarleyfi fyrir veitingastaði í flokki þrjú hafði verið synjað. René Boonekamp, sem rekur Iðnó, segir í samtali við Vísi að málið sé úr sögunni. Vissulega hafi lögregla lokað staðnum í gær en þetta hafi allt verið á misskilningi byggt. Iðnó er vinsæll staður til skemmtanahalds og átti meðal annars brúðkaupsveisla að fara fram þar um helgina. „The show must go on,“ segir René léttur. Veisluhöld um helgina verði eins og til stóð.Neikvæð umsögn frá borgarstjórn Í svari frá Sigurði Hafstað, fagstjóra á þinglýsinga- og leyfasviði sýslumanns, kemur fram að þann 20. september í fyrra hafi sýslumanni borist umsókn um nýtt rekstrarleyfi. Umsóknin hafi farið í lögbundið umsagnarferli um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Neikvæðar umsagnir bárust frá skrifstofu borgarstjórnar þar sem vísað var til þess að öryggis- og lokaúttekt lægi ekki fyrir. Leyfisveitendi má samkvæmt svari sýslumanns ekki gefa út rekstrarleyfi ef lögbundinn umsagnaraðili, Reykjavíkurborg í þessu tilfelli, leggst gegn útgáfu þess. Umsagnir eru bindandi fyrir leyfisveitanda samkvæmt reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Var umsókninni formlega synjað þann 18. maí en bráðabirgðaleyfi fyrir staðinn hafi runnið út þann 16. janúar. Sigurður segir að þar sem lögreglustjóri eigi að hafa eftirlit með framkvæmd laga hafi hann, lögum samkvæmt, án fyrirvara eða aðvörunar stöðvað starfsemina í gær enda ekki leyfi til hennar.Engum um að kenna Vísir hafði samband við René og félaga í morgun vegna málsins. Þeir voru önnum kafnir að ráða ráðum sínum og finna út hvernig hægt væri að bregðast við stöðunni. Hún var létt lundin hjá René þegar hann náði í blaðamann á þriðja tímanum. Hann var þá staddur á skrifstofu sýslumanns. Þegar blaðamaður spyr René út í neikvæða umsögn skrifstofu borgarstjórnar ítrekar hann að um misskilning hafi verið að ræða tengdar athugasemdum byggingafulltrúa. Engin ástæða sé til að dvelja við þetta. Engum sé um að kenna. „Þetta er no news,“ segir René léttur. Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira
Lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu mættu í Iðnó við Tjörnina í gær og lokuðu staðnum. Lögreglumennirnir gengu erinda Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu þar sem að umsókn um nýtt rekstrarleyfi fyrir veitingastaði í flokki þrjú hafði verið synjað. René Boonekamp, sem rekur Iðnó, segir í samtali við Vísi að málið sé úr sögunni. Vissulega hafi lögregla lokað staðnum í gær en þetta hafi allt verið á misskilningi byggt. Iðnó er vinsæll staður til skemmtanahalds og átti meðal annars brúðkaupsveisla að fara fram þar um helgina. „The show must go on,“ segir René léttur. Veisluhöld um helgina verði eins og til stóð.Neikvæð umsögn frá borgarstjórn Í svari frá Sigurði Hafstað, fagstjóra á þinglýsinga- og leyfasviði sýslumanns, kemur fram að þann 20. september í fyrra hafi sýslumanni borist umsókn um nýtt rekstrarleyfi. Umsóknin hafi farið í lögbundið umsagnarferli um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Neikvæðar umsagnir bárust frá skrifstofu borgarstjórnar þar sem vísað var til þess að öryggis- og lokaúttekt lægi ekki fyrir. Leyfisveitendi má samkvæmt svari sýslumanns ekki gefa út rekstrarleyfi ef lögbundinn umsagnaraðili, Reykjavíkurborg í þessu tilfelli, leggst gegn útgáfu þess. Umsagnir eru bindandi fyrir leyfisveitanda samkvæmt reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Var umsókninni formlega synjað þann 18. maí en bráðabirgðaleyfi fyrir staðinn hafi runnið út þann 16. janúar. Sigurður segir að þar sem lögreglustjóri eigi að hafa eftirlit með framkvæmd laga hafi hann, lögum samkvæmt, án fyrirvara eða aðvörunar stöðvað starfsemina í gær enda ekki leyfi til hennar.Engum um að kenna Vísir hafði samband við René og félaga í morgun vegna málsins. Þeir voru önnum kafnir að ráða ráðum sínum og finna út hvernig hægt væri að bregðast við stöðunni. Hún var létt lundin hjá René þegar hann náði í blaðamann á þriðja tímanum. Hann var þá staddur á skrifstofu sýslumanns. Þegar blaðamaður spyr René út í neikvæða umsögn skrifstofu borgarstjórnar ítrekar hann að um misskilning hafi verið að ræða tengdar athugasemdum byggingafulltrúa. Engin ástæða sé til að dvelja við þetta. Engum sé um að kenna. „Þetta er no news,“ segir René léttur.
Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira