Segir fréttaflutning frá Gasa mjög villandi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 25. maí 2018 06:00 Raphael Schutz, sendiherra Ísraels, boðaði til blaðamannafundar í gær þar sem hann fór yfir stöðuna á Gasa frá sjónarhóli Ísraelsmanna. Vísir/eyþór „Sendiherra Ísraels gagnvart Íslandi bað um fund vegna undirskriftasöfnunarinnar og þessarar pressu hér á landi um að Ísland taki ekki þátt í Eurovision-keppninni í Ísrael á næsta ári og eins og kurteisra manna er siður þá urðum við við því,“ segir Felix Bergsson, fararstjóri íslenskra Eurovision-fara. Felix sat fundinn í fjarveru Skarphéðins Guðmundssonar, dagskrárstjóra RÚV, sem er erlendis, en fundinn sat einnig framkvæmdastjórn Eurovision-keppninnar á Íslandi. Um 25 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun þess efnis að Ísland taki ekki þátt í Eurovison í Ísrael á næsta ári. „Okkar hlutverk á þessum fundi var nú fyrst og fremst að hlusta á og heyra hans sjónarmið í málinu en svo höldum við bara áfram að vinna að málinu hér innanhúss eins og áður,“ segir Felix.GÃsli Marteinn Baldursson Felix Bergsson Eurovision þulir RÚVHann segir að ef ákveðið yrði að Ísland taki ekki þátt í keppninni yrði sú ákvörðun ekki tekin fyrr en í haust. „Við munum taka okkur þann tíma sem við þurfum til að fara í gegnum málið og hlusta á þá sem vilja við okkur tala,“ segir Felix. „Þetta var afslappaður og ágætur fundur. Þau hlustuðu á mín sjónarmið og gerðu mér grein fyrir því að formlegur ferill við ákvörðun um þátttöku í keppninni væri ekki hafinn en gáfu mér engin fyrirheit um ákvörðun í því, hvorki jákvæð né neikvæð,“ segir Raphael Schutz, sendiherra Ísraels, og bætir við: „En það var mikilvægt fyrir mig að koma því á framfæri að Ísrael myndi bíða þeirra án tillits til þess í hvaða borg keppnin fer fram. Sendiherrann boðaði til blaðamannafundar í Reykjavík í gær þar sem hann fór yfir stöðuna á Gasa frá sjónarhorni Ísraelsmanna. Í yfirlýsingu hans á fundinum kom fram að, eins og umræðan hér á landi blasti við honum virtust íslenskir fjölmiðlar hafa þau viðhorf til átakanna á Gasa að Ísraelar hefðu viljandi og af blóðþorsta drepið fjölda friðsamra mótmælenda fyrr í mánuðinum. Hann sagði þetta eins langt frá sannleikanum og hugsast gæti. Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Sendiherra Ísraels kvartar undan „ósmekklegu gríni“ á kostnað Nettu Við fögnum því ekki þegar Palestínumenn eru drepnir, segir sendiherrann í bréfi til hollenskrar sjónvarpsstöðvar. 24. maí 2018 19:00 Páll Óskar hafnaði fundi með sendiherra Ísraels Vildi leyfa Páli að heyra hlið Ísraels í þessu máli. 24. maí 2018 17:39 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira
„Sendiherra Ísraels gagnvart Íslandi bað um fund vegna undirskriftasöfnunarinnar og þessarar pressu hér á landi um að Ísland taki ekki þátt í Eurovision-keppninni í Ísrael á næsta ári og eins og kurteisra manna er siður þá urðum við við því,“ segir Felix Bergsson, fararstjóri íslenskra Eurovision-fara. Felix sat fundinn í fjarveru Skarphéðins Guðmundssonar, dagskrárstjóra RÚV, sem er erlendis, en fundinn sat einnig framkvæmdastjórn Eurovision-keppninnar á Íslandi. Um 25 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun þess efnis að Ísland taki ekki þátt í Eurovison í Ísrael á næsta ári. „Okkar hlutverk á þessum fundi var nú fyrst og fremst að hlusta á og heyra hans sjónarmið í málinu en svo höldum við bara áfram að vinna að málinu hér innanhúss eins og áður,“ segir Felix.GÃsli Marteinn Baldursson Felix Bergsson Eurovision þulir RÚVHann segir að ef ákveðið yrði að Ísland taki ekki þátt í keppninni yrði sú ákvörðun ekki tekin fyrr en í haust. „Við munum taka okkur þann tíma sem við þurfum til að fara í gegnum málið og hlusta á þá sem vilja við okkur tala,“ segir Felix. „Þetta var afslappaður og ágætur fundur. Þau hlustuðu á mín sjónarmið og gerðu mér grein fyrir því að formlegur ferill við ákvörðun um þátttöku í keppninni væri ekki hafinn en gáfu mér engin fyrirheit um ákvörðun í því, hvorki jákvæð né neikvæð,“ segir Raphael Schutz, sendiherra Ísraels, og bætir við: „En það var mikilvægt fyrir mig að koma því á framfæri að Ísrael myndi bíða þeirra án tillits til þess í hvaða borg keppnin fer fram. Sendiherrann boðaði til blaðamannafundar í Reykjavík í gær þar sem hann fór yfir stöðuna á Gasa frá sjónarhorni Ísraelsmanna. Í yfirlýsingu hans á fundinum kom fram að, eins og umræðan hér á landi blasti við honum virtust íslenskir fjölmiðlar hafa þau viðhorf til átakanna á Gasa að Ísraelar hefðu viljandi og af blóðþorsta drepið fjölda friðsamra mótmælenda fyrr í mánuðinum. Hann sagði þetta eins langt frá sannleikanum og hugsast gæti.
Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Sendiherra Ísraels kvartar undan „ósmekklegu gríni“ á kostnað Nettu Við fögnum því ekki þegar Palestínumenn eru drepnir, segir sendiherrann í bréfi til hollenskrar sjónvarpsstöðvar. 24. maí 2018 19:00 Páll Óskar hafnaði fundi með sendiherra Ísraels Vildi leyfa Páli að heyra hlið Ísraels í þessu máli. 24. maí 2018 17:39 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira
Sendiherra Ísraels kvartar undan „ósmekklegu gríni“ á kostnað Nettu Við fögnum því ekki þegar Palestínumenn eru drepnir, segir sendiherrann í bréfi til hollenskrar sjónvarpsstöðvar. 24. maí 2018 19:00
Páll Óskar hafnaði fundi með sendiherra Ísraels Vildi leyfa Páli að heyra hlið Ísraels í þessu máli. 24. maí 2018 17:39