Synir Netanjahú með vopnaða lífverði á Íslandi Kjartan Kjartansson skrifar 24. maí 2018 14:45 Tveir synir Benjamíns Netajahú, forsætisráðherra Ísraels, eru staddir á landinu í einkaferð. Vísir/EPA Ríkislögreglustjóri heimilaði lífvörðum tveggja sona forsætisráðherra Ísraels að bera skotvopn á meðan þeir eru á landinu. Synir forsætisráðherrans eru sagðir hér í einkaerindagjörðum en öryggisgæslan með þeim hefur vakið deilur í heimalandinu. Greint var frá því í gær að Avner og Yair Netanjahú, synir Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, væru staddir á landinu. Þeir séu í einkaferð með hópi frá Ísrael en ekki í opinberum erindagjörðum. Bræðurnir eru fyrstir fullorðinna barna forsætisráðherra til að fá fulla öryggisgæslu og hefur það verið umdeilt í Ísrael. Samkvæmt heimildum Vísis komu lífverðir bræðranna með skotvopn með sér til Íslands. Fyrst var greint frá vopnaburði lífvarðanna í Stundinni í morgun.Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri segir að sjálfsögðu ekki gefinn upp fjölda lífvarða né íslenskra lögreglumanna.vísir/gvaEnginn munur á opinberri eða einkaheimsókn Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis staðfestir Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, að lífverðir bræðranna beri vopn undir stjórn sérsveitar ríkislögreglustjóra. Ríkislögreglustjóri geti samkvæmt lögum heimilað erlendum lögreglumönnum og öryggisvörðum að bera vopn við störf sín hér á landi enda starfi þeir undir stjórn lögreglunnar og fylgi reglum um vopnaburð og notkun vopna að öllu leyti. Ríkislögreglustjóri gefi út sérstök skírteini handa viðkomandi. Ekki er gerður greinarmunur á því hvort að um opinbera eða einkaheimsókn sé að ræða. Ákvörðun um að veita heimild til vopnaburðar er sögð byggjast á mati hverju sinni. Lífverðir bræðranna eru á vegum ísraelskra stjórnvalda en ríkislögreglustjóri gefur ekki upp hversu margir þeir eru eða hversu margir íslenskir lífverðir fylgja þeim. Tengdar fréttir Synir Netanyahu á Íslandi Þeir munu vera hér í einkaferð með hópi frá Ísrael og ekki á vegum ísraelska ríkisins en öryggisverðir eru með þeim. 23. maí 2018 16:30 Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Ríkislögreglustjóri heimilaði lífvörðum tveggja sona forsætisráðherra Ísraels að bera skotvopn á meðan þeir eru á landinu. Synir forsætisráðherrans eru sagðir hér í einkaerindagjörðum en öryggisgæslan með þeim hefur vakið deilur í heimalandinu. Greint var frá því í gær að Avner og Yair Netanjahú, synir Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, væru staddir á landinu. Þeir séu í einkaferð með hópi frá Ísrael en ekki í opinberum erindagjörðum. Bræðurnir eru fyrstir fullorðinna barna forsætisráðherra til að fá fulla öryggisgæslu og hefur það verið umdeilt í Ísrael. Samkvæmt heimildum Vísis komu lífverðir bræðranna með skotvopn með sér til Íslands. Fyrst var greint frá vopnaburði lífvarðanna í Stundinni í morgun.Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri segir að sjálfsögðu ekki gefinn upp fjölda lífvarða né íslenskra lögreglumanna.vísir/gvaEnginn munur á opinberri eða einkaheimsókn Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis staðfestir Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, að lífverðir bræðranna beri vopn undir stjórn sérsveitar ríkislögreglustjóra. Ríkislögreglustjóri geti samkvæmt lögum heimilað erlendum lögreglumönnum og öryggisvörðum að bera vopn við störf sín hér á landi enda starfi þeir undir stjórn lögreglunnar og fylgi reglum um vopnaburð og notkun vopna að öllu leyti. Ríkislögreglustjóri gefi út sérstök skírteini handa viðkomandi. Ekki er gerður greinarmunur á því hvort að um opinbera eða einkaheimsókn sé að ræða. Ákvörðun um að veita heimild til vopnaburðar er sögð byggjast á mati hverju sinni. Lífverðir bræðranna eru á vegum ísraelskra stjórnvalda en ríkislögreglustjóri gefur ekki upp hversu margir þeir eru eða hversu margir íslenskir lífverðir fylgja þeim.
Tengdar fréttir Synir Netanyahu á Íslandi Þeir munu vera hér í einkaferð með hópi frá Ísrael og ekki á vegum ísraelska ríkisins en öryggisverðir eru með þeim. 23. maí 2018 16:30 Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Synir Netanyahu á Íslandi Þeir munu vera hér í einkaferð með hópi frá Ísrael og ekki á vegum ísraelska ríkisins en öryggisverðir eru með þeim. 23. maí 2018 16:30