Trump og bandamenn magna upp „njósnahneyksli“ Kjartan Kjartansson skrifar 24. maí 2018 11:52 Trump greip á lofti vangaveltur hægrisinnaðra fjölmiðla um möguleikann á njósnum um framboð hans. Hann hefur krafist og fengið samþykkta rannsókn á rannsókninni á honum. Vísir/AFP Rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar FBI á samskiptum Rússa við starfsmenn forsetaframboðs Donalds Trump hefur breyst í pólitískar njósnir í meðförum forsetans og stuðningsmanna hans í fjölmiðlum síðustu vikuna. Trump hefur sagt vini að hann vildi útmála heimildarmann FBI sem „njósnara“ fyrir áróðursherferð gegn rannsókninni á honum. „Njósnahneykslið“ sem Trump hefur ítrekað tíst um undanfarna daga og lýst sem mesta pólitíska hneyksli allra tíma átti rætur sínar í fréttum af því að dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefði hafnað kröfu Devins Nunes, formanns leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, um gögn sem tengjast Rússarannsókninni svonefndu. Nunes, sem er einarður stuðningsmaður Trump forseta, hefur lengi fullyrt að FBI og dómsmálaráðuneytið hafi haft brögð í tafli þegar þau fóru fram á heimild til að hlera fyrrverandi ráðgjafa framboðs Trump árið 2016. Dómsmálaráðuneytið rökstuddi neitun sína með því að afhending gagnanna gæti ljóstrað upp um nafn bandarísks einstaklings sem hefði veitt FBI og leyniþjónustunni CIA upplýsingar. Einstaklingurinn hafi jafnframt verið heimildarmaður í rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans, sem stýrir rannsókninni á mögulegu samráði framboðs Trump við rússnesk stjórnvöld. Heimildarmaðurinn hefur síðan verið afhjúpaður sem bandarískur fræðimaður og repúblikani. FBI leitaði til hans eftir að hafa fengið upplýsingar um samskipti starfsmanna framboðs Trump við Rússa árið 2016. Ræddi heimildarmaðurinn við að minnsta kosti þrjá starfsmenn framboðsins og reyndi að afla upplýsinga um samskiptin við Rússa. Molinn um heimildarmann rannsóknarinnar átti eftir verða að miðpunkti nokkurs konar „hvíslleiks“ sem var leikinn í hægrisinnuðum fjölmiðlum með þátttöku Trump sjálfs og talsmanna hans.Fræðileg spurning í skoðanapistli varð að ásökun um njósnir Tveimur dögum eftir að Washington Post birti frétt um að dómsmálaráðuneytið hefði vísað til verndunar heimildarmanns þegar það hafnaði kröfu Nunes um upplýsingar birtist skoðanapistill í Wall Street Journal eftir íhaldskonuna Kim Strassel. Strassel leiddi að því líkur að ef FBI hefði haft heimildarmann sem hefði verið í samskiptum við starfsmenn framboðs Trump þá jafngilti það „njósnum“. Setti hún fram fræðilega spurningu um að ef heimildarmaðurinn hafi verið byrjaður að afla upplýsinga áður en FBI fékk upplýsinga um samskipti starfsmanna framboðs Trump við Rússa þá gæti það þýtt að FBI hafi stundað njósnir um það. Ekkert hefur komið fram sem rennir stoðum undir að sú hafi verið raunin.Tímaritið GQ lýsir því hvernig skoðanapistill Strassel gekk á milli hægrisinnaðra fjölmiðla sem styðja Trump næstu daga á eftir. Pistill hennar, sem bar upphaflega fyrirsögnina „Um þennan „heimildarmann“ FBI“, var þannig birtur á vegum Fox News. Þá hafði fyrirsögninni verið breytt í „Kom FBI fyrir njósnara innan framboðs Trump árið 2016?“. Smátt og smátt hætti kenningin um mögulegar njósnir að vera fræðileg vangavelta pistlahöfunds og breyttist í fréttir um að FBI hafi smyglað einum eða jafnvel fleiri njósnurum inn í framboð Trump þegar hún hafði farið í hring í gegnum fjölda hægrisinnaðra frétta- og skoðanamiðla. Forsetinn sjálfur byrjaði síðan að tísta um „njósnirnar“ þegar hann sá fjallað um þær á Fox News, hægrisinnuðu sjónvarpsstöðinni sem hann horfir á löngum stundum. Það kynnti enn frekar undir vangaveltur fjölmiðla um meintar njósnir.Look how things have turned around on the Criminal Deep State. They go after Phony Collusion with Russia, a made up Scam, and end up getting caught in a major SPY scandal the likes of which this country may never have seen before! What goes around, comes around!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 23, 2018 Lítið stoðaði að fjölmiðlar eins og New York Times og Washington Post segðu fréttir af því hvernig vinnu heimildarmannsins var háttað. Þau sögðu frá því að honum hafi ekki verið komið fyrir innan framboðsins eins og Trump og félagar höfðu ýjað að. Engar vísbendingar hafi komið fram um að heimildarmaðurinn hafi gert nokkuð óeðlilegt þegar hann aflaði upplýsinga fyrir FBI. Þá var Trump þegar byrjaður að fullyrða á Twitter að FBI og dómsmálaráðuneytið hefði njósnað um framboð hans af pólitískum ástæðum, mögulega eftir skipunum frá ríkisstjórn Baracks Obama, fyrrverandi forseta. Talaði hann jafnvel um „glæpsamlegt djúpríki“ sem bæri ábyrgð á njósnunum. „Djúpríki“ er þekkt hugtak úr kreðskum samsæriskenningasinna um meinta dulda valdakjarna innan stjórnkerfisins. Hvíta húsið hefur ekki lagt fram nein gögn sem styðja við fullyrðingar forsetans um njósnir.Vildi „brennimerkja“ heimildarmanninn sem njósnara Óljóst er þó hvort að Trump trúi eigin ásökunum um njósnir. AP-fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum að Trump hafi sagt trúnaðarmönnum sínum undnafarna daga að upplýsingarnar um heimildarmanninn séu möguleg vísbending um að æðstu yfirmenn löggæsluyfirvalda hafi lagt á ráðin gegn honum. Á sama tíma á Trump hins vegar einnig að hafa sagt bandamanni sínum að hann vildi „brennimerkja“ heimildarmanninn sem „njósnara þar sem það hljómaði ískyggilegra og fengi meiri hljómgrunn hjá fjölmiðlum og almenningi. Slíkt framferði væri í samræmi við frásögn Lesley Stahl, fréttakonu fréttaskýringarþáttarins 60 mínútna, af því hvernig Trump gagnrýnir andstæðinga sína markvisst til að draga úr trúverðugleika þeirra. Í viðtali á mánudag lýsti Stahl samtali sínu við Trump þegar hún tók viðtal við hann í nóvember árið 2016, skömmu eftir að hann var kjörinn forseti. Þegar Trump hafi byrjað að ausa úr skálum reiði sinna yfir fjölmiðla hafi hún spurt hann hvers vegna hann væri ennþá að því. „Hann sagði veistu af hverju ég geri það? Ég geri það til þess að koma óorði á ykkur öll og lítillækka ykkur öll þannig að þegar þið skrifið neikvæðar fréttir um mig þá trúir ykkur enginn,“ sagði Stahl.Þegar skoðanapistill úr Wall Street Journal hafði farið í gegnum síu hægrisinnaðra fjölmiðla eins og Fox and Friends kom út ásökun um að FBI hefði hugsanlega njósnað um framboð Trump af pólitískum ástæðum. Ekkert hefur enn komið fram sem rennir stoðum undir það.Vísir/AFPÞrýstingur repúblikana skilar árangri Herferð Trump og bandamanna hans virðist hins vegar hafa borið árangur. Eftir að hann krafðist þess á Twitter að dómsmálaráðuneytið léti rannsaka hvort að rannsakendur hans hefðu njósnað um framboðið lét ráðuneytið undan og samþykkti að láta innri eftirlitsmann sinn kanna málið. Þá samþykkti ráðuneytið að veita leiðtogum repúblikana í leyniþjónustunefnd fulltrúadeildarinnar upplýsingar um rannsóknina á fundi sem á að fara fram í dag. Upphaflega áttu aðeins þeir að fá upplýsingarnar en eftir þrýsting frá demókrötum var fallist á að leiðtogar þeirra á þingi fengju einnig fund sem Christopher Wray, forstjóri FBI, og Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, sitja með þeim. Skipun Trump um rannsókn á ásökunum er talið stærsta inngrip hans í Rússarannsóknina frá því að hann rak James Comey, forstjóra FBI, í maí í fyrra. Trump sagði í kjölfarið að hann hefði rekið Comey vegna Rússarannsóknarinnar þrátt fyrir að formleg ástæða uppsagnarinnar hafi verið meðferð hans á rannsókninni á Hillary Clinton. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Dómsmálaráðuneytið lúffar fyrir Trump Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur hafið rannsókn á rannsókn gagnvart Donald Trump, forseta. 22. maí 2018 16:30 Heimildarmaður FBI afhjúpaður eftir þrýsting Trump og félaga Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að krefjast rannsóknar á því hvort njósnað hafi verið um framboð hans af pólitískum ástæðum. Engar vísbendingar liggja fyrir um að sú hafi verið raunin. 20. maí 2018 21:16 Funda um uppljóstrara með leiðtogum Repúblikana í dag Leiðtogar Repúblikana funda með toppum eftirlits- og löggæslustofnana og fá leyniskjöl um uppljóstrara alríkislögreglu í forsetaframboði Trumps. Forseti segir alríkislögreglu hafa njósnað um sig í pólitískum tilgangi, áður en Rússamálið kom upp, en sú staðhæfing er umdeild og The New York Times fullyrðir að hún sé röng. 24. maí 2018 06:00 Trump elur á vantrausti á yfirvöld með samsæriskenningum Á Twitter lætur Bandaríkjaforseti gamminn geisa um meint samsæri „djúpríkisins“ gegn honum. 23. maí 2018 13:43 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira
Rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar FBI á samskiptum Rússa við starfsmenn forsetaframboðs Donalds Trump hefur breyst í pólitískar njósnir í meðförum forsetans og stuðningsmanna hans í fjölmiðlum síðustu vikuna. Trump hefur sagt vini að hann vildi útmála heimildarmann FBI sem „njósnara“ fyrir áróðursherferð gegn rannsókninni á honum. „Njósnahneykslið“ sem Trump hefur ítrekað tíst um undanfarna daga og lýst sem mesta pólitíska hneyksli allra tíma átti rætur sínar í fréttum af því að dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefði hafnað kröfu Devins Nunes, formanns leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, um gögn sem tengjast Rússarannsókninni svonefndu. Nunes, sem er einarður stuðningsmaður Trump forseta, hefur lengi fullyrt að FBI og dómsmálaráðuneytið hafi haft brögð í tafli þegar þau fóru fram á heimild til að hlera fyrrverandi ráðgjafa framboðs Trump árið 2016. Dómsmálaráðuneytið rökstuddi neitun sína með því að afhending gagnanna gæti ljóstrað upp um nafn bandarísks einstaklings sem hefði veitt FBI og leyniþjónustunni CIA upplýsingar. Einstaklingurinn hafi jafnframt verið heimildarmaður í rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans, sem stýrir rannsókninni á mögulegu samráði framboðs Trump við rússnesk stjórnvöld. Heimildarmaðurinn hefur síðan verið afhjúpaður sem bandarískur fræðimaður og repúblikani. FBI leitaði til hans eftir að hafa fengið upplýsingar um samskipti starfsmanna framboðs Trump við Rússa árið 2016. Ræddi heimildarmaðurinn við að minnsta kosti þrjá starfsmenn framboðsins og reyndi að afla upplýsinga um samskiptin við Rússa. Molinn um heimildarmann rannsóknarinnar átti eftir verða að miðpunkti nokkurs konar „hvíslleiks“ sem var leikinn í hægrisinnuðum fjölmiðlum með þátttöku Trump sjálfs og talsmanna hans.Fræðileg spurning í skoðanapistli varð að ásökun um njósnir Tveimur dögum eftir að Washington Post birti frétt um að dómsmálaráðuneytið hefði vísað til verndunar heimildarmanns þegar það hafnaði kröfu Nunes um upplýsingar birtist skoðanapistill í Wall Street Journal eftir íhaldskonuna Kim Strassel. Strassel leiddi að því líkur að ef FBI hefði haft heimildarmann sem hefði verið í samskiptum við starfsmenn framboðs Trump þá jafngilti það „njósnum“. Setti hún fram fræðilega spurningu um að ef heimildarmaðurinn hafi verið byrjaður að afla upplýsinga áður en FBI fékk upplýsinga um samskipti starfsmanna framboðs Trump við Rússa þá gæti það þýtt að FBI hafi stundað njósnir um það. Ekkert hefur komið fram sem rennir stoðum undir að sú hafi verið raunin.Tímaritið GQ lýsir því hvernig skoðanapistill Strassel gekk á milli hægrisinnaðra fjölmiðla sem styðja Trump næstu daga á eftir. Pistill hennar, sem bar upphaflega fyrirsögnina „Um þennan „heimildarmann“ FBI“, var þannig birtur á vegum Fox News. Þá hafði fyrirsögninni verið breytt í „Kom FBI fyrir njósnara innan framboðs Trump árið 2016?“. Smátt og smátt hætti kenningin um mögulegar njósnir að vera fræðileg vangavelta pistlahöfunds og breyttist í fréttir um að FBI hafi smyglað einum eða jafnvel fleiri njósnurum inn í framboð Trump þegar hún hafði farið í hring í gegnum fjölda hægrisinnaðra frétta- og skoðanamiðla. Forsetinn sjálfur byrjaði síðan að tísta um „njósnirnar“ þegar hann sá fjallað um þær á Fox News, hægrisinnuðu sjónvarpsstöðinni sem hann horfir á löngum stundum. Það kynnti enn frekar undir vangaveltur fjölmiðla um meintar njósnir.Look how things have turned around on the Criminal Deep State. They go after Phony Collusion with Russia, a made up Scam, and end up getting caught in a major SPY scandal the likes of which this country may never have seen before! What goes around, comes around!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 23, 2018 Lítið stoðaði að fjölmiðlar eins og New York Times og Washington Post segðu fréttir af því hvernig vinnu heimildarmannsins var háttað. Þau sögðu frá því að honum hafi ekki verið komið fyrir innan framboðsins eins og Trump og félagar höfðu ýjað að. Engar vísbendingar hafi komið fram um að heimildarmaðurinn hafi gert nokkuð óeðlilegt þegar hann aflaði upplýsinga fyrir FBI. Þá var Trump þegar byrjaður að fullyrða á Twitter að FBI og dómsmálaráðuneytið hefði njósnað um framboð hans af pólitískum ástæðum, mögulega eftir skipunum frá ríkisstjórn Baracks Obama, fyrrverandi forseta. Talaði hann jafnvel um „glæpsamlegt djúpríki“ sem bæri ábyrgð á njósnunum. „Djúpríki“ er þekkt hugtak úr kreðskum samsæriskenningasinna um meinta dulda valdakjarna innan stjórnkerfisins. Hvíta húsið hefur ekki lagt fram nein gögn sem styðja við fullyrðingar forsetans um njósnir.Vildi „brennimerkja“ heimildarmanninn sem njósnara Óljóst er þó hvort að Trump trúi eigin ásökunum um njósnir. AP-fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum að Trump hafi sagt trúnaðarmönnum sínum undnafarna daga að upplýsingarnar um heimildarmanninn séu möguleg vísbending um að æðstu yfirmenn löggæsluyfirvalda hafi lagt á ráðin gegn honum. Á sama tíma á Trump hins vegar einnig að hafa sagt bandamanni sínum að hann vildi „brennimerkja“ heimildarmanninn sem „njósnara þar sem það hljómaði ískyggilegra og fengi meiri hljómgrunn hjá fjölmiðlum og almenningi. Slíkt framferði væri í samræmi við frásögn Lesley Stahl, fréttakonu fréttaskýringarþáttarins 60 mínútna, af því hvernig Trump gagnrýnir andstæðinga sína markvisst til að draga úr trúverðugleika þeirra. Í viðtali á mánudag lýsti Stahl samtali sínu við Trump þegar hún tók viðtal við hann í nóvember árið 2016, skömmu eftir að hann var kjörinn forseti. Þegar Trump hafi byrjað að ausa úr skálum reiði sinna yfir fjölmiðla hafi hún spurt hann hvers vegna hann væri ennþá að því. „Hann sagði veistu af hverju ég geri það? Ég geri það til þess að koma óorði á ykkur öll og lítillækka ykkur öll þannig að þegar þið skrifið neikvæðar fréttir um mig þá trúir ykkur enginn,“ sagði Stahl.Þegar skoðanapistill úr Wall Street Journal hafði farið í gegnum síu hægrisinnaðra fjölmiðla eins og Fox and Friends kom út ásökun um að FBI hefði hugsanlega njósnað um framboð Trump af pólitískum ástæðum. Ekkert hefur enn komið fram sem rennir stoðum undir það.Vísir/AFPÞrýstingur repúblikana skilar árangri Herferð Trump og bandamanna hans virðist hins vegar hafa borið árangur. Eftir að hann krafðist þess á Twitter að dómsmálaráðuneytið léti rannsaka hvort að rannsakendur hans hefðu njósnað um framboðið lét ráðuneytið undan og samþykkti að láta innri eftirlitsmann sinn kanna málið. Þá samþykkti ráðuneytið að veita leiðtogum repúblikana í leyniþjónustunefnd fulltrúadeildarinnar upplýsingar um rannsóknina á fundi sem á að fara fram í dag. Upphaflega áttu aðeins þeir að fá upplýsingarnar en eftir þrýsting frá demókrötum var fallist á að leiðtogar þeirra á þingi fengju einnig fund sem Christopher Wray, forstjóri FBI, og Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, sitja með þeim. Skipun Trump um rannsókn á ásökunum er talið stærsta inngrip hans í Rússarannsóknina frá því að hann rak James Comey, forstjóra FBI, í maí í fyrra. Trump sagði í kjölfarið að hann hefði rekið Comey vegna Rússarannsóknarinnar þrátt fyrir að formleg ástæða uppsagnarinnar hafi verið meðferð hans á rannsókninni á Hillary Clinton.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Dómsmálaráðuneytið lúffar fyrir Trump Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur hafið rannsókn á rannsókn gagnvart Donald Trump, forseta. 22. maí 2018 16:30 Heimildarmaður FBI afhjúpaður eftir þrýsting Trump og félaga Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að krefjast rannsóknar á því hvort njósnað hafi verið um framboð hans af pólitískum ástæðum. Engar vísbendingar liggja fyrir um að sú hafi verið raunin. 20. maí 2018 21:16 Funda um uppljóstrara með leiðtogum Repúblikana í dag Leiðtogar Repúblikana funda með toppum eftirlits- og löggæslustofnana og fá leyniskjöl um uppljóstrara alríkislögreglu í forsetaframboði Trumps. Forseti segir alríkislögreglu hafa njósnað um sig í pólitískum tilgangi, áður en Rússamálið kom upp, en sú staðhæfing er umdeild og The New York Times fullyrðir að hún sé röng. 24. maí 2018 06:00 Trump elur á vantrausti á yfirvöld með samsæriskenningum Á Twitter lætur Bandaríkjaforseti gamminn geisa um meint samsæri „djúpríkisins“ gegn honum. 23. maí 2018 13:43 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið lúffar fyrir Trump Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur hafið rannsókn á rannsókn gagnvart Donald Trump, forseta. 22. maí 2018 16:30
Heimildarmaður FBI afhjúpaður eftir þrýsting Trump og félaga Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að krefjast rannsóknar á því hvort njósnað hafi verið um framboð hans af pólitískum ástæðum. Engar vísbendingar liggja fyrir um að sú hafi verið raunin. 20. maí 2018 21:16
Funda um uppljóstrara með leiðtogum Repúblikana í dag Leiðtogar Repúblikana funda með toppum eftirlits- og löggæslustofnana og fá leyniskjöl um uppljóstrara alríkislögreglu í forsetaframboði Trumps. Forseti segir alríkislögreglu hafa njósnað um sig í pólitískum tilgangi, áður en Rússamálið kom upp, en sú staðhæfing er umdeild og The New York Times fullyrðir að hún sé röng. 24. maí 2018 06:00
Trump elur á vantrausti á yfirvöld með samsæriskenningum Á Twitter lætur Bandaríkjaforseti gamminn geisa um meint samsæri „djúpríkisins“ gegn honum. 23. maí 2018 13:43