Sveitarfélaginu Hornafirði stefnt til að viðurkenna bótaskyldu og tjón metið á hundruð milljóna Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. maí 2018 19:15 Fyrirtæki við Jökulsárlón fer fram á að sveitarfélagið Hornafjörður viðurkenni bótaskyldu vegna ólögmætra aðgerða á átta ára tímabili. Tjón fyrirtækisins hefur verið metiðá hundruð milljóna króna. Fyrirtækið Ice Lagoon ehf. stefnir sveitarfélaginu Hornafirði og byggir stefnuna á því að sveitarfélagið hafi frá árinu 2010 viðhaft ýmsar aðgerðir sem hafi valdið félaginu fjárhagslegu tjóni. Sakar sveitarfélagið um valdníðslu Jón Þór Ólason lögmaður Ice Lagoon segir að sveitarfélagið hafi ekki gætt jafnræðis við úrlausn mála og komið fram af valdníðslu og hlutdrægni í ákveðnum tilfellum. „Málatilbúnaðurinn byggir á því að sveitarfélagið hafi í tæp átta ár viðhaldið ólögmætu ástandi við Jökulsárlón með því að synja umbjóðanda mínum með ólögmætum hætti um að geta sinnt rekstri sínum,“ segir Jón Þór. Jón segir að tveir dómar hafi fallið, þar sem sýnt þykir að aðgerðir sveitarfélagsins hafi verið ólögmætar. „Við erum með tvo dóma sem eru mjög skýrir að þessu leiti. Enda tel ég að bótaskylda sveitarfélagsins sé alveg skýr. Ég tel að framganga sveitarfélagsins sé líkt og raunhæft verkefni í stjórnsýslurétti, hún er svo röng, “ segir Jón Þór. Í stefnunni kemur fram að samkvæmt niðurstöðu endurskoðendafyrirtækisins Ernst & Young nemi tjón Ice Lagoon ehf. vegna aðgerða sveitarfélagsins allt að rúmum 270 milljónum króna. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Austurlands þann 7. júní. Bæjarstjóri segir óeðlilegt að umfjöllun sé komin í fjölmiðla Fréttastofa hafði samband við Björn Inga Jónsson bæjarstjóra Hornafjarðar vegna málsins sem sagðist ekki hafa fengið stefnuna og þætti óeðlilegt að málið væri komið í fjölmiðla áður en hún bærist til sín. Hornafjörður Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Fyrirtæki við Jökulsárlón fer fram á að sveitarfélagið Hornafjörður viðurkenni bótaskyldu vegna ólögmætra aðgerða á átta ára tímabili. Tjón fyrirtækisins hefur verið metiðá hundruð milljóna króna. Fyrirtækið Ice Lagoon ehf. stefnir sveitarfélaginu Hornafirði og byggir stefnuna á því að sveitarfélagið hafi frá árinu 2010 viðhaft ýmsar aðgerðir sem hafi valdið félaginu fjárhagslegu tjóni. Sakar sveitarfélagið um valdníðslu Jón Þór Ólason lögmaður Ice Lagoon segir að sveitarfélagið hafi ekki gætt jafnræðis við úrlausn mála og komið fram af valdníðslu og hlutdrægni í ákveðnum tilfellum. „Málatilbúnaðurinn byggir á því að sveitarfélagið hafi í tæp átta ár viðhaldið ólögmætu ástandi við Jökulsárlón með því að synja umbjóðanda mínum með ólögmætum hætti um að geta sinnt rekstri sínum,“ segir Jón Þór. Jón segir að tveir dómar hafi fallið, þar sem sýnt þykir að aðgerðir sveitarfélagsins hafi verið ólögmætar. „Við erum með tvo dóma sem eru mjög skýrir að þessu leiti. Enda tel ég að bótaskylda sveitarfélagsins sé alveg skýr. Ég tel að framganga sveitarfélagsins sé líkt og raunhæft verkefni í stjórnsýslurétti, hún er svo röng, “ segir Jón Þór. Í stefnunni kemur fram að samkvæmt niðurstöðu endurskoðendafyrirtækisins Ernst & Young nemi tjón Ice Lagoon ehf. vegna aðgerða sveitarfélagsins allt að rúmum 270 milljónum króna. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Austurlands þann 7. júní. Bæjarstjóri segir óeðlilegt að umfjöllun sé komin í fjölmiðla Fréttastofa hafði samband við Björn Inga Jónsson bæjarstjóra Hornafjarðar vegna málsins sem sagðist ekki hafa fengið stefnuna og þætti óeðlilegt að málið væri komið í fjölmiðla áður en hún bærist til sín.
Hornafjörður Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira