Enn einn silfurdrengurinn leggur skóna á hilluna Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. maí 2018 15:00 Róbert fagnar á ÓL í Peking 2008 ásamt vini sínum og herbergisfélaga, Snorra Steini Guðjónssyni. vísir/afp Það heldur áfram að fækka í hópi silfurdrengjanna sem enn spila handbolta en línumaðurinn Róbert Gunnarsson hefur nú ákveðið að leggja skóna á hilluna. „Það eru margar ástæður fyrir því að ég er hættur. Líkaminn farinn að segja til sín og ástríðan ekki alveg sú sama og áður. Ég fann að allt var orðið erfiðara hjá mér,“ segir Róbert við Vísi en hann fagnaði 38 ára afmæli sínu í gær. „Ég vildi hætta áður en líkaminn væri búinn svo ég geti spilað bolta með krökkunum og farið í hjólatúr. Það er svolítið langt síðan ég ákvað þetta eða í október síðastliðnum. Ég var ekkert að flagga því samt og vissi ekki hvenær ég ætlaði að segja frá þessu.“Róbert í leik með Århus árið 2002. Hans fyrsta og síðasta lið í atvinnumennskunni.vísir/afpSíðasta tímabili Róberts í boltanum er nýlokið og hann er ekki alveg búinn að átta sig á því að ferlinum sé lokið. Ferill hans í boltanum hefur verið glæsilegur. Hér heima spilaði hann með Fylki og Fram áður en hann fór til Århus í Danmörku.Frábær ferill Þaðan lá leiðin til Þýskalands þar sem hann spilaði með Gummersbach og Rhein-Neckar Löwen. Hann spilaði svo í fjögur ár með ofurliði PSG áður en hann hélt aftur til Árósa fyrir tveimur árum síðan. Þar verður hann áfram næstu árin. „Ein af ástæðunum fyrir því að ég hætti núna er að ég er að fara að vinna með viðskiptasálfræðingi. Við erum að fara að vinna með liðum og fyrirtækjum á ýmsan hátt. Mjög spennandi verkefni og svo er ég líka að vinna í Bob eins og áður en við erum að selja fatnað þar. Ég mun því hafa nóg að gera,“ segir Róbert kátur og ljóst að hann er spenntur fyrir komandi tímum utan handboltans.Róbert í leik með landsliðinu árið 2006. Hann gladdi alltaf þjóðina með frábærum mörkuim sínum.vísir/afp„Við erum ekkert á heimleið á næstunni. Okkur líður vel í Árósum og verðum hér örugglega tvö til þrjú ár í viðbót. Svo sjáum við hvað setur.“ Að vera línumaður í handbolta kallar á mikil átök og skrokkurinn á Róberti er nokkuð lemstraður eftir öll átökin.Líkaminn lemstraður „Maður var farinn að eiga erfitt með að standa upp úr rúminu og leggjast í það líka. Þegar koma nokkrir dagar í röð þar sem maður getur ekki labbað þá kominn tími á að segja stopp,“ segir Róbert en hann er þakklátur fyrir tímann í handboltanum. „Ævintýrið í Peking stendur auðvitað alltaf upp úr varðandi árangurinn sem og bronsið. Árin í Frakklandi voru líka mjög skemmtileg. Það sem gaf manni mest í þessu var félagsskapurinn í landsliðinu. Þar eignaðist maður sína bestu vini og það var alltaf frábært að hitta þá. Ætli það sé ekki það sem maður eigi eftir að sakna mest.“ Handbolti Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Sjá meira
Það heldur áfram að fækka í hópi silfurdrengjanna sem enn spila handbolta en línumaðurinn Róbert Gunnarsson hefur nú ákveðið að leggja skóna á hilluna. „Það eru margar ástæður fyrir því að ég er hættur. Líkaminn farinn að segja til sín og ástríðan ekki alveg sú sama og áður. Ég fann að allt var orðið erfiðara hjá mér,“ segir Róbert við Vísi en hann fagnaði 38 ára afmæli sínu í gær. „Ég vildi hætta áður en líkaminn væri búinn svo ég geti spilað bolta með krökkunum og farið í hjólatúr. Það er svolítið langt síðan ég ákvað þetta eða í október síðastliðnum. Ég var ekkert að flagga því samt og vissi ekki hvenær ég ætlaði að segja frá þessu.“Róbert í leik með Århus árið 2002. Hans fyrsta og síðasta lið í atvinnumennskunni.vísir/afpSíðasta tímabili Róberts í boltanum er nýlokið og hann er ekki alveg búinn að átta sig á því að ferlinum sé lokið. Ferill hans í boltanum hefur verið glæsilegur. Hér heima spilaði hann með Fylki og Fram áður en hann fór til Århus í Danmörku.Frábær ferill Þaðan lá leiðin til Þýskalands þar sem hann spilaði með Gummersbach og Rhein-Neckar Löwen. Hann spilaði svo í fjögur ár með ofurliði PSG áður en hann hélt aftur til Árósa fyrir tveimur árum síðan. Þar verður hann áfram næstu árin. „Ein af ástæðunum fyrir því að ég hætti núna er að ég er að fara að vinna með viðskiptasálfræðingi. Við erum að fara að vinna með liðum og fyrirtækjum á ýmsan hátt. Mjög spennandi verkefni og svo er ég líka að vinna í Bob eins og áður en við erum að selja fatnað þar. Ég mun því hafa nóg að gera,“ segir Róbert kátur og ljóst að hann er spenntur fyrir komandi tímum utan handboltans.Róbert í leik með landsliðinu árið 2006. Hann gladdi alltaf þjóðina með frábærum mörkuim sínum.vísir/afp„Við erum ekkert á heimleið á næstunni. Okkur líður vel í Árósum og verðum hér örugglega tvö til þrjú ár í viðbót. Svo sjáum við hvað setur.“ Að vera línumaður í handbolta kallar á mikil átök og skrokkurinn á Róberti er nokkuð lemstraður eftir öll átökin.Líkaminn lemstraður „Maður var farinn að eiga erfitt með að standa upp úr rúminu og leggjast í það líka. Þegar koma nokkrir dagar í röð þar sem maður getur ekki labbað þá kominn tími á að segja stopp,“ segir Róbert en hann er þakklátur fyrir tímann í handboltanum. „Ævintýrið í Peking stendur auðvitað alltaf upp úr varðandi árangurinn sem og bronsið. Árin í Frakklandi voru líka mjög skemmtileg. Það sem gaf manni mest í þessu var félagsskapurinn í landsliðinu. Þar eignaðist maður sína bestu vini og það var alltaf frábært að hitta þá. Ætli það sé ekki það sem maður eigi eftir að sakna mest.“
Handbolti Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti