Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Íþróttadeild Sýnar skrifar 28. janúar 2026 17:06 Íslensku leikmennirnir fögnuðu vel og innilega eftir leikinn í Malmö Arena. vísir/vilhelm Íslenska karlalandsliðið í handbolta leikur um verðlaun á Evrópumótinu. Þetta var ljóst eftir átta marka sigur Íslands á Slóveníu, 31-39, í milliriðli II í dag. Hetjur íslenska liðsins voru margar. Þetta er í fyrsta sinn í sextán ár, eða síðan á EM 2010, sem Íslendingar komast í undanúrslit á stórmóti. Þetta er jafnframt í þriðja sinn sem Ísland kemst í undanúrslit á Evrópumóti. Eftir ótrúlegar geðsveiflur gærdagsins, þar sem Ísland gerði 38-38 jafntefli við Sviss en fékk svo líflínu eftir jafntefli Svíþjóðar við Ungverjaland, 32-32, var ljóst að Ísland myndi komast í undanúrslit með sigri á Slóveníu í dag. Allt annað var að sjá til íslenska liðsins í byrjun leiksins en í leiknum gegn Sviss í gær. Vörnin var sterk og Ísland spilaði sig ítrekað í góð færi í sókninni. Vandamálið framan af leik var hins vegar að skora úr færunum. Miljan Vujovic, markvörður Slóveníu, varði fjölmörg dauðafæri og gerði okkar mönnum erfitt fyrir. Slóvenum voru aftur á móti mislagðar hendur í sókninni og töpuðu boltanum hvað eftir annað. Ísland var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 16-18, en seinni hálfleikurinn var eign okkar manna. Íslendingar náðu snemma góðu forskoti, skoruðu að vild og Slóvenar fengu ekkert við ráðið. Elliði Snær Viðarsson fór hamförum á línunni og Óðinn Þór Ríkharðsson var í ótrúlegum ham. Ómar Ingi Magnússon átti svo sinn langbesta leik á mótinu. Hugarfar íslenska liðsins var til mikillar fyrirmyndar. Einbeitingin skein úr hverju andliti og ljóst að þjálfarateymi íslenska liðsins nýtti klukkutímana frá síðasta leik frábærlega. Eftir þennan frækna sigur heldur íslenska liðið nú til Herning þar sem það leikur til undanúrslita á föstudaginn. Ekki liggur fyrir hver mótherjinn verður en það kemur í ljós eftir hina leiki dagsins. Einkunnir Íslands gegn Slóveníu: - Byrjunarlið Íslands í leiknum - Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður - 3 (11 varin skot - 55:37 mín.) Ágæt frammistaða hjá Viktori. Varði sex skot í fyrri hálfleik og bætti svo fimm við í þeim seinni. Var nálægt því að verja nokkur skot til viðbótar en getur klárlega betur. Bjarki Már Elísson, vinstri hornamaður - 4 (3 mörk - 16:59 mín.) Byrjaði inn á og var mikið í boltanum í upphafi leiks. Skoraði þrjú af fyrstu tíu mörkum Íslands og fiskaði auk þess eina brottvísun. Klikkaði á tveimur skotum og fékk svo brottvísun á 17. mínútu og kom ekkert við sögu eftir það. Janus Daði Smárason, vinstri skytta - 5 (3 mörk - 52:55 mín.) Frábær frammistaða hjá Janusi! Öflugur í vörninni þar sem mikið mæddi á honum. Ákafur en skynsamur og var svo gríðarlega góður í sókninni. Lét boltann ganga vel og var áræðinn. Skoraði þrjú mörk, gaf sex stoðsendingar og stal boltanum í þrígang. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 5 (2 mörk - 28:35 mín.) Skoraði bara tvö mörk en hafði mjög mikil áhrif á leikinn. Stýrði sókninni eins og snillingur. Íslenska liðið skapaði sér gott færi í nær hverri einustu sókn og skoraði 39 mörk þrátt fyrir að slatti af dauðafærum hafi farið í súginn. Slóvensku varnarmennirnir réðu ekkert við Gísla sem gaf átta stoðsendingar og þær hefðu hæglega getað verið mun fleiri. Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 5 (7/2 mörk - 52:34 mín.) Þetta byrjaði ekki vel hjá Ómari en Vujovic varði tvö dauðafæri frá honum snemma leiks. En fyrirliðinn sýndi styrk, skoraði þrjú mörk á skömmum tíma og það var allt annað að sjá til hans eftir það. Spilaði sinn langbesta leik á mótinu, var kröftugur og sterkur maður gegn manni og skoraði úr síðustu sjö skotunum sem hann tók í leiknum. Þetta er sá Ómar sem við þekkjum svo vel. Óðinn Þór Ríkharðsson, hægri hornamaður - 6 (7 mörk - 53:38 mín.) Orkan í þessum manni er ekki þessa heims! Var í miklum ham í dag. Skoraði sjö mörk og var mjög sannfærandi í afgreiðslunum sínum. Svo fiskaði hann þrjá ruðninga á slóvenska liðið. Gaf tóninn með því að fagna öllu sem fagna mátti. Elliði Snær Viðarsson, línumaður - 6 (8 mörk - 47:09 mín.) Besti landsleikur Elliða. Á því leikur enginn vafi. Var frábær í sókninni eins og gegn Sviss en var mun betri í vörninni en í leiknum í gær. Snöggur fram, hreyfanlegur og sterkur. Í síðustu tveimur leikjum hefur Elliði skorað sextán mörk úr átján skotum. Ýmir Örn Gíslason, línumaður - 4 (0 mörk - 34:03 mín.) Fann sig ekki gegn Sviss en það var allt annað sjá til píparans úr Hlíðunum í dag. Varnarleikur íslenska liðsins var ekki fullkominn en það var allt önnur orka í honum í dag. Ýmir og Elliði náðu vel saman í miðri vörninni og gamli Valsmaðurinn stal boltanum tvisvar. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Arnar Freyr Arnarsson, línumaður - (1 mark - 6:34 mín.) Átti erfitt uppdráttar gegn Sviss og kom ekki mikið við sögu í dag. Skoraði eitt mark undir lokin. Spilaði ekki nóg til að fá einkunn. Einar Þorsteinn Ólafsson, varnarmaður - (0 mörk - 3:42 mín.) Kom aðeins inn á í vörnina í fyrri hálfleik. Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 2 (1 mark - 5:37 mín.) Skoraði eitt mark og gaf eina skemmtilega stoðsendingu á Óðin eftir að hann kom inn á í fyrri hálfleik. Fékk svo ósanngjarna brottvísun fyrir að skjóta í öxlina á Vujovic. Ekki besti leikur Viggós en það kom ekki að sök þar sem Ómar spilaði vel. Við munum þurfa á Viggó að halda í framhaldinu. Haukur Þrastarson, vinstri skytta - 3 (2 mörk - 8:54 mín.) Skaut framhjá í fyrsta skotinu sínu en skoraði svo með ótrúlegu skoti fyrir aftan bak. Gerði svo síðasta mark fyrri hálfleiks, sannkallað flautumark, með góðu undirhandarskoti, og sá til þess að munurinn í hálfleik var tvö mörk. Spilaði ekki mikið í seinni hálfleik en lagði sitt að mörkum. Orri Freyr Þorkelsson, vinstri hornamaður - 4 (4 mörk - 41:04 mín.) Kom inn á um miðbik fyrri hálfleiks þegar Bjarki var rekinn af velli. Fékk engin færi í fyrri hálfleik en var öflugur í þeim seinni. Skoraði fjögur mörk og var hvað eftir annað snöggur fram völlinn. Björgvin Páll Gústavsson, markvörður - (31 sek.) Reyndi sig við tvö vítaköst en tókst ekki að verja. Teitur Örn Einarsson, hægri hornamaður - (1 mark - 2:08 mín.) Kom inn á undir lokin, í fyrsta sinn síðan í riðlakeppninni, og skoraði eitt mark úr hraðaupphlaupi. Þorsteinn Leó Gunnarsson, vinstri skytta - (spilaði ekkert) Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Sýnar leikmönnum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Leikmenn fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Útskýring á einkunnum 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Fleiri fréttir Þýskaland - Frakkland | Örlagastund hjá Alfreð en jafntefli dugir Króatía - Ungverjaland | Lærisveinar Dags verða að vinna „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn í sextán ár, eða síðan á EM 2010, sem Íslendingar komast í undanúrslit á stórmóti. Þetta er jafnframt í þriðja sinn sem Ísland kemst í undanúrslit á Evrópumóti. Eftir ótrúlegar geðsveiflur gærdagsins, þar sem Ísland gerði 38-38 jafntefli við Sviss en fékk svo líflínu eftir jafntefli Svíþjóðar við Ungverjaland, 32-32, var ljóst að Ísland myndi komast í undanúrslit með sigri á Slóveníu í dag. Allt annað var að sjá til íslenska liðsins í byrjun leiksins en í leiknum gegn Sviss í gær. Vörnin var sterk og Ísland spilaði sig ítrekað í góð færi í sókninni. Vandamálið framan af leik var hins vegar að skora úr færunum. Miljan Vujovic, markvörður Slóveníu, varði fjölmörg dauðafæri og gerði okkar mönnum erfitt fyrir. Slóvenum voru aftur á móti mislagðar hendur í sókninni og töpuðu boltanum hvað eftir annað. Ísland var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 16-18, en seinni hálfleikurinn var eign okkar manna. Íslendingar náðu snemma góðu forskoti, skoruðu að vild og Slóvenar fengu ekkert við ráðið. Elliði Snær Viðarsson fór hamförum á línunni og Óðinn Þór Ríkharðsson var í ótrúlegum ham. Ómar Ingi Magnússon átti svo sinn langbesta leik á mótinu. Hugarfar íslenska liðsins var til mikillar fyrirmyndar. Einbeitingin skein úr hverju andliti og ljóst að þjálfarateymi íslenska liðsins nýtti klukkutímana frá síðasta leik frábærlega. Eftir þennan frækna sigur heldur íslenska liðið nú til Herning þar sem það leikur til undanúrslita á föstudaginn. Ekki liggur fyrir hver mótherjinn verður en það kemur í ljós eftir hina leiki dagsins. Einkunnir Íslands gegn Slóveníu: - Byrjunarlið Íslands í leiknum - Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður - 3 (11 varin skot - 55:37 mín.) Ágæt frammistaða hjá Viktori. Varði sex skot í fyrri hálfleik og bætti svo fimm við í þeim seinni. Var nálægt því að verja nokkur skot til viðbótar en getur klárlega betur. Bjarki Már Elísson, vinstri hornamaður - 4 (3 mörk - 16:59 mín.) Byrjaði inn á og var mikið í boltanum í upphafi leiks. Skoraði þrjú af fyrstu tíu mörkum Íslands og fiskaði auk þess eina brottvísun. Klikkaði á tveimur skotum og fékk svo brottvísun á 17. mínútu og kom ekkert við sögu eftir það. Janus Daði Smárason, vinstri skytta - 5 (3 mörk - 52:55 mín.) Frábær frammistaða hjá Janusi! Öflugur í vörninni þar sem mikið mæddi á honum. Ákafur en skynsamur og var svo gríðarlega góður í sókninni. Lét boltann ganga vel og var áræðinn. Skoraði þrjú mörk, gaf sex stoðsendingar og stal boltanum í þrígang. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 5 (2 mörk - 28:35 mín.) Skoraði bara tvö mörk en hafði mjög mikil áhrif á leikinn. Stýrði sókninni eins og snillingur. Íslenska liðið skapaði sér gott færi í nær hverri einustu sókn og skoraði 39 mörk þrátt fyrir að slatti af dauðafærum hafi farið í súginn. Slóvensku varnarmennirnir réðu ekkert við Gísla sem gaf átta stoðsendingar og þær hefðu hæglega getað verið mun fleiri. Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 5 (7/2 mörk - 52:34 mín.) Þetta byrjaði ekki vel hjá Ómari en Vujovic varði tvö dauðafæri frá honum snemma leiks. En fyrirliðinn sýndi styrk, skoraði þrjú mörk á skömmum tíma og það var allt annað að sjá til hans eftir það. Spilaði sinn langbesta leik á mótinu, var kröftugur og sterkur maður gegn manni og skoraði úr síðustu sjö skotunum sem hann tók í leiknum. Þetta er sá Ómar sem við þekkjum svo vel. Óðinn Þór Ríkharðsson, hægri hornamaður - 6 (7 mörk - 53:38 mín.) Orkan í þessum manni er ekki þessa heims! Var í miklum ham í dag. Skoraði sjö mörk og var mjög sannfærandi í afgreiðslunum sínum. Svo fiskaði hann þrjá ruðninga á slóvenska liðið. Gaf tóninn með því að fagna öllu sem fagna mátti. Elliði Snær Viðarsson, línumaður - 6 (8 mörk - 47:09 mín.) Besti landsleikur Elliða. Á því leikur enginn vafi. Var frábær í sókninni eins og gegn Sviss en var mun betri í vörninni en í leiknum í gær. Snöggur fram, hreyfanlegur og sterkur. Í síðustu tveimur leikjum hefur Elliði skorað sextán mörk úr átján skotum. Ýmir Örn Gíslason, línumaður - 4 (0 mörk - 34:03 mín.) Fann sig ekki gegn Sviss en það var allt annað sjá til píparans úr Hlíðunum í dag. Varnarleikur íslenska liðsins var ekki fullkominn en það var allt önnur orka í honum í dag. Ýmir og Elliði náðu vel saman í miðri vörninni og gamli Valsmaðurinn stal boltanum tvisvar. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Arnar Freyr Arnarsson, línumaður - (1 mark - 6:34 mín.) Átti erfitt uppdráttar gegn Sviss og kom ekki mikið við sögu í dag. Skoraði eitt mark undir lokin. Spilaði ekki nóg til að fá einkunn. Einar Þorsteinn Ólafsson, varnarmaður - (0 mörk - 3:42 mín.) Kom aðeins inn á í vörnina í fyrri hálfleik. Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 2 (1 mark - 5:37 mín.) Skoraði eitt mark og gaf eina skemmtilega stoðsendingu á Óðin eftir að hann kom inn á í fyrri hálfleik. Fékk svo ósanngjarna brottvísun fyrir að skjóta í öxlina á Vujovic. Ekki besti leikur Viggós en það kom ekki að sök þar sem Ómar spilaði vel. Við munum þurfa á Viggó að halda í framhaldinu. Haukur Þrastarson, vinstri skytta - 3 (2 mörk - 8:54 mín.) Skaut framhjá í fyrsta skotinu sínu en skoraði svo með ótrúlegu skoti fyrir aftan bak. Gerði svo síðasta mark fyrri hálfleiks, sannkallað flautumark, með góðu undirhandarskoti, og sá til þess að munurinn í hálfleik var tvö mörk. Spilaði ekki mikið í seinni hálfleik en lagði sitt að mörkum. Orri Freyr Þorkelsson, vinstri hornamaður - 4 (4 mörk - 41:04 mín.) Kom inn á um miðbik fyrri hálfleiks þegar Bjarki var rekinn af velli. Fékk engin færi í fyrri hálfleik en var öflugur í þeim seinni. Skoraði fjögur mörk og var hvað eftir annað snöggur fram völlinn. Björgvin Páll Gústavsson, markvörður - (31 sek.) Reyndi sig við tvö vítaköst en tókst ekki að verja. Teitur Örn Einarsson, hægri hornamaður - (1 mark - 2:08 mín.) Kom inn á undir lokin, í fyrsta sinn síðan í riðlakeppninni, og skoraði eitt mark úr hraðaupphlaupi. Þorsteinn Leó Gunnarsson, vinstri skytta - (spilaði ekkert) Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Sýnar leikmönnum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Leikmenn fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Útskýring á einkunnum 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Fleiri fréttir Þýskaland - Frakkland | Örlagastund hjá Alfreð en jafntefli dugir Króatía - Ungverjaland | Lærisveinar Dags verða að vinna „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Sjá meira