Viðskiptaþvinganir geta hækkað verðlag á Íslandi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. maí 2018 19:30 Fyrirhugaðar viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gagnvart Íran gætu haft áhrif á olíverð, almennt verðlag og ferðaþjónustu hér á landi. Leiði þær til mikilla hækkana á olíuverði gætu flugfargjöld hækkað og færri ferðamenn komið til landsins. Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna greindi í gær frá því að Bandaríkin myndu beita Íran fordæmalausum viðskiptaþvingunum eftir að hafa dregið sig út úr kjarnorkusamkomulaginu við Íran. Íran er einn helsti útflytjandi á olíu og jók framleiðsluna umtalsvert þegar fyrri viðskiptaþvingunum var aflétt árið 2016. Aðgerðir Bandaríkjanna eru þegar farnar að endurspeglast í olíuverði og hækkaði verð á Brent hráolíu um rúmt prósentustig í morgun. „Erlendir greiningaraðilar gera almennt ráð fyrir að þetta muni hafa áhrif til hækkunar en þetta fer auðvitað allt eftir umsvifum aðgerðanna og hversu stórar þær verða. Síðan fer þetta eftir því hversu hratt aðrar olíþjóðir geta brugðist við með auknum útflutningi á sínum hráefnum," segir Gunnar Bjarni Viðarsson, sérfræðingur hjá Greiningardeild Arion banka.Meðalverð á bensínlítra á Íslandi á síðustu tólf mánuðum.Ísland flytur einna mest allra þjóða af olíu miðað við höfðatölu og myndi hærra heimsmarkaðsverð leiða til hærra eldsneytisverðs á Íslandi og hefur það þegar hækkað umtalsvert á síðastliðnum tólf mánuðum. „Á síðustu fjórum mánuðum höfum við flutt inn hráolíu og smurolíu inn fyrir þrjátíu milljarða. Þannig að tíu prósent hækkun á þessu myndi auka þennan verðmiða um þrjá milljarða," segir Gunnar. Hann segir að hækkanir sem þessar geti skilað sér út í vísitölu neysluverðs og þar með haft áhrif á verðtryggð lán auk þess að geta rýrt viðskiptaafganginn og veikt krónuna. Þá skilar hærra olíuverð sér út í fargjöld flugfélaganna sem eru meðal stærstu eldsneytiskaupenda landsins. „Ef þetta hækkar verð á flugfargjöldum til landsins gæti þetta alveg dregið úr fjölda þeirra sem koma hingað til landsins," segir Gunnar. Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Fleiri fréttir „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Sjá meira
Fyrirhugaðar viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gagnvart Íran gætu haft áhrif á olíverð, almennt verðlag og ferðaþjónustu hér á landi. Leiði þær til mikilla hækkana á olíuverði gætu flugfargjöld hækkað og færri ferðamenn komið til landsins. Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna greindi í gær frá því að Bandaríkin myndu beita Íran fordæmalausum viðskiptaþvingunum eftir að hafa dregið sig út úr kjarnorkusamkomulaginu við Íran. Íran er einn helsti útflytjandi á olíu og jók framleiðsluna umtalsvert þegar fyrri viðskiptaþvingunum var aflétt árið 2016. Aðgerðir Bandaríkjanna eru þegar farnar að endurspeglast í olíuverði og hækkaði verð á Brent hráolíu um rúmt prósentustig í morgun. „Erlendir greiningaraðilar gera almennt ráð fyrir að þetta muni hafa áhrif til hækkunar en þetta fer auðvitað allt eftir umsvifum aðgerðanna og hversu stórar þær verða. Síðan fer þetta eftir því hversu hratt aðrar olíþjóðir geta brugðist við með auknum útflutningi á sínum hráefnum," segir Gunnar Bjarni Viðarsson, sérfræðingur hjá Greiningardeild Arion banka.Meðalverð á bensínlítra á Íslandi á síðustu tólf mánuðum.Ísland flytur einna mest allra þjóða af olíu miðað við höfðatölu og myndi hærra heimsmarkaðsverð leiða til hærra eldsneytisverðs á Íslandi og hefur það þegar hækkað umtalsvert á síðastliðnum tólf mánuðum. „Á síðustu fjórum mánuðum höfum við flutt inn hráolíu og smurolíu inn fyrir þrjátíu milljarða. Þannig að tíu prósent hækkun á þessu myndi auka þennan verðmiða um þrjá milljarða," segir Gunnar. Hann segir að hækkanir sem þessar geti skilað sér út í vísitölu neysluverðs og þar með haft áhrif á verðtryggð lán auk þess að geta rýrt viðskiptaafganginn og veikt krónuna. Þá skilar hærra olíuverð sér út í fargjöld flugfélaganna sem eru meðal stærstu eldsneytiskaupenda landsins. „Ef þetta hækkar verð á flugfargjöldum til landsins gæti þetta alveg dregið úr fjölda þeirra sem koma hingað til landsins," segir Gunnar.
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Fleiri fréttir „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Sjá meira