Viðskiptaþvinganir geta hækkað verðlag á Íslandi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. maí 2018 19:30 Fyrirhugaðar viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gagnvart Íran gætu haft áhrif á olíverð, almennt verðlag og ferðaþjónustu hér á landi. Leiði þær til mikilla hækkana á olíuverði gætu flugfargjöld hækkað og færri ferðamenn komið til landsins. Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna greindi í gær frá því að Bandaríkin myndu beita Íran fordæmalausum viðskiptaþvingunum eftir að hafa dregið sig út úr kjarnorkusamkomulaginu við Íran. Íran er einn helsti útflytjandi á olíu og jók framleiðsluna umtalsvert þegar fyrri viðskiptaþvingunum var aflétt árið 2016. Aðgerðir Bandaríkjanna eru þegar farnar að endurspeglast í olíuverði og hækkaði verð á Brent hráolíu um rúmt prósentustig í morgun. „Erlendir greiningaraðilar gera almennt ráð fyrir að þetta muni hafa áhrif til hækkunar en þetta fer auðvitað allt eftir umsvifum aðgerðanna og hversu stórar þær verða. Síðan fer þetta eftir því hversu hratt aðrar olíþjóðir geta brugðist við með auknum útflutningi á sínum hráefnum," segir Gunnar Bjarni Viðarsson, sérfræðingur hjá Greiningardeild Arion banka.Meðalverð á bensínlítra á Íslandi á síðustu tólf mánuðum.Ísland flytur einna mest allra þjóða af olíu miðað við höfðatölu og myndi hærra heimsmarkaðsverð leiða til hærra eldsneytisverðs á Íslandi og hefur það þegar hækkað umtalsvert á síðastliðnum tólf mánuðum. „Á síðustu fjórum mánuðum höfum við flutt inn hráolíu og smurolíu inn fyrir þrjátíu milljarða. Þannig að tíu prósent hækkun á þessu myndi auka þennan verðmiða um þrjá milljarða," segir Gunnar. Hann segir að hækkanir sem þessar geti skilað sér út í vísitölu neysluverðs og þar með haft áhrif á verðtryggð lán auk þess að geta rýrt viðskiptaafganginn og veikt krónuna. Þá skilar hærra olíuverð sér út í fargjöld flugfélaganna sem eru meðal stærstu eldsneytiskaupenda landsins. „Ef þetta hækkar verð á flugfargjöldum til landsins gæti þetta alveg dregið úr fjölda þeirra sem koma hingað til landsins," segir Gunnar. Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Fleiri fréttir Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Sjá meira
Fyrirhugaðar viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gagnvart Íran gætu haft áhrif á olíverð, almennt verðlag og ferðaþjónustu hér á landi. Leiði þær til mikilla hækkana á olíuverði gætu flugfargjöld hækkað og færri ferðamenn komið til landsins. Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna greindi í gær frá því að Bandaríkin myndu beita Íran fordæmalausum viðskiptaþvingunum eftir að hafa dregið sig út úr kjarnorkusamkomulaginu við Íran. Íran er einn helsti útflytjandi á olíu og jók framleiðsluna umtalsvert þegar fyrri viðskiptaþvingunum var aflétt árið 2016. Aðgerðir Bandaríkjanna eru þegar farnar að endurspeglast í olíuverði og hækkaði verð á Brent hráolíu um rúmt prósentustig í morgun. „Erlendir greiningaraðilar gera almennt ráð fyrir að þetta muni hafa áhrif til hækkunar en þetta fer auðvitað allt eftir umsvifum aðgerðanna og hversu stórar þær verða. Síðan fer þetta eftir því hversu hratt aðrar olíþjóðir geta brugðist við með auknum útflutningi á sínum hráefnum," segir Gunnar Bjarni Viðarsson, sérfræðingur hjá Greiningardeild Arion banka.Meðalverð á bensínlítra á Íslandi á síðustu tólf mánuðum.Ísland flytur einna mest allra þjóða af olíu miðað við höfðatölu og myndi hærra heimsmarkaðsverð leiða til hærra eldsneytisverðs á Íslandi og hefur það þegar hækkað umtalsvert á síðastliðnum tólf mánuðum. „Á síðustu fjórum mánuðum höfum við flutt inn hráolíu og smurolíu inn fyrir þrjátíu milljarða. Þannig að tíu prósent hækkun á þessu myndi auka þennan verðmiða um þrjá milljarða," segir Gunnar. Hann segir að hækkanir sem þessar geti skilað sér út í vísitölu neysluverðs og þar með haft áhrif á verðtryggð lán auk þess að geta rýrt viðskiptaafganginn og veikt krónuna. Þá skilar hærra olíuverð sér út í fargjöld flugfélaganna sem eru meðal stærstu eldsneytiskaupenda landsins. „Ef þetta hækkar verð á flugfargjöldum til landsins gæti þetta alveg dregið úr fjölda þeirra sem koma hingað til landsins," segir Gunnar.
Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Fleiri fréttir Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Sjá meira