Segir samfélagið þurfa að tryggja körlum eiginkonur Kjartan Kjartansson skrifar 20. maí 2018 23:47 Peterson hefur meðal annars vakið athygli fyrir að þvertaka fyrir að nota persónufornöfn sem intersexfólk kýs að nota um sig. Vísir/Getty Kanadíski sálfræðingurinn Jordan Peterson sem er væntanlegur til Íslands segir að samfélagið verði að tryggja karlmönnum eiginkonur til að koma í veg fyrir að þeir gerist ofbeldishneigðir. Þvingað einkvæni sé lausnin við ofbeldisverkum eins og því sem átti sér stað í Toronto á dögunum. Peterson er umdeildur en málflutningur hans gengur meðal annars út á að samfélagsskipan á vesturlöndum hafi verið betri upp úr miðri síðustu öld þegar minna jafnrétti var á milli kynjanna. Hann heldur tvo fyrirlestra í Hörpu í næsta mánuði. Kenningar hans hafa hlotið hljómgrunn hjá hópi karlmanna sem telur að karlmennskunni sé ógnað í nútímasamfélagi. Í viðtali við New York Times sem birtist um helgina og vakið hefur athygli ræðir Peterson meðal annars um ungan mann sem drap tíu manns með bíl sínum á götum Toronto í apríl. Árasarmaðurinn skilgreindi sig sem hluta af kvenfjandsamlegri hreyfingu karlmanna sem telja sig búa við skírlífi gegn vilja sínum. Peterson segir við bandaríska blaðið að árásir eigi sér stað þegar karlmenn eigi sér ekki maka. Samfélagið þurfi að tryggja að þeir menn giftist. „Hann var reiður út í guð vegna þess að konur höfnuðu honum. Lausnin við því er tilneytt einkvæni. Það er raunverulega ástæðan fyrir því að einkvæni kemur fram,“ segir Peterson um árásarmanninn í Toronto í viðtalinu. Með því að þvinga fólk til einkvænis sé hægt að koma í veg fyrir að einhleypir karlmenn hneigist til ofbeldis. Að öðrum kosti sæki konur aðeins í karlmenn í hæstu stöðunum og telur Peterson að hvorugt kynið yrði ánægt með það til lengri tíma litið. Fjölmiðlar hafa greint frá því að framhaldsskólanemi sem skaut tíu manns til bana í skóla sínum í Texas á föstudag hafi framið voðaverkin vegna þess að stúlka sem hann hafði áhuga á hafði hafnað honum. Stúlkan var ein þeirra sem hann skaut til bana. Peterson spáði hruni jafnlaunavottunar á Íslandi í viðtali við áströlsku útgáfu fréttaskýringarþáttarins 60 mínútna í síðasta mánuði. Fullyrti hann að það væri tæknilega ómögulegt að leysa vandamálið með þessum hætti og að launamunur kynjanna væri ekki endilega tilkominn vegna kynferðis.Viðbót 21. maí klukkan 12:20Síðan greinin í New York Times birtist, sem fréttin að ofan byggir á, hefur Peterson brugðist við henni á heimasíðu sinni. Þar segir hann meðal annars að hann leggi ekki til að einkvæni verði komið á með lögum. Samfélagsleg breyting sem leiði til einkvænis eigi þó að minnka ofbeldi gegn konum og reyndar allt ofbeldi. Þau sem vilji af fullri alvöru minnka ofbeldi gegn konum eigi að hugsa sig tvisvar um áður en þau útiloki samfélagslega breytingu í átt til einkvænis sem mögulega lausn. Tengdar fréttir Kynferðisleg gremja kann að hafa plagað árásarmanninn Skömmu áður en bíl var ekið á gangandi vegfarendur í Toronto, með þeim afleiðingum að 10 létu lífið og 14 særðust, birtist óhugnaleg færsla á Facebook-vegg Alek Minassian, mannsins sem grunaður er um ódæðið. 25. apríl 2018 07:30 Umdeildur sálfræðingur spáir hruni jafnlaunavottunar á Íslandi Fyrrverandi félagsmálaráðherra segir áströlskum fréttaskýringarþætti að jafnlaunavottun sé ekki ógn við karlmenn heldur skref í átt að réttlátara samfélagi. 30. apríl 2018 07:59 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Sjá meira
Kanadíski sálfræðingurinn Jordan Peterson sem er væntanlegur til Íslands segir að samfélagið verði að tryggja karlmönnum eiginkonur til að koma í veg fyrir að þeir gerist ofbeldishneigðir. Þvingað einkvæni sé lausnin við ofbeldisverkum eins og því sem átti sér stað í Toronto á dögunum. Peterson er umdeildur en málflutningur hans gengur meðal annars út á að samfélagsskipan á vesturlöndum hafi verið betri upp úr miðri síðustu öld þegar minna jafnrétti var á milli kynjanna. Hann heldur tvo fyrirlestra í Hörpu í næsta mánuði. Kenningar hans hafa hlotið hljómgrunn hjá hópi karlmanna sem telur að karlmennskunni sé ógnað í nútímasamfélagi. Í viðtali við New York Times sem birtist um helgina og vakið hefur athygli ræðir Peterson meðal annars um ungan mann sem drap tíu manns með bíl sínum á götum Toronto í apríl. Árasarmaðurinn skilgreindi sig sem hluta af kvenfjandsamlegri hreyfingu karlmanna sem telja sig búa við skírlífi gegn vilja sínum. Peterson segir við bandaríska blaðið að árásir eigi sér stað þegar karlmenn eigi sér ekki maka. Samfélagið þurfi að tryggja að þeir menn giftist. „Hann var reiður út í guð vegna þess að konur höfnuðu honum. Lausnin við því er tilneytt einkvæni. Það er raunverulega ástæðan fyrir því að einkvæni kemur fram,“ segir Peterson um árásarmanninn í Toronto í viðtalinu. Með því að þvinga fólk til einkvænis sé hægt að koma í veg fyrir að einhleypir karlmenn hneigist til ofbeldis. Að öðrum kosti sæki konur aðeins í karlmenn í hæstu stöðunum og telur Peterson að hvorugt kynið yrði ánægt með það til lengri tíma litið. Fjölmiðlar hafa greint frá því að framhaldsskólanemi sem skaut tíu manns til bana í skóla sínum í Texas á föstudag hafi framið voðaverkin vegna þess að stúlka sem hann hafði áhuga á hafði hafnað honum. Stúlkan var ein þeirra sem hann skaut til bana. Peterson spáði hruni jafnlaunavottunar á Íslandi í viðtali við áströlsku útgáfu fréttaskýringarþáttarins 60 mínútna í síðasta mánuði. Fullyrti hann að það væri tæknilega ómögulegt að leysa vandamálið með þessum hætti og að launamunur kynjanna væri ekki endilega tilkominn vegna kynferðis.Viðbót 21. maí klukkan 12:20Síðan greinin í New York Times birtist, sem fréttin að ofan byggir á, hefur Peterson brugðist við henni á heimasíðu sinni. Þar segir hann meðal annars að hann leggi ekki til að einkvæni verði komið á með lögum. Samfélagsleg breyting sem leiði til einkvænis eigi þó að minnka ofbeldi gegn konum og reyndar allt ofbeldi. Þau sem vilji af fullri alvöru minnka ofbeldi gegn konum eigi að hugsa sig tvisvar um áður en þau útiloki samfélagslega breytingu í átt til einkvænis sem mögulega lausn.
Tengdar fréttir Kynferðisleg gremja kann að hafa plagað árásarmanninn Skömmu áður en bíl var ekið á gangandi vegfarendur í Toronto, með þeim afleiðingum að 10 létu lífið og 14 særðust, birtist óhugnaleg færsla á Facebook-vegg Alek Minassian, mannsins sem grunaður er um ódæðið. 25. apríl 2018 07:30 Umdeildur sálfræðingur spáir hruni jafnlaunavottunar á Íslandi Fyrrverandi félagsmálaráðherra segir áströlskum fréttaskýringarþætti að jafnlaunavottun sé ekki ógn við karlmenn heldur skref í átt að réttlátara samfélagi. 30. apríl 2018 07:59 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Sjá meira
Kynferðisleg gremja kann að hafa plagað árásarmanninn Skömmu áður en bíl var ekið á gangandi vegfarendur í Toronto, með þeim afleiðingum að 10 létu lífið og 14 særðust, birtist óhugnaleg færsla á Facebook-vegg Alek Minassian, mannsins sem grunaður er um ódæðið. 25. apríl 2018 07:30
Umdeildur sálfræðingur spáir hruni jafnlaunavottunar á Íslandi Fyrrverandi félagsmálaráðherra segir áströlskum fréttaskýringarþætti að jafnlaunavottun sé ekki ógn við karlmenn heldur skref í átt að réttlátara samfélagi. 30. apríl 2018 07:59