Gengið illa að manna og biðlistar yfirvofandi í heimahjúkrun Sigurður Mikael Jónsson skrifar 31. maí 2018 06:00 Fyrirsjáanlegt er að draga þurfi úr þjónustu hjá heimahjúkrun og félagslegri heimaþjónustu Reykjavíkurborgar þar sem illa hefur gengið að manna stöður fyrir sumarið. Þetta segir Berglind Magnúsdóttir, skrifstofustjóri öldrunar- og húsnæðismála hjá Reykjavíkurborg, sem nýverið sendi landlækni, Landspítalanum, ráðuneytinu, sjúkratryggingum og heilsugæslunni erindi þar sem hún varaði við þessu. „Það þýðir í raun að það myndast biðlistar í heimahjúkrun, sem alla jafna er ekki yfir árið. Við reynum að stýra þessu þannig að léttari verkefni fari yfir á félagslegu heimaþjónustuna tímabundið,“ segir Berglind. Hún segir að undanfarin sumur hafi þetta verið tilfellið í þessari þjónustu. Álagið á heimaþjónustuna alla, bæði heimahjúkrun og félagslegu heimaþjónustuna verði meira, þar sem Landspítalinn loki mörgum af sínum deildum.„Þetta fer ekki vel saman, þegar álagið eykst hjá okkur og við bætast erfiðleikar við að manna stöður hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða auk almennra starfsmanna í félagslega heimaþjónustu“ „Það jákvæða við hrunið var að þá áttum við auðveldara með að fá starfsfólk. Nú bætist við að það er meira um lokanir á Landspítalanum en áður. Við sjáum því fram á erfiðara sumar hvað það varðar að skortur á hjúkrunarfræðingum á Landspítalanum hefur afleiðingar. Staðan hjá okkur í að manna stöður er ekki endilega verri en síðasta sumar.“ Berglind vísar því á bug að vegna stöðunnar sem upp sé komin sé verið að vísa aðstandendum og fjölskyldu á einkarekna möguleika á borð við Sinnum ehf. að fyrra bragði. „Það gerum við ekki og höfum ekki heimild til, en auðvitað þegar fólk spyr okkur hvert það geti leitað þá upplýsum við það um fyrirtæki sem sinna þessu. Ef fólk er að spyrja.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Fyrirsjáanlegt er að draga þurfi úr þjónustu hjá heimahjúkrun og félagslegri heimaþjónustu Reykjavíkurborgar þar sem illa hefur gengið að manna stöður fyrir sumarið. Þetta segir Berglind Magnúsdóttir, skrifstofustjóri öldrunar- og húsnæðismála hjá Reykjavíkurborg, sem nýverið sendi landlækni, Landspítalanum, ráðuneytinu, sjúkratryggingum og heilsugæslunni erindi þar sem hún varaði við þessu. „Það þýðir í raun að það myndast biðlistar í heimahjúkrun, sem alla jafna er ekki yfir árið. Við reynum að stýra þessu þannig að léttari verkefni fari yfir á félagslegu heimaþjónustuna tímabundið,“ segir Berglind. Hún segir að undanfarin sumur hafi þetta verið tilfellið í þessari þjónustu. Álagið á heimaþjónustuna alla, bæði heimahjúkrun og félagslegu heimaþjónustuna verði meira, þar sem Landspítalinn loki mörgum af sínum deildum.„Þetta fer ekki vel saman, þegar álagið eykst hjá okkur og við bætast erfiðleikar við að manna stöður hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða auk almennra starfsmanna í félagslega heimaþjónustu“ „Það jákvæða við hrunið var að þá áttum við auðveldara með að fá starfsfólk. Nú bætist við að það er meira um lokanir á Landspítalanum en áður. Við sjáum því fram á erfiðara sumar hvað það varðar að skortur á hjúkrunarfræðingum á Landspítalanum hefur afleiðingar. Staðan hjá okkur í að manna stöður er ekki endilega verri en síðasta sumar.“ Berglind vísar því á bug að vegna stöðunnar sem upp sé komin sé verið að vísa aðstandendum og fjölskyldu á einkarekna möguleika á borð við Sinnum ehf. að fyrra bragði. „Það gerum við ekki og höfum ekki heimild til, en auðvitað þegar fólk spyr okkur hvert það geti leitað þá upplýsum við það um fyrirtæki sem sinna þessu. Ef fólk er að spyrja.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira