Óttaðist að umsjónarmaður Rússarannsóknar hefði hylmt yfir fyrir Trump Kjartan Kjartansson skrifar 30. maí 2018 23:48 Starfandi aðstoðarforstjóri FBI hafði áhyggjur af því að Rod Rosenstein hefði hjálpað Trump að hylma yfir raunverulega ástæðu þess að hann rak James Comey í fyrra. Vísir/Getty Fyrrverandi starfandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI hafði áhyggjur af því að aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna hafi hjálpað Donald Trump forseta að búa til átyllu til að reka James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI. Aðstoðarráðherrann hefur nú umsjón með Rússarannsókninni svonefndu. Minnisblöð Andrew McCabe, fyrrverandi aðstoðarforstjóri FBI, sem New York Times hefur séð lýsa fundi sem hann átti með Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, nokkrum dögum eftir að Trump rak Comey í maí í fyrra. McCabe var þá tekinn við sem sem starfandi forstjóri stofnunarinnar. Brottrekstur Comey er hluti af rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á því hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar. Rosenstein skrifaði minnisblað sem var í fyrstu notað sem opinber rökstuðningur ríkisstjórnar Trump fyrir brottrekstri Comey. Í minnisblaðinu gagnrýndi Rosenstein meðferð Comey á rannsókn á Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump. Í samtali við McCabe í dómsmálaráðuneytinu sagði Rosenstein hins vegar að Trump hafi upphaflega beðið hann um að vísa til Rússarannsóknarinnar í minnisblaði sínu. Rosenstein hafi hins vegar ekki getið þess hvað forsetinn hafi viljað að hann segði nákvæmlega. New York Times segir að McCabe hafi skilið orð Rosenstein sem vísbendingu um að brottrekstur Comey hafi í raun tengst Rússarannsókn FBI. Rosenstein hafi þannig hjálpað Trump að hylma yfir þá staðreynd með því að skrifa minnisblaðið þar sem vísað var til hvernig hann fór með rannsóknina á Clinton.Rosenstein hefur sagst stíga til hliðar ef til þess kæmi Aðrar heimildir blaðsins herma að Trump hafi aðeins viljað að Rosenstein léti þess getið að forsetinn væri ekki sjálfur til rannsóknar. Rosenstein hafi hins vegar ekki talið það nauðsynlegt. Í bréfi sem Trump skrifaði Comey við brottreksturinn þakkaði forsetinn honum fyrir að hafa sagt sér í þrígang að hann væri ekki til rannsóknar. Í sjónvarpsviðtali skömmu seinna viðurkenndi Trump einnig að hann hafi haft Rússarannsóknina í huga þegar hann rak Comey. Staða Rosenstein þykir snúin. Það féll í hans skaut að hafa umsjón með Rússarannsókninni eftir að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, lýsti sig vanhæfan til að fjalla um hana í mars í fyrra. Það var því Rosenstein sem skipaði Mueller sérstakan rannsakanda eftir að Trump rak Comey. Á sama tíma var það hins vegar minnisblaðið sem Rosenstein skrifaði sem Trump notaði til að réttlæta brottreksturinn á Comey. Lögmenn Trump hafa vísað til þess minnisblaðs sem sönnun þess að forsetinn hafi ekki reynt að hindra framgang rannsóknarinnar. Þannig gætu gjörðir Rosenstein sjálfs hæglega komið til rannsóknar hjá saksóknarateymi Mueller. Rosenstein sagði AP-fréttastofunni í fyrra að hann hefði rætt við Mueller um þann möguleika. Reyndist eitthvað sem hann gerði skipta máli fyrir rannsóknina myndi hann draga sig í hlé.Andrew McCabe, fyrrverandi aðstoðarforstjóri bandarísku alríkislögreglunnar, var rekinn rétt áður en hann ætlaði sjálfur að hætta í vor. Hann segir brottreksturinn hafa átt sér pólitískar ástæður.Vísir/AFPHefur ráðist að bæði Rosenstein og McCabe Trump hefur ítrekað ráðist að Rosenstein opinberlega og á bak við luktar dyr undanfarna mánuði. Forsetinn er meðal annars sagður hafa íhugað að reka aðstoðardómsmálaráðherrann. Talið er að Rosenstein sé umhugað um að verja Rússarannsóknina fyrir pólitískum afskiptum. Engu síður vakti ákvörðun hans um að veita repúblikönum aðgang að viðkvæmum gögnum um rannsóknina í síðustu viku áhyggjur. Eftir mikinn þrýsting frá Trump og bandamönnum varðandi meintar pólitískar njósnir sem áttu að hafa farið fram um framboð hans lét Rosenstein einnig undan og lofaði að láta innri eftirlitsmann dómsmálaráðuneytisins kanna hvort að eitthvað væri hæft í ásökunum. Engin gögn hafa komið fram sem styðja að FBI og ráðuneytið hafi láti njósna um framboðið. McCabe hefur svo lengi verið þyrnir í augum Trump forseta. Á meðan hann gegndi enn stjórnunarstöðu hjá FBI réðst Trump ítrekað að McCabe í ræðu og riti. Forsetinn gerði þannig að því skóna að McCabe hefði tekið mildilega á Hillary Clinton þegar tölvupóstnotkun hennar sem utanríkisráðherra voru til rannsóknar hjá FBI vegna þess að eiginkona hans hefði þegið framlög frá hópi sem tengist nánum vini Clinton þegar hún bauð sig fram til ríkisþings Virginíu árið 2015. McCabe var ekki aðstoðarforstjóri FBI á þeim tíma. Trump kom því svo til leiðar að McCabe yrði rekinn rúmum sólahring áður en hann hefði átt rétt á auknum lífeyrisréttindum í vor. Ástæðan var sú að innri eftirlitsmaður FBI hafði talið að McCabe hefði ekk greint rétt frá ákvörðun um að heimila fulltrúum FBI að ræða við fjölmiðla um rannsóknina á Clinton. McCabe þrætir fyrir þær ásakanir og segir brottrekstur sinn hafa átt sér pólitískar ástæður. Tilgangurinn hafi verið að draga úr trúverðugleika hans sem vitni í Rússarannsókninni. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump þrýsti á dómsmálaráðherrann að taka aftur yfir Rússarannsóknina Krafa forsetans um að dómsmálaráðherrann drægi yfirlýsingu sína um vanhæfi til baka er sögð óvenjuleg og mögulega óviðeigandi. Þrýstingur Trump um það er sagður til rannsóknar. 30. maí 2018 17:48 Heimildarmaður FBI afhjúpaður eftir þrýsting Trump og félaga Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að krefjast rannsóknar á því hvort njósnað hafi verið um framboð hans af pólitískum ástæðum. Engar vísbendingar liggja fyrir um að sú hafi verið raunin. 20. maí 2018 21:16 Funda um uppljóstrara með leiðtogum Repúblikana í dag Leiðtogar Repúblikana funda með toppum eftirlits- og löggæslustofnana og fá leyniskjöl um uppljóstrara alríkislögreglu í forsetaframboði Trumps. Forseti segir alríkislögreglu hafa njósnað um sig í pólitískum tilgangi, áður en Rússamálið kom upp, en sú staðhæfing er umdeild og The New York Times fullyrðir að hún sé röng. 24. maí 2018 06:00 Trump og bandamenn magna upp „njósnahneyksli“ Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að FBI hafi njósnað óeðlilega um framboð Donalds Trump. Vangaveltur um slíkt hafa gengið fjöllum hærra í fjölmiðlum sem eru hallir undir forsetann. 24. maí 2018 11:52 Trump elur á vantrausti á yfirvöld með samsæriskenningum Á Twitter lætur Bandaríkjaforseti gamminn geisa um meint samsæri „djúpríkisins“ gegn honum. 23. maí 2018 13:43 Mest lesið Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Sjá meira
Fyrrverandi starfandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI hafði áhyggjur af því að aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna hafi hjálpað Donald Trump forseta að búa til átyllu til að reka James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI. Aðstoðarráðherrann hefur nú umsjón með Rússarannsókninni svonefndu. Minnisblöð Andrew McCabe, fyrrverandi aðstoðarforstjóri FBI, sem New York Times hefur séð lýsa fundi sem hann átti með Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, nokkrum dögum eftir að Trump rak Comey í maí í fyrra. McCabe var þá tekinn við sem sem starfandi forstjóri stofnunarinnar. Brottrekstur Comey er hluti af rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á því hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar. Rosenstein skrifaði minnisblað sem var í fyrstu notað sem opinber rökstuðningur ríkisstjórnar Trump fyrir brottrekstri Comey. Í minnisblaðinu gagnrýndi Rosenstein meðferð Comey á rannsókn á Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump. Í samtali við McCabe í dómsmálaráðuneytinu sagði Rosenstein hins vegar að Trump hafi upphaflega beðið hann um að vísa til Rússarannsóknarinnar í minnisblaði sínu. Rosenstein hafi hins vegar ekki getið þess hvað forsetinn hafi viljað að hann segði nákvæmlega. New York Times segir að McCabe hafi skilið orð Rosenstein sem vísbendingu um að brottrekstur Comey hafi í raun tengst Rússarannsókn FBI. Rosenstein hafi þannig hjálpað Trump að hylma yfir þá staðreynd með því að skrifa minnisblaðið þar sem vísað var til hvernig hann fór með rannsóknina á Clinton.Rosenstein hefur sagst stíga til hliðar ef til þess kæmi Aðrar heimildir blaðsins herma að Trump hafi aðeins viljað að Rosenstein léti þess getið að forsetinn væri ekki sjálfur til rannsóknar. Rosenstein hafi hins vegar ekki talið það nauðsynlegt. Í bréfi sem Trump skrifaði Comey við brottreksturinn þakkaði forsetinn honum fyrir að hafa sagt sér í þrígang að hann væri ekki til rannsóknar. Í sjónvarpsviðtali skömmu seinna viðurkenndi Trump einnig að hann hafi haft Rússarannsóknina í huga þegar hann rak Comey. Staða Rosenstein þykir snúin. Það féll í hans skaut að hafa umsjón með Rússarannsókninni eftir að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, lýsti sig vanhæfan til að fjalla um hana í mars í fyrra. Það var því Rosenstein sem skipaði Mueller sérstakan rannsakanda eftir að Trump rak Comey. Á sama tíma var það hins vegar minnisblaðið sem Rosenstein skrifaði sem Trump notaði til að réttlæta brottreksturinn á Comey. Lögmenn Trump hafa vísað til þess minnisblaðs sem sönnun þess að forsetinn hafi ekki reynt að hindra framgang rannsóknarinnar. Þannig gætu gjörðir Rosenstein sjálfs hæglega komið til rannsóknar hjá saksóknarateymi Mueller. Rosenstein sagði AP-fréttastofunni í fyrra að hann hefði rætt við Mueller um þann möguleika. Reyndist eitthvað sem hann gerði skipta máli fyrir rannsóknina myndi hann draga sig í hlé.Andrew McCabe, fyrrverandi aðstoðarforstjóri bandarísku alríkislögreglunnar, var rekinn rétt áður en hann ætlaði sjálfur að hætta í vor. Hann segir brottreksturinn hafa átt sér pólitískar ástæður.Vísir/AFPHefur ráðist að bæði Rosenstein og McCabe Trump hefur ítrekað ráðist að Rosenstein opinberlega og á bak við luktar dyr undanfarna mánuði. Forsetinn er meðal annars sagður hafa íhugað að reka aðstoðardómsmálaráðherrann. Talið er að Rosenstein sé umhugað um að verja Rússarannsóknina fyrir pólitískum afskiptum. Engu síður vakti ákvörðun hans um að veita repúblikönum aðgang að viðkvæmum gögnum um rannsóknina í síðustu viku áhyggjur. Eftir mikinn þrýsting frá Trump og bandamönnum varðandi meintar pólitískar njósnir sem áttu að hafa farið fram um framboð hans lét Rosenstein einnig undan og lofaði að láta innri eftirlitsmann dómsmálaráðuneytisins kanna hvort að eitthvað væri hæft í ásökunum. Engin gögn hafa komið fram sem styðja að FBI og ráðuneytið hafi láti njósna um framboðið. McCabe hefur svo lengi verið þyrnir í augum Trump forseta. Á meðan hann gegndi enn stjórnunarstöðu hjá FBI réðst Trump ítrekað að McCabe í ræðu og riti. Forsetinn gerði þannig að því skóna að McCabe hefði tekið mildilega á Hillary Clinton þegar tölvupóstnotkun hennar sem utanríkisráðherra voru til rannsóknar hjá FBI vegna þess að eiginkona hans hefði þegið framlög frá hópi sem tengist nánum vini Clinton þegar hún bauð sig fram til ríkisþings Virginíu árið 2015. McCabe var ekki aðstoðarforstjóri FBI á þeim tíma. Trump kom því svo til leiðar að McCabe yrði rekinn rúmum sólahring áður en hann hefði átt rétt á auknum lífeyrisréttindum í vor. Ástæðan var sú að innri eftirlitsmaður FBI hafði talið að McCabe hefði ekk greint rétt frá ákvörðun um að heimila fulltrúum FBI að ræða við fjölmiðla um rannsóknina á Clinton. McCabe þrætir fyrir þær ásakanir og segir brottrekstur sinn hafa átt sér pólitískar ástæður. Tilgangurinn hafi verið að draga úr trúverðugleika hans sem vitni í Rússarannsókninni.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump þrýsti á dómsmálaráðherrann að taka aftur yfir Rússarannsóknina Krafa forsetans um að dómsmálaráðherrann drægi yfirlýsingu sína um vanhæfi til baka er sögð óvenjuleg og mögulega óviðeigandi. Þrýstingur Trump um það er sagður til rannsóknar. 30. maí 2018 17:48 Heimildarmaður FBI afhjúpaður eftir þrýsting Trump og félaga Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að krefjast rannsóknar á því hvort njósnað hafi verið um framboð hans af pólitískum ástæðum. Engar vísbendingar liggja fyrir um að sú hafi verið raunin. 20. maí 2018 21:16 Funda um uppljóstrara með leiðtogum Repúblikana í dag Leiðtogar Repúblikana funda með toppum eftirlits- og löggæslustofnana og fá leyniskjöl um uppljóstrara alríkislögreglu í forsetaframboði Trumps. Forseti segir alríkislögreglu hafa njósnað um sig í pólitískum tilgangi, áður en Rússamálið kom upp, en sú staðhæfing er umdeild og The New York Times fullyrðir að hún sé röng. 24. maí 2018 06:00 Trump og bandamenn magna upp „njósnahneyksli“ Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að FBI hafi njósnað óeðlilega um framboð Donalds Trump. Vangaveltur um slíkt hafa gengið fjöllum hærra í fjölmiðlum sem eru hallir undir forsetann. 24. maí 2018 11:52 Trump elur á vantrausti á yfirvöld með samsæriskenningum Á Twitter lætur Bandaríkjaforseti gamminn geisa um meint samsæri „djúpríkisins“ gegn honum. 23. maí 2018 13:43 Mest lesið Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Sjá meira
Trump þrýsti á dómsmálaráðherrann að taka aftur yfir Rússarannsóknina Krafa forsetans um að dómsmálaráðherrann drægi yfirlýsingu sína um vanhæfi til baka er sögð óvenjuleg og mögulega óviðeigandi. Þrýstingur Trump um það er sagður til rannsóknar. 30. maí 2018 17:48
Heimildarmaður FBI afhjúpaður eftir þrýsting Trump og félaga Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að krefjast rannsóknar á því hvort njósnað hafi verið um framboð hans af pólitískum ástæðum. Engar vísbendingar liggja fyrir um að sú hafi verið raunin. 20. maí 2018 21:16
Funda um uppljóstrara með leiðtogum Repúblikana í dag Leiðtogar Repúblikana funda með toppum eftirlits- og löggæslustofnana og fá leyniskjöl um uppljóstrara alríkislögreglu í forsetaframboði Trumps. Forseti segir alríkislögreglu hafa njósnað um sig í pólitískum tilgangi, áður en Rússamálið kom upp, en sú staðhæfing er umdeild og The New York Times fullyrðir að hún sé röng. 24. maí 2018 06:00
Trump og bandamenn magna upp „njósnahneyksli“ Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að FBI hafi njósnað óeðlilega um framboð Donalds Trump. Vangaveltur um slíkt hafa gengið fjöllum hærra í fjölmiðlum sem eru hallir undir forsetann. 24. maí 2018 11:52
Trump elur á vantrausti á yfirvöld með samsæriskenningum Á Twitter lætur Bandaríkjaforseti gamminn geisa um meint samsæri „djúpríkisins“ gegn honum. 23. maí 2018 13:43