Dýrustu miðarnir hækka um 50 prósent Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. maí 2018 15:00 Gylfi Þór Sigurðsson og Sverrir Ingi Ingason á æfingu landsliðsins í morgun. Vísir/Vilhelm Stuðningsmenn karlalandsliðsins í knattspyrnu hafa síðustu tækifæri til að sjá leiki hjá strákunum okkar í æfingaleikum gegn Noregi og Gana á Laugardalsvelli. Fyrri leikurin er á laugardaginn og verður öllu tjaldað til. Flottasta skrúðganga Tólfunnar segja forsvarsmenn stuðningssveitarinnar. Athygli vekur að miðaverð er nokkuð hærra en var í aðdraganda EM fyrir tveimur árum. Enn eru til miðar á leikina. Leikurinn er ekki síður merkilegur fyrir þeirra hluta sakir að norska landsliðið spilar undir stjórn Lars Lagerbäck, sem kalla mætti guðföður strákanna okkar. Með tilkomu hans og Heimis Hallgrímssonar má segja að góðæri karlalandsliðsins hafi byrjað. Ekki hefur gengið jafnvel með þá norsku undir stjórn Lagerbäck en þó má merkja batarmerki á leik liðsins. „Það verður rosalega gaman að sjá Lars og keppa á móti honum,“ segir Benjamín Hallbjörnsson, forsprakki í Tólfunni og oft kenndur við bongótrommur. Benni með Tólfuhringinn.Stefna á að gefa Lars Tólfuhring „Við ætlum að reyna að hitta hann og færa honum gjöf frá Tólfunni,“ segir Benni. Greinilegt er að taka á vel á móti þeim sænska og vonast Benni og félagar til að geta gefið honum glæsilegan Tólfuhring, sem harðasti kjarni Tólfunnar ber með stolti. „Þetta verður geggjaður dagur,“ segir Sveinn Ásgeirsson. Leikurinn verður á laugardagskvöld klukkan 20 en upphitun hefst sex tímum fyrr. Þá fær stuðningsfólk frían kjúkling hjá BK Kjúklingi á Grensásvegi klukkan 14 áður en farið verður á Ölver í Glæsibæ klukkan 15. Klukkan 17 mætir Heimir Hallgrímsson og fer yfir byrjunarliðið og ræðir við stuðningsfólk. Venju samkvæmt lekur ekkert af þeim fundi. Benni og Styrmir hvetja alla til að mæta í upphitun.Einstök skrúðganga frá Ölveri „Það þarf að koma því inn í hausinn á fólki að það eru allir partur af Tólfunni, þetta er ekki lokaður félagsskapur. Það geta allir fylgst með fundinum með Heimi á meðan húsrúm leyfir,“ segir Benni. Svenni segir að skrúðgangan frá Ölveri, klukkan 18, verði sú flottasta í sögu Tólfunnar. Farið verði á stuðningsmannasvæðið (e. fan zone) við Laugardalsvöll og svo mætt tímanlega í stúkuna, allir bláklæddir, og sungið með. Varðandi nýju Tólfuhringana segir Benni þá hugmynd hafa kviknað hjá Jóni og Óskari skömmu eftir EM fyrir tveimur árum. Hjólin fóru svo að snúast á þessu ári og komu fyrstu hringirnir í verslunina um síðustu mánaðarmót. „Það er búið að selja einhverja 50 hringa,“ segir Benni en þeir Svenni eru að sjálfsögðu komnir með hringa. Benni er meira að segja búinn að láta grafa eftirminnilega leiki í sinn hring. „Þetta er meira töff en einhver trefill eða pinni,“ segir Benni og segir gullsmiðinn Krumma, í Jóni og Óskari, eiga heiðurinn að hönnuninni. Hringirnir kosta 14 þúsund eða 16 þúsund krónur eftir stærð og geta allir sem áhuga hafa fest kaup á slíkum í versluninni. 1200 krónur af hverjum seldum hring fer í ferðasjóð Tólfunnar.Flottari andstæðingar og hærra miðaverð Athygli vekur að hvorki er uppselt á landsleikinn gegn Noregi eða Gana sem telja má tíðindi. Laugardalsvöllur hefur verið kjaftfullur undanfarin misseri í ljósi velgengni strákanna og færri komist að en vilja. „Það er enn þá einhver febrúar fílingur í gangi,“ segir Benni og Svenni er sammála. Það vanti eitthvað upp á HM stemninguna. Það sé ekki á hverjum degi sem Ísland fari á HM, það þurfi að keyra partýið í gang. Mögulega spilar miðaverð á leikinn einhverja rullu. Miðaverð skiptist í þrjá flokka; 7500, 5500 og 3500. Yngri en 16 ára greiða helming verðsins. Þegar Ísland spilaði sinn síðasta æfingaleik hér á landi fyrir EM 2016 var leikið gegn Liechenstein. Andstæðingurinn var ekki alveg jafnspennandi og nú, Liechstenstein samanborið við Noreg og Gana, og miðaverðið 5000, 4000 og 3000 krónur eftir staðsetningu. Það svarar til 17-50 prósent hækkunar á miðaverði á milli ára.Blaðamennirnir Benedikt Bóas og Hörður Snævar ræddu leikina framundan í Akraborginni á X-inu 977 í gær. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Fleiri fréttir Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Sjá meira
Stuðningsmenn karlalandsliðsins í knattspyrnu hafa síðustu tækifæri til að sjá leiki hjá strákunum okkar í æfingaleikum gegn Noregi og Gana á Laugardalsvelli. Fyrri leikurin er á laugardaginn og verður öllu tjaldað til. Flottasta skrúðganga Tólfunnar segja forsvarsmenn stuðningssveitarinnar. Athygli vekur að miðaverð er nokkuð hærra en var í aðdraganda EM fyrir tveimur árum. Enn eru til miðar á leikina. Leikurinn er ekki síður merkilegur fyrir þeirra hluta sakir að norska landsliðið spilar undir stjórn Lars Lagerbäck, sem kalla mætti guðföður strákanna okkar. Með tilkomu hans og Heimis Hallgrímssonar má segja að góðæri karlalandsliðsins hafi byrjað. Ekki hefur gengið jafnvel með þá norsku undir stjórn Lagerbäck en þó má merkja batarmerki á leik liðsins. „Það verður rosalega gaman að sjá Lars og keppa á móti honum,“ segir Benjamín Hallbjörnsson, forsprakki í Tólfunni og oft kenndur við bongótrommur. Benni með Tólfuhringinn.Stefna á að gefa Lars Tólfuhring „Við ætlum að reyna að hitta hann og færa honum gjöf frá Tólfunni,“ segir Benni. Greinilegt er að taka á vel á móti þeim sænska og vonast Benni og félagar til að geta gefið honum glæsilegan Tólfuhring, sem harðasti kjarni Tólfunnar ber með stolti. „Þetta verður geggjaður dagur,“ segir Sveinn Ásgeirsson. Leikurinn verður á laugardagskvöld klukkan 20 en upphitun hefst sex tímum fyrr. Þá fær stuðningsfólk frían kjúkling hjá BK Kjúklingi á Grensásvegi klukkan 14 áður en farið verður á Ölver í Glæsibæ klukkan 15. Klukkan 17 mætir Heimir Hallgrímsson og fer yfir byrjunarliðið og ræðir við stuðningsfólk. Venju samkvæmt lekur ekkert af þeim fundi. Benni og Styrmir hvetja alla til að mæta í upphitun.Einstök skrúðganga frá Ölveri „Það þarf að koma því inn í hausinn á fólki að það eru allir partur af Tólfunni, þetta er ekki lokaður félagsskapur. Það geta allir fylgst með fundinum með Heimi á meðan húsrúm leyfir,“ segir Benni. Svenni segir að skrúðgangan frá Ölveri, klukkan 18, verði sú flottasta í sögu Tólfunnar. Farið verði á stuðningsmannasvæðið (e. fan zone) við Laugardalsvöll og svo mætt tímanlega í stúkuna, allir bláklæddir, og sungið með. Varðandi nýju Tólfuhringana segir Benni þá hugmynd hafa kviknað hjá Jóni og Óskari skömmu eftir EM fyrir tveimur árum. Hjólin fóru svo að snúast á þessu ári og komu fyrstu hringirnir í verslunina um síðustu mánaðarmót. „Það er búið að selja einhverja 50 hringa,“ segir Benni en þeir Svenni eru að sjálfsögðu komnir með hringa. Benni er meira að segja búinn að láta grafa eftirminnilega leiki í sinn hring. „Þetta er meira töff en einhver trefill eða pinni,“ segir Benni og segir gullsmiðinn Krumma, í Jóni og Óskari, eiga heiðurinn að hönnuninni. Hringirnir kosta 14 þúsund eða 16 þúsund krónur eftir stærð og geta allir sem áhuga hafa fest kaup á slíkum í versluninni. 1200 krónur af hverjum seldum hring fer í ferðasjóð Tólfunnar.Flottari andstæðingar og hærra miðaverð Athygli vekur að hvorki er uppselt á landsleikinn gegn Noregi eða Gana sem telja má tíðindi. Laugardalsvöllur hefur verið kjaftfullur undanfarin misseri í ljósi velgengni strákanna og færri komist að en vilja. „Það er enn þá einhver febrúar fílingur í gangi,“ segir Benni og Svenni er sammála. Það vanti eitthvað upp á HM stemninguna. Það sé ekki á hverjum degi sem Ísland fari á HM, það þurfi að keyra partýið í gang. Mögulega spilar miðaverð á leikinn einhverja rullu. Miðaverð skiptist í þrjá flokka; 7500, 5500 og 3500. Yngri en 16 ára greiða helming verðsins. Þegar Ísland spilaði sinn síðasta æfingaleik hér á landi fyrir EM 2016 var leikið gegn Liechenstein. Andstæðingurinn var ekki alveg jafnspennandi og nú, Liechstenstein samanborið við Noreg og Gana, og miðaverðið 5000, 4000 og 3000 krónur eftir staðsetningu. Það svarar til 17-50 prósent hækkunar á miðaverði á milli ára.Blaðamennirnir Benedikt Bóas og Hörður Snævar ræddu leikina framundan í Akraborginni á X-inu 977 í gær.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Fleiri fréttir Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Sjá meira