Krefjandi verkefni bíða með minni frjósemi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. maí 2018 06:00 Rúmlega fjögur þúsund börn fæddust á Íslandi á síðasta ári. Frjósemi fer á sama tíma minnkandi. Vísir/Getty Frjósemi kvenna á Íslandi hefur aldrei mælst minni en á síðasta ári. Frjósemin er hins vegar enn með því mesta sem þekkist í Evrópu. Prófessor í félagsfræði segir að það verði athyglisvert að sjá hvernig hagkerfi sem byggist á vexti muni takast á við þessar breytingar. 4.071 barn fæddist hér á landi í fyrra sem er fjölgun frá árinu 2016. Frjósemi var hins vegar 1,71 barn á ævi hverrar konu samanborið við 1,75 barn á ævi hverrar konu árið á undan. Sú tala hefur aldrei mælst lægri frá því að mælingar hófust árið 1853. Undanfarinn áratug hefur frjósemi á Íslandi verið um tvö börn á ævi hverrar konu en áætlað er að um 2,1 barn á ævi hverrar konu þurfi til að viðhalda fólksfjölda. „Fæðingartíðni eins og hún er mæld sem lifandi fædd börn á ævi hverrar konu hefur verið sögulega lág á Íslandi frá árinu 1983 en á sama tíma hefur þessi tíðni verið há í evrópsku samhengi. Þannig hefði síðustu ár mátt glíma á sama tíma við spurninguna af hverju tíðnin var svona há í samanburði við flestöll önnur Evrópulönd og af hverju hún var svona lág í sögulegu íslensku ljósi,“ segir Stefán Hrafn Jónsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Meðalaldur mæðra hefur hækkað jafnt og þétt samhliða þróuninni. Um miðja síðustu öld og fram yfir 1980 var meðalaldur frumbyrja undir 22 árum en hefur nú hækkað upp í 27,8 ár. Það er þó enn undir meðaltali Evrópuríkja. „Lækkun fæðingartíðni frá 4,3 börnum árið 1960 í 2,1 barn árið 1983 hefur þegar haft mikil áhrif á aldurssamsetningu þjóðarinnar eins og birtist í mannfjöldapíramída. Hlutfallsleg fjölgun eldri borgara síðustu ár, þróun sem er einnig fyrirsjáanleg næstu áratugi, er fyrst og fremst vegna lækkandi fæðingartíðni síðustu ára en mun minna vegna hækkandi meðalaldurs við fæðingu eða lífslíka fólks,“ segir Stefán Hrafn.Stefán Hrafn Jónsson, prófessor í félagsfræði.Stefán segir margar leiðir færar til að bera saman fjölda fæðinga á milli landa og yfir tíma. Sú sem hefur gefið besta raun er lifandi fædd börn á ævi hverrar konu. Sú mælir þó ekki aðeins líffræðilega getu til barneigna heldur einnig viljann til þess. Gallinn þar kemur fram þegar fólk ákveður að fresta barneignum. „Þegar fólk hættir að fresta barneignum þá mun fæðingartíðnin hækka aftur. Þannig breyting hefur sést í mörgum Evrópulöndum að fæðingartíðnin er farin að hækka aftur eftir að hafa verið lág í áratugi. Íslendingar eru í raun mörgum árum á eftir mörgum öðrum Evrópulöndum að sjá þessar breytingar,“ segir Stefán. Það muni hafa afleiðingar í menntakerfinu og síðar hafa áhrif á fjölda þeirra sem starfa á vinnumarkaði. Hlutfallsleg aldursdreifing mun einnig breytast og mun hærra hlutfall eldri borgara verða áskorun fyrir stjórnvöld og hagkerfið í heild. „Það verður áhugavert að vita hvernig hagkerfi sem byggir á vexti mun takast á við þessar breytingar. Mannfækkun er samt ekki fyrirsjáanleg á næstu áratugum af ýmsum lýðfræðilegum ástæðum, meðal annars í ljósi búferlaflutninga. Næsta eðlilega spurning felst í því hvort og þá hversu vel Íslendingar eru í stakk búnir til að mæta þessum breytingum með því að auka við fjölda innflytjenda,“ segir Stefán. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Frjósemi kvenna á Íslandi aldrei minni Frjósemi í fyrra var 1,71 á ævi hverrar konu. 25. maí 2018 10:44 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Frjósemi kvenna á Íslandi hefur aldrei mælst minni en á síðasta ári. Frjósemin er hins vegar enn með því mesta sem þekkist í Evrópu. Prófessor í félagsfræði segir að það verði athyglisvert að sjá hvernig hagkerfi sem byggist á vexti muni takast á við þessar breytingar. 4.071 barn fæddist hér á landi í fyrra sem er fjölgun frá árinu 2016. Frjósemi var hins vegar 1,71 barn á ævi hverrar konu samanborið við 1,75 barn á ævi hverrar konu árið á undan. Sú tala hefur aldrei mælst lægri frá því að mælingar hófust árið 1853. Undanfarinn áratug hefur frjósemi á Íslandi verið um tvö börn á ævi hverrar konu en áætlað er að um 2,1 barn á ævi hverrar konu þurfi til að viðhalda fólksfjölda. „Fæðingartíðni eins og hún er mæld sem lifandi fædd börn á ævi hverrar konu hefur verið sögulega lág á Íslandi frá árinu 1983 en á sama tíma hefur þessi tíðni verið há í evrópsku samhengi. Þannig hefði síðustu ár mátt glíma á sama tíma við spurninguna af hverju tíðnin var svona há í samanburði við flestöll önnur Evrópulönd og af hverju hún var svona lág í sögulegu íslensku ljósi,“ segir Stefán Hrafn Jónsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Meðalaldur mæðra hefur hækkað jafnt og þétt samhliða þróuninni. Um miðja síðustu öld og fram yfir 1980 var meðalaldur frumbyrja undir 22 árum en hefur nú hækkað upp í 27,8 ár. Það er þó enn undir meðaltali Evrópuríkja. „Lækkun fæðingartíðni frá 4,3 börnum árið 1960 í 2,1 barn árið 1983 hefur þegar haft mikil áhrif á aldurssamsetningu þjóðarinnar eins og birtist í mannfjöldapíramída. Hlutfallsleg fjölgun eldri borgara síðustu ár, þróun sem er einnig fyrirsjáanleg næstu áratugi, er fyrst og fremst vegna lækkandi fæðingartíðni síðustu ára en mun minna vegna hækkandi meðalaldurs við fæðingu eða lífslíka fólks,“ segir Stefán Hrafn.Stefán Hrafn Jónsson, prófessor í félagsfræði.Stefán segir margar leiðir færar til að bera saman fjölda fæðinga á milli landa og yfir tíma. Sú sem hefur gefið besta raun er lifandi fædd börn á ævi hverrar konu. Sú mælir þó ekki aðeins líffræðilega getu til barneigna heldur einnig viljann til þess. Gallinn þar kemur fram þegar fólk ákveður að fresta barneignum. „Þegar fólk hættir að fresta barneignum þá mun fæðingartíðnin hækka aftur. Þannig breyting hefur sést í mörgum Evrópulöndum að fæðingartíðnin er farin að hækka aftur eftir að hafa verið lág í áratugi. Íslendingar eru í raun mörgum árum á eftir mörgum öðrum Evrópulöndum að sjá þessar breytingar,“ segir Stefán. Það muni hafa afleiðingar í menntakerfinu og síðar hafa áhrif á fjölda þeirra sem starfa á vinnumarkaði. Hlutfallsleg aldursdreifing mun einnig breytast og mun hærra hlutfall eldri borgara verða áskorun fyrir stjórnvöld og hagkerfið í heild. „Það verður áhugavert að vita hvernig hagkerfi sem byggir á vexti mun takast á við þessar breytingar. Mannfækkun er samt ekki fyrirsjáanleg á næstu áratugum af ýmsum lýðfræðilegum ástæðum, meðal annars í ljósi búferlaflutninga. Næsta eðlilega spurning felst í því hvort og þá hversu vel Íslendingar eru í stakk búnir til að mæta þessum breytingum með því að auka við fjölda innflytjenda,“ segir Stefán.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Frjósemi kvenna á Íslandi aldrei minni Frjósemi í fyrra var 1,71 á ævi hverrar konu. 25. maí 2018 10:44 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Frjósemi kvenna á Íslandi aldrei minni Frjósemi í fyrra var 1,71 á ævi hverrar konu. 25. maí 2018 10:44