Stóraukin aðsókn samhliða áhyggjum af atvinnuleysi Sighvatur skrifar 9. júní 2018 08:00 „Við þurfum að segja skilið við 20. öldina þegar kemur að atvinnuuppbyggingu,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, en hún hefur áhyggjur af langtímaatvinnuleysi háskólamenntaðra. Rúmlega þrjú þúsund manns verða brautskráðir úr háskólum landsins núna í júní en heildarfjöldi brautskráðra hefur vaxið umtalsvert á síðustu árum. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær fjölgaði umsóknum um háskólanám mikið milli ára vegna breytinga á fyrirkomulagi náms til stúdentsprófa. Samkvæmt tölum frá Vinnumálastofnun voru rúmlega 1.100 háskólamenntaðir einstaklingar á atvinnuleysisskrá í mars. Þar af höfðu 469 verið án atvinnu lengur en sex mánuði. Þórunn segir að fjöldi háskólamenntaðra á atvinnuleysisskrá hafi ekki minnkað undanfarin misseri. Nú sé svo komið að háskólamenntaðir séu um fjórðungur allra á atvinnuleysisskrá. Það sé tiltölulega ný staða á vinnumarkaði. Töluverð fjölgun varð í háskólum landsins í kjölfar hrunsins. „Við vitum ekki hvaða áhrif eftirmál hrunsins hafa haft. Það eru fleiri sem sækja sér háskólamenntun sem er í sjálfu sér hið besta mál. Hins vegar virðast hvorki vinnumarkaðurinn né umgjörð efnahagslífsins viðbúin þessum breytingum.“ Þórunn segir ekkert benda til að stjórnvöld eða aðrir séu að búa sig undir að stíga inn í 21. öldina. „Við þurfum að fara að gera eins og aðrar þjóðir sem hafa virkjað hugvit og mannauð með öðrum hætti en við höfum gert. Við auglýsum eftir því að hér verði tekin stefna á framtíðina.“ Unnur Sverrisdóttir, aðstoðarforstjóri Vinnumálastofnunar, segir stöðu þeirra sem brautskrifast úr háskólum nú í júní ekki verða skýra fyrr en í haust. „Sumartíminn er góður þar sem margir fá vinnu við sumarafleysingar. Svo eru ákveðnar greinar þar sem framboð starfa er meira, sérstaklega heilbrigðis- og tæknigreinar.“ Unnur segir vandamálið að störfum fyrir háskólamenntaða fjölgi ekki nógu hratt. „Þetta er hópur sem er lengur að finna sér vinnu við hæfi. Vöxturinn hefur verið aðallega í ferðamanna- og byggingariðnaði og það eru mest störf sem gera ekki miklar kröfur um menntun.“ Vinnumálastofnun býr yfir sérstöku úrræði sem felst í því að fyrirtæki og stofnanir geta ráðið starfsfólk af atvinnuleysisskrá og fengið styrk á móti. Unnur segir að þetta úrræði hafi verið auglýst sérstaklega með áherslu á háskólamenntaða. „Úrræðið hefur reynst vel í gegnum tíðina og við vildum láta vita af þeim mannauði sem væri fyrir hendi. Okkur hafa borist 72 laus störf og er þegar búið að ráða í um 40 þeirra.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Fleiri fréttir Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Sjá meira
„Við þurfum að segja skilið við 20. öldina þegar kemur að atvinnuuppbyggingu,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, en hún hefur áhyggjur af langtímaatvinnuleysi háskólamenntaðra. Rúmlega þrjú þúsund manns verða brautskráðir úr háskólum landsins núna í júní en heildarfjöldi brautskráðra hefur vaxið umtalsvert á síðustu árum. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær fjölgaði umsóknum um háskólanám mikið milli ára vegna breytinga á fyrirkomulagi náms til stúdentsprófa. Samkvæmt tölum frá Vinnumálastofnun voru rúmlega 1.100 háskólamenntaðir einstaklingar á atvinnuleysisskrá í mars. Þar af höfðu 469 verið án atvinnu lengur en sex mánuði. Þórunn segir að fjöldi háskólamenntaðra á atvinnuleysisskrá hafi ekki minnkað undanfarin misseri. Nú sé svo komið að háskólamenntaðir séu um fjórðungur allra á atvinnuleysisskrá. Það sé tiltölulega ný staða á vinnumarkaði. Töluverð fjölgun varð í háskólum landsins í kjölfar hrunsins. „Við vitum ekki hvaða áhrif eftirmál hrunsins hafa haft. Það eru fleiri sem sækja sér háskólamenntun sem er í sjálfu sér hið besta mál. Hins vegar virðast hvorki vinnumarkaðurinn né umgjörð efnahagslífsins viðbúin þessum breytingum.“ Þórunn segir ekkert benda til að stjórnvöld eða aðrir séu að búa sig undir að stíga inn í 21. öldina. „Við þurfum að fara að gera eins og aðrar þjóðir sem hafa virkjað hugvit og mannauð með öðrum hætti en við höfum gert. Við auglýsum eftir því að hér verði tekin stefna á framtíðina.“ Unnur Sverrisdóttir, aðstoðarforstjóri Vinnumálastofnunar, segir stöðu þeirra sem brautskrifast úr háskólum nú í júní ekki verða skýra fyrr en í haust. „Sumartíminn er góður þar sem margir fá vinnu við sumarafleysingar. Svo eru ákveðnar greinar þar sem framboð starfa er meira, sérstaklega heilbrigðis- og tæknigreinar.“ Unnur segir vandamálið að störfum fyrir háskólamenntaða fjölgi ekki nógu hratt. „Þetta er hópur sem er lengur að finna sér vinnu við hæfi. Vöxturinn hefur verið aðallega í ferðamanna- og byggingariðnaði og það eru mest störf sem gera ekki miklar kröfur um menntun.“ Vinnumálastofnun býr yfir sérstöku úrræði sem felst í því að fyrirtæki og stofnanir geta ráðið starfsfólk af atvinnuleysisskrá og fengið styrk á móti. Unnur segir að þetta úrræði hafi verið auglýst sérstaklega með áherslu á háskólamenntaða. „Úrræðið hefur reynst vel í gegnum tíðina og við vildum láta vita af þeim mannauði sem væri fyrir hendi. Okkur hafa borist 72 laus störf og er þegar búið að ráða í um 40 þeirra.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Fleiri fréttir Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Sjá meira